Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Page 22
22 Menning 6. júní 2012 Miðvikudagur Saga Sig á Lunga Saga Sigurðardóttir verður með listasmiðju á Listahátíð unga fólksins, Lunga, sem haldin verð­ ur á Seyðisfirði 15.–22. júlí. Í listasmiðjunni kennir Saga að segja sögur með ljósmyndum. „Það er hægt að segja sögur á margan hátt, með orðum, dansi, bíómyndum, gjörningi og ljós­ myndum og svo framvegis. Á þessu námskeiði verða búnar til sögur og heimar með ljósmynd­ um. Með ljósmyndum föngum við augnablik. Á augnablikinu þegar við smellum af myndinni, fest­ um við á filmu eða pixla sannar sögur úr lífinu í kringum okkur, gleðisögur og stundum sorgar­ sögur. Sumar ljósmyndir sýna draumaheima eins og við sjáum oft í tískuheiminum, meðan til dæmis ljósmyndarar í listheim­ inum nota ljósmyndirnar sínar til dæmis til þess að setja fram ádeilu á samfélagið eða túlka tilfinn­ ingar,“ segir Saga um námskeiðið og biður þátttakendur að taka með sér myndavél. Bróðir minn Ljónshjarta í bíó Sænski kvikmyndaleikstjórinn Tomas Alfredsson ætlar líklega að gera kvikmynd úr sögu Astrid Lindgren, Bróðir minn Ljóns­ hjarta, og hefur hann tryggt sér kvikmyndaréttinn að sögunni. Fréttir um kaupin hafa vakið eftirvæntingu meðal aðdáenda bókarinnar en síðasta kvikmynd Tomas, Tinker Tailor Soldier Spy, vakti mikla lukku. Síðast var gerð mynd eftir bók­ inni árið 1977 og var henni leik­ stýrt af Olle Helbom. Til minningar um Kristján Fimmtudaginn 7. júní heldur Minningarsjóður Kristjáns Eld­ járns gítarleikara tónleika í Þjóð­ leikhúsinu til að minnast þess að tíu ár eru liðin síðan Kristján lést og eins þess að í sumar hefði hann orðið fertugur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Miðaverð er 4.500 kr. Fjöldi flytjenda kemur þar fram, meðal annars Bubbi Morthens, Páll Óskar, Ham, Vík­ ingur Heiðar, Ragnhildur Gísla­ dóttir, Jack Magnet, Sykur, Kristj­ ana Arngrímsdóttir, Guðmundur Pétursson, Jóel Pálsson, Einar Scheving, Ari Eldjárn og Eva María Jónsdóttir. Allur ágóði af tónleikunum rennur í minningarsjóðinn. Minningarsjóður Kristjáns Eld­ járns gítarleikara var stofnaður 2002 af fjölskyldu Kristjáns, vinum og samstarfsmönnum. Sjóðurinn veitir framúrskarandi tónlistar­ mönnum viðurkenningar. V ið erum að reyna að tæla áhorfendur með okkur í aðra vídd,“ segir Erna Ómarsdóttir, dansari og einn höfunda verksins Tickling Death Machine, sem sýnt verður í Iðnó föstudaginn 8. júní. Sýningin verður aðeins sýnd í þetta eina skipti en áður hefur verkið, sem má kalla jaðarsöngleik, ver­ ið sýnt á listahátíðum í Brussel og Orléans í Frakklandi. Eins og trúarsamkomur Jaðarsöngleikurinn er samstarf dansflokksins Shalala og hljóm­ sveitanna Lazyblood og Reykjavík! „Við tengjumst öll,“ segir Erna en hún og Valdimar eru meðlimir Shalala og sveitarinnar Lazyblood og hann er einnig í sveitinni Reykja­ vík! Lazyblood hefur vakið mikla athygli síðustu ár og nýlega var skrifað um sveitina í tölublaði af ítalska Vogue. „Listrænn stjórnandi listahátíðar í Brussel sá Lazyblood og Reykjavík! spila, vildi fá mig í ver­ kefni og fékk þá hugmynd að stefna sveitunum saman,“ segir Erna frá. „Við Valdi höfðum síðan verið að vinna með hugmyndina The Dedi­ cated Fan, höfðum sótt um styrk til að vinna það verkefni. Við höfðum fengið innblástur í Ástralíu á tón­ leikum. Við sáum áhorfanda á tón­ leikum sem var í svo dásamlegri leiðslu, einn í stuði, hann var svona eins og í transi. Mér finnst mjög gaman að fara á tónleika og fylgj­ ast með tónleikagestum og hvernig þeir verða fyrir áhrifum. Stundum má líkja þessu við trúarsamkomur. Þá hef ég alltaf verið svo hrifin af rokkstjörnunni og hvernig hún hagar sér. Ég er svolítið að bera rokkstjörnuna saman við spámenn sem geta komið fólki í einhvers konar ástand eða leiðslu. Í sýn­ ingunni eru einmitt nokkrir spá­ menn sem predika ólíkan boðskap og misgóðan,“ segir hún og hlær. Kennir „headbang“ Þeir sem hafa séð sýninguna ytra gefa henni almennt frábæra dóma og líkja henni við frelsandi upp­ lifun. „Það er vonin að fólk frels­ ist í nokkrar mínútur og fari heim með bros á vör,“ segir Erna og segir orðróm um kennslu í „headbangi“ í verkinu réttan. „Já, það þarf að hita upp rokkvöðvann áður en það er „headbangað“,“segir hún. „Fólki á eftir að líða vel á líkama og sál en einhverjar harðsperrur eru óumflýjanlegar fyrir óvana. Rokk­ arar fá ekki harðsperrur þegar þeir „headbanga“, þeir eru orðnir svo þjálfaðir.“ Eins og að frelsast Erna notar „headbang“ til að komast í ákveðið ástand. „Ég nota ýmsar kúnstir og meðal annars „headbang“. Menn hafa gert þetta frá örófi alda, ruggað sér og hrist hausinn. Það ger­ ist eitthvað í líkamanum, eitthvað sálrænt og eitthvað líkamlegt. Það fara einhver efni út í líkamann sem láta manni líða eins og maður sé frelsaður. Það þarf auðvitað enginn að „headbanga“, þetta er auðvitað bara sýning. En oft langar fólki til að vera með.“ Hamingja og frelsi En jaðarsöngleikur, hvað er það? „Það er nú það,“ segir Erna og hlær. Þetta eru ekki tónleikar, og ekki er þetta eingöngu dansverk eða leik­ verk. Á sama tíma er það allt þetta. Áður var ég að vinna með að færa tónlist inn í dansverk, núna erum við að færa dans inn í tónlist. Við erum kannski svolítið að skoða hamingju og frelsi. Eitthvað dýr­ slegt og ómeðvitað. Það sem við vonum er að gestir fari út með ein­ hverja hlýju í hjartanu og kannski einhverja uppgötvun um sig sjálfa.“ Hauslaus og Hamingjusöm n Tickling Death Machine sýnt í Iðnó n Kennsla í „headbangi“ Um aðstandendur Shalala Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson hafa sett upp fjölda sýninga um allan heim. Verk Shalala hafa verið sýnd á mörgum helstu dans- og sviðslisthátíðum Evrópu og víðar og hlotið frábæra gagnrýni og viðtökur. Helstu verk þeirra eru á sýningarferðalagi um þessar mundir og síðastliðið ár voru Teach us to outgrow our madness og We saw mon- sters sem var frumsýnt á Listahátíð Reykjavíkur 2011, í Þjóðleikhúsinu. Það mun verða sýnt meðal annars á Feneyjatvíæringnum og hinni virtu Berliner Festspiele á þessu ári. Reykjavík! Reykjavík! er rokkhljómsveit frá Ísafirði og Reyðarfirði sem býr samt í Reykjavík (þegar hún býr ekki annars staðar). Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur sem all- ar hafa hlotið ljómandi góðar viðtökur og verðlaun, og sú síðasta, Locust Sounds hlaut m.a. Kraumsverðlaun fyrir plötu ársins 2011 og sú fyrsta var víða valin plata ársins 2006. Þeir eru alltaf að spila einhvers staðar fyrir útlendinga (þegar þeir eru ekki að spila fyrir Íslendinga) hafa unnið með fullt af sniðugu fólki, m.a. Valgeiri Sigurðssyni, Ben Frost, Mugison og Birgi Jóni Birgissyni. Lazyblood Lazyblood er hljómsveit þeirra Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhanns- sonar. Fyrsta breiðskífa verður brátt tilbúin til útgáfu. „Það fara einhver efni út í líkamann sem láta manni líða eins og maður sé frelsaður. Eins og að frelsast „Það er vonin að fólk frelsist í nokkrar mín- útur og fari heim með bros á vör,“ segir Erna sem ætlar að kenna áhorfendum að „head- banga“. Mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.