Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 24
24 Sport 6. júní 2012 Miðvikudagur
Danny Welbeck
England
Aldur: 21 árs
Lið: Manchester United
Staða: Framherji
Landsleikir: 5 (1 mark)
Phil McNulty, yfirmaður knattspyrnu-
umfjöllunar hjá BBC: „Danny Welbeck er
framherji sem er enn að slíta barnsskónum
knattspyrnulega séð, bæði fyrir þjóð sína
og félagslið. Hann hefur sannað sig í enska
landsliðinu; einbeittur en um leið afslappað-
ur. Hann er enn óslípaður en býr þó þegar yfir
hraða og gæðum til að skora mörk í hæsta
gæðaflokki.
Jordi Alba
Spánn
Aldur: 23 ára
Lið: Valencia
Staða: Vinstri bakvörður
Landsleikir: 5
Gaizka Mendieta, fyrrverandi landsliðsmað-
ur Spánar: „Jordi Alba er nýr í landsliðshópi
Spánverja. Hann er magnaður leikmaður og
gæti staðið sig afar vel, sérstaklega ef hann
kæmist að í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur
vaxið mikið sem leikmaður undanfarið og verð-
ur betri með hverjum deginum. Hann hentar
landsliðinu vel því hann spilar stöðu sem óvissa
ríkti um eftir síðustu heimsmeistarakeppni.“
Mario Gotze
Þýskaland
Aldur: 19 ára
Lið: Borussia Dortmund
Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður
Landsleikir: 13 (2 mörk)
Raphael Honigstein, fréttaritari þýsku
Bundesligunnar hjá The Guardian: „Gotze
gæti orðið einn af stórkostlegustu leikmönnum
sinnar kynslóðar. Hann virðist hafa með-
fædda hæfileika og er sérstaklega leikinn og
útsjónarsamur með boltann. Ég á von á því að
hann komi inn í leikina af bekknum og geti haft
mikil áhrif á gang þeirra. Hraði hans og hug-
myndaflug getur valdið varnarmönnum miklu
hugarangri; sérstaklega er hann tekur hlaupin
af köntunum inn á hættusvæðið við teiginn.“
Claudio Marchisio
Ítalía
Aldur: 26 ára
Lið: Juventus
Staða: Miðjumaður
Landsleikir: 19 (1 mark)
James Horncastle, ítalskur sparkspek-
ingur: „Einn af mörgum öflugum leikmönn-
um Juventus í ítalska landsliðshópnum.
Marchisio hefur þroskast mikið á nýyfirstað-
inni leiktíð. Hann er afar fjölhæfur leikmaður
og getur spilað margar stöður á vellinum.
Hann á bestu árin sín í boltanum framundan.
Marchisio skoraði níu mörk á yfirstandandi
leiktíð.“
Alan Dzagoev
Rússland
Aldur: 21 árs
Lið: CSKA Moskva
Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður
Landsleikir: 18 (4 mörk)
Alexey Smertin, fyrrverandi landsliðsmað-
ur Rússlands: „Hann er virkilega fljótur. Í mín-
um huga hafa Rússar mjög góða sóknarmenn
innan sinna raða og Dzagoev er einn þeirra.
Hann mun spila gegnt Andrei Arshavin á
vellinum. Dzagoev er leikmaður sem er mjög
flinkur með boltann og mun búa til mörg
marktækifæri fyrir rússneska liðið.“
Yann M‘Vila
Frakkland
Aldur: 21 árs
Lið: Rennes
Staða: Varnarsinnaður miðjumaður
Landsleikir: 18 (1 mark)
Matt Spiro, sparkspekingur í Frakklandi:
„M‘Vila er lykilmaður í landsliði Laurent Blanc
þjálfara. Hann er í raun hjartað í liðinu. M‘Vila
er baráttuhundur og býr yfir nokkurri reynslu
þrátt fyrir ungan aldur. Hann er frábær fyrir
framan vörnina og er miðdepillinn í leikkerfi
franska liðsins. Strykleikar hans felast fyrst
og fremst í vinnusemi og því hversu vel hann
les og skilur leikinn.“
Christian Eriksen
Danmörk
Aldur: 20 ára
Lið: Ajax
Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður
Landsleikir: 22 (2 mörk)
Jan Molby, fyrrverandi leikmaður Liverpool
og danska landsliðsins: „Allir biðu eftir því
að hann slægi í gegn á heimsmeistaramótinu
en það var of snemmt. Hann hefur bætt leik
sinn og er farinn að axla ábyrgð varnarlega.
Það þarf hann að gera þó hann sé aðalstjarna
liðsins. Hann mætti ef til vill skora aðeins
meira en ef hann stendur sig vel á mótinu
munu stærstu lið Evrópu sýna honum áhuga.
Rui Patricio
Portúgal
Aldur: 21 árs
Lið: Sporting Lissabon
Staða: Markvörður
Landsleikir: 10
Andy Brassel, einn virtasti íþróttafrétta-
maður Evrópu: „Rui Patricio er stórfenglegur
markvörður sem mikið fer fyrir í markinu.
Portúgalar leika í riðli með Dönum,
Þjóðverjum og Hollendingum og það
er ljóst að hann mun hafa nóg að gera
þegar slíkir andstæðingar standa í vegi. Hann
hefur mikið sjálfstraust og er orðinn mjög
öruggur markvörður. Hann hefur undan-
farið ár fest sig í sessi sem aðalmarkvörður
landsliðsins.“
Þessir gætu
slegið í gegn
Evrópumótið í knattspyrnu hefst á föstudaginn. Mótið fer fram í Póllandi og Úkraínu en þar keppa 16 lið í
þrjár vikur um titilinn eftirsótta. Evrópumótið hefur lengi verið vettvangur ungra leikmanna til að slá í gegn.
BBC tók saman upplýsingar um átta leikmenn sem gætu slegið í gegn og látið til sín taka á mótinu.
United kaupir
Shinji Kagawa
Manchester United staðfesti á
þriðjudag að félagið hefði gengið
frá samningum við þýska félagið
Borussia Dortmund um kaupin
á japanska miðjumanninn Shinji
Kagawa. United hefur einnig náð
samkomulagi við Kagawa og þarf
hann aðeins atvinnuleyfi og að
standast læknisskoðun til að allt
gangi upp.
Talið er að United greiði 12
milljónir punda fyrir Kagawa sem
verið hefur lykilmaður í meistara-
liðum Dortmund síðustu tvö árin.
SkySports greinir frá því að kaup-
verðið gæti hækkað upp í 17 millj-
ónir punda en Kagawa, sem er 23
ára, verður fyrsti Japaninn til að
leika með United.
M‘Vila fær
grænt ljós
Franski miðjumaðurinn Yann
M‘Vila hefur verið úrskurðaður
leikfær af læknum franska lands-
liðsins fyrir EM 2012 sem hefst
um helgina. M‘Vila, sem fjallað
er um í greininni hér til hliðar, er
einn af efnilegustu miðjumönnum
Evrópu. Hann meiddist í 2–0 sigri
Frakklands í vináttuleik við Serbíu
í síðustu viku. Hann fór grátandi af
velli svo menn óttuðust hið versta.
Laurent Blanc, landsliðsþjálfari
Frakka, hlýtur að anda rólega fyrst
hinn öflugi 21 árs gamli miðju-
maður er klár í slaginn.
Barton barinn
við hommabar
Joey Barton, miðjumaður QPR,
virðist staðráðinn í að moka yfir
sig eftir að hafa grafið sína eigin
gröf með framferði sínu í lokaleik
ensku úrvalsdeildarinnar gegn
Manchester City. Barton fékk 12
leikja bann fyrir ofbeldi þar en
hann komst aftur í fréttirnar um
helgina þegar hann var handtek-
inn aðfaranótt mánudags. Barton
náðist á mynd, alblóðugur, eft-
ir að hafa lent í slagsmálum fyr-
ir utan einn þekktasta hommab-
ar Liverpool. Hann hafði verið að
skemmta sér með kærustu sinni.
Þeir sem Barton slóst við voru
einnig handteknir og sleppt. Málið
er til rannsóknar. Barton er floginn
til Portúgal í sumarfrí með fjöl-
skyldunni.