Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Qupperneq 4
Launakostnaður hækkar n Segir engan vera að hækka í launum S amkvæmt ársreikningi Grímsness- og Grafnings- hrepps fyrir árið 2011 hafa laun sveitarstjórnar og sveit- arstjóra í hreppnum hækkað um 74 prósent frá því í síðasta ársreikn- ingi; fara úr 19,1 milljón króna í 33,2 milljónir. Ríflega 400 manns búa í hreppnum en þar er afar mikil sum- arhúsabyggð. Ingibjörg Harðardóttir sveitar- stjóri segir í samtali við DV að þetta eigi sér margar skýringar. Frá því í síðustu kosningum hafi starfshlut- fall oddvita hækkað úr 50 í 75 pró- sent auk þess sem varaoddviti er nú í 30 prósenta stöðu. Launin eru tengd launum sveitarstjóra. Þá hafi laun fyrir setu í hreppsnefnd hækk- að lítillega; þau hafi verið ákveðin krónutala en hafi, eftir að ný sveitar- stjórn tók við í síðustu kosningum, orðið 8 prósent af þingfararkaupi. Það sé hækkun upp á örfáar þús- undir króna. Loks segir hún að eftir að hún tók við sem sveitarstjóri hafi tveir sveitarstjórar verið á launum hluta ársins 2010. Hún vill í sam- tali við DV ekki gefa upp hver laun sveitarstjóra eru í dag, en segir þau hafa lækkað frá því sem áður var. „Það hefur enginn verið að hækka í launum.“ Þess má geta að fulltrúar í minnihluta sveitarstjórnar mót- mæltu því harðlega, þegar nýr meirihluti tók við, að með þeirri breytingu færi varaoddviti í 30 pró- sent. Þar með yrðu allir þrír fulltrú- ar meirihlutans orðnir launþegar sveitarfélagsins. baldur@dv.is 4 Fréttir 18. júní 2012 Mánudagur Mikil bústaðabyggð Skipulagsmál eru fyrirferðarmikil í starfi sveitarstjórnar Grímsness- og Grafningshrepps. Kemst ekki í miðborgina Þ etta hefur orðið til þess að ég hef ekki komist í bæ- inn,“ segir Embla Ágústs- dóttir, formaður NPA mið- stöðvarinnar sem bendir á að lokanir á götum miðborgar- innar yfir sumartímann komi sér oft illa fyrir fatlað fólk sem kemst þá jafnvel ekki leiðar sinnar. Hún segir að fjölga þurfi talsvert stæð- um fyrir fatlað fólk og koma þannig til móts við það þegar að götum er lokað í miðborginni. Frá og með þjóðhátíðardeginum 17. júní taka gildi sumarlokanir á Laugavegi neðan Vatnsstígs og á Skólavörðu- stíg neðan Bergstaðastrætis. Þess- ar göngugötur verða lokaðar fyrir bílaumferð fram yfir Menningarnótt sem er þann 20. ágúst. Þá er Póst- hússtræti oft lokað á góðviðrisdög- um. „Það eru mjög fá stæði fyrir fatl- að fólk í bænum. Það hafa ekki verið sett nein aukastæði í hliðargöturn- ar fyrir fatlað fólk,“ segir Embla. „Ef ég ætla til dæmis í búð á Laugaveg- inum og get ekki lagt nálægt þá er ekki séns að ég geti farið í hana. Það er ekkert mál að setja bráðabirgða- stæði í hliðargöturnar,“ segir Embla. Geta ekki notað venjuleg stæði „Margir sem nota þessi stæði geta ekki lagt í venjuleg stæði,“ segir Embla og bendir á að bifreiðar fyr- ir fatlað fólk séu oft mikið breyttar til að koma til móts við þarfir not- enda þeirra. Þær eru því oft stærri og breiðari auk þess sem þeim fylgja lyftur og annað til að komast inn og út úr bílnum og athafna sig. Það er því sjaldnast hægt að leggja slíkum bílum í venjuleg bílastæði. „Það er alltaf kominn einhver annar kannski við hliðina á stæðinu eða fyrir aftan það og það þrengir að bílnum,“ segir Embla en bílastæði miðborgarinnar eru oftar en ekki mjög þröng og jafn- vel erfitt að leggja óbreyttum bílum í þau hvað þá þegar það þarf að nota slíkan búnað. Fer minna í bæinn „Í fyrrasumar fór ég miklu minna í bæinn á þessum tíma því ég gat það ekki. Almennt fer ég mjög mikið í bæinn,“ segir Embla, „en ég minnk- aði það mjög mikið þegar sumarlok- anirnar voru í fyrra.“ Embla bend- ir á að það sé stæði rétt fyrir utan Kaffi París. Með sumarlokunum lok- ast það stæði hins vegar af og eru fá önnur slík stæði þar í grenndinni að hennar sögn. „Það er lokað inni nema ég keyri á móti umferð. Ég kemst ekki að því stæði,“ segir hún og segir einfalt að bæta við tímabundn- um stæðum fyrir fatlað fólk í hliðar- götum. „Þetta er ekki flókið og myndi til dæmis gera heilmikið fyrir mig og marga aðra,“ segir hún. Stendur til bóta Karl Sigurðsson, formaður umhverf- is- og samgönguráðs, segir að sum- arlokanirnar eigi ekki að hindra að- gang fatlaðs fólks að miðborginni og að stefnt sé að því að fjölga stæðum fyrir það í grennd við þær götur sem lokast. Hann segir að bílastæðaverðir fylgist meðal annars með því hversu vel fatlaðra stæði séu nýtt. „Það gæti þurft að taka til sérstakra aðgerða því sum stæðin eru meira notuð en önnur.“ Komi í ljós að mörg þeirra séu stöðugt í notkun þurfi að fjölga þeim. „Við viljum endilega gæta þess að stæði sem liggja nálægt lokunum séu sérstaklega með aðgengi fyrir fatlaða. Að okkar mati á fatlað fólk að hafa forgang að stæðum nálægt slík- um götum.“ Hann hvetur til þess að þeir sem lendi í vandræðum vegna skorts á bílastæðum hafi samband við umhverfissvið hjá Reykjavíkur- borg eða hann sjálfan og láti vita svo hægt sé að gera bragarbót þar á. n Fjölga þarf stæðum fyrir fatlað fólk í miðborg Reykjavíkur„Ef ég ætla til dæmis í búð á Laugaveginum og get ekki lagt nálægt þá er ekki séns að ég geti farið í hana. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Bráðabirgðastæði nauðsynleg „Það er ekkert mál að setja bráðabirgðastæði í hliðargöturnar,“ segir Embla Ágústsdóttir. Mynd: Eyþór ÁrnaSon Húsnæðismál í tíu tíma Þingmenn ræða nú breytingar á lögum um Íbúðalánasjóð til sam- ræmis við tilskipun EES um ríkis- aðstoð. Megintilefni frumvarpsins er að bregðast við niðurstöðum rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á starfsemi Íbúðalánasjóðs um að sjóðurinn njóti ríkisaðstoð- ar í formi eigendaábyrgðar, vaxta- niðurgreiðslna, undanþágu frá arðsemiskröfu og greiðslu tekju- skatts. Nái breytingarnar fram að ganga verður sjóðnum ekki heim- ilt að lána einstaklingum til kaupa á húsnæði að verðmæti yfir 50 milljónum. „Ástæða þess er sú að veiting láns vegna svo verðmæts íbúðarhúsnæðis verður ekki talin rúmast innan félagslegra mark- miða sjóðsins um fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir almenning á viðráðanlegum kjörum,“ sagði Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra þegar hann mælti fyr- ir lögunum sem virðast nokkuð umdeild ef marka má fjölda ræða um málið í þinginu. Breytingarnar hafa þegar fengið um tíu klukku- stundir í þriðju umræðu sem verður að teljast töluvert fyrir laga- breytingar sem snúa að skuld- bindingum Íslendinga í skiptum fyrir aðgengi að Evrópska efna- hagssvæðinu. Umferðin gekk vel Nokkur umferð var í átt til Reykja- víkur yfir Hellisheiði á 17. júní. Að sögn umferðardeildar lögreglunn- ar gekk umferðin þó vel og lítið var umóhöpp á vegum landsins. Morgunblaðið greindi frá því að um 4.500 bílum hafi verið ekið um Kjalarnes suður í átt til Reykja- víkur um sex leytið á sunnu- dagskveldi. Þá höfðu um 3.500 keyrt yfir Hellisheiði til Reykja- víkur. Af þessu má vera ljóst að margir hafa nýtt sér góða veðrið og þjóðhátíð til að bregða sér úr bænum í fríinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.