Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Page 6
6 Fréttir 18. júní 2012 Mánudagur Sprenging í Kópavogi Sprenging varð í Selbrekku í Kópavogi í gærnótt eftir að flug- eldi hafði verið komið fyrir und- ir bifreið. Engan sakaði og litlar skemmdir urðu á bílnum, en rúða í nálægu húsi brotnaði við hvell- inn. Mikið lið lögreglumanna var kallað á vettvang auk sprengjusér- fræðinga frá Landhelgisgæslunni og götunni var lokað um tíma. Samkvæmt íbúum götunnar hef- ur talsvert borið á því undanfarna mánuði að flugeldar séu sprengd- ir í hverfinu og var þetta því ekki í fyrsta sinn sem svefnfriði íbúa þar var raskað. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns er málið í rannsókn, en hann vildi lítið tjá sig um það að svo stöddu. Þjóðhátíðar- gleði Fjölmennt var í miðbænum á 17. júní. Hátíðarhöldin í Reykja- vík hófust að venju með hátíðar- dagskrá á vegum Alþingis, þar sem barnakór söng, blómsveigur var lagður við minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flutti ávarp. Fjallkonan í ár var Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona. Skrúðgöngur fóru frá Hlemmi niður Laugaveg og frá Hagatorgi í Hljómskálagarð við undirleik lúðrasveita. Jafnframt var haldin fjölskyldudagskrá á Arnarhóli og harmónikkuball í Ráðhúsinu, en sú breyting var gerð í ár að engir tónleikar voru haldnir um kvöldið. Var allri dagskrá lokið um kvöld- matarleytið. Flúðu þjóð- ernismaníu og hoppu- kastala Á meðan fjöldi manns marser- aði um götur miðborgarinnar og hélt þjóðhátíðardag Íslendinga hátíðlegan var annars kon- ar samkoma haldin í Öskjuhlíð- inni undir yfirskriftinni „Flóttinn mikli.“ Í yfirlýsingu á Facebook skrifa skipuleggjendur hátíðar- innar: ,,Afmælisdagur lýðveldisins nálgast með tilheyrandi firringu, þjóðernismaníu, hoppuköstul- um og vitfirrtum stjórnsýsluritu- ölum. Allir sem ekki vilja verða fyrir barðinu á þessari óværu eru hvattir til þess að mæta frekar í stríðsminjarnar í Öskjuhlið og fagna einhverju öðru í staðinn.“ Á staðnum var grillaðstaða og plötu- snúður þeytti skífum við fögn- uð viðstaddra. Meðal þeirra voru hælisleitendur úr Fit Hostel á Reykjanesi. Þ etta er bara félag sem keypti tvær blokkir,“ segir Stein- þór Jónsson, athafnamað- ur og fyrrverandi bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, í samtali við DV. Einka- hlutafélagið South Properties, sem er að stórum hluta til í eigu Steinþórs, eignaðist í upphafi mánaðar tvær íbúðarblokkir í Innri-Njarðvíkum. Steinþór segir markmiðið að gera blokkirnar upp og selja þær svo aftur. Steinþór segir kaupin fullkomlega eðlileg, en þau voru að hluta til fjár- mögnuð með lánum. Fyrirtæki tengd Steinþóri hafa að undanförnu fengið milljarða afskrifaða. „Það eru sum- ir sem hafa trú á Suðurnesjum,“ seg- ir Steinþór þegar hann er spurður út í kaupin. Milljarða afskriftir Steinþór sem var stjórnarmaður í SpKef hefur undanfarið verið mikið í umfjöllun fjölmiðla vegna óreiðunn- ar sem ríkti í sparisjóðnum. Stein- þór var annar eiganda Bergsins ehf. en kröfuhafar félagsins – þar á með- al Sparisjóðurinn í Keflavík sem var á meðal helstu kröfuhafanna – hafa afskrifað tæplega 3,8 milljarða króna vegna lánveitinga til félagsins. Steinþór á þriðjungshlut í South Properties, en hinir hluthafarnir eru athafnamaðurinn Sverrir Sverrisson og Brynjar Guðmundur Steinarsson. Steinþór og Sverrir eru miklir við- skiptafélagar og hafa viðskiptagern- ingar eignarhaldsfélaga þeirra á árunum fyrir hrun, sem nær undan- tekningarlaust hafa tengst spari- sjóði Keflavíkur, verið mikið í kast- ljósi fjölmiðlanna. Þannig komu þeir saman að rekstri eignarhaldsfélags- ins Blikavalla 3 í gegnum þráð móð- urfélaga. Félagið varð stofnað utan um byggingu iðnaðarhúsnæðis, en var tekið til gjaldþrotaskipta í febrú- ar síðastliðnum. 280 milljóna skuldir þess félags hafa verið afskrifaðar. Kaupa til að selja „Við bara gerðum tilboð í þessar blokkir. Það var Landsbankinn sem átti þessar blokkir og við keyptum þær af þeim,“ segir Steinþór í sam- tali við DV. Um er að ræða íbúðar- blokkir sem standa í Innr-Njarðvík, önnur í Reynidal 1 og hin í Bjarkar- dal 33. Blokkirnar tvær höfðu ver- ið verið í eigu Landsbankans í um tvö ár eða síðan framkvæmdir voru stöðvaðar í kjölfar gjaldþrots verk- takans sem sá um framkvæmdirn- ar. Steinþór vill ekki gefa upp kaup- verð. South Properties ehf. er skráð að Lyngholti 4 í Reykjanesbæ en eigið fé og skuldir fyrirtækisins voru sam- kvæmt ársreikningi 2010, 4.313.983 krónur. Aðspurður hvernig þeir fé- lagar hafi fjármagnað kaupin á blokkunum í Njarðvík segir Stein- þór: „Við fjármögnuðum kaup- in einfaldlega með eigin fé og láni eins og hver önnur eðlileg við- skipti.“ Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupin. „Við erum auðvitað bara að kaupa þær til að gera þær upp og selja þær.“ Keyptu fyrir fjóra milljarða Bergið keypti hlutabréf í Sparisjóða- banka Íslands síðla árs 2007 fyr- ir rúmlega fjóra milljarða króna. Um var að ræða 9,5 prósenta hlut í bankanum og varð Bergið í kjölfarið einn stærsti hluthafi bankans. Spari- sjóðurinn í Keflavík var sömuleið- is stór hluthafi með um 12 prósenta eignarhlut. Formaður bankaráðs Sparisjóðabankans var Geirmund- ur Kristinsson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóðnum í Keflavík. Lánin til að kaupa hlutabréf- in í Sparisjóðabankanum komu frá bankanum sjálfum og frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og Spari- sjóðnum í Keflavík. Lánveitingin frá Sparisjóðabankanum nam rúmlega 1,1 milljarði króna en Steinþór, einn af eigendum Bergsins, var varafor- maður bankaráðs hans á þessum tíma. Stærstu hluti lánsins, um tveir milljarðar króna, kom hins vegar frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn- is. Lánin til Bergsins voru að mestu í erlendum myntum, svissneskum frönkum og japönskum jenum. Breyttu reglum bankans Lánveitingin til Bergsins var hluti af rúmlega 8,7 milljarða króna lán- veitingum frá Sparisjóðabankanum til starfsmanna sinna á seinni hluta árs 2007 en fjármunirnir voru not- aðir til að kaupa bréf í bankanum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is er rakið hvernig bankaráð Spari- sjóðabankans breytti lánareglum bankans til að geta framkvæmt þess- ar lánveitingar til starfsmanna sinna. Veðin fyrir lánunum voru í hlutabréf- unum sjálfum. Stjórnendur Sparisjóðabank- ans ákváðu þannig að breyta regl- um bankans um viðskipti með bréf í bankanum svo þeir gætu lánað sér sjálfum og starfsmönnum bankans fyrir hlutabréfum í bankanum. Þess- ir stjórnendur og starfsmenn bank- ans skuldsettu svo eignarhaldsfé- lög sín um milljarða króna í kjölfarið vegna umræddra hlutabréfakaupa. Þessi lán til félaganna hafa verið eða verða að langmestu leyti afskrifuð, líkt og í tilfelli Bergsins. Framkvæmdir hafnar Í skýrslu frá Fjármálaeftirlitinu um starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík fyr- ir hrun kemur meðal annars fram að 370 milljóna króna lánið til Bergsins hafi verið veitt án nokkurra veða. Í við- tali við DV í fyrrasumar viðurkenndi Steinþór að hann hafi verið milliliður fyrir Sparisjóðinn í Keflavík í viðskipt- um Bergsins en til stóð að sparisjóður- inn yrði hluthafi í félaginu. Aðspurður um það hvenær hann telji að íbúðirnar verði tilbúnar til sölu segir Steinþór að það verði á mismun- andi stigum. „Það verður gert jöfnum höndum, við erum byrjaðir að fram- kvæma og erum að taka til við lóðirn- ar og annað, og svo munum við bara halda áfram.“ Steinþór segir að það séu fyrst og fremst jákvæðar fréttir að hann og félagar hans séu að kaupa blokkirnar í Reykjanesbæ. „Ég vona núna að það verði bara jákvæð frétt um jákvæðni á Suðurnesjum, ekki nei- kvæðni, það er alltaf verið að ráðast á okkur Suðurnesjamenn.“ „Ég vona núna að það verði bara já- kvæð frétt um jákvæðni á Suðurnesjum, ekki nei- kvæðni. Blokkirnar Steinþór segir fyrirhugað að klára framkvæmdir við blokkirnar og selja þær síðan aftur. Mynd eyþór árnason Ostborgararnir ódýrastir á Bíldudal n DV gerði verðkönnun á 18 vegasjoppum á landinu w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 13.–14. júní 2012 miðvikudagur/fimmtudagur 6 7. t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . „Börkur tók kær- ustuna sem tryggingu“ n Parið kærir n Segist hafa verið „kálfur“ hjá ofbeldismanninum n Milljarðaskuldir afskrifaðar 80 milljóna sumarhöll „Hef þurft að stela og stunda vændi“ n Jenný Bára missti forræði yfir börnum sínum tom Cruise til Íslands n Glæsihúsið Hrafnabjörg leigt Geirmundur Kristinsson Stýrði tveimur sparisjóðum í glötun Steinþór Jónsson Lánaði sjálfum sér n SpKef lánaði 370 milljónir án veða n Breyttu lánareglum í eigin þágu n Steinþór var leppur sparisjóðsins Þeir mjólkuðu sparisjóðinn„Eðlileg viðskipti Jónmundur Guðmarsson Segist hafa tapað sparifé sínu ÍBúar geta ekki opnað glugga Fisklykt í Garðinum 11 12–13 26 18–19 2–3 11 4 13. júní 2012 Steinþór kaupir tvær blokkir n Fyrrverandi stjórnarmaður SpKef stendur í stórræðum Hefur trú á suðurnesjum Athafnamaðurinn Steinþór Jónsson segir kaupin á blokkun- um bera þess merki að einhverjir hafi trú á Suðurnesjum. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.