Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Síða 14
F
rá morgni til kvölds, allt að
fjórtán tíma á dag, alla daga,
þræla 1,7 milljónir indverskra
barna við að meðhöndla
tóbak og beitta hnífa til að
vefja hefðbundnar indverskar sígar-
ettur sem kallast „beedi.“ Flest barn-
anna eru stúlkur, allt niður í fimm
ára gamlar, sem af illri nauðsyn leið-
ast út í þessa vinnu og neyðast til
að þræla ásamt mæðrum sínum og
systrum við að vefja hinar vinsælu
síga rettur við ömurlegar aðstæður
fyrir í mesta lagi tvo dali á dag. En til
þess að þéna sem nemur þessum 250
íslensku krónum þurfa stúlkurnar að
vefja að minnsta kosti þúsund beedi-
sígarettur. Launin eru greidd af
milliliðum, undirverktökum beedi-
framleiðendanna sem sjálfir græða
milljarða dala á tóbakssölu.
Af illri nauðsyn
Góðgerðasamtökin Plan hafa skorið
upp herör gegn þessari meðferð á
„tóbaksstúlkum“ Indlands og um
átakið og stöðu þeirra var fjallað í
CNN Freedom Project á dögunum.
Í bænum Kadiri í Andhra
Pradesh-héraði á Indlandi reiða
hundruð fjölskyldna sig á hinar tak-
mörkuðu tekjur sem hafa má úr
beedi-framleiðslu.
Í flestum tilfellum þýða of lítil af-
köst stúlknanna ungu við að vefja
sígarettur einfaldlega að þær muni
hvorki eiga til hnífs né skeiðar þann
daginn.
Fíngerðir fingur vefja
þúsund á dag
„Pressan við að halda tilteknum
hraða og ná þúsund beedi takmark-
inu á hverjum degi er slík að margar
þeirra sleppa því hreinlega að borða
og jafnvel drekka svo þær tapi ekki
tíma á klósettferðum,“ segir einn
sjálfboðaliðanna í Kadiri á heima-
síðu plan-international.org.
Og það er engin tilviljun að ung
börn, sér í lagi ungar stúlkur leiðast
út í þessa þrælkunarvinnu. Fram-
leiðendurnir hafa nefnilega fundið
það út að fíngerðir fingur þeirra eru
fullkomnir til að vefja retturnar.
Á Indlandi eru þó lög sem skil-
greina vafningsstarfið sem hættulegt,
en líkt og með svo margt annað þá er
smuga á lögunum. Börn sem aðstoða
foreldra sína í vinnunni eru ekki var-
in af þeim. Og hinn efnahagslegi
þrýstingur sem á fjölskyldunum hvíl-
ir um að skila tilteknu magni beedi-
sígaretta á degi hverjum þýðir að þær
dragast inn í bransann til að aðstoða
fjölskyldur sínar.
Alvarlegar afleiðingar
Beedi-sígarettur eru í grunninn
tóbak vafið í lauf íbenholttrjáa.
Vinnufólkið vefur tóbakið í laufin
og lokar síðan stautunum með flug-
beittum hnífum, eða skærum.
Það þarf ekki mikinn sérfræðing
til að skilja að það gerir engum gott,
hvað þá ungum börnum, að vinna
við að handleika tóbak allan lið-
langan daginn. Fimm ára börn eru
í þessari vinnu og húð þeirra drekk-
ur í sig, gríðarlegt magn af nikótíni á
hverjum degi. Eftir áralangt starf við‘
að vefja beedi-sígarettur hefur húðin
á fingrum vinnufólksins þynnst mik-
ið. Stúlkurnar fara með tímanum að
missa tilfinninguna í höndunum uns
loks þær geta ekki lengur vafið sígar-
ettur.
„Hendur mína bólgna oft upp.
Ég veit ekki hvað ég mun gera þegar
ég get ekki rúllað upp beedi lengur,“
hefur CNN eftir Mahboobjaan, konu
á fertugsaldri sem á þrjár dætur.
Plan segir heilsukvillana sem
beedi-framleiðslu fylgja margvíslega.
Allt frá berklum og astma til óheyri-
legra verkja og liðamótavandamála.
Hin skaðlegu áhrif eru ekki
einungis heilsufarsleg.
Það dylst engum að hér er brot-
ið gróflega gegn mannréttindum
og réttindum barna og fólks með
margvíslegum hætti. Stúlkurnar
sem dragast inn í þessa sígarettu-
þrælkun fá aldrei tækifæri til að
mennta sig og enn fleiri eru dregnar
úr skóla til að framfleyta fjölskyld-
um sínum.
Barnungir sígarettuþrælar
Rodney King látinn
n Fannst dáinn á botni sundlaugar
B
andaríkjamaðurinn Rodney
King er látinn, 47 ára að aldri.
King varð heimsfrægur á
einu augnabliki árið 1992 eft-
ir að myndband var birt af lögreglu-
mönnum, sem allir voru hvítir á
hörund, að berja blökkumanninn
King illa, eftir að hann var stöðvað-
ur fyrir að aka of hratt.
Lögreglumennirnir voru í kjölfar
birtingar myndbandsins ákærðir
fyrir líkamsárás en voru hins vegar
sýknaðir af öllum ákærum.
Sýknudómurinn vakti upp
mikla reiði á meðal blökkumanna
og annarra minnihlutahópa sem
töldu ljóst að lögreglumenn hefðu
aldrei verið sýknaðir nema af því
að fórnarlambið var blökkumaður.
Næstu sex sólarhringa logaði allt í
óeirðum í Los Angeles. Alls létust
53 í óeirðunum og meira en 2.000
manns slösuðust. Tjónið var metið
á um einn milljarð dollara.
Það var unnusta King sem kom
að honum látnum á botni sund-
laugar á sunnudaginn. Lífgunartil-
raunir báru engan árangur og var
hann lýstur látinn skömmu síðar.
Lögreglan í Los Angeles rannsak-
ar málið en talið er að hann hafi
drukknað.
King átti lengi við áfengis- og
vímuefnavandamál að stríða. Árið
2008 tók hann þátt í raunveruleika-
þættinum Celebrity Rehab, sem
gekk út að frægt fólk var sent í með-
ferð og allt tekið upp á myndband.
Læknirinn sem stýrði meðferðar-
stofnuninni sagði í þáttunum að
ef King tæki sig ekki verulega á þá
myndi fíknin draga hann til dauða.
14 Erlent 18. júní 2012 Mánudagur
n 1,7 milljónir barna vefja sígarettur á Indlandi n Vinna 14 tíma á dag til að vefja þúsund sígarettur fyrir tvo dali í kaup á dag
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Umhverfisráð-
herra hafnaði
syninum
17 ára sonur Caroline Selman,
umhverfisráðherra Bretlands,
sakar móður sína um að snúa baki
við sér, eftir að hann var úrskurð-
aður í nærri tveggja ára leikbann
í ruðningi fyrir að taka inn stera.
Jonny Selman, birti myndband
á Youtube á dögunum þar sem
hann bað fólk um fjárhagsaðstoð,
þar sem foreldar hans hefðu hent
honum að heiman. Selman, sem
var þrælefnilegur ruðningsleik-
maður og lék meðal annars með
U-17 liði Englendinga, var rek-
inn úr virtum einkaskóla í kjölfar
þess að upp komst um steranotk-
un hans.
Hann hefur nú snúið sér alfar-
ið að vaxtarrækt. „Foreldrar mínir
eru ekki sáttir við að ég hafi helgað
mig vaxtarrækt. Þau hafa hætt að
styrkja mig og sagt mér að flytja út.
Stefnir ríkinu
vegna óhamingju
Tansanískur innflytjandi í Bret-
landi hefur stefnt breska ríkinu
vegna þess að ákvörðun um gera
vegabréf hans upptækt hafi valdið
honum og fjölskyldu hans „mikilli
óhamingju.“
Hann krefur breska ríkið um
11 milljónir punda, upphæð sem
samsvarar 2,2 milljörðum króna.
Daniel Kiunsi telur að bresk yf-
irvöld hafi framið mannréttinda-
brot þegar þau tóku af honum
vegabréfið fyrir þremur árum.
Hann segir þetta hafa valdið mik-
illi óhamingju og telur að breska
ríkið eigi að borga fyrir hann
húsaleigu, matarinnkaup og borga
fyrir hann alla reikninga. Kiunsi
segir við breska blaðið Daily Mail
að með vísindalegum aðferð-
um hafi hann komist að því að
2,2 milljarðar króna væri hæfileg
upphæð í skaðabætur. Kiunsi sem
er vélaverkfræðingur á fimmtugs-
aldri hafði búið í Bretlandi. Hann
tók starfi í öðru landi, en þegar
hann ætlaði að snúa aftur upp-
fyllti hann ekki skilyrði um áfram-
haldandi búsetu í Bretlandi og því
var vegabréf hans tekið af honum.
Rodney King Látinn 47 ára að aldri. Hann varð heimsfrægur fyrir að sæta harðræði af
hálfu lögreglumanna.
Sósíalistar sig-
urstranglegir
Samkvæmt kosningaspám í Frakk-
landi lítur út fyrir að sósíalista-
flokkur Francois Hollande muni
ná nógu mörgum þingsætum til
að mynda hreina meirihlutastjórn.
Útlit er fyrir að flokkurinn nái
320 sætum af 577 í franska þjóð-
þinginu, en það yrði besti árangur
vinstrimanna í Frakklandi í marga
áratugi. Ef spárnar reynast rétt-
ar verður Hollande í lófa lagið að
hrinda af stað áætlun sinni um
aukin ríkisútgjöld og skattahækk-
anir, og þyrfti Sósíalistaflokkurinn
ekki að reiða sig alfarið á stuðn-
ing græningja og byltingarsinn-
aðra vinstrimanna innan þingsins.
Hollande hefur lofað að fjölga op-
inberum starfsmönnum og skapa
hagvöxt með auknum ríkisfram-
kvæmdum.