Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 15
Barnungir sígarettuþrælar Erlent 15Mánudagur 18. júní 2012 n 1,7 milljónir barna vefja sígarettur á Indlandi n Vinna 14 tíma á dag til að vefja þúsund sígarettur fyrir tvo dali í kaup á dag Börn þræla Hér má sjá tíu ára stúlku, Toslima Khatun, sem vinnur við að vefja beedi. Sjö mánaða gömul systir hennar liggur sofandi við hlið hennar í þorpinu Bhulki á Indlandi. Með hvítvoðung í vinnunni Þessi unga móðir í Kadiri vinnur við að rúlla upp beedi með nýfætt barn sitt með í för. Unnið með hnífa Börn, allt niður í fimm ára gömul, vinna með hnífa sem þessa til að leggja lokahönd á hverja sígarettu. Engir hanskar eða hlífðarbúnaður er í boði. „Pressan við að halda tiltekn- um hraða og ná þús- und beedi takmark- inu á hverjum degi er slík að margar þeirra sleppa því hreinlega að borða og jafnvel drekka Innbyrða nikótín Nikótín úr tóbakinu kemst í börnin sem vefja beedi-sígaretturnar í gegnum húð handa þeirra. Margir missa tilfinninguna í höndunum eftir að hafa unnið um árabil við að vefja. Milljónir í sömu stöðu Áætlað er að 1,7 milljónir barna vinni við að vefja beedi á Ind- landi. Flest þeirra eru stúlkur. „Hrætt við andlit mitt“ Þegar Chandra Wisnu gekk að eiga eiginkonu sína Nanik fyrir 33 árum, í Indónesíu, blasti lífið við honum. Hann var ungur, myndar- legur og vel menntaður og kom- inn af góðum ættum. Skömmu eftir brúðkaupið fór að síga á ógæfuhliðina. Hann hafði tekið eftir því að litlar blöðrur höfðu myndast á bakinu skömmu fyrir brúðkaup- ið. Þá var hann nítján ára en fimm árum síðar hafði ástandið versnað til muna og þegar hann var 32 ára þöktu blöðrurnar allan líkamann. Wisnu vonast til að finna lækn- ingu, sérstaklega af því að börnin hans tvö virðast vera með sömu einkenni.  Fjallað er um Wisnu í myndinni Bubble Skin Man sem sýnd verður 20. júní á TLC-sjón- varpsstöðinni. „Fólk er hrætt við andlitið mitt og óttast að það smitist,“ sagði hann við news.com.au. „Ég forð- ast því fólk og fer örsjaldan út. Þegar ég geri það þá hyl ég andlit mitt,“ segir Wisnu sem hefur þó ekki glatað eiginkonu sinni þrátt fyrir ástandið. Barn drakk vodka og lést Bandarískur karlmaður er ákærður fyrir manndráp af gá- leysi eftir að fjögurra mánaða dóttir hans lést eftir að hafa drukkið vodka úr pela. Stúlkan lét lífið í júní í fyrra eftir að hún drakk áfengið. Ári seinna hefur faðir hennar, Keith Antonine Furlow, frá Sto- ne Mountain í Bandaríkjunum, verið ákærður fyrir að mann- dráp af gáleysi. „Við erum að vonast eftir réttlæti fyrir hönd stúlkunn- ar,“ sagði saksóknarinn Robert James við fjölmiðla vestanhafs.  Ákæruvaldið telur að barnið hefði aldrei geta komist í áfeng- ið. Er talið víst að faðir stúlk- unnar, Furlow, hafi sett vodka í pelann hennar. „Það er augljóst að barn á þessum aldri er ekki fært um að halda á pelanum eitt og drekka. Fjögurra mánaða gömul börn eru mötuð,“ sagði saksóknarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.