Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Síða 26
26 Fólk 18. júní 2012 Mánudagur
Lemur stráka og brýtur spýtur
n Margrét Edda Gnarr reynir við svarta beltið í Taekwondo
F
itnessfyrirsætan og söng-
konan Margrét Edda
Gnarr veigrar sér ekki
við því að slást við stráka
og brjóta spýtur með spörk-
um. Hún er nefnilega líka ein
fremsta taekwondo-kona lands-
ins og reynir nú við svarta beltið.
„Gekk vel í svarta beltis próf-
inu í dag. Það eina sem ég gat
ekki gert var að brjóta stein! Fyrir
utan að brjóta steininn barði ég
tvo stráka og braut fjórar spítur
með flugsparki og hringsparki,“
segir Margrét á Facebook-síðu
sinni en hún hefur gert það gott
undanfarin misseri í fitness og
meðal annars unnið til verð-
launa á Arnold Classic sem er
eitt stærsta mót sinnar tegundar
í heiminum. Þá vann hún einnig
silfurverðlaun í tveimur flokk-
um á WBFF-Evrópumótinu í fit-
ness.
„Ég hef einn mánuð til þess
að brjóta steininn og þá fæ ég
vonandi svarta beltið,“ heldur
Margrét áfram en á Twitter-síðu
sinni birtir hún mynd af illa far-
inni hönd eftir að hafa reynt við
steininn. Eins og nafn Margrétar
gefur til kynna er hún dóttir Jóns
Gnarr borgarstjóra. Margrét er
sem fyrr sagði einnig söngkona
en hún söng meðal annars með
hinni sálugu sveit Merzedes
Club. Hún sendi frá sér lagið
Waiting for an Accident í vet-
ur og vinnur nú að sinni fyrstu
plötu.
Ekki náðist í Margréti við
vinnslu fréttarinnar.
Högni
dulbúinn
Frétt á Smartlandi á mbl.
is hefur vakið mikla athygli
á Facebook. Þar segir að
Högni Egilsson, söngvari
Hjaltalín, hafi mætt „dul-
búinn“ á Grímuverðlaun-
in. Segir að söngvarinn hafi
hreinlega verið „óþekkjandi“
á hátíðinni. Meðfylgjandi er
mynd af Högna með hatt,
klút og sólgleraugu. Vinir
söngvarans hafa gert mik-
ið grín að dulargervinu á
Facebook sem er í raun hans
hversdagsklæðnaður.
Lífsstíll Loga
Logi Geirsson, silfurdrengur
og fyrrverandi landsliðs-
hetja, hefur einbeitt sér að
þjálfun eftir að hann lagði
skóna á hilluna. Logi hefur
stofnað fjarþjálfunarfyrir-
tæki þar sem hann býð-
ur upp á þjálfun og alhliða
lífsstílsbreytingu eins og
kappinn orðar það. Logi er
þekktur fyrir jákvætt hugar-
far sitt og er nú að leita eftir
einstaklingi á Facebook-síðu
sinni sem hann ætlar að taka
í gegn frítt. Logi ætlar að
taka ferlið upp á myndband
til að sýna fólki árangurinn.
Bónorð í
beinni
Eva Bjarnadóttir gerði sér
lítið fyrir og bað kærasta
síns, Fannars Daða, í beinni
útsendingu á FM957 á föstu-
daginn. Hún sendi morgun-
þættinum Magasín tölvu-
póst og bað stjórnendur að
hringja í Fannar og biðja
hans. Fannar var að keyra
vörubíl og þurfti að stoppa
úti í kanti þegar hann fékk
bónorðið. Eva var á hinni
línunni og fékk að bera upp
spurninguna. Blá og marin Magga Edda eftir að hafa reynt að brjóta stein með höndinni. Mynd skjáskoT af TwiTTEr.
É
g er mjög stoltur pabbi,“
segir Garðar Gunn-
laugsson sem fylgdist
með Hectori syni sín-
um keppa á sínu fyrsta
Pollamóti á Skaganum á
föstudaginn. Sjálfur keppti
Garðar á mótinu, sem nú
kallast Norðurálsmótið, á
sínum tíma. „Þegar ég keppti
hét þetta HC-mótið. Það er
mjög langt síðan. Við unn-
um ekki en mig minnir að við
höfum samt sigrað ári seinna
í Stjörnumótinu.“
Garðar, sem byrjaði sjálf-
ur að æfa fótbolta þegar
hann var fimm ára, er lið-
stjóri strákanna en Hector og
liðsfélagar hans eru sjö ára.
„Þeir standa sig mjög vel.
Hector spilar stöðu fram-
arlega á vellinum. Annars
eru þeir nú bara úti um allt
þessir strákar. Hector kippir
í kynið og er góður mið-
að við aldur og hann á sér
stóra drauma. Auðvitað er
hann mest í þessu til að
hafa gaman af en hann er
með stórt skap og er aldrei
ánægður nema hann skori
og vinni leiki. Sem er bara af
því góða. Ég var þannig líka.
Og er þannig ennþá,“ viður-
kennir Garðar sem sjálfur
leikur með ÍA og nýtur þess
þessa dagana að horfa á EM
í knattspyrnu með Hectori.
„Við styðjum báðir Spán og
Þýskaland svo við erum mjög
samstíga í þessu. Það er mjög
skemmtilegt að eiga svona
áhugamál saman. Hann hef-
ur líka virkilegan áhuga á
boltanum. Ég þarf ekkert að
ýta honum út í þetta. Hann
er spilandi allan daginn og
ég þurfti til dæmis að draga
hann inn klukkan tíu í gær-
kvöldi til að koma honum í
rúmið,“ segir Garðar og bæt-
ir aðspurður við að hann geti
sjálfur skemmt sér konung-
lega við að sprikla úti með
syninum. „Hins vegar búum
við í svo rótgrónu hverfi og
hér er alltaf fullt af krökkum
úti að leika sér. Pabbi gamli
er því ekkert að flækjast fyrir.
Ég kann ekki alveg við það.“
Garðar mun setjast á
skólabekk í haust en hann
ætlar sér að klára viðskipta-
fræðina sem hann hætti í
fyrir tæpum tveimur árum.
„Ég þurfti að hætta þar sem
prófatörnin skaraðist á við
keppnistímann en núna
ætla ég að klára þetta í fjar-
námi. Þetta er mjög erfitt,
maður er bara einn að
læra,“ viðurkennir hann
og bætir við að hann
sé að tryggja sér ein-
hvern starfsferil eft-
ir að boltanum lýkur.
„Maður er líka alltaf
að skoða einhverj-
ar fjárfestingar og við
bræðurnir erum að
bralla í ýmsu. Svo
þetta nám á bara eftir
að koma sér vel.“
indiana@dv.is
n Garðar Gunnlaugsson nýtur þess að horfa á EM með syninum
Stoltur faðir!
Liðstjóri Garðar er liðstjóri
liðsins en hann ætlar að skella sér
á skólabekk í haust.
fótboltastjörnur
framtíðarinnar
Að sögn Garðars er
Hector efnilegur eins
og hann á kyn til.
„Pabbi gamli er
því ekkert að
flækjast fyrir