Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 18
V ísbendingar eru um að er- lendir ríkisborgarar sem réttað er yfir í Héraðsdómi Reykjaness fái þyngri dóma en Íslendingar sóttir til saka í krafti sömu lagagreina. Félag áhuga- manna um málefni flóttafólks vinnur nú samantekt á dómaframkvæmd og niðurstöðum mála þar sem einstak- lingar eru sóttir til saka á grundvelli 155. og 157. greina hegningarlaga. Flóttafólk sem ferðast hingað á fölsuð- um eða röngum pappírum er sótt til saka á grundvelli greinanna tveggja en þær fjalla báðar um skjalafals eða framvísun rangra skjala. Athugun félagsins er ekki lokið en komið hefur í ljós við fyrstu yfirferð að útlendingar sem ferðast hingað til lands á fölsuðum eða röngum papp- írum fá nánast án undantekninga 30 daga fangelsisdóm. Íslendingar sem gerast brotlegir við sömu greinar þurfa hins vegar sjaldnast að sitja inni og fá iðulega skilorðsbundinn dóm. Í einu þeirra tilvika sem skoðuð hafa verið var flóttamaður dæmdur í 45 daga fangelsi. Þá er eitt dæmi þess að þunguð kona af erlendum uppruna var dæmd í skilorðsbundið 30 daga fangelsi. Sá dómur hefur ekki verið birtur á netinu en nokkur brotalöm er á að dómar birtist á vef dómstóls- ins. Það hefur tafið fyrir athugunum og gert félaginu erfitt fyrir. Í viðjum óskipulags „Mér finnst þessi viðkvæmi og stóri málaflokkur vera í viðjum óskipulags,“ segir Teitur Atlason, forsvarsmaður félagsins. „Umræð- an í málefnum flóttafólks hefur haft einkenni kjaftasagna. Ég vissi að það var flugufótur fyrir einhverjum þessa sagna. Ég veit hins vegar líka að þessi málaflokkur er tilfinninga- mál og það er stutt í oftúlkanir,“ seg- ir Teitur aðspurður hvers vegna fé- lagið hafi ákveðið að hefja starfsemi sína með því að skoða dómstóla. „Það er verið að kasta blásak- lausu fólki í neyð úr landi. Auðvitað vekur þetta tilfinningar sem vel get- ur ruglað fólk í ríminu. Þess vegna ákvað ég að byrja einhvers stað- ar. Fá fast land og taka saman lista sem hægt væri að nota fyrir upplýst stöðumat.“ Harka gagnvart flóttafólki Yfirvöld eru gagnrýnd fyrir harka- lega framgöngu í málum flótta- fólks. Á hverju ári er fjöldi erlendra ríkisborgara handtekinn fyrir að ferðast með fölsuð eða röng vega- bréf. Ákvæði 1. mgr. 31. gr. alþjóða- samnings Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna frá 1951 bannar aðildarríkjunum að refsa flóttamönnum fyrir að koma ólöglega inn í löndin. „Aðildarrík- in skulu ekki beita refsingum gagn- vart flóttamönnum vegna ólöglegr- ar komu þeirra til landsins eða vistar þar, ef þeir koma beint frá landi, þar sem lífi þeirra eða frelsi var ógn- að í merkingu 1. gr., og koma inn í lönd þeirra eða eru þar án heimild- ar, enda gefi þeir sig tafarlaust fram við stjórnvöldin og beri fram gildar ástæður fyrir hinni ólöglegu komu sinni eða vist þar.“ Vert er að benda á að hér á landi eru nokkur dæmi þess að einstaklingar frá Sómalíu hafi setið í fangelsi vegna þess að þeir komu hingað til lands á fölsuðu pappírum. Sómalía hefur ekki haft rík- isstjórn í tvo áratugi. Stofnanir samfé- lagsins eru engar en bráðabirgðaríkis- stjórn er í landinu. Hún hefur að mestu aðsetur í Kenýa og á litlu svæði í Mó- gadisjú, höfuðborg Sómalíu. Það er því sama og ógerningur fyrir sómalska borgara að ferðast á ófölsuðum papp- írum. Varla í anda útlendingalaga Útlendingalöggjöf Íslands er frá ár- inu 2002. Ný útlendingalög voru sam- in í dómsmálaráðherratíð Sólveigar Pétursdóttur. Hins vegar var lögunum breytt árið 2004 af þáverandi dóms- málaráðherra, Birni Bjarnasyni. Með breytingunum var refsiramminn fyrir að hafa í fórum sér fölsuð skjöl þrengd- ur. Við umræður á Alþingi komu fram áhyggjur af því að breytingin hefði í för með sér að harðar yrði gengið fram gegn flóttafólki. Þeirri túlkun er þó andmælt í meirihlutaáliti allsherjarnefndar vegna frumvarpsins. „Breytingunni er á engan hátt beint gegn pólitísk- um flóttamönnum, enda væri þá með sama hætti hægt að segja að gildandi ákvæði um það að notk- un falsaðra vegabréfa sé refsiverð væri sama marki brennd. Flótta- menn hafa hvorki verið ákærðir né dæmdir hér á landi fyrir notkun fals- aðra vegabréfa og er það skýrt í aug- um meirihlutans að það sama verð- ur uppi á teningnum hvað varðar vörslu þeirra. Ákvæði frumvarpsins er eingöngu beint gegn þeim sem stunda skipulegan innflutning á fólki, mansal og slík afbrot.“ Áhyggjur efasemdafólks um ágæti laganna virðast þó hafa ræst enda sýnt að flóttafólk er nánast án undantekninga dæmt í fangelsi við komuna til Íslands, ferðist það á fölsuðum pappírum. Gott að vera Íslendingur Íslenskir ríkisborgarar eru þó sótt- ir til saka á grundvelli þessara laga- greina þegar grunur liggur fyrir um skjalafals. Við vinnslu fréttarinn- ar fannst ekkert dæmi um að Ís- lendingur hefði verið dæmdur fyrir að ferðast hingað til lands á fölsuð- um eða röngum pappírum. Í með- ferð Héraðsdóms Reykjaness hljóta Íslendingar almennt ekki fangelsis- dóm. Raunar hafa athuganir félags- ins ekki leitt slíkan dóm í ljós. Árið 2006 var íslensk kona sótt til saka fyr- ir skjalafals á grundvelli greinarinn- ar. Var konunni gert að hafa ítrekað falsað skjöl og þannig gert tilraun til að svíkja út rúmlega 14 millj- ónir króna. Refsing var ákveðin 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og greiðsla 130.000 króna í málskostn- að. Sama ár var dæmt í svipuðu máli þar sem kona var sökuð um að hafa svikið út fé með skjalafalsi. Þar þótti eðlileg refsing sex mánuðir skilorðs- bundið og tæplega 500.000 krónur í málskostnað. Í enn öðru máli var Ís- lendingur dæmdur í mánaðar skil- orðsbundið fangelsi. Árið 2008 var karlmaður ákærður fyrir að hafa falsað umboð sem vísað var til Umferðarstofu. Með umboð- inu var honum fengið fullt og ótak- markað umboð til að ganga frá sölu á bifreið. Maðurinn þótti hafa gerst sekur um brot á 155. greininni en ekki kom til refsingar. Skilorð fyrir ofbeldisbrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í janúar einstakling sem ekki hafði náð 18 ára aldri í fimm mánaða fangelsi fyrir áfengislagabrot, grip- deild, líkamsárás og umferðarlaga- brot auk brots á 157. grein hegn- ingarlaga. Var ákærði meðal annars sakaður um að hafa veist að konu, sparkað í hana og kýlt í andlitið. Sami aðili kýldi lögreglumann þegar hann reyndi að leiða annan einstak- ling á brott. Ákærði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Varðaði eitt af brotum hans við 157. grein hegningarlaga. Vill ekki fangelsa flóttafólk „Flóttamaður sem er að flýja þá sem ofsækja hann er án réttra skilríkja. Þannig er málið bara yf- irleitt vaxið,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um málið. Ögmundur lýsti efasemd- um um að samanburður á ólíkum málum gæfi rétta mynd þótt bor- in væru saman brot á sömu grein. „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að við eigum að lögfesta í okkar lög ákvæði í samræmi við 31. gr. flótta- mannasamnings Sameinuðu þjóð- anna sem kveður á um bann við refsingu vegna ólöglegrar komu til lands.“ Ögmundur segist ekki hafa vís- bendingar um að það halli á erlenda ríkisborgara hjá íslenskum dómstól- um. „Ég hef ekki vísbendingar um að harðar sé gengið fram gegn erlend- um ríkisborgurum. Ég velti vöngum yfir því hvort þetta sé rétta saman- burðarfræðin. Það er, að bera saman einstaklinga sem koma hingað með fölsuð skilríki og hins vega setja í eina allsherjarspyrðu dóma sem varða skjalafals á Íslandi. Það er varasamt að alhæfa um öll slík brot. Ég set strax spurningamerki um þessa uppsetn- ingu á málinu. Ég held að hún geti gefið falskar vísbendingar.“ Ágallar á samanburðinum Við vinnslu fréttarinnar var sú spurning hvort réttmætt væri að bera saman dóma vegna ólíkra brota sem falla undir sömu grein hegningarlaga lögð fyrir hóp lög- manna sem starfað hafa við varn- ir flóttafólks. Hjá viðmælendum blaðsins kom fram að ekki væri hægt að fullyrða að samanburð- urinn gæti talist algildur eða án skekkju. Viðmælendur blaðsins voru þó sammála um að saman- burðurinn gæti talist upphafs- punktur. Á meðan ekki væri lagst í ítarlega rannsókn á slagsíðu gagn- vart erlendum aðilum fyrir íslensk- um dómstólum væri erfitt að bera annað saman en brot á sama laga- bókstaf. Við yfirferð dómsmála kemur einnig í ljós að árið 2009 var einstaklingur af erlendum upp- runa ákærður fyrir að framvísa fölsuðu ökuskírteini í blekkingar- skyni eftir að hafa verið stöðvað- ur af lögreglu. Hæfileg refsing þótti 30 dagar skilorðsbundið fangelsi. Erlendur uppruni er því ekki sjálf- krafa í orsakasamhengi við fang- elsisdóma. n Útlendingar í fangelsi íslendingar á skilorð n Héraðsdómur Reykjaness tekur harðar á útlendingum en Íslendingum Í fangelsi Flóttafólk sem kemur hingað til lands á fölsuðum pappírum er í flestum tilvikum dæmt í mánaðarfangelsi. Mynd: TenGiST fréTT ekki Með beinuM HæTTi fara yfir dómsmál Teitur Atlason vinnur að stofnun áhugasamtaka um málefni flóttafólks. Fyrsta verk samtakanna verður að bera saman dóma í málefnum flóttafólks. Vill ekki fangelsa flóttafólk Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist þeirrar skoðunar að rangt sé að ákæra flóttafólk sem ferðast á fölsuðum pappírum. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Mér finnst þessi viðkvæmi og stóri málaflokkur vera í viðjum óskipulags. Teitur Atlason 18 Fréttir 27.–29. júlí 2012 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.