Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 74
„Ég fann til djúpstæðrar skammar“
26 Viðtal
Á
Íslandi og víðar virðist undan-
tekning að fólk í ábyrgðar-
stöðum gangist við ábyrgð
sinni og biðjist afsökunar á
misgjörðum, vanrækslu eða
meðvirkni í starfi. Því vakti töluverða
athygli þegar Sigríður Ingibjörg Inga-
dóttir sagði sig úr bankaráði Seðla-
banka Íslands 9. október 2008 eftir
eins árs setu í ráðinu og bað þjóð-
ina afsökunar á að hafa ekki axl-
að ábyrgð sína fyrr. Þetta var þrem-
ur dögum eftir að neyðarlögin voru
sett og hrun íslenska efnahagslífs-
ins var orðið staðreynd. „Ég þurfti að
gera þetta til að geta horfst í augu við
sjálfa mig,“ segir hún.
Fann til djúpstæðrar skammar
Þegar Sigríður Ingibjörg sagði sig úr
bankaráðinu voru miklar hræringar
í íslenskum efnahagsmálum; bank-
arnir höfðu hrunið og neyðarlög-
in höfðu verið sett 6. október. Hún
sendi nokkrum dögum síðar frá sér
tilkynningu þess efnis að Seðlabanki
Íslands bæri mikla ábyrgð á mistök-
um sem urðu í hagstjórn Íslands og
að hún segði af sér til að sem bestur
friður næðist um uppbyggingarstarf-
ið sem fram undan væri. Hvatti hún
bankastjórn Seðlabankans einnig til
að axla ábyrgð á mistökum sínum og
segja af sér. Jafnframt bað hún þjóð-
ina afsökunar á að hafa ekki axlað
sína ábyrgð fyrr. „Ég tók mjög nærri
mér að hafa setið í bankaráði og hafa
verið þátttakandi í kerfi sem fékk að
malla þangað til það hrundi. Ég fann
bara til svo djúpstæðrar skammar að
hafa verið hluti af þessu öllu.“
Sigríður Ingibjörg segir bankaráð-
ið hafa verið valdalítið og gamaldags.
Það hafi fundað einu sinni í mánuði
með bankastjórum Seðlabankans
og fundirnir einkennst af einræð-
um bankastjóranna um stöðu efna-
hagsmála og þá sérstaklega af ein-
ræðum Davíðs Oddssonar, formanns
bankastjórnar.
Davíð Oddsson betur geymdur á
Morgunblaðinu
Óhætt er að fullyrða að Sigríður Ingi-
björg og Davíð Oddsson hafi ólíkar
skoðanir á stjórnmálum. Hún lýsir
Davíð sem mjög sérstökum manni og
barni síns tíma í stjórnmálum ásamt
því að vera vanan að vera valdamikill.
„Hann er betur geymdur á Morgun-
blaðinu en í Seðlabankanum þrátt
fyrir að starf hans á Morgunblaðinu
hafi ekki verið til mikillar farsæld-
ar fyrir Morgunblaðið. Hann sýndi
mér samt ávallt kurteisi þegar ég sat
í bankaráðinu. En í þá daga þegar allt
var á hverfandi hveli var hann ekki í
jafnvægi frekar en margir aðrir enda
voru þetta skelfilegir dagar.“
Gæti hugsað sér að verða næsti
formaður Samfylkingarinnar
Eftir að Sigríður Ingibjörg sagði sig úr
bankaráði Seðlabankans bauð hún
sig fram til Alþingis fyrir Samfylk-
inguna. Hún náði kjöri og hefur setið
á þingi síðan 2009. Innan Samfylk-
ingarinnar og víðar hafa undanfar-
ið verið miklar vangaveltur um hvort
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráð-
herra og formaður Samfylkingarinn-
ar, láti af störfum fyrir næsta kjör-
tímabil. Enginn augljós eftirmaður
hennar virðist vera í augsýn. Ýmis
nöfn eru þó nefnd til sögunnar. Á
bloggi sínu hefur til að mynda Jónas
Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV,
velt vöngum yfir því hvar konurn-
ar í Samfylkingunni séu. Þar ræddi
hann um Árna Pál Árnason, Guð-
bjart Hannesson og Dag B. Eggerts-
son sem mögulega arftaka Jóhönnu.
Hvar eru konurnar? spyr Jónas.
Og þegar ég spyr Sigríði Ingi-
björgu hvort hún ætli í formanns-
kjörið svarar hún: „Jóhanna Sig-
urðardóttir hefur verið mjög farsæll
leiðtogi Samfylkingarinnar. Hún hef-
ur ekki gefið upp hvort hún ætli að
hætta. Samt sem áður telja margir
að hún sé að hætta og þá er auðvit-
að spurning um hver næsti formað-
ur Samfylkingarinnar yrði. Nafn mitt
hefur verið nefnt í því samhengi
og fólk talað um það við mig,“ segir
hún og heldur áfram: „Samfylkingin
þarf að ákveða hvers konar forystu
hún vill. Ef fólk telur mig hafa eftir-
sóknarverða hæfileika og eiginleika
í forystu Samfylkingarinnar mun ég
að sjálfsögðu taka það til íhugunar
með opnum huga.“
Vinnur í þinghléum
Við höfðum mælt okkur mót gegnt
Alþingishúsinu á skrifstofu hennar
á nefndasviði Alþingis. Þar er frekar
tómlegt um að litast enda flestir
þingmenn í sumarfríi, þar á meðal
hún sjálf. Hún segist oft nota þing-
hléin í eitthvað allt annað en að vera
í fríi. „Þinghléin eru mikilvægur tími
til að vinna. Fríið er ekki einungis
mikilvægt til að verja tíma með fjöl-
skyldunni heldur líka tækifæri til að
hitta kjósendur, halda fundi og lesa
sér til um ýmis mál.“ Eftir viðtalið
ætlar hún þó að gefa sér tíma með
fjölskyldunni og hitta móður sína og
bróður og börnin hans þrjú en sjálf á
hún fjögur börn og hefur því í nógu
að snúast.
En hvernig gengur að samræma
þinglífið og fjölskyldulífið?
„Stundum er það erfitt. Stóru
stundirnar í lífi barnanna minna eru
ekki endilega þær sem skipta hvað
mestu máli heldur hversdagsleik-
inn; að eiga eðlilegt og hversdagslegt
líf með börnunum mínum. Að vera
viðstödd þegar eitt barnanna sýnir til
dæmis dans á sýningu í skólanum er
ekki endilega það sem skiptir mig og
börnin mín mestu máli þótt ég reyni
alltaf að vera viðstödd slík tilefni.“
Börn Sigríðar Ingibjargar eru 6, 8,
13 og 20 ára. Þrjú yngstu börnin eru
samfeðra. „Ég held að þau styðji öll
mömmu sína þrátt fyrir að þau séu
ekki alltaf sammála mér,“ segir hún.
Ég geri tilraun til að fá innsýn inn
í líf hennar utan stjórnmálanna á
þessum stutta tíma sem við höfum
saman og spyr hverju hún sjái mest
eftir í lífinu. Hún hugsar sig lengi um
áður en en hún svarar. „Ég hlýt að
vera mjög óáhugaverður einstakling-
ur,“ segir hún síðan og hlær. „Ég hef
engar sögur að segja af hrakföllum í
lífi mínu eða einhverju sem ég sé eft-
ir. Auðvitað hef ég upplifað leiðindi
og vonbrigði eins og gengur og ger-
ist en ég er svo heppin að hafa ekki
þurft að takast á við óbærilega og erf-
iða lífsreynslu.“
Ólst upp á sjálfstæðisheimili
Sigríður Ingibjörg kveðst fyrst og
fremst vera femínisti, Evrópusinni og
baráttukona fyrir félagslegu réttlæti,
almannahagsmunum og fyrir þá sem
síst geta varið hagsmuni sína auk
þess að vera mikil liðsmanneskja.
Hún segir pólitíska hugmyndafræði
sína og stjórnmálaáhuga einna helst
hafa mótast á uppvaxtarárum sínum
og þegar hún starfaði með Kvenna-
listanum en einnig þegar hún stund-
aði nám í viðskiptahagfræði í Sví-
þjóð.
„Ég er alin upp á sjálfstæðis-
heimili á Seltjarnarnesi. En þótt
ég hefði aðrar stjórnmálaskoðanir
en foreldrar mínir var það bara allt
í lagi. Faðir minn sá svo til þess að
ég fylgdist vel með helstu tíðindum
í stjórnmálum þegar ég var að al-
ast upp,“ upplýsir hún og jafnframt
að hann hafi haft aðrar áherslur en
móðir hennar í uppeldinu. „Móð-
ir mín lagði áherslu á að kenna mér
kurteisi og aðra samskiptahætti,
njóta leiklistar og bókmennta og þar
með að setja hlutina í samhengi og
skoða þá frá ólíkum hliðum. Faðir
minn lagði hins vegar meiri áherslu
á hagnýta þætti í uppeldinu. Ég held
að ég hafi til dæmis fengið áhugann
á efnahagsmálum frá honum en
hann var endurskoðandi og hafði
mikinn áhuga á þeim málum. For-
eldrar mínir höfðu alltaf mikla trú
á mér og veittu mér bæði gott efn-
islegt og andlegt atlæti sem er svo
mikilvægt.“
Faðir Sigríðar Ingibjargar lést
árið 2010. „Mér var þakklæti fyrst og
fremst ofarlega í huga þegar hann
lést. Það væri ósk mín að börnunum
mínum liði þannig þegar ég fell frá.“
Móttækileg fyrir femínisma
Hún segir að sér hafi fundist Sel-
tjarnarnesið einsleitt samfélag
þegar hún ólst þar upp og það sama
gilti um menntaskólann sem hún
gekk í, Menntaskólann í Reykjavík.
Annað hafi verið upp á teningnum
þegar hún hóf nám í sagnfræði við
Háskóla Íslands en í gegnum vin-
konur sínar þar kynntist hún störf-
um Kvennalistans. Þegar Sigríður
Ingibjörg lítur til baka segist hún
hafa verið mjög móttækileg fyrir
femínisma fyrir tilstilli móður sinn-
ar.
„Ég myndi ekki segja að ég hafi
fengið femínískt uppeldi en hins
vegar lagði móðir mín ríka áherslu
á sjálfstæði kvenna og að þær ættu
ekki að láta kúga sig. Síðan þegar ég
stundaði námið í sagnfræði átti ég
von á mínu fyrsta barni og var ein-
stæð. Frelsi kvenna stóð mér nærri
og því fannst mér frábært að kynn-
ast störfum Kvennalistans. Þar voru
mínar pólitísku mæður sem voru
mjög sterkar konur. Þær leiddu mér
fyrir sjónir að það sem brynni á mér
væru stjórnmál og að enginn annar
gæti ákveðið fyrir mig hvað stjórn-
mál væru.“
Vantar gagnrýna samfélags-
umræðu
Fjórum árum eftir að Sigríður Ingi-
björg lauk BA-sagnfræðináminu
árið 1992, fluttist hún til Svíþjóðar
og bjó þar ásamt eiginmanni sínum
og börnum næstu sex árin.
Þar ytra lauk hún meistaraprófi í
viðskiptahagfræði árið 2002. Frá því
í október í fyrra hefur hún verið for-
maður fjárlaganefndar Alþingis. Því
liggur beinast við að spyrja hvort hún
hafi alltaf haft áhuga á efnahagsmál-
um?
„Ég hef alltaf haft áhuga á sam-
félagsmálum og auðvitað eru efna-
hagsmál gríðarlega samofin samfé-
lagsmálum,“ svarar hún.
Sigríður Ingibjörg segir að sér
finnist samfélag að sænskri fyrir-
mynd mjög eftirsóknarvert. „Dvöl-
in í Svíþjóð mótaði mig mikið. Þar
er góð og gagnrýnin samfélagsum-
ræða. Hún er gagnrýnin vegna þess
að þar er lagt mikið upp úr frelsi
einstaklingsins og fjölmenningar-
samfélagi. Mér finnst vanta gagn-
rýnni samfélagsumræðu hérna á Ís-
landi.“
Vill áframhaldandi samstarf
með Vinstri grænum
Spurð hvaða stjórnmálaflokki hún
gæti helst hugsað sér að starfa
með á næsta kjörtímabili að því til-
skyldu að Samfylkingin verði áfram
í ríkisstjórn, segir hún Vinstri-græna
vænlegan kost – þrátt fyrir ýmsa erf-
iðleika í ríkisstjórnarsamstarfinu.
„Því er ekki að leyna að erfitt
hefur verið að starfa með vinstri-
grænum þar sem mikils óróleika
gætir í þeirra röðum. Þar að auki
eru mikil vonbrigði fyrir Samfylk-
inguna að vinstri-grænir hafi ekki
náð að koma fiskveiðistjórnunar-
málum í viðunandi horf en þeir
hafa haft forystu í þeim málaflokki á
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, gæti hugsað sér að verða næsti
formaður flokksins. Hún rifjar upp afsögn sína úr
bankaráði Seðlabankans og segir frá þeirri djúp-
stæðu skömm sem hún upplifði á þeim tíma.
Sigríður Ingibjörg er alin upp í sjálfstæðisfjölskyldu,
er fjögurra barna móðir og segir stundum erfitt að
samræma þingstörfin fjölskyldulífinu.
Elín Ingimundardóttir hitti Sigríði Ingibjörgu og
ræddi við hana um fortíð og framtíð.
„Samfylkingin þarf
að ákveða hvers
konar forystu hún vill. Ef
fólk telur mig hafa eftir-
sóknarverða hæfileika og
eiginleika í forystu Sam-
fylkingarinnar mun ég
að sjálfsögðu taka það
til íhugunar með opnum
huga.
Elín Ingimundardóttir
elin@dv.is
Viðtal
27.–29. júlí 2012 Helgarblað