Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 76
H
eimatilbúnar kara-
mellur eru ofsalega
sætar og góðar og alls
ekki síðri en keypt-
ar karamellur. Ef þú
vilt dökkar karamellur þá bæt-
irðu út í uppskriftina örlitlu af
kakói.
Rjómakaramellur
n 1/2 ltr. rjómi
n 250 gr sykur
n 125 gr glúkósasýróp
Settu öll hráefnin saman
í pott og láttu sjóða. Hrærðu
reglulega í pottinum og um
leið og gumsið fer að þykkna
hrærirðu stöðugt í. Passaðu
bara að fylgjast vel með kara-
mellunni því hún er fljót að
brenna við ef ekki er fylgst með
og hrært stöðugt í. Karamellan
er tilbúin þegar hún er orðin
þykk, gullinbrún og losnar frá
botninum á pottinum þegar
þú hrærir. Þú getur líka notað
steikarhitamæli, hún á að vera
a.m.k. 135°C þegar hún er til-
búin.
Það er mjög sniðugt að setja
bökunarpappír í ísbox og hella
karamellunni í og skera svo
þegar hún er orðin köld. Það er
líka gott að nota ísmolabox en
það er betra að nota silíkonbox
heldur en hörð plastklakabox.
Leyfið að kólna í ísskáp.
28 27.–29. júlí 2012 Helgarblað
67 ára 28. júlí
Jim Davis sem skapaði teiknimyndafígúruna
Garfield árið 1978.
38 ára 29. júlí
Josh Radnor, sem leikur Ted Mosby í How I Met
Your Mother.
37 ára 27. júlí
Alex Rodriguez, hafnaboltaleikari hjá Yankees og
fyrrverandi kærasti Cameron Diaz.
27. júlí
1627 – Jarðskjálfti rústaði bæ
ina San Severo og Torremaggi
ore á Ítalíu.
1898 – Holdsveikraspítalinn
í Laugarnesi, sem Oddfellow
reglan í Danmörku gaf Ís
lendingum, var vígður með
viðhöfn. Hann var tekinn í
notkun 1. október.
1903 – Fyrsta kvikmyndasýn
ing í Reykjavík var
í Iðnó, er
tveir Norð
menn sýndu
„lifandi
myndir“, meðal
annars frá dýra
garði í London,
ófriðnum í SuðurAfríku og
krýningu Játvarðs konungs
sjöunda.
1929 – Jarðskjálfti upp á 6,3 á
Richter varð á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftin varð í Brennisteins
fjöllum, en fannst í Reykjavík,
einkum í miðbænum. Fregnir um
hann voru mjög orðum auknar,
einkum í erlendum blöðum.
1953 – Kóreustríðinu lauk
með vopnahléi.
28. júlí
1522 – Tyrkir settust um Ródos.
1821 – Perú fékk sjálfstæði
frá Spáni.
1895 – Vígð var brú yfir Þjórsá við
Þjótanda að viðstöddu fjölmenni.
Sú brú var notuð í rúmlega hálfa
öld.
1928 – Sumarólympíuleikar sett
ir í Amsterdam.
1934 – Stjórn hinna vinnandi
stétta tók til starfa á Íslandi.
1957 – Vígð var kirkja í Saur
bæ á Hvalfjarðarströnd og
nefnd Hallgrímskirkja, til
minningar um sálmaskáldið og
prestinn Hallgrím Pétursson, sem
þjónaði þar síðustu áratugi sína í
embætti.
1974 – Þjóðhátíð
til minningar
um 11 alda
byggð á Íslandi
var haldin á
Þingvöllum.
Þangað streymdi
um fjórðungur þjóðarinnar.
Alþingi hélt hátíðarfund og sam
þykkti ályktun um gróðurvernd
og landgræðslu.
1985 – Íslandsmet var sett
í fallhlífarstökki á Akureyri er
fimm fallhlífarstökkvarar
mynduðu stjörnu og héldu henni í
45 sekúndur.
29. júlí
1247 – Hákon
gamli var hylltur
sem konungur
Noregs bæði
af bögl
um og birkibein
um.
1900 – Úmbertó 1. konungur
Ítalíu var myrtur af stjórnleys
ingjanum Gaetano Bresci. Viktor
Emmanúel 3. tók við völdum.
1957 – Alþjóða kjarnorku
málastofnunin var stofnuð
af Sameinuðu þjóðunum.
1977 – Þýskur bankaræningi,
sem var eftirlýstur erlendis
var handtekinn í Reykjavík með
277 þúsund mörk.
1981 – Karl
Bretaprins
og lafði Díana
Spencer gengu
í það heilaga.
Athöfnin var
sýnd í beinni
útsendingu um allan heim.
1996 – Windows NT 4.0 kom út.
2011 – Stjórnlagaráð afhenti Al
þingi formlega frumvarp sitt að
nýrri stjórnarskrá.
Merkis-
atburðir Faðir vorið
á morgnana
F
rá 5 ára aldri elst ég upp
í Vesturbænum,“ seg-
ir Kolbeinn Tumi „Ég
gekk í þann margfræga
skóla, Landakotsskóla,
sem var hinum megin við
götuna hjá mér. Hann reyndist
mér alveg ágætlega þrátt fyr-
ir það sem síðar kom í ljós
um hann. Skólinn var mun
strangari en aðrir skólar og
dagurinn byrjaði á því að við
fórum saman með „Faðir vor“
og það mátti ekki leika sér með
bolta í frímínútum. Það var
bara möl fyrir utan skólann og
lítið af leiktækjum svo það var
ekki hægt að gera margt ann-
að en að fara í eltingaleik, alla-
vega eins og ég man það.“
Skólaganga
Kolbeinn var ekki allan
grunnskólann í Landakots-
skóla því þar var bara kennt
upp í 7. bekk. „Ég fór svo í
Hagaskóla í 8.–10. bekk og
það var töluverð breyting
frá því að vera í Landakots-
skóla. Þar var bara einn bekk-
ur í hverjum árgangi en Haga-
skóli var svo miklu, miklu
stærri skóli. Ég bjó að því að
hafa æft fótbolta með KR svo
ég þekkti marga stráka sem
voru í Hagaskóla.“ Hann fór
svo í Menntaskólann í Reykja-
vík og útskrifaðist þaðan 2002
af eðlisfræðibraut. „Það er
einmitt 10 ára endurfunda-
mót núna í september svo þá
hittir maður liðið. Ég hef samt
haldið góðu sambandi við
marga sem voru í skólanum
með mér.“
„Ég vissi svo ekkert hvað
ég átti að gera eftir að ég varð
stúdent svo ég elti bara félaga
minn í byggingaverkfræði
og kláraði það nám þrem-
ur árum síðar. Þetta nám var
rosalega skemmtilegt, sér-
staklega seinustu tvö árin því
hópurinn þéttist mikið og
úr varð ótrúlega þéttur vina-
hópur sem fór síðast saman
í útilegu fyrir tveimur vikum.
Mjög samheldinn hópur og
flottir krakkar.“
Kynntist konunni í Banda-
ríkjunum
Kolbeinn kynntist konunni
sinni þegar hann fór til Seattle
í Bandaríkjunum í meistara-
nám í byggingaverkfræði í
University of Washington:
„Ég var í eitt og hálft ár í skóla
og vann svo á stofu í miðbæ
Seattle í eitt ár, en ég mátti
bara vera í landinu í eitt ár eft-
ir námið. Síðan flutti ég aftur
heim ásamt konunni minni.“
Kolbeinn Tumi er að vinna
sem íþróttafréttamaður hjá
365 miðlum ásamt því að vera
í meistaranámi í blaða- og
fréttamennsku í Háskóla Ís-
lands. „Ég er algjör íþróttafík-
ill og hef alltaf verið, með-
an foreldrar mínir og systir
mín eru öll atvinnutónlistar-
fólk. Ég hef alltaf kallað mig
svarta sauðinn því ég er sá
eini sem hefur ekki spilað í
Sinfóníuhljómsveitinni,“ seg-
ir Kolbeinn Tumi og hlær.
„Ég hef farið aðrar leiðir og
hef ábyggilega fengið allan
íþróttaáhugann því þau hafa
engan áhuga á íþróttum.“
Í tilefni af afmælisdeg-
inum ætlar Kolbeinn Tumi
að skella sér útúr bænum
með vinum sínum „Við ætl-
um að fara nokkrir saman fé-
lagarnir í bústað á Flúðum,
spila golf og fótbolta, grilla
og svona. Vonandi í sól og
blíðu.“
Heimatilbúnar rjómakaramellur
Rjómakaramellur Gott að leyfa
þeim að kólna í klakaboxi.
Stórafmæli
n Gerðu þínar eigin karamellur
Kolbeinn Tumi Daðason, íþróttafréttamaður, 30 ára 27. júlí
Fjölskylda
Kolbeins
n Foreldrar:
Daði Kolbeinsson f. 5.11. 1950
Sesselja Halldórsdóttir f. 25.2.
1951
n Systkin:
Gunnhildur Daðadóttir
f. 10.12. 1983
n Maki:
Mary Frances Davidson f. 5.7. 1985
n Börn:
Elsa María Kolbeinsdóttir f. 2.4.
2010
Finnur Atli Kolbeinsson f. 31.5.2011