Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 76
H eimatilbúnar kara- mellur eru ofsalega sætar og góðar og alls ekki síðri en keypt- ar karamellur. Ef þú vilt dökkar karamellur þá bæt- irðu út í uppskriftina örlitlu af kakói. Rjómakaramellur n 1/2 ltr. rjómi n 250 gr sykur n 125 gr glúkósasýróp Settu öll hráefnin saman í pott og láttu sjóða. Hrærðu reglulega í pottinum og um leið og gumsið fer að þykkna hrærirðu stöðugt í. Passaðu bara að fylgjast vel með kara- mellunni því hún er fljót að brenna við ef ekki er fylgst með og hrært stöðugt í. Karamellan er tilbúin þegar hún er orðin þykk, gullinbrún og losnar frá botninum á pottinum þegar þú hrærir. Þú getur líka notað steikarhitamæli, hún á að vera a.m.k. 135°C þegar hún er til- búin. Það er mjög sniðugt að setja bökunarpappír í ísbox og hella karamellunni í og skera svo þegar hún er orðin köld. Það er líka gott að nota ísmolabox en það er betra að nota silíkonbox heldur en hörð plastklakabox. Leyfið að kólna í ísskáp. 28 27.–29. júlí 2012 Helgarblað 67 ára 28. júlí Jim Davis sem skapaði teiknimyndafígúruna Garfield árið 1978. 38 ára 29. júlí Josh Radnor, sem leikur Ted Mosby í How I Met Your Mother. 37 ára 27. júlí Alex Rodriguez, hafnaboltaleikari hjá Yankees og fyrrverandi kærasti Cameron Diaz. 27. júlí 1627 – Jarðskjálfti rústaði bæ­ ina San Severo og Torremaggi­ ore á Ítalíu. 1898 – Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi, sem Oddfellow­ reglan í Danmörku gaf Ís­ lendingum, var vígður með viðhöfn. Hann var tekinn í notkun 1. október. 1903 – Fyrsta kvikmyndasýn­ ing í Reykjavík var í Iðnó, er tveir Norð­ menn sýndu „lifandi myndir“, meðal annars frá dýra­ garði í London, ófriðnum í Suður­Afríku og krýningu Játvarðs konungs sjöunda. 1929 – Jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter varð á Reykjanesskaga. Jarðskjálftin varð í Brennisteins­ fjöllum, en fannst í Reykjavík, einkum í miðbænum. Fregnir um hann voru mjög orðum auknar, einkum í erlendum blöðum. 1953 – Kóreustríðinu lauk með vopnahléi. 28. júlí 1522 – Tyrkir settust um Ródos. 1821 – Perú fékk sjálfstæði frá Spáni. 1895 – Vígð var brú yfir Þjórsá við Þjótanda að viðstöddu fjölmenni. Sú brú var notuð í rúmlega hálfa öld. 1928 – Sumarólympíuleikar sett­ ir í Amsterdam. 1934 – Stjórn hinna vinnandi stétta tók til starfa á Íslandi. 1957 – Vígð var kirkja í Saur­ bæ á Hvalfjarðarströnd og nefnd Hallgrímskirkja, til minningar um sálmaskáldið og prestinn Hallgrím Pétursson, sem þjónaði þar síðustu áratugi sína í embætti. 1974 – Þjóðhátíð til minningar um 11 alda byggð á Íslandi var haldin á Þingvöllum. Þangað streymdi um fjórðungur þjóðarinnar. Alþingi hélt hátíðarfund og sam­ þykkti ályktun um gróðurvernd og landgræðslu. 1985 – Íslandsmet var sett í fallhlífarstökki á Akureyri er fimm fallhlífarstökkvarar mynduðu stjörnu og héldu henni í 45 sekúndur. 29. júlí 1247 – Hákon gamli var hylltur sem konungur Noregs bæði af bögl­ um og birkibein­ um. 1900 – Úmbertó 1. konungur Ítalíu var myrtur af stjórnleys­ ingjanum Gaetano Bresci. Viktor Emmanúel 3. tók við völdum. 1957 – Alþjóða kjarnorku­ málastofnunin var stofnuð af Sameinuðu þjóðunum. 1977 – Þýskur bankaræningi, sem var eftirlýstur erlendis var handtekinn í Reykjavík með 277 þúsund mörk. 1981 – Karl Bretaprins og lafði Díana Spencer gengu í það heilaga. Athöfnin var sýnd í beinni útsendingu um allan heim. 1996 – Windows NT 4.0 kom út. 2011 – Stjórnlagaráð afhenti Al­ þingi formlega frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá. Merkis- atburðir Faðir vorið á morgnana F rá 5 ára aldri elst ég upp í Vesturbænum,“ seg- ir Kolbeinn Tumi „Ég gekk í þann margfræga skóla, Landakotsskóla, sem var hinum megin við götuna hjá mér. Hann reyndist mér alveg ágætlega þrátt fyr- ir það sem síðar kom í ljós um hann. Skólinn var mun strangari en aðrir skólar og dagurinn byrjaði á því að við fórum saman með „Faðir vor“ og það mátti ekki leika sér með bolta í frímínútum. Það var bara möl fyrir utan skólann og lítið af leiktækjum svo það var ekki hægt að gera margt ann- að en að fara í eltingaleik, alla- vega eins og ég man það.“ Skólaganga Kolbeinn var ekki allan grunnskólann í Landakots- skóla því þar var bara kennt upp í 7. bekk. „Ég fór svo í Hagaskóla í 8.–10. bekk og það var töluverð breyting frá því að vera í Landakots- skóla. Þar var bara einn bekk- ur í hverjum árgangi en Haga- skóli var svo miklu, miklu stærri skóli. Ég bjó að því að hafa æft fótbolta með KR svo ég þekkti marga stráka sem voru í Hagaskóla.“ Hann fór svo í Menntaskólann í Reykja- vík og útskrifaðist þaðan 2002 af eðlisfræðibraut. „Það er einmitt 10 ára endurfunda- mót núna í september svo þá hittir maður liðið. Ég hef samt haldið góðu sambandi við marga sem voru í skólanum með mér.“ „Ég vissi svo ekkert hvað ég átti að gera eftir að ég varð stúdent svo ég elti bara félaga minn í byggingaverkfræði og kláraði það nám þrem- ur árum síðar. Þetta nám var rosalega skemmtilegt, sér- staklega seinustu tvö árin því hópurinn þéttist mikið og úr varð ótrúlega þéttur vina- hópur sem fór síðast saman í útilegu fyrir tveimur vikum. Mjög samheldinn hópur og flottir krakkar.“ Kynntist konunni í Banda- ríkjunum Kolbeinn kynntist konunni sinni þegar hann fór til Seattle í Bandaríkjunum í meistara- nám í byggingaverkfræði í University of Washington: „Ég var í eitt og hálft ár í skóla og vann svo á stofu í miðbæ Seattle í eitt ár, en ég mátti bara vera í landinu í eitt ár eft- ir námið. Síðan flutti ég aftur heim ásamt konunni minni.“ Kolbeinn Tumi er að vinna sem íþróttafréttamaður hjá 365 miðlum ásamt því að vera í meistaranámi í blaða- og fréttamennsku í Háskóla Ís- lands. „Ég er algjör íþróttafík- ill og hef alltaf verið, með- an foreldrar mínir og systir mín eru öll atvinnutónlistar- fólk. Ég hef alltaf kallað mig svarta sauðinn því ég er sá eini sem hefur ekki spilað í Sinfóníuhljómsveitinni,“ seg- ir Kolbeinn Tumi og hlær. „Ég hef farið aðrar leiðir og hef ábyggilega fengið allan íþróttaáhugann því þau hafa engan áhuga á íþróttum.“ Í tilefni af afmælisdeg- inum ætlar Kolbeinn Tumi að skella sér útúr bænum með vinum sínum „Við ætl- um að fara nokkrir saman fé- lagarnir í bústað á Flúðum, spila golf og fótbolta, grilla og svona. Vonandi í sól og blíðu.“ Heimatilbúnar rjómakaramellur Rjómakaramellur Gott að leyfa þeim að kólna í klakaboxi. Stórafmæli n Gerðu þínar eigin karamellur Kolbeinn Tumi Daðason, íþróttafréttamaður, 30 ára 27. júlí Fjölskylda Kolbeins n Foreldrar: Daði Kolbeinsson f. 5.11. 1950 Sesselja Halldórsdóttir f. 25.2. 1951 n Systkin: Gunnhildur Daðadóttir f. 10.12. 1983 n Maki: Mary Frances Davidson f. 5.7. 1985 n Börn: Elsa María Kolbeinsdóttir f. 2.4. 2010 Finnur Atli Kolbeinsson f. 31.5.2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.