Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 75

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 75
„Ég fann til djúpstæðrar skammar“ Viðtal 27Helgarblað 27.–29. júlí 2012 kjörtímabilinu. Samt sem áður hef- ur ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna náð gríðarlega góð- um árangri og þess vegna fyndist mér eftirsóknarvert, ef kjósendur eru sammála mér, að við störfuðum saman áfram.“  Ríkir pabbadrengir Í ræðu sem Sigríður Ingibjörg hélt 1. maí síðastliðinn spurði hún hvort fólk héldi virkilega að ríkum pabba- drengjum hefði frekar tekist að leiða þjóðina úr hruninu en Samfylk- ingunni. En um hvaða ríku pabbadrengi var hún að tala? „Það eru náttúrlega ríkir pabba- drengir í íslenskri pólitík. Þeir leiða tvo stjórnmálaflokka á Íslandi: Sjálf- stæðisflokkinn og Framsóknarflokk- inn,“ svarar hún skýrt og skorinort. Nú er óhjákvæmilegt að spyrja hvort hún gæti hugsað sér að starfa með Sjálfstæðisflokknum eða Fram- sóknarflokknum í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili ef til þess kæmi. „Í stjórnmálum er ekki hægt að segja aldrei. En óháð því að ég er ekki hlynnt hugmyndafræði Sjálfstæðis- flokksins, þá er Sjálfstæðisflokkurinn ekki tilbúinn til að takast á við fram- tíðina. Hann hefur ekki horfst í augu við eigin vandamál. Forystan í Sjálf- stæðisflokknum er óskýr og veik og með óskýra framtíðarsýn og lýtur ennþá leiðsögn Davíðs Oddssonar.“ En hvað um Framsóknarflokk- inn? „Veit einhver hvert Framsóknar- flokkurinn er að fara? Framsókn virðist ekki njóta mikils fylgis og ekki standa vel,“ svarar Sigríður Ingibjörg. Umfjöllunin ósanngjörn Samkvæmt mánaðarlegum skoðana- könnunum Þjóðarpúls Gallups hef- ur fylgi Samfylkingarinnar minnkað síðan flokkurinn myndaði ríkisstjórn ásamt Vinstri-grænum. Þegar Sam- fylkingin fór í ríkisstjórn árið 2009 var fylgi hennar 28 prósent. Síðan þá hefur fylginu hrakað um 10 prósent og mældist síðast í apríl um 18 pró- sent. Sigríður Ingibjörg telur minnk- andi fylgi eiga sér tvær meginskýr- ingar; annars vegar þá að Sam- fylkingin hafi þurft að takast á við óvinsæl verkefni og hins vegar að umfjöllun um Samfylkinguna hafi verið og sé enn ósanngjörn. „Þar eigum við reyndar stundum við okkur sjálf að sakast því ég held að stundum svari Samfylkingin ekki nóg vel fyrir sig. Við mættum vera duglegri að gera fólki nánari grein fyrir starfi ríkisstjórnarinn- ar.“ Hún segir umfjöllunina á þingi einkennast einkum af málum sem litlu skipti og þar af leiðandi sé þeim gefinn alltof mikill gaumur í samfélaginu í stað grundvallar- málefna. Í íslenskri menningu að viður- kenna ekki mistök Eins og áður sagði hvatti hún bankastjórn Seðlabankans til að segja af sér um leið og hún tilkynnti um afsögn sína. Bankastjórnin varð ekki við beiðni hennar eins og al- kunna er. Reyndar sögðu afar fáir af sér, sem setið höfðu í umdeild- um stöðum eða ætla mátti að bæru einhverja ábyrgð á hruninu. Lítið fór fyrir afsökunarbeiðnum og flest- ir stjórnmálamenn sátu sem fastast. Skýringuna segir Sigríður Ingibjörg eiga rætur í íslenskri menningu. „Það er eitthvað í íslenskri menn- ingu um að fólk megi ekki viður- kenna mistök sín. Ég held að það sé mjög hættulegt. Ef fólk er tilbúið til að viðurkenna að það hafi ekki stað- ið sig nægilega vel verður erfiðara að læra af mistökunum sem áttu sér stað. Ég held líka að auðveldara sé að fyrirgefa ef fólk sýnir iðrun. En fólk er hrætt við að verða gagnrýnt harka- lega ef það játar á sig mistök,“ segir Sigríður Ingibjörg en tekur fram að mikið umbótastarf hafi farið fram í Samfylkingunni eftir bankahrunið, en slíkt gildi ekki jafn mikið um aðra stjórnmálaflokka.   Að lokum bið ég hana að lýsa í stuttu máli sínu Drauma-Íslandi. Ekki stendur á svari: „Að vera stoltur aðili að Evrópusam- bandinu. Ég vil búa í lýðræðissam- félagi með öflugum fjölmiðlum og gagnrýnni umræðu. Í drauma- landinu mínu er efnahagslegur stöðugleiki og félagslegt réttlæti haft í hávegum auk virðingar fyr- ir umhverfi og auðlindum þjóðar- innar.“ Spurð hvort Ísland eigi möguleika á að verða slíkt drauma- land, svarar hún játandi. „Öll tæki- færi eru til þess og ríkur vilji hjá mörgum til að stefna þangað.“ n Hafði aðrar skoðanir á stjórnmálum en foreldrarnir Foreldrar Sigríðar Ingibjargar studdu Sjálfstæðisflokkinn. Faðir hennar sá til þess að hún fylgdist vel með stjórnmálum þrátt fyrir ungan aldur. mynd eyÞÓR ÁRnASOn „Það eru náttúrlega ríkir pabbadrengir í íslenskri pólitík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.