Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 80
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 28 júl 27 júl 29 júl Ókeypis tónleikar Vodafone og afmælisnefnd Voda- fone Rey Cup bjóða upp á ókeypis tónleika með hljómsveitinni Retro Stefson og söngvaranum Jóni Jónssyni í tilefni 10 ára afmælis Vodafone Rey Cup en það alþjóð- legt knattspyrnumót fyrir börn. Svæðið opnar klukkan 18 og DJ hitar mannskapinn upp. Fjölskylduhátíð Snjáfjallasetur verður með fjölskylduhátíð í Dalbæ Snæfjalla- strönd helgina 27.–29. júlí í sam- starfi við Ferðaþjónustuna Dalbæ. Sýning í Nýlistasafninu Viðkvæmur farangur II – Opnun sýningar í Nýlistasafninu kl. 14. Á sýningunni eru ný verk í bland við eldri og fylgir henni gjöf verka til safnsins frá lista- manninum Níels Hafstein. Nýlistasafnið á tuttugu og tvö verk eftir Níels unnin í ýmsa miðla, en við þetta tækifæri gefur hann níu verk og eru átta þeirra kynnt sérstaklega. Sýningunni er ætlað að veita innsýn í listsköpun hans á breiðum grundvelli en í ferli hans er að finna fínlegan þráð í myndhugsun, allt frá efnismiklum skúlptúrum til örsmárra verka eða stemminga. Stofutónleikar Guðný Jónasdóttir og Elisabeth Streichert flytja verk eftir Beethoven og Piazzola fyrir selló og píanó á stofutónleikum Gljúfrasteins. Á efnisskránni eru sónata fyrir píanó og selló í C-dúr op. 102 nr.1 eftir Beethoven og Le Grand Tango eftir Piazzola. Snögg skapskipti í Beethoven og ástríðan í suðræna tangónum mynda skemmtilegar andstæður. Þrátt fyrir að vera ólík verk frá ólíkum menningarheimum henta þau sellóinu einstaklega vel. 32 27.–29. júlí 2012 Helgarblað „Það vantar ekkert upp á myrkrið en á nokkrum stöðum fannst mér raunsæið tapast.“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g The Dark Knight Rises Christopher Nolan Bloggar með frægum höfundum n Yrsu finnst mikið mál að halda úti bloggi R ithöfundurinn Yrsa Sigurðar- dóttir er einn sjö bloggara á al- þjóðlegu bókmenntabloggi sem kallast Murder Is Everywhere, eða Morð er alls staðar. Um er að ræða sjö þekkta glæpasagnahöfunda sem blogga frá öllum heimshornum. Bloggið var fyrst stofnað árið 2009 og var Yrsa þá beðin um að vera með. „Ég er búin að vera ægilega glöð yfir því hvað hefur borið lítið á síðunni hér á landi. Hún á samt dyggan hóp fylgj- enda um allan heim,“ segir Yrsa í sam- tali við DV. Í nýjustu bloggfærslu sinni skrifar hún um ólystugar lýsingar á gæðum vína og um íslenskt rok. Höfundarnir búa í Suður-Ameríku, Frakklandi, Asíu, Afríku, Englandi, Ís- landi og Grikklandi. „Það gerist ekki nógu mikið hér til að maður geti verið með endalausar rosalegar fréttir um Ísland, þannig að mín blogg eru oft meira grín. Hjá til dæmis Suður-Am- eríku er aftur á móti fjallað mikið um söguna þar og baráttuna milli inn- fæddra og nýlenduherra. Hver og einn tekur þetta eins og hann vill,“ segir Yrsa, sem leggur áherslu á að síðan sé ekki notuð til að auglýsa bækur höf- undanna. Hver höfundur bloggar einn dag í viku. „Það er hrikalegt mál að halda úti svona bloggi þannig að mér finnst alveg meira en nóg að hafa þetta einu sinni í viku. Þeir sem skrifa frá Suður- Afríku, Michael Sears og Stanley Troll- ip, skrifa bækurnar sínar saman og skiptast á. Ég öfunda þá rosalega því þeir fá alltaf frí aðra hvora viku,“ segir hún og hlær. http://murderiseverywhere. blogspot.com/. Vill ekki mikla athygli „Ég er búin að vera ægilega glöð yfir því hvað hefur borið lítið á síð- unni hér á landi. Hún á samt dyggan hóp fylgjenda um allan heim,“ segir Yrsa í samtali við DV. Auður tilnefnd af stórri bókakeðju H Rigning í nóvember, bók eftir Auði Övu Ólafsdóttur, hefur nú verið tilnefnd til sinna fyrstu frönsku verðlauna og það þrátt fyr- ir að hún komi ekki út þar í landi fyrr en í lok ágúst. Venjan er að franskir út- gefendur dreifi bókum til bókabúða og gagnrýnenda tveimur til þremur mánuð- um fyrir útgáfudag. Útgáfa á um 700 skáldsögum hef- ur verið boðuð í Frakklandi í haust. Þykir þetta því mik- ill heiður að bók Auðar sé valin úr hópi hundraða en með henni á listanum eru bækur heimsfrægra rithöf- unda á borð við Philip Roth, Salman Rushdie og Chuck Palahniuk. Segir til um strauma og stefnur Starfsfólk stærstu frönsku bókabúðakeðjunnar, FNAC, hefur þegar útnefnt Rigningu í nóvember eina af bestu bókum ársins. 800 manna dómnefnd valdi bókina eina af 30 mest spennandi. Þrátt fyrir að vera ekki á stalli með Goncourt-verðlaunun- um, virtustu bókmennta- verðlaunum Frakklands, er FNAC-tilnefninganna árlega beðið með mikilli óþreyju, því þær þykja segja til um strauma og stefnur í bók- menntum fyrir haustið. Fyr- ir utan að vera sannkallaður heiður er tilnefning því ávís- un á verðskuldaða umfjöllun og athygli. Hitti á rétta strengi Þær bækur sem FNAC vel- ur fá besta staði í rekkunum hjá þessum bókaverslun- arrisa og síðan er auðvitað höfundunum og bókunum hrósað í hástert. Bókin nefnist L’Embellie á frönsku. Hún fjallar um konu sem fer í ferðalag aust- ur á land eftir að eiginmaður hennar yfirgefur hana vegna annarrar konu. Með í för er fimm ára heyrnarlaus son- ur vinkonu hennar. Tilgang- ur ferðarinnar er að finna stað fyrir sumarbústað sem konan hefur unnið í happ- drætti félags heyrnarlausra. Þessi bók, sem mætti teljast vera í senn ástar-, ferða- og þroskasaga, hefur greinilega hitt á rétta strengi hjá frönsk- um bókaunnendum. Norrænar bókmenntir í Frans Rigning í nóvember kom fyrst út árið 2004. Þá hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og var tilnefnd til Menn- ingarverðlauna DV. Bækurn- ar Upphækkuð jörð, Rigning í nóvember og Afleggjarinn komu út í kilju hjá forlaginu Bjarti fyrr í sumar. Afleggj- arinn hlaut gífurlega viður- kenningu í Frakklandi en hún var tilnefnd til 16 verð- launa og hátt í 200.000 ein- tök hafa verið seld. Íslenskir rithöfundar hafa greinilega fallið vel í kramið hjá Frökkum á undanförn- um árum en þess má geta að bókamessan í París, Salon Du Livre, var tileink- uð norrænum bókmennt- um í fyrra. Meðal íslenskra höfunda sem kynntu verk sín voru Auður sjálf, Árni Þórarinsson, Steinar Bragi, Jón Kalman Stefánsson, Steinunn Sigurðardóttir og fleiri. thordur@dv.is n Rigning í nóvember er á lista yfir bestu bækur ársins í Frakklandi Tilnefnd Auður Ava Ólafsdóttir hefur hlotið sína fyrstu frönsku verðlaunatilnefningu. MYNd: ANToN BRiNk/ FeNgiN AF ZulMA.FR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.