Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 10
F ótboltamaðurinn Mark Don- inger hefur verið ákærður fyrir tvær grófar líkamsárásir gegn fyrrverandi kærustu sinni í fyrra. Mark er 22 ára miðju- vallarleikmaður sem var leikmaður úrvalsdeildarliðs ÍA í knattspyrnu, en var á dögunum seldur yfir til Stjörnunnar í Garðabæ. Ákærurnar verða dómteknar í september. Stjörnunni var kunnugt um að Mark hefði verið ákærður fyrir lík- amsárásirnar og að hann hefði ver- ið dæmdur fyrir tilefnislausa líkams- árás í apríl á þessu ári, en þá hlaut hann fjögurra mánaða skilorðs- bundinn dóm til þriggja ára fyrir að kasta bjórglasi í höfuð annars manns á skemmtistaðnum Gamla Kaupfé- laginu á Akranesi í apríl í fyrra. Heim- ildir DV herma að fjölmargir sem tengjast Stjörnunni séu afar ósáttir við þessi félagaskipti og telja að það sé óásættanlegt að Mark sé fenginn í liðið undir þessum kringumstæð- um. Enginn af forráðamönnum Stjörnunnar vildi tjá sig um málið. Sakaður um grófa líkamsárás Mark er ákærður fyrir tvær grófar lík- amsárásir gagnvart 21 árs konu sem var kærasta hans á þessum tíma. Þar sem um tvö aðskilin mál er að ræða er ákæran í tveimur liðum, en þær áttu sér báðar stað í fyrra. Er Mark Don- inger annars vegar ákærður fyrir að hafa þann 22. maí 2011 ráðist á kon- una á skemmtistaðnum Breiðinni á Akranesi. Hann er ákærður fyrir að hafa kýlt hana hnefahöggi í and- litið með þeim afleiðingum að hún féll niður á billjarð-borð sem hún sat á. Hann mun síðar þetta sama kvöld hafa gert atlögu að konunni aftur og hent henni í götuna og rifið í hár hennar og ýtt henni í götuna. Þá reif hann í hár hennar og ýtti ítrek- að í götuna aftur þegar hún reyndi að standa aftur upp. Konan hlaut við það áverka; mar og bólgu á kjálka- beini, mar og yfirborðsáverka á hné auk þess sem hún tognaði á ökkla. Sagður hafa skallað kærustu sína Þá er hinn liður ákærunnar á hendur Mark á þann veg að hann er ákærður fyrir að hafa þann 30. október sama ár ráðist aftur á konuna, rifið í hár hennar, hrist hana og hent henni upp í rúm. Samkvæmt ákærunni er Mark gefið að sök að hafa einnig sest ofan á konuna þegar inn í svefnherberg- ið var komið, slegið hana utan und- ir og tekið um munn og nef henn- ar með þeim afleiðingum að konan átti erfitt með andardrátt. Þá segir að hann hafi skallað hana þannig að enni hans skallaði munn hennar. Í ákærunni, sem DV hefur und- ir höndum, segir að konan hafi hlot- ið yfirborðsáverka í andliti og á hálsi auk þess sem báðar varir hennar hafi sprungið. Mark er ákærður samkvæmt 217. grein almennra hegningarlaga frá 1940, en þar segir: „Hver, sem gerist sekur um líkamsárás, enda sé hún ekki svo mikil sem í 218. gr. segir, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 6 mánuðum], en fangelsi allt að 1 ári, ef háttsemin er sérstaklega vítaverð.“ Segir kæruna hafa verið fellda niður Í útvarpsviðtali á X-inu þann 20. júlí síðastliðinn sagði Mark Doninger að hann teldi að önnur ákæran gegn sér yrði felld niður. Lögreglan á Akranesi kannaðist í gær ekki við að önnur ákæran eða báðar hefðu verið felld- ar niður þegar leitað var eftir upplýs- ingum um málið. Enn fremur fékk blaðamaður upplýsingar um að mál- ið væri í hefðbundnu ferli innan lög- reglunnar enda væri þegar búið að gefa út ákæruna. Brot á siðareglum Í 10. grein siðareglna Stjörnunnar seg- ir að leikmönnum beri ávallt að vera til fyrirmyndar varðandi framkomu jafnt utan vallar sem innan og hafa það hugfast að þeir séu fyrirmyndir yngri iðkenda. Í 11. grein siðaregln- anna segir að leikmenn megi aldrei samþykkja eða sýna ógnandi eða of- beldisfulla tilburði. Þrátt fyrir að Mark hefði ekki verið leikmaður Stjörnunn- ar þegar líkamsárásirnar eru sagð- ar hafa átt sér stað eða dómur féll, bentu viðmælendur DV á það að siða- reglurnar væru til einskis ef Stjarnan færi ekki eftir þeim og vísuðu sérstak- lega til dómsins sem Mark fékk í apríl. Enginn vill svara Hjá Stjörnunni vísaði hver forráða- maður félagsins á annan, en að lok- um kom í ljós að það var meist- araflokksráð karla sem annast félagaskipti í meistaraflokki. Fram- kvæmdastjóri Stjörnunnar, Páll Grétarsson, vildi ekki tjá sig um málið og formaður Stjörnunnar, Jó- hann Steinar Ingimundarson, vildi ekki heldur tjá sig um málið og vís- aði á knattspyrnudeildina. Sagði Jóhann að hún stýrði alfarið leik- mannaráðningum. Varaformaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, Sturla Þorsteinsson, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á meistaraflokks- ráðið. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Sæmund Friðjónsson, formann ráðsins, en hann hafði áður sagt í fjölmiðlum að hann vildi ekki tjá sig um málið, en að Stjörnunni hefði verið kunnugt um fortíð og mál Marks Doninger. Þetta eru að mörgu leyti sömu viðbrögð og fengust frá ÍA þegar leit- að var eftir viðbrögðum við því að Mark hefði verið ákærður fyrr í sum- ar. Þá sagði Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufé- lags ÍA, að liðið vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu og þetta væri einkamál leikmannsins. Stuttu síð- ar flutti Mark sig um set og samdi við Stjörnuna. n Segja Stjörnuna brjóta Siðareglur 10 Fréttir 27.–29. júlí 2012 Helgarblað Ákærður fyrir líkamsárás Margir eru ósáttir við félagaskiptin og segja að það sé brot á siðareglum Stjörnunnar að ráða Mark. n Ósáttir við kaup á Mark Doninger n Ákærður fyrir líkamsárásir„Vera ávallt til fyrirmyndar varðandi framkomu, jafnt utan vallar sem innan og hafa hugfast að þú ert fyrirmynd yngri iðkenda Siðareglur Stjörnunnar Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Röntgen- mynd tekin daginn eftir Dregið hefur verið úr þjónustu við sjúklinga á bráðamóttöku Landspítalans. Séu meiðsl fólks ekki mjög alvarleg er ekki tek- in röntgenmynd af meiðslun- um að næturlagi heldur búið um þau með gipsspelku eða teygju- bindi og fólk beðið um að koma aftur daginn eftir. Yfirlæknir segir þetta vera vegna þrenginga í efna- hagskerfinu. Þessi sparnaðarað- gerð á bráðamóttökunni hófst í vor. Næturvaktin er skilgreind sem öryggisvakt en ekki með- ferðarvakt. Öllum alvarlegum og nauðsynlegum tilvikum er þó sinnt áfram sem áður. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Kastaðist út úr bílnum Bílvelta varð á þjóðveginum nærri Borgarnesi um klukkan 16 á fimmtudaginn. Ökumaðurinn, kona á sjötugsaldri, kastaðist út úr bílnum. Bíllinn valt nokkrum sinnum en konan var ein í bíln- um. Samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi var konan talin tals- vert slösuð og var hún því flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans. Glæfraakstur vélhjólamanna Mikil hætta var á ferðum þegar ungir vélhjólaeigendur tóku upp myndband sem þeir settu síðan á Youtube. Mynd- bandið sýnir glæfraakstur á götum Ísafjarðarbæjar. Meðal annars má sjá þá keyra á öfug- um vegarhelmingi á miklum hraða. Í myndbandinu sést að þeir hugsa ekkert um gang- andi vegfarendur því þeir gefa í þegar þeir aka fram hjá þeim. Myndbandinu er ætlað að sýna hæfni þeirra á vélhjólum og hæfni þeirra til að prjóna á þeim. Lögreglan á Ísafirði segir málið grafalvarlegt. Fréttastofa RÚV greindi frá þessu á fimmtudagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.