Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 81

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 81
Ósiðir fjölskyldunnar n 5 atriði sem ekki á að tileinka sér E itt af því besta í lífinu er að vera hluti af góðri og heilsteyptri fjölskyldu. Fjölskyldur fara minnkandi með hverju árinu meðal annars vegna þess að fólk ein- beitir sér frekar að frama og öðru slíku. LadyZona tók saman 5 atriði yfir ósiði hjá fjölskyldum og mælir með að fólk hætti þeim sem fyrst: 1 Verja ekki tíma saman Það er mjög mikilvægt fyrir fjöl- skylduna að eiga tíma saman og það ætti að vera í það minnsta klukku- stund á dag. Spjallið um daginn og sýnið hvert öðru áhuga. 2 Skipulagsleysi Hafið lista yfir hlutverk hvers og eins í heimil- isverkunum og passið þannig upp á að allir taki þátt. 3 Borða fyrir framan sjónvarpið Ekki borða fjöl- skyldukvöldverðinn fyrir framan sjónvarpið. Það dregur verulega úr samskiptum og fjölskyldu- tengslum. 4 Samgleðjast ekki Það á ekki bara að vera gaman um jól og áramót. Það má fagna oft- ar eins og vegna góðra einkunna, vinninga og fleira. Þarf ekki að vera merkilegt en það skilur eft- ir sig minningu sem gaman er að eiga. 5 Öskur og læti Það leysir enginn vandamál með því að öskra og garga. Kennið börnunum að það sé hægt að útkljá mál án þess að hækka róminn. Fjölskyldan Hlúum hvert að öðru og styrkjum fjölskylduböndin. Grái fiðrinGurinn n Það fá alls ekki allir gráa fiðringinn n Karlar gera sér grein fyrir að ævin er hálfnuð Þ að hafa allir heyrt um gráa fiðringinn og oft er talað um að grái fiðringurinn sé breytingarskeið karlmanns- ins og er þetta tímabil ein- hversstaðar á milli 35 og 50 ára og varir í 3–10 ár hjá hverjum fyrir sig. Það eru skiptar skoðanir á því hversu raunverulegt þetta fyrirbæri er en sumir vilja meina að þetta geti tengst hormónaframleiðslu karla eins og tíðahvörf kvenna gera. Gjarnan er gert grín að mönnum sem kaupa sér sportbíla eða mótorhjól eftir fertugt og þá er talað um að þeir séu haldnir gráa fiðringnum. Ólíklegt að fá gráa fiðringinn í Japan Það fá alls ekki allir gráa fiðringinn en samkvæmt rannsókn sem fram- kvæmd var árið 1980 eru aðeins 10 prósent manna sem fá hann og sumar rannsóknir hafa sýnt að sumir menn- ingarheimar eru viðkvæmari en aðrir. Til dæmis er fólk frá Japan og Indlandi mjög ólíklegt til að fá gráa fiðringinn og það hlýtur að vekja upp þá spurn- ingu hvort þetta fyrirbrigði sé eitthvað sem hefur verið búið til í ákveðnum menningarheimum. Örvænting og eftirsjá Þetta tímabil hefst um miðbik æv- innar eða um það leyti þegar karl- menn gera sér grein fyrir að þeir eru hálfnaðir með ævi sína, að þeir eru dauðlegar verur og að einn daginn muni „þetta allt“ taka enda. Þessu fylgir oft mikil örvænting, þeim finnst þeir hjálparvana, óvelkomn- ir og hafa lítilvægt hlutverk í þessu lífi. Eins getur eftirsjá og breytingar spilað inn í þetta sem getur hellst yfir menn á þessum tímapunkti. Það getur verið vegna ýmissa hluta eins og til dæmis vinnu og starfsframa, hjónabands, börnin eru að flytja að heiman, foreldrar farnir að falla frá og svo framvegis. Í kjölfar alls þessa fara margir karlar að breyta lífi sínu, breyta um lífsstíl og eignast ný markmið og sumir breyta meiru en aðrir og kynn- ast nýrri konu og skilja þá jafnvel við konuna sína eða segja upp vinnunni sinni til margra ára. Ekkert sérstakt að keppa að Gylfi Árnason sálfræðingur á persona.is skrifaði um þetta: „Sumir líta á þetta sem breytingaskeið sam- bærilegt við það sem verður hjá kon- um á þessum aldri. Sönnu nær er að á þessu æviskeiði hafa ýmsar félags- legar breytingar áhrif á hjónabandið, fjölskyldulífið og stöðu makanna sín á milli. Börnin eru uppkominn, fjöl- skyldan hefur komið sér upp íbúð eða húsi, skuldirnar eru orðnar við- ráðanlegar og afkoman góð. Oftast hefur karlinn fundið sér bás í varan- legu lífsstarfi og það er ekki að neinu sérstöku að keppa. Að hinu leytinu kann honum að hafa mistekist að ná þeim markmiðum sem hann keppti að. Hann stendur á tímamótum. þetta skapar óróleika í sálinni, sem getur komið fram í því að hann leit- ar á ný mið.“ Á heimasíðu lifetwo.com er far- ið vel og vandlega í gegnum hvernig þekkja á gráa fiðringinn. Hér verður stiklað á stóru í þeim lista: 1 Fer að breyta öllu bara til að breyta Maðurinn er eirðarlaus og líður eins og hann sé að renna út á tíma. Hann verður allt í einu óánægður með allt sem hann hefur gert hingað til, til dæmis hætta að hugsa um stöðuhækkunina sem hann hefur stefnt svo lengi að. 2 Vanhugsaðar ákvarðan-ir og hvatvísi Karlmaðurinn getur allt í einu haft mikinn áhuga á hlutum sem hann hefur ekki áður spáð í. Til dæmis gæti allt í einu þótt mjög eðlilegt að kaupa sportbíl þrátt fyrir að það sé alls ekki í takt við fjár- hag fjölskyldunnar. Honum gæti líka þótt það lífsnauðsynlegt að hætta í vinnunni sinni sem hann var nokk- uð ánægður með, fyrir nokkrum mánuðum. 3 Hann fer að efast um allt í lífinu Hann getur farið að upplifa hversdagsleg verk og - skyld- ur sem byrði á sér og vinnan, fjöl- skyldan og allt annað í lífi hans virð- ist honum sem endalaus röð krafna af þeirra hálfu. 4 Merkjanlegt áhugaleysi í rúminu Karlmaðurinn getur virst áhugalaus, hvort sem fyrir því eru andlegar eða líkamlegar orsakir. 5 Stóraukinn áhugi á útlitinu Maðurinn eyðir miklu lengri tíma en áður við spegilinn, fer að kaupa sér mikið af nýjum fötum, fær sér nýja klippingu og er allt í einu mjög annt um hvernig hann lítur út. 6 Hann fer að drekka meira áfengi Hvað sem veldur því, þunglyndið, áhyggjurnar, eða eitt- hvað annað, þá eru margir sem halla sér að flöskunni þegar þeir finna fyr- ir fylgikvillum gráa fiðringsins. 7 Meiri svefn, minni mat-arlyst og slen Þetta eru allt merki um þunglyndi sem getur fylgt gráa fiðringnum. Algeng einkenni breytingarskeiðs karla n Minnkandi kynhvöt n Þreyta n Hármissir n Breyttur líkamsvöxtur n Vöðvar rýrna n Fitumagn líkamans eykst n Aukin svitamyndun n Verkir um allan líkamann n Pirringur n Depurð n Þunglyndi Erfitt fyrir hjónabönd Þetta tímabil er einhvers staðar á milli 35 og 50 ára og varir í 3–10 ár. Nýr bíll Gjarnan er gert grín að mönnum sem kaupa sér sportbíla eftir fertugt. Lífsstíll 33Helgarblað 27.–29. júlí 2012 Reynir Traustason Baráttan við holdið É g stóð bókstaflega á öndinni af mæði. Neðar í hlíðinni nálg- aðist maður mig taktföstum skrefum. Úr fjarlægð séð var eins og hann væri á stálfótum, fjaðrandi upp snarbratta hlíðina. Staðan var vonlaus. Ég hné niður í grasbala. Hundarnir þrír störðu á mig áhyggjufullir. Þetta var stund ósigursins. Í gegnum eigin andardrátt þóttist ég heyra ógnandi skrefin þegar stálmaður- inn nálgaðist. Ég á það til í fjall- göngum að detta í þann gír að keppa við aðra göngumenn. Mér gengur afskaplega illa að sætta mig við að verða síðastur og vil stundum helst verða fyrstur. En svo koma þeir tímar að ég sætti mig við að vera á meðal öft ustu manna í góðum hópi. Það er dæmi um vaxandi þroska. Ég ákvað eitt síðdegið að ganga á Kerhólakamb sem tilheyrir Esj- unni. Þangað hafði ég komið með rúmlega 100 manna fjallahópi Ferðafélags Íslands í vetur. Sú för endaði með þeim ósköpum að við náðum ekki að toppa og urðum að snúa við í 800 metra hæð vegna óveðurs. Og það komust ekki allir heilir heim því tveir fótbrotnuðu í ferðinni. Það hafði hvílt á mér síð- an að nauðsynlegt væri að toppa. Þ ennan fagra júlídag lagði ég og hundarnir þrír upp í ferðina á Kerhólakamb. Þessi leið er á meðal þeirra erfiðari á Esjuna. Snarbrattur stígur liggur upp úr gili og þaðan er jafnbratt upp fjallið að klettabeltinu. Ég var í miklu stuði framan af og geyst- ist upp hamravegginn og þaðan áleiðis upp hrygg nokkurn sem markar leiðina á fjallið. Ég var að byrja að fikra mig upp hrygginn móður og másandi þegar mér varð litið um öxl. Þá sá ég að við hliðina á bílnum mínum var annar. Út úr honum steig grannvaxinn mað- ur, silfurhærður. Ég pjakkaðist áfram upp brekkuna í góða stund en tók svo vatnspásu. Þá sá ég mér til undr- unar að sá silfurhærði nálgaðist mig óðfluga. „Hver andskotinn,“ hugsaði ég með mér og geystist af stað. Ég upplifði þetta sem ógnun við karlmennsku mína. S tærstu mistökin sem mað- ur gerir í fjallgöngum eru gjarnan þau að ofgera sér snemma á göngunni og sprengja sig þannig. Ef það gerist verður fjallgangan hökt og maður er alltaf eins og á síðustu metrun- um. Þar sem ég geystist upp fjall- ið fannst mér ég finna andardrátt þess silfurhærða á hnakka mér. Það dró af mér. Ég fann máttleys- ið taka yfir. Ég leit við og sá að innan við 50 metrar voru í mann- inn sem mér sýndist vera yfir sjö- tugt. Það var ekki ofsagt að fæt- ur hans væru sem úr stáli. Eitt andartak kannaðist ég við andlit hans. Í sömu mund sveigði hann frá mér. Þar sem ég lá sigraður með hundana yfir mér fór maðurinn framhjá. Þoka lagðist yfir og ég missti af honum. Ég náði að toppa Kerhólakamb, þrotinn að kröftum. Ég undraðist að sjá ekki manninn á stálfótun- um. Á niðurleiðinni létti þokunni en dularfulla manninn var hvergi að sjá. Bíllinn hans var horfinn. Ég horfðist í augu við sjálfan mig í baksýnisspeglinum. Það var sem ég losnaði úr álögum. Maður á stálfótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.