Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 3
A ðeins 22 prósent af tekjum Ingimundar Sigurpáls- sonar, forstjóra Íslands- pósts, koma frá Íslands- pósti. Fyrirtækið er í eigu ríkisins en mikill meirihluti tekna forstjórans kemur annars stað- ar frá. Ingimundur neitar að upp- lýsa hvaðan þær koma en segist ekki telja að hætta sé á hagsmuna- árekstrum vegna þeirra. „Stjórnin hér fylgist alveg með því hvar hags- munirnir liggja,“ segir hann. Mánaðartekjur Ingimundar í fyrra voru 4,7 milljónir króna, en hann fékk aðeins rúmlega eina milljón á mánuði frá Íslandspósti. Þetta má sjá af upplýsingum frá ríkisskattstjóra og ársreikningi Ís- landspósts. Ingimundur er í 11. sæti yfir tekjuhæstu forstjóra íslenskra fyr- irtækja, en aðeins einn forstjóri ríkisfyrirtækis er með hærri tekj- ur en hann. Það er Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkjunar, en háar mánaðartekjur hans skýrast af starfslokasamningi við Marel. Launahækkun í niðurskurðartíð Þann 23. febrúar 2010 kvað kjara- ráð upp úrskurð um laun forstjóra Íslandspósts. Úrskurðurinn tók gildi þann 1. mars, en hann kvað á um verulega launalækkun for- stjórans. Athygli vekur að þetta ár náðu laun Ingimundar hins vegar hámarki og voru að meðaltali um 1,6 milljónir króna á mánuði. Lík- lega skýrist það af tekjum fyrir yfir vinnu og álag sem hann get- ur fengið greiddar samkvæmt úr- skurði kjararáðs. Rekstrarkostnaður Íslandspósts hefur aukist til muna síðustu ár, en fyrirtækið hefur þurft að grípa til ýmissa hagræðingaraðgerða til að mæta breyttu rekstrarumhverfi. Sem dæmi má nefna fækkun starfsfólks, lokun og sameiningu pósthúsa, hækkun póstburðar- gjalda og breytingar á dreifikerfi. Ekki bætir úr skák að á sama tíma hefur bréfapóstur á landinu dreg- ist verulega saman. Lögbrot Íslandspósts og Eimskips Ingimundur Sigurpálsson hefur komið víða við, bæði í opinbera geiranum og einkageiranum, og gegnt félags- og trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var bæjarstjóri á Akranesi frá 1982 til 1987, en þá var hann ráðinn bæj- arstjóri Garðabæjar. Árið 2000 lét hann af störfum og var ráðinn for- stjóri Eimskips. Eimskip framdi alvarleg brot á samkeppnislögum á meðan Ingimundur gegndi for- stjórastöðunni, en árið 2007 lagði Samkeppniseftirlitið 310 milljóna króna stjórnvaldssekt á fyrirtæk- ið vegna brotanna. Eftir að hann starfaði hjá Eimskipi hefur Ingi- mundur gegnt hlutverki formanns hjá Samtökum atvinnulífsins og Landsvirkjun. Hann var ráðinn forstjóri Íslandspósts árið 2004. Þegar litið er á ársreikninga stjórnmálaflokkanna má sjá að á árinu 2007 styrkti Íslandspóstur Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokk- inn, Vinstri-græna og Framsóknar- flokkinn um 150 þúsund krónur hvern. Þessir styrkir stangast á við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda en flokkum er óheimilt að taka við greiðslum frá opinberum fyrirtækjum og stofn- unum. Þeir endurgreiddu styrkina árið 2009. Sveitarstjóri vill lögreglurannsókn n Illa gengur að slökkva sinubruna í Laugardal S lökkviliðið í Súðavík hef- ur nú barist við sinueld í Laugardal í Ísafjarðardjúpi síðan á föstudag. Reyna átta til tíu slökkviliðsmenn, sem vinna í tveimur hollum, að hefta eldinn með vatni, skóflum og vinnuvélum. Barði Ingibjartsson, slökkvi- liðsstjóri í Súðavík sagðist í sam- tali við DV.is á þriðjudag ekki enn sjá fyrir endann á slökkvistarfinu. „Það tekur bara tíma að vinna á þessu,“ sagði hann. „Við náðum að stoppa þetta strax í upphafi og höf- um haldið brúninni, við reynum að bleyta hana stöðugt. Glóðin grass- erar í jörðinni. Við náum ekkert að stoppa það,“ sagði Barði sem taldi þó að það væri mögulegt að eiga við þetta ef hægt væri að notast við þyrlu með vatnstanki og kemur til greina að óska eftir slíkri aðstoð. Hann sagði þó ekki miklar skemmdir hafa orðið vegna brun- ans: „Landið er frekar dökkt, en það grær upp.“ Í samtali við vef ísfirska frétta- miðilsins Bæjarins Besta sagði Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, að hann telji eldsupptök hafa átt sér stað vegna ferðamanna á svæðinu sem fóru ógætilega með eld og hafi líkleg- ast verið um einnota grill að ræða. Sagðist Ómar vilja að lögreglan rannsaki eldsupptök því víða er- lendis séu menn dregnir til ábyrgð- ar fyrir að valda sinubruna. Fréttir 3Miðvikudagur 8. ágúst 2012 Upplýsir ekki hverjir greiða honUm laUn n Aðeins brot af tekjum forstjórans eru frá Íslandspósti Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Kátur ríkisforstjóri Sam- kvæmt álagningarskrám hefur Ingimundur 4,7 milljónir á mánuði. n Mikill fjöldi kanína í Elliðaárdalnum n Íbúar hafa komið fyrir vörnum fyrir kanínurnar kettir og mávar drepa Ungana Mikill fjöldi Fjöldi kanína er í Elliðaárdalnum. veld bráð. Við höfum nefnt sumar en við höfum ekki tengst ungun- um en við reynum að bjarga þeim þegar við getum.“ Umræða hefur verið um að kanínurnar valdi náttúruspjöll- um í dalnum. Víða í kringum hús þeirra má sjá svokallaðar kanínu- holur og einnig hefur verið bent á að kanínurnar eyðileggi gróð- ur. Jón Þorgeir segir það af og frá. „Fólk hefur verið að ympra á því og það hefur verið neikvæð um- ræða um þær. Ég sagði við Heil- brigðiseftirlitið að ef það vildi losa okkur við meindýrin fjög- ur þá væri það fínt: það væri þá mávurinn, minkurinn, maðurinn og mýsnar. Kanínurnar eru ekki meindýr og gera gróðrinum hér bara gott.“ Verja þær Félagarnir hafa komið upp ýmsum vörnum fyrir kanínurnar svo þær geti varið sig ágangi mávanna. Mynd: Eyþór Árnasson Greiða Ingimundi eina milljón á mánuði Aðeins 22 prósent af tekjum Ingimundar eru frá Íslandspósti. „Stjórnin hér fylgist alveg með því hvar hagsmun­ irnir liggja sinan brennur Frá slökkvi- starfi í Laugardal í Ísafjarðardjúpi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.