Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 8
K ostnaðurinn við að fá írska tónlistarmanninn Ron- an Keating til að skemmta á Þjóðhátíðinni í Eyjum nemur um það bil 9 millj- ónum króna. Upphæðin jafn- gildir verði 470 miða á hátíðina. Ákvörðunin var umdeild enda er hátíðin eins konar fjáröflunar- viðburður fyrir íþróttafélagið ÍBV. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa einnig verið gagnrýndir fyrir að verja ekki nægilegu fé í forvarnir gegn kynferðisafbrotum. „Eyjamenn sýndu góða við- leitni með því að fara í sýnilegt forvarnarátak og setja upp öryggis- myndavélar. En þeir ættu að nýta mun meiri fjármuni til að berjast gegn þessari skuggahlið Þjóðhá- tíðarinnar,“ segir Guðrún Jónsdótt- ir, talskona Stígamóta. „Það er ekki ásættanlegt að árlega séu haldnar hátíðir þar sem fastir fylgifiskar eru grófustu mannréttindabrot,“ seg- ir hún. Ronan Keating spilaði í rúm- lega klukkutíma á stóra sviðinu á hátíðinni og eru Þjóðhátíðargestir sagðir hafa látið vel af því. Keating er heimsþekktur söngvari og laga- smiður, hefur selt fleiri en 22 millj- ónir platna og var dómari í The X Factor í Ástralíu. Stefndu of hátt Páll Scheving Ingvarsson, for- maður Þjóðhátíðarnefndar, og Tryggvi Már Sæmundsson, fram- kvæmdastjóri ÍBV, tilkynntu eftir brekkusönginn að þeir hygðust ekki gefa kost á sér til áfram- haldandi setu í Þjóðhátíðarnefnd. Ákvörðunin var tilkynnt með há- tíðlegu myndbandi þar sem saman fóru myndskeið af Þjóð- hátíðum fortíðar og kveðjuorð frá Páli og Tryggva. Þeir telja sig ekki njóta nægilegs trausts og velvild- ar í Eyjum og vilja því að aðrir taki við Þjóðhátíðarkyndlinum. Birgir Guðjónsson, þriðji nefndarmaður- inn, hefur ekki ákveðið hvort hann hyggst gegna starfinu áfram. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir hann um ákvörðun Páls og Tryggva. Hann telur að þeir hafi „lent undir pressunni“ og bendir á að oft sé kalt á toppnum. „Við finnum fyrir því að fólki finnst við hafa stefnt of hátt og stækkað hátíðina um of,“ seg- ir Páll Scheving. „Viðburðurinn er farinn að reyna á samfélagið, til dæmis vegna mikillar umferðar og hávaða. Ég held að fólki hafi þótt þetta vera orðið of „commercial“ og ekki nógu mikill menningar- og fjölskylduviðburður.“ Sú ákvörðun að fá Ronan Keating til að skemmta á hátíðinni er líklega liður í þeirri umdeildu þróun sem hér er lýst. Ósætti um aðferðir Þjóðhátíð í Eyjum hefur vaxið fisk- ur um hrygg í seinni tíð og gestum fjölgað til muna. Þá hafa Eyjamenn orðið æ lægra hlutfall Þjóðhátíðar- gesta. „Ég held að Eyjamönnum finnist þeir tapa ákveðnu rými. Í fyrstu var hátíðin náttúrlega haldin fyrst og fremst fyrir þá,“ segir Páll. Upphaf Þjóðhátíðar í Eyjum má rekja til þúsund ára afmælis Ís- landsbyggðar árið 1874. Eyjamenn komust ekki til meginlandsins vegna veðurs og ákváðu að halda hátíð á sínum heimaslóðum. Að- eins 400 manns voru viðstaddir fyrstu hátíðina, en í ár voru um það bil 14 þúsund í Herjólfsdal. „Þetta skapar auðvitað ónæði og mörgum finnst þetta vera orðið of stórt og mikið,“ segir Páll en tek- ur jafnframt fram að full sátt hafi verið innan Þjóðhátíðarnefndar um þróun hátíðarinnar. Hins vegar hafi ekki verið full sátt um aðferðir og leiðir meðal stjórnenda íþrótta- félags ÍBV. Hátíð breytt í hljómleika „Þetta er stormur í vatnsglasi,“ segir Leifur Gunnarsson, varafor- maður ÍBV. „Hér eru engar deil- ur, held ég.“ Þegar ákvörðun Páls og Tryggva barst í tal sagði Leifur: „Þeir mega alveg hætta ef þeir vilja. Þeir hafa verið gagnrýndir. Þjóð- hátíðin er náttúrlega stærsta fjár- öflun íþróttafélags ÍBV og það er gagnrýnivert þegar miklu er eytt í kostnað. Til dæmis var kostnaður- inn við þennan írska gagnrýndur. Eitthvað hefur kostað að fá hann.“ Leifur segir að enginn ágreining- ur sé á milli Þjóðhátíðarnefndar og stjórnar ÍBV. Hann fullyrðir þó að margir Eyjamenn séu ekki sátt- ir við þróuina: „Mörgum finnst of mikið verið að breyta hátíðinni í hljómleika.“ Tryggvi Már, framkvæmdastjóri ÍBV og nefndarmaður í Þjóðhá- tíðarnefnd, bendir á að nefndin hafi tekið umdeildar ákvarðanir á síðustu árum og nefnir í því samhengi sviðið sem reist var í Herjólfsdal. „Breytingarnar hafa ekki alltaf fallið í kramið en við telj- um okkur að mestu leyti hafa tekið réttar ákvarðanir,“ segir hann. Þeir Páll og Birgir hafa hjálpast að við skipulagningu Þjóðhátíðar í Eyjum í rúmlega áratug. Keating olli seinkun Tilkynning Páls og Tryggva var ekki það eina sem kom Þjóðhátíðar- gestum á óvart um helgina. Bjarni Ólafur Guðmundsson, kynnir Þjóðhátíðarinnar, sem oft er kall- aður Daddi diskó segir að nokk- ur seinkun hafi orðið vegna þess hversu tímafrekt var að ganga frá eftir Ronan Keating. „Það varð uppi fótur og fit og smá panikk,“ segir hann. Öllu alvarlegra máli lýsir Bjarni á þessa leið: „Árni Johnsen fór fram á sviðið en átti ekki að gera það. Menn áttuðu sig á því að það átti eftir að spila myndband sem hann sjálfur er í. Hann fattaði það og fór út af sviðinu.“ Þessi mistök virð- ast þó ekki hafa farið fyrir brjóstið á Þjóðhátíðargestinum Guðmundi Felixsyni sem hefur þetta um mál- ið að segja: „Hann kom og sett- ist en svo fór hann bara. Þá hugs- aði ég: Já, ókei, hann var bara að sándtékka.“ Guðmundur segir að stærsta „drama“-málið sem hann hafi tekið eftir hafi tengst söngv- aranum Hreimi og blysum. Hefð er fyrir því að lagið Lífið er yndis- legt sé sungið og ótal blys látin loga á meðan. „Hreimur kom of seint,“ segir Guðmundur. „Það var slokkn- að á blysunum þegar hann loksins kom. Þess vegna voru margir mjög fúlir.“ Brekkusöngnum lauk seinna en venjulega að sögn Leifs Gunnars- sonar. „Hann átti að vera búinn klukkan 12 en var búinn klukk- an 1. Fólk sem var með börn varð auðvitað pirrað,“ segir hann. Bjarni Ólafur segist harma þessi óþægindi. n 8 Fréttir 8. ágúst 2012 Miðvikudagur n Umdeild ákvörðun n Skipuleggjendur hætta n Keating olli seinkun á dagskrá ronan Keating Kostaði 9 milljónir Ronan Keating Poppsöngvarinn knái skemmti Þjóð- hátíðargestum. „Eyjamenn ættu að nýta mun meiri fjármuni til að berjast gegn þessari skuggahlið Þjóðhátíðarinnar. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Þjóðhátíð í Eyjum Um 14 þúsund manns lögðu leið sína á Þjóðhátíð í ár. Páll Scheving Formaður Þjóðhátíðar- nefndar sækist ekki eftir því að sitja áfram í nefndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.