Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 26
Þ að hefur ekkert staðið til að sýna þessa þætti og það hafa ekki ver­ ið neinar vangaveltur um það,“ segir Ari Ed­ wald forstjóri 365 aðspurður um það hvort til standi að sýna Lífsleikni Gillz á Stöð 2 en til stóð að sýna þættina á þessu ári. Framleiðsla þáttanna var langt á veg komin þegar Egill Einarsson, maðurinn að baki Gillzenegger, var kærður fyr­ ir nauðganir og sýning þátt­ anna sett á ís meðan beðið var niðurstaðna úr kæru­ málunum. Lífsleikni Gillz var sjálfstætt framhald þáttanna Mannasiðir Gillz sem sýndir voru á Stöð 2. Saksóknari vís­ aði hins vegar öðru málinu frá og óvíst er hvað orðið hefur um seinna málið. Þegar Ari var spurður út í það í desember síðastliðnum hvort þættirnir yrðu sýndir þá sagði hann ótímabært að velta því fyrir sér hvort hætt yrði við að sýna þættina. „Það hlýt­ ur að koma í ljós hvað verð­ ur úr þessari kæru og annað slíkt. Hvort málið á við rök að styðjast og í hvaða farveg það fer. Við sjáum bara hverju fram vindur með það. Menn eru náttúrulega saklausir uns sekt er sönnuð,“ sagði Ari í sam­ tali við DV í desember. „Það er stór áfangi að það sé gefin út ákæra. Það er allt annar hlutur en að menn séu kærðir fyrir eitthvað. Það er hægt að bera á menn alls konar hluti en ef ríkis saksóknari gefur út ákæru þá hefur hann lagt mat á að þau gögn sem liggja fyrir í mál­ inu séu líkleg til sakfellingar,“ sagði Ari við sama tækifæri. Nú hefur hins vegar verið tekin ákvörðun. Lífsleikni Gillz verður ekki á dagskrá Stöðv­ ar 2, alla vega ekki á næstunni. „Þetta var bara slegið af á sín­ um tíma. Ég ætla ekki að segja um aldur og ævi en þetta mál var bara sett til hliðar á sín­ um tíma. Ég sá einhvern tím­ ann einhvern mola um þetta hjá ykkur held ég, að það væri eitthvað í bígerð eða í skoðun að taka þetta upp en ég kann­ ast ekki við það. Það er bara einhver lausafregn. Þetta var bara sett til hliðar og það hef­ ur ekki orðið nein breyting þar á og er ekkert í umræðunni að taka þá stöðu upp. Ég get ekki sagt, frekar en endranær, að það verði aldrei en það hef­ ur ekkert verið í umræðunni,“ segir Ari. Egill hefur hins vegar ekki endanlega yfirgefið 365 miðla því að hann er kominn aftur í útvarpið og stjórnaði meðal annars þættinum FM95Blö frá Vestmannaeyjum með Auðuni Blöndal um verslunarmanna­ helgina. Áður en málin komu upp þá var hann vikulega í þeim þætti. Hann var hins vegar settur til hliðar í þættin­ um þar til komist yrði að niður­ stöðu í málinu en er nú snúinn aftur. viktoria@dv.is LífsLeikni GiLLz ekki á daGskrá 26 Fólk 8. ágúst 2012 Miðvikudagur Hópferð með Gunna n Aðdáendur flykkjast til Nottingham I ðkendur í bardagaklúbbn­ um Mjölni og stuðnings­ menn Gunnars Nelson hafa efnt til hópferðar á fyrsta bardaga kappans í sept­ ember. Eftir að ljóst varð að Gunnar myndi eiga sinn fyrsta bardaga í UFC í september kviknaði strax mikill áhugi á meðal stuðningsmanna hans. Forsvarsmenn Mjölnis fóru því strax í að setja saman ferða­ áætlun sem nú liggur fyrir. Bardaginn fer fram í Nottingham á Englandi en búið er að setja saman pakka sem kostar 105.000 krónur. Innifalið í honum er flug fram og til baka, 3 nætur á Hilton hótelinu í Notthingham, sem er í um 10 mínútna fjarlægð frá keppnisstað, og miði á keppn­ ina sjálfa. Keppnin fer fram laugar­ daginn 29. september en Gunnar mun þreyta frumraun sína gegn hinum þýska Pascal Krauss. Krauss þessi hefur viðurnefnið „Skriðdrekinn“ og hefur einungis einu sinni tapað í blönduðum bardagaíþróttum og það var vegna stigamun­ ar. Hann hóf feril sinn í hnefa­ leikum og varð þýskur ung­ lingameistari, en hafnaði síðar í öðru sæti á þýska meistara­ mótinu í hnefaleikum. Hægt er að afla sér frekari upplýsinga á Facebook­síðu Mjölnis en ferðin fer í sölu í vikunni og má ætla að hún seljist fljótt upp. Ekki á skjáinn Lífsleikni Gillz verður ekki tekin til sýn- inga á Stöð 2 líkt og til stóð. Egill hefur þó ekki yfirgefið fjölmiðlafyrirtækið fyrir fullt og allt því hann hefur snúið til baka í þáttinn FM95Blö. Sett til hliðar Ari Edwald segir þættina hafa verið setta til hliðar þegar málin komu upp og það standi ekki til að endurskoða það á næst- unni. Þættirnir voru ekki fullunnir en komnir langt á leið. „Þetta var bara slegið af á sín- um tíma Sáttur við Airbus Rapparinn og skemmtikraft­ urinn Halldór „DNA“ Hall­ dórsson er sáttur við Airbus 320 vélarnar. Halldór er flug­ hræddur með meiru en hef­ ur þó ekki látið það stoppa sig í að ferðast um heiminn. „Sem afskaplega flughrædd­ ur maður, verð ég að segja að splunkunýjar Airbus 320 vélar IEX eru algjörlega til fyrirmyndar. Hvorki sviti né tár,“ sagði Dóri á Facebook og bætti við: „Lengi vel var slagorðið – If it aint a boing – I am not going. En eftir að hafa grátið í einni 737 á milli San Fran og Seattle fór það út um gluggann.“ Stúlka fædd Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon eignaðist litla dóttur á mánudegi verslunar­ mannahelgar þegar sam­ býliskona hans, Birna Rún Gísladóttir, fæddi litla stúlku. Fyrir átti parið dótturina Jarúnu Júlíu sem gegnir nú mik­ ilvægu hlutverki stóru systur. Þess má geta að önnur dóttir Jakobs, tón­ listarkonan Dísa, eignað­ ist sitt annað barn fyrir örfáum dögum svo það er ljóst að barnalán fjöl­ skyldunnar er mikið. Sest á skólabekk Tónlistarmaðurinn og sveitaballapopparinn fyrr­ verandi Valur Heiðar Sæv­ arsson ætlar að setjast á skólabekk í haust og hef­ ur skráð sig í kerfisfræði við Háskólann í Reykjavík. Valur Heiðar sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu í byrj­ un ársins en margir muna eflaust eftir honum með sveitaballahljómsveitinni Buttercup. Valur, sem hefur aldrei áður lært á háskóla­ stigi, deildi að sjálfsögðu fréttunum á fésbókarsíðu sinni og fékk margar heilla­ óskir að launum. „Hér með er tekið við veðmálum um hversu margar vikur ég tóri í þessu enda renni ég blint í sjóinn en ljóst er að maður er þó alltaf ogguponsu nær því hvað maður vill verða þegar maður verður stór,“ skrifaði hann meðal annars. Gunnar Nelson Fær góðan stuðning í fyrsta bardaganum. n Kemur til baka í útvarpið en ekki sjónvarpið n Þættirnir verða ekki sýndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.