Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 14
14 Erlent 8. ágúst 2012 Miðvikudagur Harmi lostinn faðir handtekinn n Ætlaði að brenna skóla látins sonar til grunna S vo virðist sem sonarmissir hafi orðið til þess að 48 ára gamall háskólaprófessor frá Kaliforníu í Bandaríkjunum missti vitið og ætlaði hann að fremja voðaverk í borginni Irvine til að hefna sonar síns. Rainer Klaus Reinscheid, prófess­ or við Háskólann í Irvine í Kaliforníu, er ákærður fyrir að hafa meðal annars kveikt í framhaldsskólanum sem fjór­ tán ára gamall sonur hans sótti áður en hann svipti sig lífi í mars síðastliðnum. Hann er einnig sakaður um að hafa ætlað sér að myrða nemendur, starfs­ fólk og stjórnendur við University High School í Irvine. Saksóknari Orange County seg­ ir í bandarískum fjölmiðlum að syni mannsins hafi í mars síðastliðnum verið refsað af skólanum fyrir ótilgreint athæfi. Í kjölfar þessarar refsingar mun pilturinn hafa farið í Mason Park Pres­ erve almenningsgarðinn í Irvine og svipt sig lífi með því að hengja sig. Þessi harmleikur lagðist þungt á föð­ urinn. Alls er hann ákærður fyrir fimm íkveikjur og tilraun til einnar á tímabil­ inu 4. til 24. júlí þar sem hann kveikti meðal annars í á lóð framhaldsskól­ ans, í garðinum þar sem sonur hans svipti sig lífi og bar eld að heimili eins stjórnenda framhaldsskólans. Reinscheid var upphaflega hand­ tekinn þann 24. júlí síðastliðinn þegar hann var að reyna að kveikja í almenn­ ingsgarðinum. Honum var sleppt síð­ ar sama dag gegn 50 þúsund dala tryggingu. Þremur dögum síðar við nánari rannsókn málsins fundu lög­ reglumenn óhugnanlegan tölvupóst í farsíma Reinscheid sem hann hafði skrifað eiginkonu sinn í apríl. Þar upp­ lýsir hann um ráðabrugg sitt um að brenna framhaldsskólann til grunna, fremja kynferðisbrot, kaupa sér skot­ vopn, myrða skólastjórnendur og nemendur og svipta sig loks lífi. Hann var umsvifalaust handtekinn þann 27. júlí síðastliðinn eftir að þessi tölvu­ póstur fannst. Samkvæmt frétt CNN á Reinscheid yfir höfði sér allt að 13 ára fangelsi verði hann sakfelldur. mikael@dv.is E f þú er einn af þeim notend­ um á Facebook sem heldur úti síðu á samskiptasíðunni vinsælu í skjóli nafnleysis eða falsks nafns, ert með síðu sér­ staklega fyrir gæludýrið þitt eða held­ ur úti öðrum prófíl þá ert þú einn af þeim rúmlega 83 milljónum Face­ book­reikninga sem forsvarsmenn síðunnar vilja taka úr umferð. Og það er margt sem þú kannski ekki vissir um þessa skilmála og völd Facebook. Samkvæmt nýjustu tölum frá vef­ veldinu eru 8,7 prósent þeirra 955 milljón virku mánaðarlegu notenda síðunnar ekkert annað en falsfólk og tvöfaldir reikningar. Vertu þú sjálfur „Eitt af okkar stærstu verkefnum hér hjá Facebook er að finna og taka úr umferð þessa falsreikninga,“ segir Joe Sullivan, yfirmaður öryggismála hjá síðunni. „Síðan og hugmyndafræði okkar gengur öll út á að fólk noti sínar eigin persónuupplýsingar.“ En hvað eru menn að bralla með 83 milljónir falskra Facebook­reikn­ inga í netheimum? Facebook hefur skipt þessum notendum í þrjá flokka og eru þeir ýmist saklausir eða með óhreint mjöl í pokahorninu. Í fyrsta lagi svokallaðir tvöfaldir reikningar, ranglega skilgreindir reikningar og loks ósæmilegir reikningar. Ekki fyrir börn, gæludýr vinsæl Samkvæmt notendaskilmálum Face­ book er óheimilt að vera með meira en tvo persónulega reikninga í gangi og sömuleiðis er bannað að stofna slíkan reikning í nafni annarra. For­ eldrar sem eru að stofna Facebook­ síður fyrir börn sín eru því að brjóta tvær reglur, því þrettán ára og yngri er stranglega bannað að nota síðuna. Facebook segir að 45,8 milljónir svona tvöfaldra reikninga séu í umferð. Undir flokkinn ranglega skil­ greindir reikningar falla persónuleg­ ir prófílar sem stofnaðir eru fyrir fyr­ irtæki, hópa eða gæludýr. Það vekur athygli hversu ótrúlega margar síður fólk er að stofna fyrir gæludýrin sín. 23 milljónir rangflokkaðar síður eru í umferð að sögn forsvarsmanna Face­ book. Hafa ber í huga að það er ekkert að því að vera með svona prófíla á Face­ book en samkvæmt reglum síðunn­ ar þarf að stofna þær sem „Pages.“ Lítið mál er að breyta svona prófílum í samþykktar síður (e. Pages) án þess að tapa upplýsingum. Hreinsunareldurinn Síðasti hópurinn er sá sem Facebook hefur talsverðar áhyggjur af. Það eru ósæmilegu reikningarnir sem stofn­ aðir eru gagngert til að brjóta reglur Facebook, meðal annars með rusl­ póstsendingum og öðru þvíumlíku. 14,3 milljónir slíkra prófíla eru í notk­ un að sögn fyrirtækisins. Athygli vekur, nú þegar fólk hef­ ur lesið þetta og áttað sig á því að það sjálft er kannski að brjóta þessar regl­ ur eða þekkir einhver sem gerir það, að Facebook áskilur sér rétt til að loka öll­ um falsreikningum sem það finnur. Og ef síðan þín er til dæmis fyrir mistök ranglega skilgreind og þú hefur notað hana sem þína persónulegu Facebook­ síðu með tilheyrandi upphali á mynd­ um og öðru, þá þurrkar Facebook út allar upplýsingar tengdar nafninu fyr­ ir sjónum almennings. Fyrirtækið eyð­ ir þó ekki reikningnum algjörlega af vefþjónum sínum af öryggisástæðum. „Geldi“ Facebook­reikningurinn fer í einhvers konar Facebook­hreinsunar­ eld þar sem eigandi efnisins kemst ekki að því með nokkru móti. Hann getur ekki einu sinni óskað eftir afriti af því hjá Facebook. Að auki segir Facebook að ef ör­ yggissveitir þess loki reikningi þínum vegna brota á notendaskilmálum sé þér óheimilt að stofna nýjan reikning án sérstaks leyfis frá Facebook. n Tugmilljónir villa á sér heimildir og brjóta skilmála samskiptasíðunnar Skuggahliðar líka Meirihluti þessarar fals- reikninga eru álitnir sakleys- islegir af Facebook þó þeir vilji loka þeim. Töluverður fjöldi er þó álitinn skaðlegur. Mynd: REutERS „Síðan og hug- myndafræði okk- ar gengur öll út á að fólk noti sínar eigin persónu- upplýsingar. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Rainer Klaus Reinscheid Reyndi að kveikja í skóla og heimili skólastjórnenda í Irvine í Kaliforníu. Falsfólkið á Facebook 13 ára bílaþjófar Tveir þrettán ára piltar frá Ohio­fylki í Bandaríkjunum eru í slæmum málum eftir að þeir stálu BMW­bíl móður annars þeirra og stungu af úr borginni. Þeir óku samtals tæplega 1.100 kílómetra á hinum stolna bíl í vesturátt og enduðu í Kansas City í Missouri­fylki. Þeir fundust síðar sofandi í bifreiðinni í húsasundi eftir að hafa orðið bensínlausir og móðirin hafði látið loka greiðslukorti sínu sem piltarnir stálu einnig. Þeir komu upp um sig með stöðuuppfærslu á Facebook þar sem þeir sögðu að þeir væru bensínlausir í Kansas City. Piltarnir verða þó ekki kærðir fyrir athæfið en foreldrar þeirra munu væntanlega sjá um að veita þeim hæfilega refsingu. Reyndi að vara við Holmes James Holmes, hryðjuverka­ maðurinn sem myrti fjölda manns og særði fjölmarga í kvikmyndahúsi í Aurora í Bandaríkjunum, var til með­ ferðar hjá sálfræðingi áður en hann framdi ódæðin. Sál­ fræðingurinn hafði svo miklar áhyggjur og taldi Holmes svo hættulegan að hann hafði sam­ band við lögreglu á háskóla­ svæðinu í Colorado og rauf þar með trúnað sinn við Holmes. Samkvæmt lögum í Colorado má sálfræðingur rjúfa trúnað ef rökstudd ástæða er fyrir því að telja skjólstæðinginn vera hættulegan eða að almenningi stafi ógn af honum. Mál Holmes féll milli skips og bryggju hjá skólastjórnendum þar sem hann sagði sig úr námi. Maníla á kafi Linnulaus rigning hefur orðið til þess að helmingur höfuðborgar Filippseyja, Maníla, var undir vatni á þriðjudag. Rigningarnar urðu til þess að aurskriður féllu og létust minnst átta í þeim. Björgunarsveitir unnu hörðum höndum allan daginn við að bjarga fólki og koma tugum þúsunda íbúa af heimilum sínum og á þurrt. Þetta eru verstu flóð síðan 2009 þegar hundruð biðu bana í skyndi­ flóðum í landinu. „Þetta er eins og vatnaveröld,“ er haft eftir yfirmanni almannavarna í Filippseyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.