Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2012, Blaðsíða 25
Íþróttafólkið okkar Sport 25Miðvikudagur 8. ágúst 2012 Það héldu 26 íslenskir keppendur á Ólympíuleikana í London 2012. Það hafa skipst á skin og skúrir hjá íþróttafólkinu og margir hafa þegar lokið keppni. Ljósmyndarar Reuters hafa fangað nokkur ógleymanleg augnablik af keppendunum okkar á leikunum. Setning leikanna Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari var fánaberi Íslendinga á opnunarhátíðinni í London. Alls eru um sextíu Íslendingar á vegum ÍSÍ á hátíðinni; íþróttamenn, þjálfarar og annað starfsfólk. Ragna leggur spaðann á hilluna Ragna Ingólfsdóttir lauk keppni eftir tvo leiki í badminton á Ólympíuleikunum. Þetta er í annað sinn sem Ragna keppir á leikunum, en eftir keppnina sagðist hún vera hætt keppni og að leikurinn hefði verið síðasti leikurinn hennar, en hún hefur um árabil verið besti badmintonspilari landsins. Stutt glíma Þormóður Jónsson júdókappi kvaðst vera nokkuð sáttur við sitt, enda atti hann kappi við þriðja besta júdókappa heims, Rafael Silva frá Brasilíu. Glíman var stutt, aðeins 1 mínúta og 48 sekúndur en Þormóður varðist vel en sagðist hafa átt meira inni en hann gat sýnt. „Nú fer ég heim og tek á móti syni mínum sem á að koma í heiminn hvað úr hverju. Ég einbeiti mér að því og svo sjáum við hvað setur,“ sagði Þormóður í samtali við Vísi.is Sarah synti þrisvar Sarah Blake Bateman átti hörku föstudag. Fyrst keppti hún í 50 metra skriðsundi en þurfti svo að synda aftur þar sem þrjár sundkonur komu í mark á sama tíma. Sarah komst þó ekki í úrslit, en synti einnig með boðsundsliðinu. Árangur Söruh er þó einn sá besti sem íslensk sundkona hefur náð á leikunum. Óðinn Björn Óðinn Björn Þorsteinsson náði sér ekki á strik í kúlu- varpskeppninni. Óðinn gerði ógilt í fyrsta kastinu, kastaði svo 17,04 í öðru kasti og 17,62 í því þriðja sem er töluvert frá hans besta. Þröngt færi Þau eru stundum þröng færin sem þarf að skora úr í hand- boltanum, en Snorri Steinn Guðjónsson kann þetta og gerir það vel. Skólaus Ingimundur Það skapaðist talsverð spenna í leiknum gegn Svíum í síðustu viku. Svo mikil raunar að Ingimundur Ingimundarson glataði skó sínum og var rekinn út af fyrir vikið. Stress Það tekur á að fylgjast með leikjum landsliðsins í handbolta. Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari virðist ekkert of sannfærður á þessari mynd. Flottur fulltrúi Íslands Neglur Ásdísar Hjálmsdóttur fönguðu athygli ljósmyndara Reuters.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.