Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 20. ágúst 2012 Mánudagur Bláfátæk og býr í bílnum Þingmaður í bæjarstjórn Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í lok september. Hann kemur í stað Guðmundar Rúnars Árnasonar, forseta bæjarstjórnar og oddvita Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, en hann hefur verið skipaður ver- kefnastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands og heldur utan í lok næsta mánaðar. Lúðvík verður eini þingmaðurinn sem jafnframt situr í sveitarstjórn en í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins sagðist hann telja að með þessu yrði bæj- arstjórnin betur upplýst um það sem gerðist á þinginu. Heimdallur í mannréttinda- baráttu Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem utanríkismálanefnd Al- þingis er hvött til að fordæma hótun Breta um að ráðast inn í sendiráð Ekvador í London. Julian Assange, stofnanda og ritstjóra uppljóstrunarvefs- ins Wikileaks, hefur verið veitt pólitískt hæli í Ekvador og hafa Bretar hótað að ráðast inn í sendiráðið ef hann gef- ur sig ekki fram. Assange flutti ávarp af svölum sendiráðsins á sunnudaginn þar sem hann lof- samaði stjórnvöld í Ekvador og sakaði bandarísk yfirvöld um nornaveiðar. „Engin fordæmi eru fyrir því að siðmenntuð vestræn ríki ráðist inn í sendiráð fullvalda ríkja til að handsama hælisleitanda, sem hefur ekki verið ákærður fyrir glæp,“ segir í ályktun Heimdallar. Ritstjóri gagnrýndur „Ekki er Ólafur Stephensen að biðja um fasisma í sínum leiðara. Því fer fjarri. Hann leyfir sér hins vegar að nota hin hræðilegu voða- verk í Noregi fyrir ári til að ráð- ast á þá sem hann segir hafa farið „hamförum í þingsölum þegar greiningardeild lögreglunnar var stofnuð“,“ skrifar Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra í pistli á vefsíðu sinni. Þar gagnrýnir hann skrif Ólafs Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins, um mikilvægi for- virkra rannsóknarheimilda. Ögmundur segir að hag- fræðingurinn Milton Friedman hafi komið upp í huga hans þegar hann las leiðara Ólafs. Hann gefur í skyn að Friedman og Ólafur eigi það sameiginlegt að vilja bregð- ast við hamförum með róttækum samfélagsbreytingum. Þá varar hann við því að hryðjuverkaárás- ir séu notaðar sem réttlæting fyrir eflingu eftirlitssamfélagsins. n Segir soninn hafa neytt sig til að selja sér íbúðina n Skuldar smálánafyrirtækjum É g á ekki neitt – nema bílinn. Ef ég missi hann þá er líf mitt bara búið,“ segir hin sextuga Særún Stefánsdóttir, óvinnu- fær öryrki, sem í tæplega tvo mánuði hefur þurft að búa í bílnum sínum sökum fátæktar og bætir við – grátandi: „Ég sef illa og er með verki um allan líkamann. Á daginn veit ég ekkert hvað ég á að gera af mér; hangi bara í bílnum og reyni að vera ósýnileg. Ég vona alltaf að enginn sjái mig; enginn taki eftir mér.“ Særún gerir stutt hlé á máli sínu til að ná sér og heldur síðan áfram að lýsa fyrir blaðamanni ömurleika bílabúsetunnar. Erfið veikindi og slys Særún hefur verið 100 prósent öryrki frá árinu 1995, en ástæðu þess má rekja til langvarandi glímu við veik- indi og síðar bílslyss sem varð til þess að hún missti mátt í báðum hand- leggjum. Hún ólst upp á Raufarhöfn en fluttist búferlum til Reykjavíkur og festi kaup á íbúð í Breiðholtinu. Hún flutti síðar aftur til Raufarhafn- ar og leyfði syni sínum að búa áfram í íbúðinni í Reykjavík. Á Raufarhöfn kynntist hún manni og hófu þau sambúð. Árið 2000 skildi hún við hann og flutti aftur til Reykja- víkur. „Ég sagði honum ekki frá því þegar ég fór. Þegar ég var kom- in hálfa leið til Reykjavíkur hringdi maðurinn í mig og spurði hvað væri í matinn,“ segir Særún sem flutti inn á son sinn í íbúð sína í Breiðholtinu. Á hús á Raufarhöfn Árið 2006 veikist faðir Særúnar og flutti hún af þeim sökum aftur til Raufarhafnar til að hjúkra hon- um. Árið 2009 dó faðir hennar og tveimur árum síðar fór móðir henn- ar sömu leið. Í arf fékk hún hús for- eldra sinna. Þar vill hún hins vegar ekki búa. „Ég á þessa skelfingu (húsið), sem er líkkista í mínum huga. Ég gæti kannski farið þangað til að vera einhvers staðar – og beðið eftir því að líkkistulokið verði sett ofan á.“ Sama ár og móðir Særúnar dó seldi hún syni sínum íbúðina í Breiðholtinu – gegn vilja sínum. „Hann braut mig niður og ég seldi honum bara íbúðina,“ segir hún. Stórskuldug Það var síðan í maí síðastliðnum sem hún ákvað að fara á heilsuhótel- ið í Hveragerði. Þegar þeirri vist lauk Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Næturstaður Hér má sjá hvernig Særún sefur í aftursæti bifreiðar sinnar. MyNd EyþóR ÁRNaSoN „Hann braut mig niður og ég seldi honum bara íbúðina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.