Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Mánudagur 20. ágúst 2012 NÝJUNG Hefur þú áhuga á umhverfismálum og stóru spurningunum um verndun og nýtingu auðlinda? Fjarnám Stúdentspróf Samþætting raunvísinda og félagsgreina Nám fyrir framtíðina Fáðu nánari upplýsingar í netfanginu: fjarmenntaskolinn@fjarmenntaskolinn.is eða í síma 460 4246 Fjölbrautaskóli Snæfellinga MENNTASKÓLINN Á EGILSSTÖÐUM Umhverfis- og auðlindafræði Stúdentspróf í fjarnámi B ónus hefur komið best út úr verðkönnun ASÍ um árabil en breyting varð á því í síð- ustu viku þegar Iceland, ný verslun Jóhannesar Jóns- sonar, var oftast með lægsta verðið. Verslunin var opnuð í lok júlí og nú er ljóst að hún er með ódýrustu mat- vöruverslunum landsins. Eins og flestum er kunnugt opn- aði Jóhannes Bónusverslanirnar árið 1989 og voru þær fyrstu lág- vöruverðsverslanirnar á Íslandi. Því hefur verið haldið fram að með til- komu þeirra hafi orðið bylting hér á landi fyrir neytendur og spurn- ing hvort Iceland ógni stöðu Bón- uss sem ódýrastu matvöruverslun- arinnar. Verðstríð hjálpi engum „Við getum ekki annað en fagnað samkeppni. Alltaf þegar kemur nýr aðili inn á markað hefur það áhrif á verðlag og okkur veitir ekki af því hér á landi,“ segir Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtak- anna. Aðspurð hvort hún haldi að nú fari af stað verðstríð segir Þuríður að samtökin hafi aldrei mælt með verð- stríði. „Oft hafa þau verið svo óeðlileg og ég minni á að það getur verið brot á samkeppnislögum að niðurgreiða einhverja vöru til að draga fólk inn í verslunina. Heilbrigð samkeppni er hins vegar af hinu góða.“ Hún bendir á að fljótlega eftir að Krónan var opnuð myndaðist verð- stríð. „Mig minnir að þegar Krón- an kom á markað hafi þeir farið að niðurgreiða mjólk og voru á endan- um farnir að gefa hana. Það hjálp- ar engum.“ Þuríður segir að með reglulegum verðkönnunum höldum við versl- unarrekendum á tánum og á með- an fylgst sé með verði trúi hún því að það verði einhver samkeppni. Ekki einungis eitthvað tímabundið heldur til frambúðar. „Það er með Iceland, eins og allar nýjar verslan- ir á markaði og í hvaða geira sem er, þá kemur þetta okkur neytendum til góða. Það er aldrei gott ef ein versl- un á markaðinn. Sé það rétt sem sagt er að fólk flykkist í þessa búð, eða hvaða búð sem er, út af því að hún er með gott verð þá er það bara jákvætt. Við vonum allavega það besta og erum ánægð með þetta.“ Lægra vöruverð Ekki náðist í Guðmund Marteins- son, framkvæmdastjóra Bónuss, en blaðamanni var bent á að á heima- síðu verslunarinnar væri tilkynning. Þar segir meðal annars að Bónus muni halda áfram að leggja áherslu á að lágmarka rekstrarkostnað og stunda magninnkaup á hagkvæm- ustu verðum. Þeim ávinningi verði sem fyrr skilað í lægra vöruverði til neytenda. Samkaup oftast með hæsta verðið Í síðustu könnun verðlagseftirlits ASÍ var verð á matvöru í átta lág- vöruverðsverslunum og stórmörk- uðum víðs vegar um landið kannað. Í tilkynningu frá ASÍ segir að af þeim 96 vörutegundum sem skoðaðar voru hafi Iceland verið með lægsta verðið á 45 tegundum en Bónus hafi komið þar á eftir með lægsta verðið á 24 tegundum. Samkaup-Úrval í Hafnarfirði hafi oftast verið með hæsta verðið, eða á 58 tegundum af 96. Nóatún hafi komið þar á eftir með hæsta verðið á 19 vörutegund- um. Flestar vörutegundirnar voru til í Fjarðarkaupum, eða 93 af 96, og Samkaup-Úrval átti 92 tegundir. Minnsta úrvalið var hins vegar hjá Bónus sem átti 77 af 96 vörutegund- um sem skoðaðar voru, Iceland átti 78 og Krónan 79. Mestu munur á ávöxtum og grænmeti Mestur verðmunur í könnuninni var á vöruflokknum ávöxtum og græn- meti en hann var á milli 54 prósent og 119 prósent. Sem dæmi var 114 prósenta verðmunur á mangó sem var ódýrast hjá Iceland en dýrast hjá Samkaupum-Úrvali. Minnstur verðmunur var í vöru- flokknum ostur, viðbit og mjólkur- vörur, eða 4 til 34 prósent. Verðmun- ur á nýmjólk var 4 prósent en hún er seld á 120 krónur í öllum versl- unum nema hjá Iceland, þar var lítrinn seldur á 115 krónur. Mestur verðmunur var á MS bláberjaosta- köku sem var ódýrust á 895 krónur hjá Bónus en dýrust á 1.198 krónur hjá Samkaupum-Úrvali og Nóatúni. Það gerir 34 prósenta verðmun. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Ak- ureyri, Krónunni Akranesi, Nettó Mjódd, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Iceland Engihjalla, Nóatúni Háaleitis- braut, Samkaupum-Úrvali Hafnar- firði og Hagkaupum Holtagörðum. Nánar um verðkönnunina og töflu yfir verð má sjá á heimasíðu ASÍ. n „Alltaf þegar kemur nýr aðili inn á markað hefur það áhrif á verðlag og okkur veitir ekki af því. Iceland oftast með lægsta verðið n Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna fagnar samkeppninni n Atlagan að Bónus byrjar vel Iceland Verslunin var opnuð í lok júlí og kom best út úr verðkönnun ASÍ. Mynd Eyþór ÁrnaSon Uppblásið tjald n Heyra tjaldstangir sögunni til? U ppblásin tjöld verða sífellt meira áberandi en þau eru þannig uppbyggð að í stað- inn fyrir hefðbundnar tjald- stangir er notast við loft til þess að halda tjaldinu uppi. Hægt er að fá þessi tjöld meðal annars frá fram- leiðendunum Nemo, Heimplanet og nú Kelty. Hugsunin á bak við uppblásnu tjöldin er aðallega tvenns konar. Annars vegar eru þau fyrir göngugarpa sem þurfa léttan búnað sem tekur sem allra minnst pláss og hins vegar auðvelda þau uppsetningu á tjöldum. Tjöldin hafa hing- að til aðal- lega verið framleidd sem göngu- tjöld þar sem þau eru lítil, létt og meðfæri- leg. Núna er hins vegar hægt að fá upp í allt að sex manna fjölskyldutjald frá Kelty eins og það sem er sýnt er á með- fylgjandi myndum. Uppsetningin á tjaldinu tekur í kringum eina til tvær mínútur sem er ótrúlega skammur tími. Flestar fjölskyld- ur kannast við hversu mikið ves- en það getur verið að koma upp svo stóru tjaldi. Tölum ekki um ef það er rigning og rok. Ef rignir er hægt að renna sér inn í tjaldið og pumpa það upp innan frá. Það er hins vegar alls kostar óvíst hvort svo stórt tjald standist íslenskar aðstæður og hvort að loft eitt og sér geti haldið uppi svo stóru tjaldi þegar það fer að blása hressilega. Í skógarrjóðri gæti Kelty-fjölskyldu- tjaldið verið góður kostur en á hefðbundnu íslensku tjaldsvæði gæti sagan verið önnur. Tjaldið kemur á markað í Bandaríkjunum í janúar og mun fjögurra manna tjald kosta 400 dali eða 48.000 krónur og sex manna tjaldið mun kosta 500 dali eða 60.000 krónur. Kelty air Pitch lofttjald Kemur á markað í janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.