Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 20
Ástarsorg getur
verið banvæn
Þ
að hefur lengi verið þekkt
staðreynd innan læknavís-
indanna að allt það stress
og sorg sem fylgir ástvina-
missi getur leitt til ýmiss
konar hjartavandamála. Rannsókn-
ir hafa meðal annars sýnt fram á að
líkurnar á hjartaáfalli geta aukist tí-
falt fyrstu 48 klukkustundirnar eftir
að þú missir ástvin. Hingað til hef-
ur þó verið talið að bregðist líkam-
inn svo alvarlega við hljóti að vera
um undirliggjandi hjartasjúkdóma
að ræða, en vísindamenn hafa nú
komist að annarri niðurstöðu.
Svo virðist sem hjartavandamál
sem koma upp í kjölfar ástvinamis-
sis séu af öðrum toga en þau vanda-
mál sem orsakast af slæmu matar-
æði og æðaþrengingum.
Andnauð, verkir og
meðvitundarleysi
Það virðist sem fólk með fullkom-
lega heilbrigt hjarta geti fengið
hjartaáfall, einfaldlega af sorg og
streitu, og hafa vísindamenn kallað
þetta „hjartasorgarheilkennið“.
Við slíkt hjartaáfall gerist allt
annað í hjartanu en við venjulegt
hjartaáfall sem orsakast af undir-
liggjandi hjartasjúkdómum.
Neðri hluti hjartans bólgn-
ar upp og það hættir að geta dælt
blóði á eðlilegan hátt. Líkaminn
fær þar af leiðandi ekki nóg af súr-
efnisríku blóði. Þetta getur valdið
einkennum eins og við venjulegt
hjartaáfall; andnauð, verkjum og
meðvitundarleysi. Í alvarlegustu
tilfellunum getur áfallið leitt til
dauða, líkt og hjartaáfall af völdum
hjartasjúkdóma, þar sem líkam-
inn og heilinn fá ekki nóg súrefni
til að starfa. Það er sem betur fer
þó ekki algengt. Flestir sem þjást af
hjartasorgarheilkenninu jafna sig
að mestu leyti á nokkrum vikum án
þess að hljóta varanlegan skaða af.
Of mikið adrenalínflæði
Hjartasorgarheilkennið er þó ekki
eingöngu bundið við ástvinamissi
heldur getur það líka komið fram í
kjölfar annarra streituvaldandi að-
stæðna og áfalla líkt og skilnaðar,
sambandsslita, aðgerða og jafnvel
eftir að hafa unnið stóran lottóvinn-
ing. Vísindamenn telja að þúsundir
Breta þjáist af slíku heilkenni á ári
hverju.
Talið er að undirliggjandi
ástæðan fyrir heilkenninu sé of
mikið flæði adrenalíns á skömm-
um tíma. Adrenalínflæðið getur
komið sér vel í ýmsum aðstæðum
þar sem það fær hjartað til að ham-
ast örlítið og dæla blóðinu hraðar
um líkamann.
Fólk þolir adrenalínið þó misvel
og of mikið flæði þess um líkamann
getur hreinlega valdið eitrun-
aráhrifum í hjartavöðvanum með
fyrrgreindum afleiðingum. n
Fjarnám í spænsku á haustönn 2012 frá
Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu.
Skráningargjald er kr. 5.000,-
Fjarnámsgjald er kr. 2.500,- á hverja námseiningu.
Fjarnám í einum áfanga er því aðeins kr.12.500,-
á önn.
Upplýsingar um annað fjarnám frá FAS eru að finna
vef skólans, www.fas.is, í síma 470 8070
eða í tölvupósti á netfanginu fas@fas.is.
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
Sími 470 8070 | fas@fas.is | www.fas.is
SPÆNSKA
Í FJARNÁMI
Áfangar í boði:
SPÆ103, SPÆ203, SPÆ303, SPÆ403.
Láttu alla þína
drauma rætast
n Lífið auðveldara ef þú fylgir draumunum
Á
ttu þér draum sem vex þér
í augum að láta verða að
veruleika? Til dæmis að skipta
um starfsvettvang eða koma
á fót þínu eigin fyrirtæki? Það
þarf ekki að vera jafn mikið mál og það
virðist í fyrstu og þú þarft jafnvel ekki
einu sinni að taka fjárhagslega áhættu.
Þetta fullyrðir starfsráðgjafinn Maggie
Mistal að minnsta kosti. Hún ráðlegg-
ur fólki að vera með mörg járn í eldin-
um á sama tíma. Að koma á fót sínum
eigin atvinnurekstri meðfram fastri
vinnu. Hún bendir á að vissulega þurfi
fólk að skipuleggja sig vel og að frí-
tíminn verði lítill um tíma. Þó það sé
erfitt verði það hvatning þegar þú sérð
fram á að draumurinn er um það bil að
rætast. Þegar rétti tíminn er kominn þá
er um að gera að færa sig um set inn á
nýjan starfsvettvang.
„Það er kaldhæðið að það er í raun
auðveldara að fylgja draumum sín-
um en ekki,“ segir Maggie. „Ef þú ger-
ir það ekki þá þarftu að eyða lífinu í að
stóla eingöngu á launaumslagið frekar
en það sem þú hefur raunverulega
ástríðu fyrir. Það getur gert lífið mun
erfiðara.“
Ef núverandi starf þitt veitir þér
ekki lífsfyllingu, finndu þá það sem
þú hefur ástríðu fyrir og reyndu að
þróa nýjan starfsferil. Ekki bíða eftir
að tækifærin komi til þín, leitaðu þau
frekar uppi og mundu að hver er sinn-
ar gæfu smiður.
20 Lífsstíll 20. ágúst 2012 Mánudagur
n Streita og sorg getur valdið hjartaáföllum hjá heilbrigðum einstaklingum
Finndu ástríðuna
Starfsráðgjafinn Maggie
Mistal segir að fólk þurfi
ekki að taka fjárhags-
lega áhættu til að láta
draumana rætast.
Hjartasorg Áfall líkt og ástvinamissir eða skilnaður getur leitt til alvarlegra líkamlegra
einkenna.
Gróðurhús
á malbikinu
Japanska fyrirtækið Daiwa House
hefur sett á markað gróðurhús
sem er á stærð við hefðbundið
bílastæði. Gróðurhúsið er ætlað
fyrir ræktun í borgum þar sem lítið
pláss og ræktunarland er í boði.
Fyrir fjölbýli og veitingahús til
dæmis. Gróðurhúsið heitir Agri-
Cube og er fullkomið gróðurhús
þar sem hægt er að stýra lýsingu,
vökvun og öllu því sem þarf til
þess að rækta grænmeti. Eina sem
þarf til að reka það er rafmagn og
vatn en Agri-Cube gæti gefið inn-
sýn í framtíðina hvað varðar rækt-
un grænmetis í stórborgum.
Skref fyrir skref
Snapguide er skemmtilegt snjall-
símaforrit sem kostar ekkert. Með
þessu appi gefst notendum tæki-
færi að deila hverju sem er skref
fyrir skref með myndum. Þú getur
til dæmis sett upp uppáhaldsupp-
skriftina þína, hvernig á að smíða
stól eða mála mynd. Þetta er auð-
gert í gegnum vefsíðu forritsins
en þar er hægt að finna allt milli
himins og jarðar. Ef þú ert í vand-
ræðum gætir þú fundið lausnina á
Snapguide.