Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 6
Lauguðu Timur í glitögnum n Róttækir kynvillingar heimsóttu prest B leiki hnefinn heimsótti Rúss­ nesku rétttrúnaðarkirkjuna á laugardag og þar áttu fulltrúar hans að eigin sögn góða stund með presti kirkjunnar, séra Timur Zolotuskiy. Bleiki hnefinn er aðgerða­ hópur róttækra kynvillinga. Fluttu þeir honum regnboga­ boðorðið, lauguðu hann glitögnum, frelsuðu hann til ástar og umburðar­ lyndis í garð allra, óháð kynhneigð og kynvitund, en myndband af gjörn­ ingnum má skoða á DV.is. Með athöfn­ inni vildi Bleiki hnefinn ræða við séra Timur um umdeilda auglýsingu sem hann lét birta í Fréttablaðinu um síð­ ustu helgi, á baráttudegi hinsegin fólks. Timur Zolotuskiy lét sjálfur birta auglýsingu gegn „kynvillu“ í Frétta­ blaðinu en að hans sögn ber kirkjan ekki ábyrgð á því. Timur sagðist hafa gert þetta undir nafnleynd vegna þess að honum þætti óviðeigandi að setja nafn sitt undir „orð guðs“. Auglýsingin birtist sama dag og gleðigangan var farin um miðborg Reykjavíkur en í henni stóð meðal annars: „Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarl­ ar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningj­ ar Guðs ríki erfa.“ Er þetta tilvitnun í þýðingu á Kórintubréfi úr Biblíunni og hefur auglýsingin verið mjög gagn­ rýnd og þykir hafa flutt mjög haturs­ fullan boðskap. Bleiki hnefinn segir að Timur hafi tekið boðskap og skilaboðum þeirra mjög vel og segir að fastlega sé búist við því að ummæli hans í garð hinseg­ in fólks verði framvegis mun vinsam­ legri en verið hefur. Skilaboðin sem Timur voru send voru eftirfarandi: „Í nafni ástarinn­ ar tilkynnist það, séra Timur, að þú ert endurfæddur til þjónustu frið­ ar, virðingar og ástúðar handa öllum einstaklingum, óháð kynhneigð eða kynvitundar.“  (e. „In the name of love we pronounce you, prior Timothy, re­ born in the service of peace, respect and affection for all individuals, irrespective of sexual orientation or gender identity.“) astasigrun@dv.is 6 Fréttir 20. ágúst 2012 Mánudagur Gekk óvenju vel Ég verð að segja að það hafi bara gengið mjög vel,“ segir Guð­ mundur Birgir Halldórsson, við­ burðastjórnandi Menningar­ nætur um hátíðina. Um 50.000 manns voru í miðbænum síðdegis á laugardag en samkvæmt lög­ reglunni á höfuðborgarsvæðinu voru þar 80.000 um kvöldið. „Eftir því sem ég hef heyrt hef­ ur gengið vel hjá öllum. Mikil já­ kvæðni í gangi og veðrið skemmdi nú ekki fyrir,“ segir Guðmundur. Hann segir að aðstandendur há­ tíðarinnar hafi lagt áherslu á að fólk notaði strætó svo að betra að­ gengi væri fyrir alla aðila, svo sem lögreglu og sjúkralið. Hann segir að reynt hafi verið að dreifa atriðunum um daginn. „Mér fannst það framan af degi gaman að sjá hvernig fólk var dreift um svæðið. Persónulega mundi ég áætla að fólk hafi ver­ ið lengur í bænum en á undan­ förnum árum, komið fyrr og verið lengur í bænum. Það er mín tilf­ inning.“ „Það eru flestir sammála því að þetta hafi verið óvenju vel heppnuð Menningarnótt. Mér finnst margir hafa sagt að það hafi líka verið óvenju jákvæð stemning hjá öllum í bænum,“ segir Guðmundur. Varð fyrir árás innbrotsþjófs Húsráðandi í Reykjanesbæ vaknaði við að karlmaður var að brjóta glugga í útihurð á húsi hans og komst þannig inn á laugardagskvöld. Húsráð­ andinn gekk á hljóðið og mætti manninum í anddyrinu.  Innbrotsþjófurinn tók sig þá til og réðst á húsráðanda og voru nokkur átök þeirra í milli, en svo flúði innbrotsþjófur­ inn af vettvangi. Lögreglan á Suðurnesjum leitar hans nú. Þá réðust þrír karlmenn á mann í Hafnargötu í Reykjanesbæ á laugardagskvöld. Þeir létu högg og spörk dynja á manninum sem var í slæmu ásigkomulagi þegar lögreglu bar að garði. Hann er þó ekki alvarlega slas­ aður, en þremenningarnir gistu fangageymslur og biðu yfir­ heyrslu á sunnudagsmorgun. Frelsaður Séra Timur Zolotuskiy var frelsaður til ástar og umburðarlyndis í garð allra. Keyrði á hóp af kindum Bifreið var ekið á fimm kindur á Snæfellsvegi í Kolbeinsstaða­ hreppi um klukkan 11 á laugar­ dagskvöld. Fjórar þeirra drápust við áreksturinn en þá fimmtu þurfti að aflífa á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Borgarnesi gaf öku­ maðurinn sig fram fljótlega eftir atvikið. Aðkoman var ljót en eftir­ málar verða líklega engir af slys­ inu. „Sums staðar er bannað að vera með rollur við vegi og sums staðar ekki, og ef svo vill til að hún hleypur fyrir þig og þú keyrir á hana þá er engin sekt eða eitthvað álíka fyrir því,“ sagði varðstjóri lög­ reglunnar í samtali við DV. B ílaleigufyrirtæki njóta sér­ stakra fríðinda þegar bif­ reiðar þeirra eru fluttar til landsins. Vörugjald á bíla­ leigubifreiðar er allt að fimm sinnum lægra en á aðra bíla og í sér­ stökum undanþáguflokki. Sambæri­ leg undanþága gildir um leigubíla og bifreiðar til ökukennslu og líkflutn­ inga. Til að fá undanþáguna þurfa bílaleigufyrirtækin að mæta því skil­ yrði að næstu 15 mánuði eftir ný­ skráningu bifreiðar sé hún nýtt til bílaleigu eins og lög kveða á um. „Eins og reglurnar eru núna getur hver sem er stofnað bílaleigu, keypt fimm bíla á undanþágu frá vöru­ gjöldunum, átt þá í 15 mánuði, rúll­ að þeim á einhverjum samningum og selt þá síðan,“ segir Gunnar Val­ ur Sveinsson, verkefnastjóri Sam­ taka ferðaþjónustunnar. Hann seg­ ist þó ekki vita til þess að neinn hafi misnotað reglurnar með þessum hætti. „Við höfum samt hvatt til þess að lög og reglur um bílaleigur verði endurskoðaðar með það að mark­ miði að gera reksturinn öruggari fyrir kúnnann, staðbundið eftirlit verði meira og bílaleigufyrirtæki fyr­ ir ferðamenn þurfi að byrja með ein­ hvern ákveðinn fjölda bíla,“ segir hann. Samkrull sölu og leigu Hlutfall bílaleigubíla í innflutn­ ingi á nýjum ökutækjum hefur ver­ ið óvenjuhátt síðustu ár. Algengast er að bílaleigufyrirtæki selji bíla á haustin eftir að sumarvertíðinni lýk­ ur en samkvæmt heimildum DV er sala á bílum ein helsta tekjulind bíla­ leigufyrirtækja. „Bílarnir koma inn á lágu verði. Svo fara þeir á markað 15 mánuðum síðar, seldir á fullu verði og bílaleigurnar stinga mismuninum í vasann sem þær fengu eftirgefinn frá ríkinu,“ segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB­blaðsins. Mikil tengsl eru milli þeirra fyr­ irtækja sem annast bílaleigu og bílasölu hér á landi, en oft eru eigendurnir þeir sömu. Bílaleigan Sixt er í eigu Bílabúðar Benna og Dollar Thrifty er í eigu Brimborgar. Bílaleiga Akureyrar annast einnig bílasölu og er með umboð á Akur­ eyri fyrir Heklu, Bernhard og Öskju. Dregið hefur úr þessum tengslum eftir hrun, en áður voru bílaleigurnar Avis, ALP og Budget tengdar Ingvari Helgasyni hf auk þess sem Magnús Kristinsson var bæði eigandi bílaleig­ unnar Hertz og Toyota­umboðsins. Lög frá Geir Haarde Lækkun vörugjalds á bifreiðar má rekja til ársins 2000. Frumkvæði að lagabreytingunni kom frá Samtökum ferðaþjónustunnar en Geir H. Haar­ de sem þá var fjármálaráðherra beitti sér fyrir henni. Yfirlýst markmið lagabreytingarinnar var að gera bíla­ leigum kleift að bjóða fjölbreyttara úrval fólksbifreiða á lægra verði til leigu fyrir erlenda ferðamenn. Stefán Ásgrímsson efast um að markmiðið hafi náðst að fullu: „Réttlætingin fyr­ ir lækkuninni var sú að bílaleigufyr­ irtæki á Íslandi væru svo dýr að þau væru hreinlega hamlandi fyrir ferða­ mannaiðnaðinn. En ég sé ekki að þetta hafi mikið breyst. Víðast hvar í Evrópu er miklu ódýrara að taka bíl á leigu en hér.“ Minna forskot Sambærilegar undanþágur frá vöru­ gjöldum eru ekki veittar víða á Norð­ urlöndunum. Gunnar Valur telur þó undanþáguna nauðsynlega. „Árs­ tíðasveiflan er miklu meiri hér en annars staðar og því er rekstrarum­ hverfið erfiðara. Þessi undanþága er náttúrlega forsenda þess að bílarnir séu endurnýjaðir,“ segir hann. „Fjár­ bindingin í nýjum bílum er svo mikil að fyrirtækin þurfa á þessu að halda til að geta veitt góða þjónustu og haldið verðinu ásættanlegu.“ Vörugjöld á bifreiðar miðast við skráða losun koltvísýrings hvers öku­ tækis og er losunin mæld í grömm­ um á hvern ekinn kílómetra. „Koltví­ sýringslosun bíla fer minnkandi með árunum. Því minni sem losunin er, því minni verða vörugjöldin og for­ skot bílaleigufyrirtækja á almenn­ ing,“ segir Gunnar. Bílaleigufyrirtæki njóta sérkjara n Fimmfalt lægri vörugjöld n „Stinga mismuninum í vasann“ „Eins og reglurnar eru núna getur hver sem er stofnað bílaleigu, keypt fimm bíla á undan- þágu frá vörugjöldunum, átt þá í 15 mánuði, rúllað þeim á einhverjum samn- ingum og selt þá síðan. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Gunnar Valur Verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur undanþáguna nauðsynlega. Stefán Ásgrímsson Ritstjóri FÍB- blaðsins efast um að undanþágan hafi skilað tilætluðum árangri fyrir neytendur. Bílasala Ein helsta tekjulind bílaleigufyrir- tækja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.