Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 10
Þegar að var gáð segjast þau hafa
fengið þau svör að einstaklingurinn
gæti skráð sjálfan sig af lista yfir að
hann mætti ekki taka svona lán en
þau hafa ekki fengið staðfest að hann
hafi gert það.
Fyrirtæki lána fyrir vímuefnum
Þau segja það vera einn mest svekkj-
andi að meðan þau láni ekki barninu
sínu fyrir eiturlyfjum séu fyrirtæki úti
í bæ tilbúin til að gera það.
„Við höfum alltaf neitað að lána
honum pening vegna þess að við
vitum í hvað þetta fer. Að vita svo
til þess að einhverjir gaurar úti í bæ
séu að fjármagna þetta fyrir þau ger-
ir mann mjög reiðan. Mann langar
að gera einhvera ljóta hluti, maður
er svo reiður inni í sér,“ segir móðir-
in. „Þetta er það sem maður er reið-
astur út í og það er ótrúlegt að þetta
skuli ekki vera stoppað,“ segir hún og
hristir höfuðið.
Ætla ekki að borga skuldina
Foreldrarnir ætla sér ekki að borga
skuld sonarins. „Það kemur ekki til
greina. Þetta eru bara glæpamenn.
Frekar verður hann bara gjaldþrota,
það kostar hann 250 þúsund krónur
og þá fá þessir glæpamenn ekki krónu.
Við vitum vel að það er ólöglegt að
borga ekki sína skuldsetningu en þetta
er bara siðlaust dæmi og þeir viður-
kenna það sjálfir. Segja að þetta sé á
gráu svæði. Af hverju er það ekki skoð-
að af hverju þetta sé á gráu svæði?“
spyr faðirinn. „Hann á ekki neitt og
það er ekkert hægt að taka af honum.“
„Það er verið að taka þessi lán
þegar fólk er ekki í réttu ástandi, það
myndi enginn lána manni sem kæmi
blindfullur inn í banka 100 þúsund
krónur. Hann yrði bara ekki afgreidd-
ur. En svo er verið að lána þeim í
þessu ástandi pening og ekki einu
sinni athugað hvort viðkomandi sé
borgunarmaður fyrir því. Þau gera
sér ekki grein fyrir því hvað þau eru
að gera vegna þess hvernig ástandi
þau eru í. Þetta er bara hröð lausn og
skítt með það, skítt með afleiðingarn-
ar,“ segir móðirin og segir foreldra í
þessari stöðu ekki eiga að borga smá-
lánaskuldir barna sinna. „Ég ráðlegg
öllum sem eiga við þetta að stríða að
borga ekki krónu. Hvað ætla þeir að
gera, þeir geta ekki gengið á svona
krakka, þeir eiga ekki neitt?“
„Við viljum að sjálfsögðu að hann
borgi sitt. En hann er í meðferð núna
og ég vil fá hann í lag áður en hann
gerir það. Það þýðir ekkert fyrir okk-
ur að hjálpa honum núna. Það þarf
að sýna að hann sé í lagi. Ef að þetta
kemst í lag núna, búið að borga og
svo fellur hann þá er bara allt kom-
ið í sama bullið aftur,“ segir faðirinn.
Fjármagna neysluna
með smálánum
Það var í foreldrafræðslu með öðrum
foreldrum fíkla á Vogi sem þau átt-
Taka smálán fyrir dópi
10 Fréttir 20. ágúst 2012 Mánudagur
Þ
að sem mér fannst sláandi
var hversu margir foreldrar
voru sammála um að þessir
krakkar væru að nota þessi
smálán til þess að fjármagna
neysluna, eins og okkar,“ segir móð-
ir 19 ára gamals fíkils. Sonur hennar
hefur notað lán frá smálánafyrirtækj-
um til að fjármagna vímuefnaneyslu
sína og er nú stórskuldugur. Báðir
foreldrar drengsins, sem hér verða
kölluð Gunnar og Elsa, setja stórt
spurningamerki við starfsemi smá-
lánafyrirtækjanna og spyrja hvort
það geti talist eðlilegt að fyrirtæk-
in láni ungum einstaklingum, sem
margir hverjir myndu aldrei fá lán
hjá venjulegum lánastofnunum, fyrir
vímuefnaneyslu þeirra.
Hjalti Björnsson, áfengisráðgjafi
á Vogi, tekur í sama streng og segir
vandamálið víðtækt.
„Þetta er svo siðlaust“
Smálánafyrirtækjum á Íslandi hef-
ur fjölgað hratt. Smálánin virka á
þann hátt að send eru SMS-skilaboð
eða farið inn á heimasíðu. Lánin eru
veitt þeim sem eru 18 ára og eldri
og yfir leitt eru þau afgreidd um leið.
Hjá flestum fyrirtækjunum er hægt
að fá lán frá 1.000 krónum og upp í
150 þúsund krónur. Vextir á þessum
lánum eru langtum hærri en vextir
á venjulegum lánum og standi fólk
ekki í skilum er það fljótt að safna
upp í háa skuld.
„Ef maður kæmi vímaður til
bankastjórans og bæði um 100 þús-
und króna lán þá myndi enginn heil-
vita bankastjóri lána manni í þannig
ástandi. Þetta er svo siðlaust, það
er ekkert verið að skoða í hvaða
ástandi fólk er. Ekkert verið að ganga
úr skugga um að fólk sé í lagi,“ segir
Hjalti sem starfað hefur sem áfengis-
ráðgjafi á Vogi um árabil. Hann hefur
séð um foreldrahópa og segist hafa
orðið sérstaklega var við það undan-
farið hversu margir foreldrar tali um
það að smálánafyrirtækin hreinlega
fjármagni vímuefnaneyslu barna
þeirra. Þetta sé stórt vandamál með-
al ungra fíkla.
Reyna að redda sér peningum
Hjalti segir þetta fljótt að vinda upp
á sig. „Þetta er voða mikið þannig að
í fyrstu eru krakkar að fá lánuð efni.
Það virðist vera mjög auðvelt í þess-
um vímuefnaheimi að fá efni til að
selja. Þau ætla svo kannski að selja
efnin og fá þá einhvern ágóða af því
og fá svo jafnvel efni til eigin nota.
Sem fíklar nota þau alltaf meira en
þau ætla sér og lenda fljótlega í erf-
iðleikum í að standa í skilum við
„dílera“ sína.
Oft heyrir maður að þá byrji þau
að reyna að redda sér peningum.
Framan af löglega, með því að taka
þessi smálán, svo lokast það og þá
eru þau farin að stela og brjótast inn.“
Settur á lista
Sonur Gunnars og Elsu tók fyrsta
smálánið aðeins nokkrum dögum
eftir að hann varð 18 ára. „Hann
var nýorðinn 18 ára og þeir lánuðu
honum pening, hann var ekki með
vinnu og ekki á bótum eða neitt en
samt lánuðu þeir honum pening þótt
hann væri enginn borgunarmaður.
Svo kom það í ljós að hann hafði tek-
ið þetta lán og það var ekkert borg-
að enda hafði hann enga peninga til
þess að borga með. Hann fór svo á sjó
og þegar hann kom af sjónum vildi
hann borga þetta lán. Þá var þetta
ekki nema 40 þúsund króna lán,“ seg-
ir faðir hans en lánið var upphaflega í
kringum 10 þúsund krónur.
Faðir hans fór á fund í smálána-
fyrirtækinu þar sem sonur hans hafði
tekið lánið og náði að semja um
greiðslu við og upphæðin var lækk-
uð. „Ég fór svo í kjölfarið á fund hjá
lögfræðingi þarna til að ganga frá
þessu. Þar var upphæðin lækkuð og
borguð. Þar viðurkenndi hún, lög-
fræðingurinn, að þessi lán væru á
gráu svæði,“ segir faðirinn.
Þegar þau ræddu lánið og í hvaða
ástandi sonur þeirra var þegar hann
tók það segja foreldrarnir að lög-
fræðingurinn hafi tjáð þeim að
hann gæti látið setja sig á lista til að
hann gæti ekki tekið slíkt lán. „Lög-
fræðingurinn sagði við okkur að það
væri hægt að setja hann á lista þannig
að hann gæti ekki fengið svona lán.
Hann bað um það sjálfur að það yrði
gert af því að hann á við fíkniefna-
vandamál að stríða og tók þessi lán
í tómri vitleysu. Hún samþykkti það
og í raun og tók af okkur loforð um að
það væri gert.“
Úr 116 í 400 þúsund
Sonur þeirra náði svo að halda sér á
beinu brautinni í smátíma en fljót-
lega fór að halla undan fæti hjá hon-
um aftur. Foreldrana grunaði þó ekki
að hann væri að taka smálánin þar
sem þau stóðu í þeirri trú að hann
gæti það ekki lengur, þar sem hann
væri á fyrrgreindum lista.
„Það fóru svo að berast reikningar
hingað heim og þá sáum við að hann
hafði verið að taka þessi helvítis smá-
lán,“ segir faðir hans. „Ég hringdi
þarna upp eftir og í fyrstu ætlaði
maðurinn ekki að gefa mér upp
hvað sonur okkar skuldaði mikið því
að hann væri orðinn 18 ára gamall.
Hann ítrekaði það við mig að samtal-
ið væri tekið upp en ég sagði að mér
væri alveg sama og kallaði þetta bara
glæpafyrirtæki.
Ég gerði syni okkar þá grein fyr-
ir því að hann byggi á okkar heim-
ili, við sæjum um hann og hann
yrði að segja mér þetta. Þá kom í
ljós að heildarlánin hjá honum voru
116 þúsund krónur. Með lögfræði-
kostnaði og vöxtum var upphæð-
in hins vegar 400 þúsund krónur,“
segir faðirinn en það er sú upphæð
sem piltinum er gert að greiða og
skuldin er komin í innheimtu hjá
lögfræðingi. Foreldrunum kom þetta
mikið á óvart, ekki síst vegna þess að
þeir töldu að honum yrðu ekki veitt
smálán vegna þess að hann hefði
verið settur á lista yfir þá sem gætu
ekki tekið lánin.
„Ef maður kæmi
vímaður til
bankastjórans og bæði
um 100 þúsund króna lán
þá myndi enginn heilvita
bankastjóri lána manni í
þannig ástandi. Þetta er
svo siðlaust.
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Úttekt
Í
mars síðastliðnum fjallaði DV um að
smálánafyrirtækin Kredia og Hrað
peningar væru með hlutfallslega
fleiri viðskiptavini á aldrinum 18–19
ára en sem nemur hlutfalli viðskipta
vina Landsbankans, eins stærsta við
skiptabanka landsins, á aldrinum 18–25
ára sem eru með yfirdrátt. Samkvæmt
upplýsingnum frá smálánafyrirtækj
unum eru níu prósent viðskiptavina
undir 20 ára en samkvæmt gögnum
frá Landsbankanum eru átta prósent
þeirra sem eru með yfirdráttarlán 25
ára eða yngri.
Hærri vextir
Upphæðirnar sem einstaklingar hafa
möguleika á að fá í gegnum smálána
fyrirtækin eru þó umtalsvert lægri en
þær sem einstaklingar geta fengið sem
yfirdráttarheimild hjá bönkunum. Vext
irnir á yfirdráttarlánum eru þó ekkert í
líkingu við það sem gerist hjá smálána
fyrirtækjunum og eru því smálánin
umtalsvert kostnaðarsamari en yfir
dráttarlán. Kröfurnar sem gerðar eru á
lántakendur yfirdráttarlána eru þó ekki
ósvipaðar þeim sem gerðar eru á lán
takendur smálána.
Smálánafyrirtækin hafa flest einfald
ar reglur sem snúast um að viðskipta
vinir megi ekki vera á vanskilaskrá,
skjólstæðingar umboðsmanns skuldara
eða eiga útistandandi skuldir við fyrir
tækin. Þar að auki kveða skilmálar
flestra fyrirtækjanna á um að viðskipta
vinur sé með virkan farsíma og netfang.
Falla ekki undir nein lög
„Þau falla ekki undir nein lög, ekki undir
lög um neytendalán vegna tímalengd
ar og ekki undir lög um fjármálafyrirtæki
þar sem þetta eru ekki endurgreiðanleg
ir fjármunir. Þau hafa því fallið svolítið á
milli,“ sagði Hildigunnur Hafsteinsdóttir,
lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum,
í samtali við DV í mars. Þá stóðu vonir til
að tekið yrði á þessu í nýjum neytenda
lögum og að í þeim yrðu væntanlega
gerðar kröfur um greiðslu og lánshæf
ismat auk bættrar upplýsingagjafar til
lántakenda. „Eins og er verður fólk bara
að passa sig og vera meðvitað en okk
ur finnst það ekki nóg. Þarna er verið að
ráðast á viðkvæma hópa og í raun er ver
ið að veiða fólk í gildru. Það hefur einnig
gengið illa að uppræta þessa starfsemi
í löndum í kringum okkur, svo sem Sví
þjóð og Finnlandi, og það er ekkert lakari
neytendavernd þar. Málið er að það er
atvinnufrelsi hér á landi og ég gæti í raun
boðið þér lán með 2.000 prósenta vöxt
um ef þú vilt taka það,“ sagði hún.
Hún sagði að þeir sem væru í góðri
fjármálastöðu færu í banka og fengju
lán þar. Smálán höfðuðu meira til fólks
sem væri í slæmri stöðu og gæti ekki
fengið lán á annan hátt. „Ég man eftir
bréfi frá ungu pari en konan hafði tekið
smálán. Hann tók svo lán til að greiða
hennar lán og svo koll af kolli. Þetta
verður vítahringur sem erfitt er að kom
ast út úr, þó svo upphæðirnar séu ekki
háar,“ sagði hún.
Frumvarp í burðarliðnum
Frumvarp til laga um neytendalán
er nú til meðferðar hjá efnahags og
viðskiptanefnd Alþingis. Frumvarpið
tekur meðal annars til smálánafyrir
tækja og eru þeim sett ítarleg skilyrði
fyrir lánveitingum. Taki lögin gildi munu
fyrirtækin þurfa að greina frá öllum
kostnaði vegna lántöku í kynningar
efni sínu auk þeirrar heildarfjárhæð
ar sem lántakandi þarf að greiða. Þá
þurfa fyrirtækin, áður en lánin eru veitt,
að kynna lántakendum afleiðingar
þess að standa ekki í skilum. Upplýsa
þarf lántakendur um allar breytingar á
vaxtakjörum áður en þær taka gildi og
verða fyrirtækin jafnframt skylduð til
að meta lánshæfi viðskiptavina. Neyt
endastofa mun annast eftirlit með
starfsemi smálánafyrirtækja. n
Fleiri ungir taka lán
Frumvarp sem tekur á smálánunum í vinnslu
Vandamálið víðtækt Hjalti Björnsson
áfengisráðgjafi.
14. mars 2012
n Fíklar í skuldafeni vegna smálána n Foreldrar ósáttir og segja þetta siðlaust