Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 22
„Erum rétt að byrja aftur“ Sá hrunið í yfirgefnum Disney-kastala n Kitty Von-Sometime sýndi vídeóverk frá Kína Þ essi yfirgefni skemmtigarð- ur hafði sterka tengingu hjá mér við efnahagshrunið á Íslandi,“ segir fjöllistakon- an Kitty Von-Sometime sem sýndi þrjú ný vídeóverk sín í Saltfélaginu á Menningarnótt en þau eru partur af The Weird Girls Project sem hef- ur farið ansi víða. Verkið tók Kitty upp í yfirgefnum Disney-garði fyrir utan Peking í Kína en hún vann það í samstarfi við Munda fatahönnuð og hljómsveitina Sykur. Myndbandið er tekið upp í stærðarinnar kastala sem reistur var í garðinum en aldrei kláraður. Svo að hann stendur þar hrár og glittir í bera steypuna. „Hann táknar Ísland sem þessi öfga metnaðarfulla bygging sem ekki tekst að klára þar sem of langt var seilst í framkvæmdunum,“ en í myndbandinu dansa ásamt Kitty kínverskar stúlkur sem eiga að tákna æskuna sem skilin var eftir til þess að lifa í rústum græðginnar. Kitty vildi einnig gefa ungum og færum íslenskum listamönn- um tækifæri til þess að kynna sig í Kína. Hún segir verkefnið eingöngu hafa gengið upp sökum hjálpsemi annarra og því gott að fá líka tækifæri til að gefa til baka. Hægt er að horfa á eitt af mynd- böndunum á vimeo.com/47267265. asgeir@dv.is 22 Menning 20. ágúst 2012 Mánudagur Magnað verk Hægt er að finna vefslóð á eitt mynd- bandanna neðst í greininni. Íslensk hönnun í Finnlandi Íslensk hönnunar- og ljósmynda- sýning hefur verið sett upp í ís- lenska sendiráðsbústaðnum í Helsinki og mun standa fram að áramótum. Sýningin ber heitið Di- alogue og er meðal annars byggð á samstarfi íslenskra og finnskra hönnuða og framleiðenda. Helsinki er hönnunarhöfuðborg heimsins árið 2012 og er þessi sýning einn af fjölmörgum við- burðum sem íslenska sendiráðið og íslenskir hönnuðir taka þátt í af því tilefni. Dansar í Austurríki Hin íslenska Margrét Sara Guð- jónsdóttir dansar aðalhlutverk í verkinu This is how you will disappear, eftir Gisele Vienne og Dennis Cooper, á Salzburger Festspiele tónlist- ar- og leik- listarhá- tíðinni í Austurríki. Verkið var frumsýnt árið 2010 á Festival D'Avignon, sem er ein virtasta leik- og danslistahá- tíð í Evrópu. Margrét Sara hef- ur verið að fá lofsamlega dóma fyrir túlkun sína í verkinu um allan heim. Sýningar á verkinu fara fram þann 18., 19., 20. og 22. ágúst á Salzburger-leiklist- arhátíðinni. Margrét Sara hefur einnig verið tilnefnd sem heiðurslista- maður og sýningarstjóri dans- hátíðarinnar Les Grandes Tra- versees 2013. Stórtónleikar Andreu Söngkonan Andrea Gylfadótt- ir verður fimmtug 13. september næstkomandi og á sjálfan afmæl- isdaginn mun koma út plata með þverskurði af glæsilegum ferli Andreu frá árinu 1987 til 2012. Laugardagskvöldið 15. september mun hún svo halda stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu. Þar mun hún færa áheyrendum sýnishorn af ferli sínum á einni kvöldstund. Með Andreu koma meðal annars fram hljómsveitirnar Todmobile, Grafík, Tweety, Borgardætur, Blús- menn Andreu og Bíóbandið. Gest- gjafi verður Pálmi Sigurhjartarson. Miðasala á tónleikana er hafin á midi.is. T ónlistin sem við spilum er kammerpopp. Og þá segja menn: „Ha?“ Það þýðir að það eru frekar lítil læti í okkur og við reynum að útsetja lögin okkar svolítið huggulega. Við notum mikið fiðlur og lúðra og þegar best hefur látið í sumar hafa verið ellefu manns á sviði með lúðraþyt og söng,“ segir Karl Roth, meðlimur hljómsveitarinnar Melchior sem gaf út plötuna Matur fyrir tvo fyrr í sumar. Hljómsveitin heldur tónleika á Café Rosenberg fimmtudaginn 23. ágúst næstkomandi og lofar Karl góðri kammerpoppstemningu. „Það er alltaf voða fín stemning hjá okkur á Rosen- berg. Fólk kemur og borðar jafnvel á undan og hefur það huggulegt.“ Fjölskylduhljómsveit Fastur kjarni hljómsveitarinnar tel- ur sex meðlimi. Fyrir utan Karl skipa Melchior Hilmar Oddsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, Gunnar Hrafns- son, Kjartan Guðnason og Krist- ín Jóhannsdóttir. Hljómsveitin fær þó gjarnan til liðs við sig tilfallandi aukaleikara á tónleikum. „Við erum gjarnan með fjölskyldur okkar, börn og makar spila með okkur og það er alveg frábært.“ Karl segir Melchior vera mikið fjölskylduband og mæð- ur hljómsveitarmeðlimanna eru sér- legir aðdáendur. „Þær eru mjög dug- legar að koma að horfa á okkur og hlusta. Það eru kannski þrjár kyn- slóðir í salnum. Við og börnin okkar að spila og svo mæður og ömmur að horfa á,“ segir Karl hlæjandi. Tóku sér 26 ára hlé Melchior kom fyrst saman árið 1974 en lagði svo upp laupana um 1980 eftir að hafa gefið út þrjár plötur. Eft- ir 26 ára hlé, árið 2006, ákvað bandið að hrista sig saman á nýjan leik og gaf út plötu árið 2009. Á þeirri plötu má meðal annars finna lagið Fiskisúpa Sigríðar í Fjöruhúsinu, sem náði tölu- verðum vinsældum. „Við erum bara rétt að byrja aftur og það er mikið eft- ir. Margar plötur og margir tónleikar.“ Aðspurður hvers vegna Melchior ákvað að koma saman aftur eftir svo langt hlé segir Karl það lengi hafa blundað í hljómsveitarmeðlimum að láta verða af því, en þeir eru all- ir nánir vinir. Þegar eiginkona eins hljómsveitarmeðlims átti stórafmæli ákváðu þau að slá til og æfðu saman nokkur lög. „Þá var ekki aftur snúið. Þetta er svo skemmtilegt og svo er þetta svo góð músík hjá okkur líka. Nú höldum við áfram þar til dauðinn að- skilur okkur.“ Lærir söng og á gítar Karl var lítið viðloðandi tónlist á þeim 26 árum sem Melchior tók sér hlé. Hann er þó bæði að læra söng og á gítar um þessar mundir. „Ég er að læra að spila á rafmagnsgítar. Það hef ég aldrei á ævi minni gert og það er æðislegt. Þetta er allt saman eitt- hvað sem ég er að byrja á, á gam- als aldri.“ Nokkrir meðlimanna eru þó þrautreyndir í tónlistarbransan- um. Hróðmar, sem Karl segir vera aðalsprautuna í bandinu, er til að mynda tónskáld og kennir tónlist við Listaháskólann. Gunnar ba- ssaleikari og Kjartan trommuleikari eru einnig atvinnumenn í tónlist. Þá hefur Hilmar Oddsson, sem betur er þekktur fyrir kvikmyndagerð, gefið út tvær sólóplötur á þessum árum. solrun@dv.is n Kammerpoppsveitin Melchior heldur tónleika á Café Rosenberg „Höldum áfram þar til dauðinn aðskilur okkur Spila kammerpopp Melchior var stofnuð árið 1974 en kom saman aftur árið 2006 eftir 26 ára hlé. Mynd eyþór árnaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.