Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 15
„SjálfSvíg eru erfiðaSti andStæðingurinn“ Erlent 15Mánudagur 20. ágúst 2012 n Miklu fleiri hermenn svipta sig lífi en deyja á vígvellinum n Júlí versti mánuðurinn í áratug verið annað árið í röð þar sem fleiri hermenn sviptu sig lífi en voru drepnir á vígvöllum. Árið 2010 var talan 468 gegn 462. Tíðni sjálfsvíga, samkvæmt út- tekt Times, hefur rokið upp síð- an árið 2005. Þrátt fyrir að stríðið í Írak sé á enda og átök fari minnk- andi í Afganistan voru geðrænir kvillar aðalástæðan fyrir spítala- innlögn hermanna á síðasta ári. 22 þúsund hermenn voru lagðir inn vegna geðrænna vandamála árið 2011, það er 54 prósentum fleiri en árið 2007. Fleiri banda- rískir hermenn svipta sig nú lífi en látast til að mynda í bílslysum utan vígvallar. Og það er engin ein ástæða fyr- ir því að svo margir hermenn sjái enga aðra leið út en að svipta sig lífi. Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian í júní síðastliðnum er bent á nokkra þætti sem hafa sitt að segja. Bein þátttaka í stríðs- átökum, áfallastreituröskun, fíkni- efnanotkun, persónuleg fjárhags- vandamál og óvissa eru meðal þeirra helstu. Tölfræðin er raun- ar orðin það skuggaleg, samkvæm The Guardian, að hermenn eru líklegri til að falla fyrir eigin hendi en í átökum þrátt fyrir að þeir séu sendir oftar en einu sinni í túra á stríðssvæði. n Jafnvel þeir sterkustu bugast Hermenn eiga að falla inn í karlmennsku­ ímynd sem hindrar þá oft í að leita sér hjálpar. Nýtt stríð Hermenn þurfa að lifa með dauðanum. En fæstir virðast undir það búnir að takast á við sjálfa sig. M y N d IR R eu te R s Nornaveiðunum verður að linna Julian Assange, forsprakki vef- síðunnar WikiLeaks, flutti ávarp af svölum sendiráðs Ekvador í London á sunnudag þar sem hann fór fögrum orðum um stjórnvöld þar í landi um leið og hann þakk- aði þeim fyrir að hafa veitt sér hæli í landinu. Assange, eins og margir vita, getur ekki yfirgefið sendiráð Ekvador þar sem bresk stjórnvöld hafa hótað að hann verði hand- tekinn og framseldur til Svíþjóð- ar hætti hann sér út fyrir sendi- ráðsveggina. Hann hefur dvalið þar um tíma til að komast hjá því að verða framseldur til Svíþjóðar þar sem hann á yfir höfði sér kærur vegna kynferðisbrota. Assange þakkaði fyrir stuðn- inginn en sagði einnig að norna- veiðum bandarískra yfirvalda yrði að ljúka. Það yrði að vera hægt að fletta ofan af spillingu án þess að vera hundeltur. Þá hvatti hann til þess að Bradley Manning, sem sakaður er um að hafa lekið trún- aðargögnum frá bandaríska hern- um til WikiLeaks, yrði sleppt úr haldi. Notaði hann einnig tæki- færið til að fordæma fangelsis- dóminn sem meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot hlutu í síðustu viku. Heppileg mistök Richard Brown frá Massachu- setts í Bandaríkjunum gerði ekki mál úr því þegar afgreiðslumað- ur í sjoppu lét hann hafa ann- an skafmiða en hann hafði beðið um. Hann sá ekki eftir því þegar í ljós kom að hann vann 1 millj- ón dala á miðann sem honum var afhentur fyrir mistök. Þessi lukk- unnar pamfíll ætlar að nota pen- ingana í að gera við þakið á heim- ili sínu og fara í langþráð ferðalag til San Francisco.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.