Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 4
J á, ég er bara nýfluttur,“ segir Bjarni Ármannsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Glitn- is, í samtali við DV. Bjarni flutti nýlega með fjölskyldu sína inn í glæsilegt hús í Frederiksberg í Kaup- mannahöfn. Bjarni vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar DV náði tali af honum. Þá vildi hann ekkert tjá sig um það hvort flutningarnir tengdust því að hann hefði fengið nýtt starf í Kaupmannahöfn. Húsið sem er glæsilegt í alla staði er staðsett í næsta nágrenni við Frederiksberg-höllina og dýra- garðinn. Samkvæmt upplýsingum DV eru fimm íbúðir í húsinu en ekki er ljóst hvort Bjarni og fjölskylda deili húsinu með fleirum. Að því er DV kemst næst hélt Bjarni til í gamla glæsihýsinu sínu við Bakkavör á Seltjarnarnesi allt fram að flutn- ingunum til Kaupmannahafnar. Mikið um flutninga Bjarni þvertekur fyrir að tjá sig frekar um flutningana að svo stöddu. Eins og DV greindi frá á sínum tíma flutti Bjarni með fjölskyldu sína aftur til Ís- lands sumarið 2009 en þá höfðu þau dvalið í Noregi allt frá því fyrir hrun. Ein af aðal ástæðunum fyrir flutn- ingunum aftur heim þá, var að sögn Bjarna, að börn hans gætu gengið í skóla hér á landi. Nú hefur fjölskyld- an lagt land undir fót á nýjan leik en ekki fást upplýsingar hvort um sé að ræða tímabundna flutninga eða eitt- hvað sem hugsað er til langframa. Þó að Bjarni vilji ekki tjá sig um flutningana nú í samtali við DV, átti hann auðvelt með að útskýra ástæð- ur flutninganna til Noregs á sínum tíma. Í samtali við Viðskiptablaðið í apríl 2008, sagði hann að fjölskyldan vildi prófa nýtt umhverfi. „Ég hef ver- ið með annan fótinn hér síðustu ár og það leggst vel í fjölskylduna að prófa nýtt umhverfi,“ sagði Bjarni í viðtalinu en hann hætti sem forstjóri Glitnis í lok apríl 2007 og hefur síðan þá ein- beitt sér að ýmis konar fjárfestingum. Glitnir borgaði Eins og fram kom í umfjöllun DV á sínum tíma átti Bjarni tæplega 300 milljóna króna einbýlishús við götuna Hundsundveien í Bærum í Oslóarfirði, skuldlaust og óveð- sett með öllu samkvæmt yfirliti frá norsku fasteignaskránni. Húsið, sem er á Snaroya-skaganum í einu af fín- asta úthverfi Oslóborgar, var keypt árið 2008 og er um 216 fermetrar að stærð. Bjarni hafði dvalið langdvölum í Noregi áður en hann fluttist þang- að árið 2008. Þannig fjallaði DV árið 2010 um reikninga sem sýndu fram á hvernig Bjarni lét bankann borga nánast allt fyrir sig varðandi veru hans í íbúð Glitnis í Osló þar til hann hætti í bankanum í lok apríl 2007. Reikn- ingar fyrir innanstokksmuni, heimil- istæki, hljómflutningstæki, matvöru, listaverkatryggingar, hreingerningar, veitingahúsareikninga og fleira voru sendir til Glitnis sem greiddi reikn- ingana fyrir Bjarna sem dvaldi nokk- uð oft í Osló vegna starfs síns fyr- ir Glitni í landinu. Samtals er um að ræða reikninga upp á fleiri milljónir króna. Dreymir um banka Bjarni hefur verið mikið á milli tannanna á fólki hér heima í kjölfar efnahagshrunsins rétt eins og aðr- ir útrásarvíkingar. Hann hagnaðist um 380 milljónir í febrúar 2007 þegar hann nýtti sér kaupréttarsamning við bankann og efnaðist hratt á árunum 2008–2010. Eignir hans eru metnar á bilinu átta til tíu milljarða, að því er fram hefur komið í DV. Hann á Sjáv- arsýn, Landssýn, súkkulaðiverk- smiðjuna Elizabeth Shaw í Bretlandi og er aðaleigandi Gasfélagsins sem er helsti innflytjandi á gasi og gashylkj- um til landsins, er virkur fjárfestir og hefur meðal annars fjárfest í skulda- bréfum fyrirtækja. Eins og DV greindi frá í fyrrahaust hefur Bjarni reynt að ná tökum á N1 í samstarfi við lífeyr- issjóði, og þá lætur hann sig dreyma um að eignast banka aftur. n Glæsisnekkja Allens snýr aftur n Kunnugleg sjón við Reyjavíkurhöfn á sunnudag Á rrisulir Reykvíkingar vöknuðu við kunnuglega sjón þegar þeir renndu sér Sæbrautina á sunnu- dagsmorgun. Við Reykjavíkur- höfn lá glæsisnekkjan Octopus sem er í eigu bandaríska auðkýfingsins Pauls Allen. Snekkja þessi vakti gríðarlega athygli þegar hún sigldi við strendur landsins árið 2010 og var mikið fjall- að um heimsókn Allens, sem stofnaði á sínum tíma Microsoft með Bill Gates. Að þessu sinni mun Allen og föru- neyti halda ferð sinni áfram í vikunni og leggja upp í leiðangur til að endur- heimta skipsbjöllu breska herskipsins HMS Hood sem þýska herskipið Bis- marck sökkti í síðari heimsstyrjöldinni á Grænlandssundi. RÚV greindi frá því í síðustu viku að Hafrannsóknarstofnun og Matís hefðu fengið leyfi hjá stjórnvöldum til að nota snekkjuna til rannsókna á þremur jarðhitasvæðum við Ísland sem vonir standa til að verði hægt að gera í haust. Nánar tiltekið til rann- sókna á örverum á þremur jarðhita- svæðum með ómönnuðum kafbáti við Steinhól á Reykjaneshryggnum, Kolbeinsey og Grímsey. Á sumum þessara svæða hefur aldrei verið kaf- að áður. 4 Fréttir 20. ágúst 2012 Mánudagur n Í næsta nágrenni við Frederiksberg-höllina og dýragarðinn Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Einkatímar á pianó Hljómborðsnámskeið Byrjendur og lengra komnir Börn og fullorðnir Ármúli 38 Rvík. | S.551 6751 og 691 6980 pianoskoli@gmail.com | pianoskolinn.is Innritun hafin á haustönn Fluttur í glæsihús Bjarni ármannsson „Já, ég er bara nýflutturí köBen Frydendalsvej 27 Bjarni hefur komið sér fyrir á besta stað í Kaupmannahöfn ásamt fjölskyldu sinni. Hann er ekki ókunnugur því að búa á Norðurlöndunum. Vekur athygli Snekkja Allens er sú níunda stærsta sinnar tegundar í heiminum og vekur verðskuldaða athygli. MynD HöRðuR SVeinSSon Metaðsókn hælisleitenda Útlendingastofnun hefur afgreitt umsóknir 30 hælisleitenda á árinu. Þar af hefur sex hælisleitendum verið vísað úr landi. Um 100 mál bíða þó enn afgreiðslu og 65 flótta- menn hafa sótt um hæli hér á landi á árinu. Þetta kom fram í fréttum RÚV á sunnudag en þar sagði Þor- steinn Gunnarsson, staðgengill for- stjóra Útlendingastofnunar, að stór hluti þeirra hefði komið hingað til lands í síðasta mánuði. Júlí var því mjög annasamur hjá Útlendinga- stofnun. Þá sótti 21 um hæli en Þorsteinn segir að ekki sé útlit fyrir að hægist á þessari aðsókn. Reynsla stofnunarinnar sé sú að síðsumars og á haustin, í ágúst, september og október, sæki yfirleitt nokkur fjöldi um.  Umsóknirnar allt árið í fyrra voru 76 og ljóst að málin verða mun fleiri í ár. Um 100 flóttamenn bíða enn eftir afgreiðslu sinna mála, en stofnunin er afar undir- mönnuð og því hefur reynst erfitt að anna eftirspurn auk eftirfylgni sem málin krefjast. Gísela, Gíta og Pedró Hin umdeilda mannanafnanefnd hefur birt nýjustu úrskurði sína sem ávallt vekja athygli en þar kennir ýmissa grasa að vanda. Nöfn sem nú hafa verið samþykkt eru Ramóna, Gísela, Gíta, Kæja, Alína og Pedró. Nefndin hafnaði hins vegar eiginnafninu Baltaz- ar þar sem það inniheldur bók- stafinn z sem ekki er að finn í ís- lenska stafrófinu. Nafninu Jerry var sömuleiðis hafnað þar sem það samræmist ekki almennum ritreglum íslensks máls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.