Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 18
Veldu réttu
fartölVuna
18 Neytendur 20. ágúst 2012 Mánudagur
Borguðu fyrir
viðskiptavin
í stöðumæli
n Lofið fær verslunin Móðir, kona,
meyja á Laugavegi. „Ég vil fá að
hrósa versluninni fyrir að bjóða
falleg föt á góðu verði fyrir ófrískar
konur, gjafabrjóstahaldara
sem kosta ekki hvítuna úr
augunum og ýmislegt fal-
legt fyrir nýbura. Að auki
borga þeir fyrir mann
í stöðumælinn sem
er bara fallega gert,“
segir ánægður við-
skiptavinur.
Okrað í
Bláa lóninu
n Lastið að þessu sinni fær Bláa
lónið en viðskiptavinur vildi fá að
koma eftirfarandi á framfæri: „Ég
fæ erlenda gesti til mín á um það
bil tveggja ára fresti og aðalatriðið
hjá þeim er alltaf að fara í Bláa lón-
ið. Við erum öll yfir 67 ára og höf-
um því fengið eldriborgaraafslátt.
Nú er búið að leggja hann niður og
ég er mjög ósáttur við það því þá
þurfum við að borga 5.200 krónur
á mann. Það er bara ekki þess virði.
Þau eru að koma aftur í vikunni og
ég ætla bara með þau í Laugar-
dalslaugina og út að borða fyrir
mismuninn. Það er verið að okra á
túristum því ég held að það séu fáir
Íslendingar sem hafa tök á því að
greiða þetta verð,“ segir viðskipta-
vinurinn ósátti og bendir einnig á
að hann hafi rætt um
þetta við starfsmann
sem sagði að eldri-
borgaraafsláttur
hefði verið felldur
niður árið 2008.
Viðskiptavinur-
inn segir það þó ekki
passa því hann hafi tvisvar
farið eftir það og í bæði
skiptin fengið afslátt.
Magnea Guðmunds-
dóttir svaraði fyrir hönd Bláa
lónsins: „Verðskrá Bláa lónsins
er sambærileg verðskrá annarra
einkarekinna spa-staða hér heima
og erlendis. Ekki er eðlilegt að
bera saman verðskrá Bláa lónsins
við verðskrá sundlauga sem eru
í raun samfélagsþjónusta og að
mestu leyti rekin fyrir skattfé. Við
þökkum ábendinguna varðandi
afslátt til eldri borgara og mun-
um endurskoða þau mál á næstu
vikum,“ segir í svari hennar við
lastinu.
Lof og last
Sendið lof eða last á neytendur@dv.is
Algengt verð 249.7 kr. 252.7 kr.
Algengt verð 249.5 kr. 252.5 kr.
Höfuðborgarsvæðið 249.4 kr. 252.4 kr.
Algengt verð 249.7 kr. 252.7 kr.
Algengt verð 251.6 kr. 252.9 kr.
Melabraut 249.5 kr. 252.5 kr.
Eldsneytisverð 19. ágúst
Bensín Dísil
T
ölvur eru orðnar mikilvæg-
ur þáttur skólagöngu og
góð tölva getur verið mik-
ilvægt tæki til að auðvelda
fólki námið. Þegar kemur
að tölvukaupum er mikilvægt að
gera sér grein fyrir því til hvers á
að nota tölvuna. Sá sem vill eignast
tölvu fyrir þung myndvinnsluforrit,
tölvuleiki eða kvikmyndavinnslu
ætti ekki að kaupa sömu tölvuna
og sá sem notar hana einungis til
bóknáms og til að skoða vefsíður.
DV fékk Atla Stefán Yngvason, rit-
stjóra tæknibloggsins Símon.is og
áhugamann um tölvur til að gefa
ráð þegar kemur að því að velja sér
tölvu fyrir skólann.
Hvernig tölvu þurfa nemar í
menntaskóla?
Létta og netta tölvu sem er þægi-
legt að bera og þolir smá hnjask.
Hversu „litla“ tölvu komast nem-
ar af með?
Allt undir 12" skjáum er mjög
óþægilegt í ritvinnslu og vöfrum.
Ég mæli með stærðum á bilinu
12" til 14". Tölvan má ekki vera of
þykk eða þung. Því þykkari, því verr
hönnuð er hún.
Þurfa nemar í raun stóra og dýra
tölvu?
Það er ekkert samhengi milli
„stór“ og „dýr“. Stórar og þungar
tölvur geta einmitt verið ódýrar.
Margar af þeim eru leikjafartölvur
sem henta vel í leiki, en eru alltof
þungar til að bera dagsdaglega.
Í dag eru „ultrabook“-fartölvur í
tísku og því þynnri og léttari, því
betra.
Hver er sú besta að þínu mati?
Ég myndi velja þrjár tölvur til að
ná til flestra: undir 200.000 krón-
um, á milli 200 til 300 þúsund og
ef peningar skipta engu máli. Ég
myndi ekki kaupa mér tölvu á
mikið minna en 200.000 þúsund.
Verðið myndi ekki réttlæta gæða-
tapið, sérstaklega ef tölvan á að
endast öll fjögur árin.
Undir 200.000 krónum: Inspiron
14z ultrabook-fartölva frá Dell.
Létt og nett tölva með SSD diska
(hraðari) í boði á undir 200.000
krónum. Hún er einnig stílhrein
og falleg. Tölvan er því miður með
mjög slappan skjá, eins og flestar
skólatölvur undir 200.000 krónum.
200 til 300.000 krónur: Zenbook
UX31A ultrabook fartölva frá Asus.
Fáránlega flott og þunn fartölva
frá Asus sem hefur fengið frábæra
dóma erlendis. Tölvan býður upp
á frábæran skjá. Passið ykkur á að
taka hærri upplausn en 1366x768,
SSD diska.
ef peningar skipta ekki máli: Mac-
book Pro 15" Retina fartölvan frá
Apple. Þetta er rándýr tölva sem
er byggð til að endast og vinna vel.
Hún er með skarpasta skjáinn á
markaðinum og afkastar ótrúlega
vel. Hún er hins vegar rándýr.
Hverri mælir þú með fyrir skóla-
fólk?
Tölvu á kringum 200.000 krónur
sem endist í fjögur ár. Veljið þynnri
og léttari tölvur og reynið að fá SSD
disk. Stærri og þykkari tölvur eru
verr byggðar og því líklegri til að
skemmast.
Er nóg að kaupa spjaldtölvu og
bæta við lyklaborði fyrir skólafólk?
Nei. Spjaldtölvur eru ekki komn-
ar nógu langt fyrir ritvinnslu- og
fjölverkvinnslu. Einnig er upp-
lausnin sem er í boði á spjaldtölvu-
skjáum alltof lág til að nota. Þetta
eru fyrst og fremst afþreyingartæki.
Hvaða spjaldtölvu mundir þú
mæla með?
Skásta spjaldtölvan fyrir skólann
er iPad, enda eiginlega eina fartölv-
an sem er þessi virði að kaupa. Fyr-
ir utan kannski Google Nexus 7.
Hvorug tölvan hentar þó fyrir skóla.
Hvað þarf að hafa í huga eða
skoða vel þegar tölva er keypt?
Hvernig ábyrgð fylgir með?
Þriggja ára ábyrgð er stundum í
boði en oftast er hún tveggja ára.
Hvernig er þjónustan hjá fyrirtæk-
inu? n
Þessu á að leita
eftir í tölvunum
stærð: 12-14", helst þynnri en 2,1 cm og
léttari en 2 kg.
skjákort: Að minnsta kosti Intel HD
4000 skjákort. Ati og Nvidia skjákort
helst.
stýrikerfi: Windows 7 og uppfæra í
Windows 8 fyrir 2.490 krónur.
Harður diskur: Helst SSD, ef ekki þá að
minnsta kosti 7.200 snúninga diskur.
Hátalarar: Skipta engu máli, þeir eru
nánast undantekningarlaust drasl.
Eyðið frekar í góð heyrnartól eða utan-
áliggjandi hátalara til að nota heima.
Ábyrgð: 3 ára ábyrgð er sterkur leikur.
n Fjölmargir kaupa sér fartölvu fyrir skólann n Hverju leitar þú að?
„Það er ekkert
samhengi milli
„stór“ og „dýr“. Stórar
og þungar tölvur geta
einmitt verið ódýrar.
Nýherji
lenovo ThinkPad e530
n 15,6" skjár
n Intel Pentium örgjörvi
n 4 GB minni
n 500 GB diskur
n Windows 7 Home Premium
n 3 ára ábyrgð
Verð: 109.900 krónur
sony Vaio e-series
n 15,5“ skjár
n Intel Pentium örgjörvi
n 4 GB minni
n 500 GB diskur
n Windows 7 Home Premium
n 3 ára ábyrgð
Verð: 119.900 krónur
Tölvutek
Packard Bell easyTone
n 15,6“ skjár
n 6 GB vinnsluminni
n AMD Trinity A8-4500M Quad Core
2.8GHz Turbo 4MB örgjörvi
n 750 GB diskur
n Windows 7 Home Premium
n 2 ára ábyrgð
Verð: 129.900 krónur
Samsungsetrið
samsung RV 515 s04se
n 15“ skjár
n 4 GB vinnsluminni
n AMD Dual Core processor
E-450 örgjörvi
n 640 GB diskur
n Windows 7 Home Premium
n 2 ára ábyrgð
Verð: 109.900 krónur
Tölvuvirkni
Toshiba satellite C850-12V
n 15“ skjár
n 4 GB vinnsluminni
n Intel B815 örgjörvi
n 320 GB diskur
n Windows 7 Home Premium
n 2 ára ábyrgð
Verð: 69.860 krónur
Advania
Dell inspiron 15R
n 15,6“ skjár
n 4 GB vinnsluminni
n Intel Intel Core i3-2370M örgjörvi
n 500 GB diskur
n Windows 7 Home Premium
n 3 ára ábyrgð
Verð: 149.900 krónur
Tölvulistinn
Toshiba satellite C850-131
n 15,6" skjár
n Intel Pentium örgjörva
n 4 GB vinnsluminni
n 500 GB diskur
n Windows 7 Home Premium
n 2 ára ábyrgð
Verð: 89.900 krónur
Elko
samsung Ultrabook
n 13,3 skjár
n 6 GB minni
n AMD A6 örgjörvi
n 500 GB diskur
n Windows 7 Home Premium
n 2 ára ábyrgð
Verð: 129.900 krónur
Þessum mæla þeir með
DV hafði samband við nokkrar verslanir sem selja fartölvur og fékk upplýsingar um
hvaða tölvur henta best fyrir skólafólk. Allir voru sammála því að erfitt væri að mæla
með einni tölvu fyrir alla og það væri mismunandi hverju fólk leitaði að, þegar kæmi að
því að velja sér tölvu. Þeir féllust þó á að gefa upp nafn og verð á tölvum sem annað-
hvort henta vel til skólavinnu eða eru vinsælustu tölvurnar í ár hjá skólafólki.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Atli stefán Yngvason
Gefur ráð um hvernig tölvu skuli velja.
MYnD sigTRYggUR ARi