Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 23
Afmæli 23Mánudagur 20. ágúst 2012 Afmælisbörn Til hamingju! N ú er tími berjatínslunn- ar genginn í garð og til- valið að skella sér með alla fjölskylduna út úr borginni með nesti og finna sér bláber, hvort sem það eru aðalbláber eða venjuleg blá- ber. Sumum finnst líka kræki- berin góð og gera jafnvel saft úr þeim. Það er hægt að gera margt við bláberin eins og sultur, hlaup, muffins, súpur og bökur. Hér er uppskrift að böku með bláberjum. Hún er æðislega bragðgóð og frábær borin fram með ís eða þeyttum rjóma. Hráefni n 5 ½ desilítri hveiti n 1 desilítri sykur n 100 grömm kókosmjöl n 100 grömm smjörlíki n 3 desilítrar bláber eða blá- berjablanda (má vera meira) Aðferð Smjörið er brætt við vægan hita og þurrefnin eru mæld í skál og svo er brædda smjörlík- inu hrært saman við. Deigið á að verða mulningur en ekki eins og venjulegt deig. 2/3 hlutar af deiginu eru settir í smurt kökumót sem er um 20 sentimetrar í þvermál. Deiginu er svo þrýst létt í botninn og þrýst vel að börmum mótsins. Þar er búinn til 1–2 sentimetra kantur og svo eru berin sett yfir allt saman. Restinni af deiginu er svo stráð yfir. Bakað við 190°C í um það bil 20 mínútur. A nna Björk er fædd í Reykjavík „Ég bjó mín fyrstu ár í Bú- staðahverfi en flutt- ist þaðan um fimm ára aldurinn upp í Breiðholt og það var mjög gaman að al- ast þar upp. Á þeim tíma var hverfið að byggjast upp og heilmargir krakkar til að leika við. Við brölluðum ýmislegt sem vakti mismikla ánægju fullorðna fólksins,“ segir hún um fyrstu árin sín. Fiskur í baðkarinu Anna Björk segist eiga margar skemmtilegar minningar frá æskunni. Ein af þeim uppá- halds er samt frá því hún var svona 4–5 ára: „Ég fór með fjölskyldunni í veiðiferð og pabbi veiddi nokkuð stóran fisk og rotaði hann og setti hann upp á bakkann. Ég var þarna að leika mér með fötu og skóflu, sá fiskinn og vissi auðvitað að fiskar gætu ekki lifað á þurru landi. Þannig að ég fyllti fötuna af vatni og setti fiskinn ofan í og viti menn, fiskurinn rankaði við sér og það kom ekki til greina að drepa hann eða að sleppa honum aftur. Mamma og pabbi létu það eftir mér að taka hann með heim og var hann látin í baðkarið heima og vorum við með hann þar í nokkra daga. Ég var í skýj- unum yfir þessu nýja gælu- dýri en við enduðum á því að keyra upp í Kollafjörð með hann og sleppa honum þar eftir miklar umræður. Enda var ekki hægt að baða sig heima á meðan fiskurinn var í baðkarinu.“ Fór í Fjölbraut í Breiðholti Ölduselsskóli var fyrsti skólinn sem Anna Björk gekk í og að honum loknum fór hún í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Ég kláraði stúd- entinn og sjúkraliðann árið 1995. Ég vann hin ýmsu störf eftir skóla, á sambýli, spítala, leikskóla, sem dagmamma, við verslunarstörf. Ég eign- aðist dóttur árið 1991 á með- an ég lærði undir stúdent- inn. Svo eignaðist ég syni árið 1996 og 1998 og aðra dóttur 2006. Ég fór í Kennaraháskólann og lærði grunnskólakennar- ann með náttúrufræði sem aðalval og útskrifaðist það- an 2007. Síðan hef ég ver- ið heimavinnandi enda með stórt heimili.“ Anna Björk og Jónas maður hennar voru ekkert að flýta sér að ganga í það heilaga. „Elsta dóttir mín var að fara að skíra son sinn og við hjónakornin ákváðum að gifta okkur í leiðinni eftir 15 ára samband. Okkur fannst tímabært að gifta okkur þegar við værum að fara að skíra fyrsta barnabarnið. Öll- um var boðið í skírnarveislu, sem haldin var heima hjá okkur inni í stofu. Svo þegar athöfnin var að byrja kallaði presturinn á mig og mann- inn minn og tilkynnti að áður en skírnin færi fram væri á dagskránni gifting. Foreldr- ar okkar fengu sjokk og ég hélt að það myndi líða yfir mömmu,“ segir Anna Björk þegar hún segir frá þessum eftirminnilega degi. Njóta sumarsins Í sumar hefur fjölskylda Önnu Bjarkar verið dugleg að fara í útilegur. „Við höf- um farið á Hellishóla, Flúð- ir og Reykhóla. Svo vorum við í Úthlíð í sumarbústað og við hjónin höfum verið ágæt- lega dugleg að fara í golf, hitta skemmtilegt fólk og notið lífs- ins. Það er ekki annað hægt í veðri eins og því sem hef- ur verið í sumar. Á afmælinu ætla ég svo bara að halda smá boð fyrir vini og ættingja.“ Þegar góða veislu gera skalUppskriftin Bláberjabaka Fjölskylda Foreldrar n Sveinn H.H. Christensen f. 29.3. 1943 n Unnur Jórunn Birgisdóttir f. 14.2. 1944 Systkin n Ólöf Kristín Sveinsdóttir f. 4.6. 1965 n Svava Rós Sveinsdóttir f. 5.6.1969 Maki n Jónas Heiðar Baldursson f. 11.11. 1969 Börn n Þóra Katrín f. 4.11. 1991 n Kristófer Þór f. 18.10. 1996 n Arnþór Daði f. 26.9. 1998 n Kristín Vala f. 7.4. 2006 Stórafmæli Giftu sig í skírnarveislu Anna Björk Sveinsdóttir, 40 ára þann 21. ágúst 20. ágúst 30 ára Erla María Magnúsdóttir Kjarrhólma 36, Kópavogi Hans Jörgen Hansen Drekavöllum 30, Hafnarfirði Helena Rós Hrafnkelsdóttir Digranesvegi 46, Kópavogi Ólöf Ragna Guðnadóttir Ránarvöllum 9, Reykjanesbæ Sveinn Þór Vilhelmsson Efstasundi 61, Reykjavík Sonja Ósk Gunnarsdóttir Þórðarsveig 24, Reykjavík Haraldur Skjóldal Kristjánsson Tröllagili 6, Akureyri Andri Daði Aðalsteinsson Birkimóa 1, Borgarnesi Jónas Kristinn Guðbrandsson Fjallalind 23, Kópavogi Sigríður Birna Elíasdóttir Litlakrika 2, Mosfellsbæ Halla Dröfn Jónsdóttir Fífumóa 7, Selfossi Emilía Rós Sigfúsdóttir Vatnsstíg 19, Reykjavík Kristófer Hannesson Hjarðarhaga 17, Reykjavík Þórður Einarsson Njálsgötu 7, Reykjavík Inga Birna Aðalbjargardóttir Einigrund 5, Akranesi Steindór Hreinn Veigarsson Æsufelli 2, Reykjavík 40 ára Predrag Milosavljevic Ólafsbraut 44, Ólafsvík Mariusz Jozef Romanczuk Grettisgötu 44, Reykjavík Laurie Anne Berg Barmahlíð 23, Reykjavík Heiður Kr. Sigurgeirsdóttir Smárabraut 5, Höfn í Hornafirði Hildur Ýr Guðmundsdóttir Jónsgeisla 41, Reykjavík Kjartan Guðmundsson Svöluhöfða 10, Mosfellsbæ Páll Einarsson Laugalind 12, Kópavogi Snjólaug Haraldsdóttir Fífuhjalla 1, Kópavogi Sólveig Rut W Ragnarsdóttir Vesturbergi 138, Reykjavík Birgir Heiðar Guðmundsson Hesthömrum 4, Reykjavík Jökull Freyr Svavarsson Höfðabraut 14, Akranesi Hulda Elisabeth Daníelsdóttir Hamrahlíð 3, Egilsstöðum 50 ára Djordje Tosic Rjúpufelli 21, Reykjavík Bóas Börkur Bóasson Álftamýri 4, Reykjavík Helga Sighvatsdóttir Suðurengi 11, Selfossi Guðrún Garðarsdóttir Ásbúð 85, Garðabæ Lárus Ársælsson Furugrund 12, Akranesi Ásbjörn Elías Torfason Mosarima 31, Reykjavík Hildur Halla Jónsdóttir Staðarbakka 34, Reykjavík Hjörleifur Stefánsson Þórsvöllum 4, Reykjanesbæ Erla Sveinbjörnsdóttir Hraunbrún 1, Hafnarfirði Birgir Guðnason Furuási 19, Hafnarfirði Benedikt P. Guðbrandsson Lækjartúni 7, Mosfellsbæ 60 ára Benedikt Sigurðsson Sæbraut 15, Seltjarnarnesi Gestína Sigríður Gunnarsdóttir Holtaseli 30, Reykjavík Kristín Þorkelsdóttir Leynisbraut 12a, Grindavík Davíð Markússon Merkjateigi 3, Mosfellsbæ Sindri Sindrason Þingholtsstræti 28, Reykjavík Margrét Jóna Ólafsdóttir Kálfhóli 2a, Selfossi Bryndís Guðmundsdóttir Litlagerði 4, Reykjavík Hilmar Guðmundsson Mosprýði 6, Garðabæ Helga Thorsteinsson Kvistavöllum 9, Hafnarfirði Steinunn Aldís Helgadóttir Írabakka 20, Reykjavík 70 ára Sigríður Sigurðardóttir Urðarbakka 4, Reykjavík Garðar Guðjónsson Stóragerði 4, Reykjavík Antonía Helga Helgadóttir Vaðnesi, Selfossi 75 ára Erla Guðrún Þórðardóttir Hljóðalind 10, Kópavogi Hörður Björnsson Ægisíðu 111, Reykjavík Unnur Guðbjörg Þorkelsdóttir Smáratúni 8, Álftanesi Huld Hilmarsdóttir Göethe Grettisgötu 35, Reykjavík Jóhann Davíðsson Suðurgötu 8, Reykjanesbæ 80 ára Andri Páll Sveinsson Lindasíðu 33, Akureyri Margrét Sigurðardóttir Sléttuvegi 23, Reykjavík 85 ára Hulda Sigríður Ólafsdóttir Básenda 1, Reykjavík Margrét Rakel Tómasdóttir Hringbraut 50, Reykjavík 90 ára Sigmundur Andrésson Hraunbúðum, Vestmannaeyjum 21. ágúst 30 ára Lilja Dóra Altman Langagerði 54, Reykjavík Daníel Gunnar Sigurðsson Hringbraut 57, Hafnarfirði Jóna Elísabet Ottesen Hverfisgötu 65, Reykjavík Hafþór Örn Guðjónsson Mávahlíð 46, Reykjavík Sigurbjörn Guðjónsson Lálandi 15, Reykjavík Atli Hrafn Guðbergsson Ferjubakka 2, Reykjavík Einar Jónsson Akraseli 5, Reykjavík 40 ára Sarah Maglasang Valle Háaleitisbraut 18, Reykjavík Alfonso Gomez Paz Tjarnarmýri 13, Seltjarnarnesi Þórdís Jóelsdóttir Kirkjuvegi 67, Vestmanna- eyjum Elsa Hrafnhildur Yeoman Vesturgötu 46a, Reykjavík Hinrik Bjarni Pétursson Löngumýri 7, Selfossi Rósa Guðný Steinarsdóttir Sólbrekku 10, Egilsstöðum Haraldur Bergvinsson Kirkjubæjarbraut 4, Vestmannaeyjum Gísli Ragnar Sumarliðason Bogabraut 961, Reykjanesbæ Hafsteinn Þór Hafsteinsson Straumsölum 2, Kópavogi Elvar Gunnarsson Furugrund 11, Selfossi Guðrún Berglind Gunnarsdóttir Háholti 22, Akranesi Fanney Jóna Jónsdóttir Brekkustíg 6b, Reykjavík Gunnhildur Birgit Wessman Þórðarsveig 21, Reykjavík Unnur Guðjónsdóttir Gljúfraseli 2, Reykjavík Hólmfríður Jóna Jóhannsdóttir Egilsbraut 10, Þorlákshöfn Sóley Sigurðardóttir Höfðabrekku 6, Húsavík Anna Björk Hyldal Sveinsdóttir Flúðaseli 60, Reykjavík 50 ára Kjartan Sveinsson Bræðratungu, Selfossi Elísabet H. Sigurbjörnsdóttir Ársölum 3, Kópavogi Atli Ingólfsson Boðagranda 4, Reykjavík Sturla Friðriksson Hofsvallagötu 59, Reykjavík Elín Hreindal Bjarnadóttir Þorláksgeisla 43, Reykjavík Svanur M. Kristvinsson Torfufelli 8, Reykjavík Guðrún Þóra Garðarsdóttir Garðhúsum 22, Reykjavík Karl Ingi Guðjónsson Reykjavíkurvegi 48, Reykjavík 60 ára Guðríður Brynja Guðmundsdóttir Berjarima 49, Reykjavík Þormar Ingimarsson Hraunbæ 50, Reykjavík Geir Þórólfsson Langeyrarvegi 16, Hafnarfirði Guðríður Þorvaldsdóttir Búðagerði 4, Reykjavík Sigmundur Þorgrímsson Höfðavegi 20, Húsavík Eiríkur Jónsson Öldugötu 42, Reykjavík Ebba Freyja Arngrímsdóttir Hagaflöt 10, Garðabæ Jón Kristján Brynjarsson Heiðarbrún 55, Hveragerði Vigdís Hauksdóttir Malarási 2, Reykjavík Hafdís Jónsdóttir Unnarbraut 26, Seltjarnarnesi Ingibjörg Dúna Skúladóttir Bogabraut 11, Skagaströnd 70 ára Hólmfríður O. Haraldsdóttir Fannahvarfi 4, Kópavogi Hanna Gunnarsdóttir Laufásvegi 62, Reykjavík Þórkatla Albertsdóttir Suðurhópi 1, Grindavík Hjörtur Karlsson Stuðlaseli 40, Reykjavík Arnór Kristjánsson Fiskhóli 1, Höfn í Hornafirði Vigdís María Jónsdóttir Hamarstíg 38, Akureyri Reynir Bjarnason Marklandi 10, Reykjavík Hilmar Geir Hannesson Reiðvaði 1, Reykjavík 75 ára Hörður Eiríksson Mosarima 28, Reykjavík Sigríður Ásta Guðmundsdóttir Hábergi 3, Reykjavík Margrét Ingólfsdóttir Ránargötu 11, Akureyri 80 ára Jón Sigurðsson Skagabraut 46, Akranesi Hrefna Hannesdóttir Sautjándajúnítorgi 5, Garðabæ Björg Jakobína Hrólfsdóttir Ásgötu 7, Raufarhöfn Halldóra Júlíana Jónsdóttir Víðilundi 20, Akureyri Jónína Þórarinsdóttir Miðvangi 18, Egilsstöðum Sigurrós Ingileif Ákadóttir Sandgerði 13, Stokkseyri 85 ára Ragnar Ólafsson Stekkjarhvammi 2, Búðardal Jón Guðgeirsson Brúnavegi 9, Reykjavík Rósa Einarsdóttir Þverholti 26, Reykjavík Sigurlaug Jónsdóttir Lautasmára 1, Kópavogi 90 ára Hallfríður Magnúsdóttir Ólafsvegi 14, Ólafsfirði- Anna og Jónas Á brúðkaupsdag sinn og skírnar- dag Baldurs Heiðars. Bláberjabaka með ís Berjatínslutíminn er genginn í garð og þá er um að gera að nota tækifærið!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.