Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 3
Goðafosstiltekt falli á Eimskip n Skipstjóri sagður ábyrgur fyrir olíulekanum N orsk yfirvöld lögðu allt að 2,2 milljarða króna til hreinsunar- starfs í kjölfar strands Goða- foss í febrúar í fyrra. Yfir- völd hafa þegar eytt 1,7 milljörðum í hreinsunarstarf en talið er að um 105 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn. Í skýr- slu hafrannsóknarstofnunar Noregs er ábyrgðin á slysinu að mestu sögð skipstjórans. Fremur lítið er gert úr ábyrgð lóðs þrátt fyrir að hann hafi yfirgefið skipið áður en tími þótti til enda öryggi skipsins fyrst og fremst á ábyrgð skipstjóra. Þá er bent á að skipstjórinn hafi margsinnis áður siglt þessa leið. Eimskip hefur gagnrýnt opinber- lega að hafnsögumaður hafi yfirgef- ið Goðafoss áður en skipið var kom- ið í gegnum flókna aðsiglingu. „Við spurðumst fyrir um við athugun okkar hvort skipstjórinn mætti sigla upp þetta svæði án þess að vera með lóðs þegar skipið er á leið til hafn- ar. Það var þvert nei,“ sagði Ólafur William Hand, talsmaður Eimskips, í samtali við DV í febrúar í fyrra, nokkrum dögum eftir að Goðafoss strandaði. „Samt fer lóðsinn úr skip- inu áður en kemur að þessu svæði þegar skipið er á leiðinni út. Það er sama hættan hvort sem þú er á leið inn eða út.“ Ólafur segist ekki kannast við skaðabótakröfu norskra yfirvalda. „Ekki heyrt af þessu,“ sagði hann í viðtali við DV í dag þrátt fyrir að hafa tjáð NRK, Ríkisútvarpi Noregs, frá því á miðvikudag að félagið gerði ráð fyrir kröfu á Eimskip þótt um- deilanlegt væri hvort öll sú mengun sem hreinsuð hefði verið upp væri frá Goðafossi komin. Í samtali við NRK harmaði Ólafur „óheiðarlega aðila“ sem viljandi losuðu olíu úr skipum úti á sjó. Því næst sagði hann nauðsynlegt að staðfesta uppruna olíunnar áður en fyrirtækinu væri sendur reikningurinn. Bæði Aftenposten og NRK segja nokkuð eftir af hreinsunarstafi og því ljóst að kostnaður geti enn hækkað. Þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir að kostnaður nái því 2,2 milljarða króna hámarki sem yfirvöld samþykktu á sínum tíma í hreinsunarstarf. Fréttir 3Mánudagur 20. ágúst 2012 É g hef gengið í gegnum ýmislegt sem ég hafði aldrei unnið neitt úr. Ég fór nýlega að vinna í sjálfri mér og ákvað strax að gera eitt- hvað sem gæti hjálpað fleirum,“ segir Sunna Rós Baxter sem nýver- ið stofnaði Facebook-hópinn Bjarta ljósið, fyrir fólk sem hefur einangrað sig félagslega og langar til að kynn- ast nýju fólki. Hugmyndin kviknaði þegar Sunna Rós var sjálf í þeim spor- um og fannst vanta einhvern vett- vang þar sem hún gæti hitt fólk sem er að upplifa svipaða hluti og gæti veitt hvert öðru félagsskap og stuðning. Á þeim tveimur mánuðum sem hópur- inn hefur verið til hafa um 50 manns skráð sig og segir Sunna viðbrögðin hafa verið vonum framar. Vill ekki draga aðra niður Sunnu Rós fannst fá úrræði í boði þar sem hún gæti tengst öðru fólki á jafn- ingjagrundvelli. „Mér fannst eins og ég þyrfti að finna upp hjólið. Ég vissi ekkert hvert ég ætti að leita. Þegar manni líður illa þá finnst manni stundum óþægilegt að vera í kringum vini sína og fólk sem er að gera eitt- hvað í lífinu og líður vel. Manni líður eins og maður sé að draga alla nið- ur og finnst maður ekki alveg beint passa inn í hópinn. Ég hugsaði að það væri kannski sniðugt að búa til hóp þar sem öllum fyndist þeir vera vel- komnir. Að geta þá farið út með fólki án þess að þurfa að þykjast vera rosa hress og falla inn í hóp sem því finnst það kannski ekki passa inn í akkúrat núna.“ Hugsað til að virkja fólk Hún segist hugsa hópinn sem ákveðið millistig fyrir fólk sem ef til vill hefur verið óvirkt í einhvern tíma en langar til að fara að hitta aðra til að gera „venjulega“ hluti saman. „Það er svo stórt skref að fara frá því að hafa verið heima hjá sér og líða illa og fara síðan allt í einu yfir í vinahópinn sinn. Mér fannst vanta skref þarna á milli.“ Hópurinn er hugsaður sem nokkurs konar stuðningshópur en þó segir Sunna að fólk þurfi ekkert að tjá sig um sín persónulegu mál frekar en það vill. „Þetta er meira hugsað sem hópur þar sem fólk getur hitt aðra og farið í bíó, göngutúra eða til að hittast með börnin og fara með þau út að leika. Mig langar að virkja fólk, rjúfa einangrun og að það finni að það hafi einhvern í kringum sig.“ Í hópnum er fólk á öllum aldri og ástæðurnar fyrir því að það skráði sig í hann eru jafn fjölbreyttar. „Þetta er rosalega dreifður hópur og hver sem er getur skráð sig í hann sama hver ástæðan er fyrir því að fólk finnur sig í þessum sporum. Það geta ver- ið veikindi, skilnaður eða þá að fólk hefur flutt langt frá heimahögum og þekkir fáa á nýja staðnum, en það skiptir ekki máli, hann er opinn fyr- ir alla.“ Hittast reglulega í vetur Einu sinni hefur verið efnt til „hittings“ síðan hópurinn var stofn- aður, en þá mættu tveir meðlimir á heimili Sunnu. Hún segir að þó það hafi verið fámennt hafi verið mjög góðmennt. „Það er enginn neyddur til að mæta á hittinga. Sumum finnst betra að taka þátt í hópnum í gegn- um netið og fólk má hafa þetta eins og því líður best með. Ég vonast þó til að við hittumst reglulega í vetur og að fólk taki þátt.“ Í framtíðinni langar Sunnu Rós að fá til afnota húsnæði sem gæti ver- ið nokkurs konar félagsmiðstöð. Þar sem fólk gæti komið að vild. „Mig langar að hafa einhvers konar hús- næði í framtíðinni sem er þá alltaf opið og að fólk geti þá komið og feng- ið sér kaffi, jafnvel spilað spil og gert eitthvað í félagsskap með öðrum.“ Hópinn má finna á Facebook undir slóðinni http://www.face- book.com/groups/bjartaljosid/. Hjálpar einmana fólki úr einangrun Bláfátæk og býr í bílnum n Sunnu Rós fannst vanta úrræði fyrir fólk eins og sig„Þegar manni líður illa þá finnst manni stundum óþægilegt að vera í kringum vini sína og fólk sem er að gera eitt- hvað í lífinu og líður vel. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Bjarta ljósið Sunnu Rós Baxter fannst vanta úrræði fyrir fólk sem hefur einangrað sig félagslega og stofnaði hóp á Facebook. Mynd jg goðafoss Talsmaður Eimskips efast um að öll mengunin sé komin frá Goðafossi. Svalirnar Meðan flestir aðrir stíga út á svalir til að fá sér smók stígur Særún út á bílastæði. Mynd Eyþór ÁrnaSon n Segir soninn hafa neytt sig til að selja sér íbúðina n Skuldar smálánafyrirtækjum og ók hún áleiðis til Raufarhafnar í húsið sem henni er svo illa við bil- aði bíllinn hennar. „Hann er alltaf að bila, þessi bíll. Og ég var orðin stórskuldug fyrir vegna viðgerðarkostnað- ar. Þarna þurfti ég að borga háa summu fyrir viðgerðina og ákvað svo að keyra aftur til Reykjavíkur.“ Síðan þá hefur hún búið í bíln- um sínum – skuldug upp fyrir haus. Til að borga niður skuldirn- ar tók hún lán hjá smálánafyrir- tækjum. „Allar örorkubæturnar mín- ar fara í skuldir. Ég skulda tveim- ur smálánafyrirtækjum og svo er bíllinn minn alltaf að bila; ég skulda bifvélaverkstæðum. Svo hef ég verið að fá 10.000 kall hér og 10.000 kall þar í lán til að eiga í mig og á,“ segir Særún sem seg- ist aðeins eiga 5.000 krónur til þess að lifa út mánuðinn – nánast all- ar örorkubæturnar sem hún fékk um síðustu mánaðamót fóru upp í skuldir. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.