Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2012, Blaðsíða 11
Taka smálán fyrir dópi Fréttir 11Mánudagur 20. ágúst 2012 uðu sig á hversu víðtækt vandamál- ið væri. Á fundinum voru um tíu aðr- ir foreldrar og flestir höfðu þeir sömu sögu að segja. Börnin voru sokkin í skuldafen og flest þeirra skulduðu smálán. Þessari fræðslu stjórnaði einmitt Hjalti sem sá á þessum sama fundi að þetta væri æði stórt vanda- mál. „Ég held að allir þeir sem áttu börn sem voru orðin 18 ára hafi haft þessa sömu sögu að segja. Þau höfðu fjármagnað neysluna með smálán- um og skulduðu mörg stórar upp- hæðir vegna þessa,“ segir Gunnar. Hjalti tekur í sama streng. „Það kom mér á óvart hversu stórt þetta vandamál er. Það er ólíðanlegt að það séu einhver svona fyrirtæki að fjármagna neysluna. Nánast allir foreldrar á fundinum sem áttu börn sem voru orðin 18 ára höfðu sömu sögu að segja af þessum smálán- um.“ Flest nota lánin „Þetta eru nokkur fyrirtæki og á stutt- um tíma getur þú náð þér í kannski hátt í hálfa milljón með því að fá hæsta lán á hverjum stað,“ segir Hjalti en ofan á það bætast vextir. Ef lánið er svo ekki greitt og fer í skuld getur lánsupphæðin margfaldast eins og í tilfelli sonar Elsu og Gunnars. „Foreldrar reyna oft að bjarga börn- unum fyrst og borga. Reyna að koma í veg fyrir að þau lendi í vandræð- um því þau óttast líka þessi fyrirtæki enda virðast þau líka gera út á ótta hjá fólki. Svo ef þú borgar ekki strax bara tvöfalda þeir upphæðina, eins og það hjálpi eitthvað,“ segir Hjalti. Af þeim sem hann þekkir segir hann flesta sem séu sokknir í þetta skuldafen smálánanna vera 18–19 ára. „Þau virðast vera að fara mjög illa út úr þessu. Þetta eru krakkar sem eru farnir að nota þessi efni og orðin háð. Þeir eru kannski ekkert það illa farnir en þeir þurfa efnin sín. Þá opn- ast bara þessi leið fyrir þá. Eins og ég sé þetta eru flestir krakkarnir sem koma inn í meðferð, ekki allir en langflestir, að nota þessi lán og eru í vandræðum með þau,“ segir hann. „Reynum að forðast þetta“ „Ef það koma upp svona tilvik setj- um við viðkomandi á svartlista og lokum á hann,“ segir Birkir Björns- son, framkvæmdastjóri Múla. „Við reynum að forðast þetta eins og heitan eldinn. Allir okkar viðskipta- vinir fara í greiðslumat sem tengt er opinberum gögnum.“ Hann fullyrð- ir að flestir af viðskiptavinum Múla séu komnir yfir þrítugt og aðeins 5 prósent viðskiptavina séu und- ir tvítugu. Þá geti þeir aðeins feng- ið 10 þúsund króna lán en vextirnir séu í samræmi við almenna vaxta- töflu og fari eftir lánatímabili. Að sögn Óskars Stefánssonar, rekstrarstjóra Hraðpeninga, eru viðskiptavinir félagsins þeir sömu og fá lán hjá öðrum fjármálastofn- unum og þurfa því að standast lánshæfismat. „Einstaklingar yngri en 20 ára fá ekki hærra lán en 10 til 15 þúsund krónur við fyrstu lán- töku og þá fyrst eftir að hafa stað- ist lánshæfismat,“ segir hann. Ekki náðist í forsvarsmenn fleiri smá- lánafyrirtækja við vinnslu greinar- innar. n Siðlaust Foreldrarnir eru ósáttir við að sonur þeirra fái lán hjá smálánafyr- irtækjum þegar hann er ekki borgunar- maður fyrir lánunum. 116 þúsund króna lán hans er komið í 400 þúsund krónur. 14. mars 2012 „Hann var ekki með vinnu og ekki á bótum eða neitt en samt lánuðu þeir honum n Fíklar í skuldafeni vegna smálána n Foreldrar ósáttir og segja þetta siðlaust Siðlaust Foreldrarnir eru ósáttir við að sonur þeirra fái lán hjá smálánafyrirtækjum þegar hann sé ekki borgunarmaður fyrir lánunum. 116 þúsund króna lán hans er komið í 400 þúsund krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.