Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Side 8
Þ að er mikilvægt að halda um­ ræðunni um einelti á lofti þegar skólarnir eru að byrja og minna fólk á að þetta ger­ ist vetur eftir vetur,“ segir Erla Kaja Emilsdóttir, móðir Dagbjarts Heiðars, sem svipti sig lífi aðeins 11 ára eftir að hafa glímt við margs konar erfiðleika, þar á meðal einelti. Minnast hans daglega Tæpt ár er síðan að Dagbjartur lést og fjölskyldunni er mikið í mun að and­ lát hans hafi ekki verið til einskis. Kaja, eins og hún er kölluð, seg­ ir sorgina vera mikla þessa dagana þegar skólinn er að byrja. „Það er mikill söknuður hjá okkur öllum. En það er kannski erfiðast hjá okkur for­ eldrunum að takast á við hvern dag fyrir sig. Ég finn sérstaklega fyrir því núna, þegar skólinn er að byrja, að það vantar eitt af börnunum.“ Fjölskyldan hefur verið í viðtöl­ um hjá sálfræðingi sem hún segir að hafi hjálpað þeim öllum mjög mik­ ið. „Börnin eru að standa sig rosa­ lega vel og við erum dugleg að tala um Dagbjart. Við minnumst hans á hverjum degi og við erum með myndir af honum og dót sem hann hélt mikið upp á, á skenkjum í stof­ unni og í holinu. Hann er enn partur af okkar lífi og verður alltaf.“ Kaja vill að Dagbjarts verði minnst þegar talað er um einelti og börn með veikindi á borð við ADHD. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að börn með ýmsar greiningar eru ekki að höndla heiminn eins og aðrir og þess vegna þarf að taka sérstakt til­ lit til þeirra. Og oftast eru það börn­ in sem lenda í eineltinu. Fullorðn­ ir þurfa að gera sér grein fyrir því og kenna öðrum börnum að það eru ekki allir steyptir í sama mótið og það er allt í lagi. Það þurfa ekki allir að vera eins.“ Komu oft að lokuðum dyrum Hún segist hafa sterka tilfinningu fyrir því að ef fleiri skólafélagar hefði sýnt Dagbjarti hlýrra viðmót hefðu hlutirnir ef til vill farið á ann­ an veg. Hún kallar eftir úrbótum inn­ an skólanna og segir nauðsynlegt að kennarar og skólayfirvöld séu stans­ laust vakandi fyrir vandamálinu og að foreldrar bæði gerenda og þeirra sem verða fyrir einelti komi ekki að lokuðum dyrum, þegar þau leita sér aðstoðar. „Við erum ekki búin að gefast upp. Við ætlum ekki að láta þetta verða til einskis heldur til að hjálpa öðr­ um. Þegar við stóðum í okkar baráttu fannst mér við oft koma að lokuðum dyrum. Við leituðum mikið til skól­ ans á sínum tíma en hann hafði svo lítið af úrræðum til að benda okkur á. Mér finnst vanta fræðslu til skólanna um hvert þeir geta bent foreldrum að leita ef úrræðin innan skólans henta ekki eða hafa ekki virkað. Maður stóð oft og hugsaði hvað maður gæti nú gert næst.“ Henni finnst ýmislegt sem bet­ ur mætti fara varðandi hvernig unnið er með einelti í skólum. „Mér finnst þurfa meiri almenna fræðslu í skólunum fyrir alla og að rætt sé reglulega við nemendur um af­ leiðingar eineltis. Einnig finnst mér þurfa að setja meiri fókus á gerend­ urna. Það er mikilvægt að gerendur fái líka hjálp því með því að stoppa einn geranda ertu búinn að fyrir­ byggja að það verði kannski fleiri fórnarlömb. Svo má aldrei gleyma mikilvægi þess að hafa öflugt eftirlit á göngum og skólalóðum.“ Barnavernd hjálpaði Kaja segir að Barnaverndarnefnd hafi hjálpað fjölskyldunni og Dag­ bjarti mikið og í gegnum hana hafi opnast fyrir fleiri úrræði fyrir Dag­ bjart en annars hefðu verið í boði. Hún hvetur foreldra sem eiga í vand­ ræðum til að leita þangað. „Barna­ verndarnefnd býr yfir fleiri úrræðum en eru til dæmis á vegum bæjar­ félaganna. Ég leitaði til þeirra á sín­ um tíma og spurði hvort það væri ekki eitthvað sem þau gætu gert til þess að hjálpa okkur. Í kjölfarið komu þau okkur í svo kallað Gosa­teymi og í gegnum það komst Dagbjartur til dæmis að hjá sálfræðingi. Þau hjálp­ uðu okkur alveg gríðarlega mikið.“ Þótt samfélagið sé orðið mun meðvitaðra um einelti og afleiðingar þess segir Kaja ýmsu þurfi að breyta 8 Fréttir 22. ágúst 2012 Miðvikudagur Rekstrarkostnaður Seðla- bankans: Meðalmaðurinn með 610 þúsund Meðallaun í Seðlabanka Íslands á síðasta ári voru 610 þúsund krónur og nam rekstrarkostnað­ ur bankans það ár 2,3 milljörð­ um króna. Án kostnaðar við pen­ ingaprentun og myntsláttu nam rekstrarkostnaðurinn tæplega 2,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í skriflegu svari efnahags­ og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þing­ manns Sjálfstæðisflokksins. Fyrirspurn Guðlaugs var svohljóðandi: „Hver hefur verið þróun fjárheimilda, starfs­ mannafjölda og meðallauna starfsmanna hjá Seðlabanka Ís­ lands frá árinu 2007? Svar óskast sundurliðað eftir árum.“ Rekstrarkostnaður bankans árið 2010 nam 1.910 milljónum króna og því hækkaði hann um rúmar 400 milljónir frá árinu 2010 til 2011. Háskólamenntuðum starfsmönnum Seðlabankans hefur fjölgað frá árinu 2007 þegar þeir voru 59,1 prósent starfsfólks. Árið 2011 var hlut­ fallið komið upp í 76,6 prósent. Meðallaun starfsfólks hafa einnig hækkað talsvert á sama tímabili. Árið 2007 voru meðal­ launin 484 þúsund krónur, 538 þúsund árið 2008, 554 þúsund árið 2009, 558 þúsund árið 2010 og sem fyrr segir 610 þúsund krónur á mánuði árið 2011. Helle Thorning til Íslands Helle Thorning­Schmidt, for­ sætisráðherra Danmerkur, kem­ ur til landsins í opinbera heim­ sókn mánudaginn 27. ágúst næstkomandi. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að Jóhanna Sigurðardótt­ ir forsætisráðherra muni taka á móti danska forsætisráðherr­ anum á Þingvöllum og verður fundur þeirra haldinn í Þing­ vallabústaðnum. Forseti Alþing­ is, Ásta Ragnheiður Jóhannes­ dóttir, tekur svo á móti danska forsætisráðherranum síðdeg­ is saman dag og sýnir honum húsakynni Alþingis. Kvöldverð­ ur í boði forsætisráðherrahjóna verður í Þjóðmenningarhúsinu. Helle Thorning­Schmidt mun staldra stutt við hér á landi því hún heldur af landi brott daginn eftir áleiðis til Grænlands. Berst gegn einelti í minningu Dagbjarts n Hvetur til umræðu um einelti í byrjun skólaárs Ræddu við barn- ið um einelti Ég hefði ekki getað skrifað þessa bók hefði ég ekki sjálf verið að vinna í þessum málum úti í samfélaginu. Ég hef verið skólasálfræðingur í tveimur skólum og rekið sálfræðistofu í 20 ár,“ segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur um bókina EKKI MEIR, sem kom út fyrir skömmu. Bókin er skrifuð sem leiðarvísir fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðs- félög, foreldra og börn til að nota sem verkfæri í viðleitni til að sporna við einelti og hvernig vinna skal með eineltismál á faglegan máta. Í henni má einnig finna leiðbeiningar um hvernig skal ræða við börn um einelti. Sem dæmi segist Kolbrún vilja sjá alla skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög hafa tiltæka viðbragðsáætlun og tilkynn- ingareyðublað á heimasíðum sínum. Í bókinni er sýnishorn af hvernig slík viðbragðsáætlun gæti litið út. „Í bókinni er verkferli lýst þegar eineltistilkynning hefur borist og með hvaða hætti og hvenær máli lýkur. Segi barn foreldri sínu frá stríðni eða einelti er skilgreindur farvegur fyrir málið og foreldrar vita nákvæmlega hver málsmeðferðin er og hverjir annast vinnsluna. Mál af þessu tagi eru afar misjöfn og í raun engin ein uppskrift sem hægt að fylgja í blindni, en það eru ákveðin atriði sem ekki mega gleymast í vinnslunni ef málið á ekki að enda í persónulegum harmleik. Sé gripið strax inn í þegar kvörtun berst er líklegt að hægt sé að leysa málið strax og án mikillar fyrirhafnar.“ Hún tekur fram að alltaf þurfi þó að gæta meðalhófs í svona málum eins og öðrum þar sem börn eru annars vegar og fara ekki offari þegar ekki er ástæða til. Kolbrún leggur áherslu á að rætt sé við börnin um birtingarmyndir eineltis svo ekki fari á milli mála til hvaða hegð- unar er verið að vísa þegar talað er um eineltishegðun. Fram kemur í bókinni að mikilvægt sé að gera börnunum ljóst að það sem skrifað sé á netið geti allir lesið og að börnin gæti þess að skrifa ekki neitt um aðra sem þau vilji ekki að skrifað sé um þau. Þá sé mikilvægt að taka skýrt fram að hart verði tekið á eineltismálum sem upp komi. Enn fremur að börnin séu hvött til að tilkynna um einelti ef þau verði þess vör. Aðeins 11 ára Dagbjartur Heiðar svipti sig lífi aðeins 11 ára gamall, en hann hafði glímt við ýmiskonar erfiðleika, þar á meðal einelti. Hvetur til umræðu Erla Kaja Emilsdóttir, móðir Dagbjarts Heiðars sem svipti sig lífi fyrir tæpu ári síðan, vill halda umræðunni um einelti á lofti. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is og bæta. „Ég vil sjá fleiri úrræði utan skólanna sem hægt er að leita til. Við erum svolítið að skoða hvernig væri hægt að vinna í því, en við ætlum að reyna að gera allt sem við getum til þess að hjálpa öðrum.“ Hún seg­ ir að jafnvel komi til greina að stofna sjóð eða samtök í nafni Dagbjarts til að halda umræðunni um skaðsemi eineltis á lofti. „Þannig að allir geti hjálpast að og reynt að fyrirbyggja að svona geti gerst aftur,“ segir hún. Ofbeldi sem á ekki að eiga sér stað Nú þegar skólaárið er að hefjast leit­ ar þetta málefni mikið á Kaju. Ein­ hverjir hafa ef til vill séð Facebook­ status sem gengið hefur manna á milli en honum er beint til barna og unglinga þar sem þau eru hvött til að taka þátt í að sporna við einelti. For­ eldrar eru einnig hvattir til að vekja til sérstakrar umræðu á heimilunum um einelti í minningu Dagbjarts og allra fórnarlamba eineltis. Kaja seg­ ist hafa verið dugleg að deila skila­ boðunum. „Ég vil að umræðan sé stöðugt á lofti. Ég lenti sjálf í einelti í skóla og man hvernig það var. Það á enginn að ganga í gegnum ofbeldi af þessu tagi.“ „Ég hefði ekki get- að skrifað þessa bók hefði ég ekki sjálf verið að vinna í þessum málum úti í samfélaginu Vill fagleg vinnubrögð Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur skrifaði bók sem hún vonast til að muni nýtast í baráttunni gegn einelti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.