Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Page 12
þráast við að víkja
12 Fréttir 22. ágúst 2012 Miðvikudagur
V
ið viljum árétta það að
við erum miður okkar yfir
þessu klúðri. Við ætlum að
reyna að bæta fyrir þetta
við fyrsta tækifæri.“ Þannig
baðst ritstjóri unglingatímaritsins
Júlíu, Halldóra Anna Hagalín, afsök-
unar á að hafa birt plakat af ofbeld-
ismanni. Afsökunarbeiðnin var af-
dráttarlaus og þegar hún birtist var
málinu lokið.
Þótt afsökunarbeiðni Halldóru
Önnu hafi vakið athygli fyrir að vera
óvenju afdráttarlaus, er hún enginn
brautryðjandi í þessum efnum. Það
gerist reglulega að fólk biðjist opin-
berlega afsökunar á mistökum eða
vanrækslu. Það er hins vegar alls
ekki sjálfgefið að þegar eitthvað kem-
ur upp á eða fólki verður á taki það
þann pól í hæðina. Sumir virðast eiga
erfitt með að axla ábyrgð á mistök-
um, vísa á aðra, snúa út úr eða gera
lítið úr málum.
Huglægt mat
„Í raun og veru er ekkert sem segir
hvenær fólk á að segja af sér,“ segir
Björn Valur Gíslason, þingflokksfor-
maður Vinstri-grænna. „Fólk á það
fyrst og fremst við sjálft sig hvenær
það telur rétt að fara, starfsins og
sjálfs sín vegna. Í rauninni er ekki
mjög algengt að stjórnmálamenn
segi af sér verði þeim á í messunni.
Á Alþingi sitja í rauninni fjölmargir
sem mér finnst að minnsta kosti
leika vafi á hvort þeir hefðu ekki
átt að hugsa sinn gang. En þeir sitja
sem fastast og njóta hylli í samfél-
aginu.“
Eins og Pétur Blöndal alþingis-
maður bendir réttilega á getur það
líka verið huglægt mat hvenær ein-
hver hefur gert mistök og hvenær
ekki. „Það getur verið að þér þyki
einhver hafa gert mistök en hon-
um þyki það ekki sjálfum og kannski
ekki öllum öðrum heldur. Það er ekki
nokkur leið að sanna að viðkomandi
hafi gert mistök því það er aðeins
þín skoðun. Þá er spurning hvar við
stöndum,“ segir Pétur.
Telja sig ekki hafa gert mistök
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, hefur til dæmis verið
umdeildur fyrir mál sem tengjast við-
skiptalífinu og þá sérstaklega hvernig
farið var með bótasjóð Sjóvár. Sjálfur
virðist hann nokkuð viss í sinni sök,
að þar hafi hann ekki gert mistök, að-
koma hans hafi verið smávægileg og
þessi mál ekki á hans ábyrgð.
Fleiri dæmi eru um þetta. Þar má
til dæmis nefna Valtý Sigurðsson,
þáverandi ríkissaksóknara, sem var
sakaður um fordóma, vanvirðingu
og alvarlegan trúnaðarbrest við al-
menning vegna ummæla sinna um
kynferðisofbeldi árið 2010. Valtýr
vísaði því alfarið á bug og talaði um
hausaveiðar þegar þess var krafist að
hann segði af sér. Í því tilfelli greip
hæstráðandi inn í og Valtýr þurfti
að skila greinargerð til innanríkis-
ráðherra vegna málsins. Hann sat
þó áfram sem ríkissaksóknari fram í
apríl 2011.
Áður hafði Valtýr þurft að verjast
yfirlýsingum um að honum bæri að
víkja vegna fjölskyldutengsla, son-
ur hans var annar tveggja forstjóra
Exista og Valtýr því vanhæfur til að
fjalla um mál tengd honum. Eva Joly
lét vanhæfisyfirlýsinguna ekki duga
heldur taldi hún að honum bæri að
víkja. Forsætisráðherrann, Jóhanna
Sigurðardóttir, tók undir að þetta
væri mjög óheppileg staða en Val-
týr neitaði að segja af sér og sérstak-
ur saksóknari var skipaður til að fara
með efnahagsbrotamál.
Áminntur fyrir
nauðgunarummæli
Annað dæmi um það hvernig mál
geta horft mismunandi við fólki
er mál Baldurs Hermannssonar,
kennara við Flensborgarskólann.
Hann varð uppvís að því að hvetja
til kynferðislegrar áreitni gegn mót-
mælendum. Á sama tíma voru rifj-
uð upp fyrri ummæli Baldurs, meðal
annars um að konum dauðlangaði til
að láta nauðga sér. Baldur taldi mis-
tök sín helst vera þau að hlusta ekki
á eiginkonu sína sem hafði varað
hann við að láta allt flakka og að það
væri nú helst til mikið gert úr málinu,
hann væri bara gamall strigakjaft-
ur og ummælin látin falla í stríðni.
Umræðan um mál Baldurs var ekki
aðeins óþægileg fyrir hann heldur
einnig skólann. Þar sem hann starfar
sem kennari heyrir hann undir lög
um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna. Hann fékk formlega
áminningu en hélt starfinu.
Erfitt að taka á málum
„Kerfið þarf að sanna að menn hafi
gert mistök,“ segir Pétur. „Fólk hefur
andmælarétt og það er stöðug um-
ræða um að andmælaréttur opin-
berra starfsmanna sé þess eðlis að
það sé mjög erfitt að segja fólki upp.
Engu að síður er rétt að benda á að
það eru heldur betur lög um réttindi
og skyldur opinberra starfsmanna,
sem eiga umfram aðra að sýna ráð-
vendni í starfi.“
Björn Valur tekur undir þetta og
segir það langt og strangt ferli að taka
á svona málum hjá opinberum stofn-
unum. „Það á að vera erfitt að reka
opinbera starfsmenn, sérstaklega
þegar þeir fara að nálgast pólitík-
ina. Ég get tekið dæmi af ráðuneytis-
stjóranum í fjármálaráðuneytinu,
Baldri Guðlaugssyni, sem auðgað-
ist með vafasömum hætti í tengsl-
um við hrunið. Það var ekki hlaupið
að því að fá hann til að víkja úr starfi
og það var erfitt að taka á því máli.
Hann naut verndar gagnvart lög-
um og hafði ekki nægilegt siðferðis-
legt þrek til að víkja sjálfur. Þannig að
hann var á þeytingi um stjórnarráðið
þar til hann gafst upp og fór. Það var
ekki fyrr en hann var dæmdur maður
að þær raddir hljóðnuðu.
Við vorum líka með seðla-
bankastjóra sem neitaði að hætta og
líkti sjálfum sér við Jesú Krist,“ segir
Björn Valur og á við Davíð Oddsson.
„Hinum seðlabankastjórunum líkti
hann svo við þrjótana tvo sem voru
n Ráðamenn víkja ekki þrátt fyrir gagnrýni n Erfitt að gangast við mistökunum n „Þetta dregur úr siðferðisþrekinu“
krossfestir honum á hvora hönd. Það
þurfti hreinlega að breyta lögum í
landinu.“
Krafan um að þeir segðu af sér
var tilkomin vegna hrunsins og varð
ansi hávær en fólk beindi mótmæl-
um sínum aðallega að Davíð. Með
lagabreytingum voru stöður seðla-
bankastjóra lagðar niður og hættu
þeir því störfum. Davíð er þó ekki á
flæðiskeri staddur og starfar sem rit-
stjóri Morgunblaðsins í dag.
Ummælin vöktu reiði
Fleiri kennarar hafa lent í vand-
ræðum. Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson, komst í hann krappan árið
2008 þegar Hæstiréttur fann hann
sekan um að hafa brotið gegn höf-
undarréttarlögum í bók um Hall-
dór Laxness. Hannes var dæmdur til
þess að greiða ekkju Halldórs skaða-
bætur og málið hafði umtalsverð
áhrif á orðspor hans sem prófess-
ors. Málið hafði ekki aðeins áhrif á
Hannes heldur þótti það einnig hið
vandræðalegasta fyrir Háskóla Ís-
lands þar sem hann kenndi stjórn-
málafræði. Rektor skólans, Kristín
Ingólfsdóttir, sagði málið áfall fyr-
ir skólann og til þess fallið að rýra
traust fólks á stofnuninni. Hannes
var því beðinn um að viðhafa ekki
sömu vinnubrögð aftur en fékk ekki
formlega áminningu og starfar enn
sem kennari.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Úttekt „Önnur leið
væri að
kæra viðkomandi.
Í raun væri það
langheiðarlegast.
Ráðherrarnir sem hættu eftir hrun
Illugi Gunnarsson
Bjarni Benediktsson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Geir H. Haarde
Davíð Oddsson
Árni Johnsen
Björn Bjarnason Björgvin G. SigurðssonÁrni M. Mathiesen