Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Page 14
14 Fréttir 22. ágúst 2012 Miðvikudagur og sakað þig um morð. Þú kæmir af fjöllum og myndir spyrja hvar líkið væri. Það væri ekki hægt að finna það en það væri engu að síður búið að strá efasemdum í hugum fólks. Margir nýta sér nafnleynd á net­ inu og menn eru ákærðir út og suð­ ur, án nokkurra raka og án nokkurra sannana. Þess vegna er svo erfitt að átta sig á því í dag hver raunveruleik­ inn á bak við slíkar ákærur er. Því miður er það þannig að þeir sem ákæra menn á röngum forsendum sæta ekki nægilega mikilli ábyrgð, því orð þeirra geta eyðilagt mjög mik­ ið. Það geta allir lent í því. Alls konar orð eru látin falla um núverandi rík­ isstjórn og margt get ég tekið undir en annað ekki,“ segir Pétur sem hef­ ur sjálfur verið kallaður glæpamaður, fyrir það eitt að sitja á þingi. Hann segir að í umdeildum mál­ um standi menn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir sem treysti honum séu fleiri en þeir sem treysta honum ekki og vilja að hann hætti. „Það getur verið að einhver líti svo á að honum beri skylda til að sitja áfram,“ segir Pétur. „Á meðan menn brjóta ekki lögin getur enginn dóm­ stóll dæmt um það hvort menn hafi brotið af sér eða ekki. Þannig að menn verða að eiga það við sig og sína samvisku.“ Frí eftir fyllerí Björn Valur tekur undir það að um­ ræðan geti verið óvægin. Hann telur þó að siðferðisvitund þjóðarinnar sé ekki mjög mikil. „Við, og þá á ég við okkur sem þjóð, gerum ekkert sérstaklega miklar siðferðiskröfur til opinberra starfsmanna ef þeim verður á. Það er ekki gerð rík krafa um að þeir hætti. Ég held að þetta viðhorf sé ekkert frekar ríkjandi á meðal opinberra starfsmanna, ég held að það sé bara þannig í sam­ félaginu. Ég hef til dæmis ekki orðið þess var í skoðanakönnunum að það sé hávær krafa um að menn víki sæti þótt þeim hafi vægast sagt orðið á hér og þar á ferlinum,“ seg­ ir Björn Valur og heldur áfram: „Um daginn var þingmaður tekinn fyrir ölvunarakstur en ég hef ekki heyrt þá kröfu að hann víki sæti.“ Þar á hann við Höskuld Þórhallsson. Höskuldur er ekki fyrsti þing­ maðurinn sem missir bílprófið tímabundið vegna ölvunaraksturs. Það gerði einnig Sigurður Kári Kristjánsson sumarið 2003. Enn einn stjórnmálamaður, Ey­ þór Arnalds, baðst ekki aðeins afsök­ unar heldur vék hann tímabundið frá störfum eftir að hann keyrði full­ ur. Brot hans var kannski öllu alvar­ legra þar sem hann keyrði á staur og ók af vettvangi. Eyþór baðst afsökun­ ar, tók sér tíma til þess að jafna sig og sneri svo aftur. Gerum engar kröfur Björn Valur segir að á endanum snúist þetta alltaf um siðferðis­ þröskuld þjóðarinnar. „Það er þjóðarvitundin sem skiptir máli og hún þarf að taka á þessu. Það er sérstakt sport að stela undan skatti og fólk kemur sér upp sérstökum græjum í bílunum til þess að kom­ ast hjá hraðamælum. Það er eitt og annað reynt. Við stundum hér okurlánastarfsemi og verjum hana eins og ekkert sé. Við gerum engar sérstakar kröfur til okkar sjálfra sem þjóð.“ Hann segir hins vegar að ein­ hverjir verði að leiða baráttuna og stétt stjórnmálamanna geti dregið línuna. „Við verðum að finna það hjá okkur að víkja ef við misbjóð­ um samfélaginu og stöndum ekki undir siðferðislegum væntingum eða gerumst brotleg í starfi. Það er annað að gegna slíkum störfum en að starfa sem rútubílstjóri, versl­ unarmaður eða sjómaður þar sem þú getur misst réttindin. Á þingi er hver á eigin vegum. Við verðum að gera aðrar kröfur til þeirra sem gegna opinberum störfum og sýsla með almannahag.“ Eigum langt í land Björn Valur hafði væntingar um að þetta myndi breytast með hruninu en segir að það hafi ekki gengið al­ veg nógu vel. „Þeir njóta mestrar hylli sem síst skyldi í dag. Við erum með menn á þingi sem neita að upplýsa hverjir lögðu inn á reikn­ ingana þeirra, eru tengdir ýmsum vafasömum spillingar­ og peninga­ málum eða hafa misboðið þjóðinni en það er engin rík krafa um að þeir víki sæti, hvorki frá almenningi, öðrum þingmönnum né þeim sjálf­ um. Við erum svolítið afvegaleidd í þessu.“ Hann bendir þó á að reynt hafi verið að gera stjórnmálamenn ábyrga gagnvart dómstólum. „Það gekk ekki nógu vel hjá okkur held­ ur. Það var aðeins einn sem fór fyrir dóm og hann var dæmdur. Það fór ekki vel í alla. Sá seki gegnir núna lögfræðistörfum og er að fara að vinna á fjölmiðlum. Þannig að al­ mennt séð eigum við langt í land sem þjóð hvað varðar það að gang­ ast við ábyrgð okkar og sýna smá auðmýkt gagnvart því sem við erum að gera.“ Þau sögðu af sér Það hefur þó oftar en einu sinni komið upp sú staða að menn láti af embætti eða víki úr starfi, tímabund­ ið eða til frambúðar, vegna um­ deildra mála. Ef aðeins er litið til þings og ráðamanna má nefna Al­ bert Guðmundsson sem sagði af sér sem ráðherra árið 1987 þegar upp komst að fyrirtæki hans hefði þegið greiðslur frá Hafskip sem ekki voru taldar fram. Guðmundur Árni Stef­ ánsson sagði síðan af sér sem ráð­ herra árið 1994 eftir að Ríkisendur­ skoðun gagnrýndi embættisfærslur hans. Þórólfur Árnason hætti einnig sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna tengsla hans við olíufélögin þegar upp komst um samráð þeirra árið 2004. Ári áður hafði Ingibjörg Sól­ rún Gísladóttir hætt sem borgar­ stjóri vegna gagnrýni samstarfs­ flokkanna á þingframboð hennar og farið yfir í landspólitíkina. Árið 2008 hætti Bjarni Harðarson á þingi eftir að hann sendi tölvupóst, sem átti að vera leynilegur og nafnlaus, óvart á fjölmiðla landsins. Kjósendur ráða „Þetta er spurning um það hvern­ ig menn axla ábyrgð,“ segir Pétur. „Allajafna ættu kosningar að duga. Nú er það þannig að pólitískt kjörnir menn fara í kosningar á fjögurra ára fresti og svara þá fyrir það sem þeir hafa gert. Verði mönnum mikið á getur hins vegar verið ástæða til að hætta fyrr. Þráist menn við þá sæta þeir vantrausti í næsta prófkjöri eða í næstu kosningum. Kjósendur taka síðan sína ákvörðun. Margir flokkar hafa styrkt þetta lýðræðisferli með prófkjörum og minn flokkur, Sjálf­ stæðisflokkurinn, hefur verið verið mjög virkur í víðtækum prófkjörum. Þannig að það má segja að menn axli sína pólitísku ábyrgð á fjögurra ára fresti. Stundum gerist það fyrr,“ segir hann og bendir til að mynda á bús­ áhaldakosninguna sem gerði það að verkum að ríkisstjórn Sjálfstæð­ isflokksins og Samfylkingarinnar fór frá völdum og ný ríkisstjórn var skipuð af Samfylkingunni og Vinstri­ grænum. „Það hefur mjög oft ver­ ið þannig að ríkisstjórnir á Íslandi sitji ekki út kjörtímabilið. Nú eru flestir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem voru í síðustu ríkisstjórn hættir og sömuleiðis einhverjir ráðherrar Samfylkingarinnar. Sumir hafa hætt öllum afskiptum af stjórnmálum. Ég myndi segja að þeir hafi þannig axlað ábyrgð sína á hruninu,“ segir Pétur. Þeir ráðherrar sem hættu eru þeir Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir en þau glímdu bæði við erfið veikindi og treystu sér þess vegna ekki til að halda áfram. Þá hættu þeir Árni M. Mathiesen og Björn Bjarnason. Áður hafði Björg­ vin G. Sigurðsson hætt sem við­ skiptaráðherra en um leið og hann tilkynnti afsögn sína greindi hann frá því að forstjóri og stjórn Fjár­ málaeftirlitsins myndu einnig víkja vegna hrunsins. Vandi Jóhönnu Aðrir ráðherrar í þessari ríkisstjórn fóru aftur á þing, þau Jóhanna Sig­ urðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Kristján Möller, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Einar Kristinn Guð­ finnsson. Þórunn Sveinbjarnardótt­ Þau sögðu af sér ir fór einnig aftur á þing en hætti þegar líða tók á kjörtímabilið til að nema siðfræði. Þess má einnig geta að þótt Björgvin G. hafi látið af störf­ um sem ráðherra og þingflokksfor­ maður situr hann enn á þingi. Jó­ hanna var áður félagsmálaráðherra en tók við sem forsætisráðherra og bað þjóðina afsökunar fyrir hönd fyrri ríkisstjórnarinnar. Hún var síðan krafin um af­ sögn vegna úrskurðar jafnréttis­ nefndar um að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar skrifstofustjóri skrifstofu stjórnsýslu­ og samfél­ agsþróunar var ráðinn. Jóhanna baðst afsökunar á málinu en and­ stæðingar hennar rifjuðu upp orð sem hún lét falla árið 2004 þegar Björn Bjarnason var fundinn sek­ ur um brot á jafnréttislögum: „Hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráð­ herra sem brýtur svo gróflega lög og reglur verið látinn fjúka. En hér á landi er allt leyfilegt hjá ráðherr­ um og þeir komast upp með allt. Ef ráðherrar eru ósáttir við lög eiga lögin bara að víkja en ekki þeir, að þeirra mati.“ Umdeilt styrkjamál Þetta var heldur ekki í síðasta sinn sem Guðlaugur Þór lenti í vanda sem þingmaður. Landsfundur Sjálf­ stæðisflokksins skoraði á hann og Gísla Martein Baldursson að hætta í pólitík vegna óeðlilega hárra fjár­ styrkja og fyrirframgreiðslu sem öðrum stóð ekki til boða. Hvorugur varð við þessari samþykkt flokksins en Guðlaugur Þór þáði 7,5 milljón­ ir í styrki án þess að gera grein fyrir hvaðan þeir peningar kæmu. Sér til varnar sagðist hann hafa látið lög­ giltan endurskoðanda fara yfir alla reikningana og þau gögn gæti Rík­ isendurskoðun skoðað hvenær sem henni sýndist. Í næstu kosningum var svo oft strikað yfir Guðlaug Þór að hann féll niður um eitt sæti. Steinunn Valdís Óskarsdótt­ ir varð einnig fyrir harðri gagnrýni vegna styrkjamála og mótmælt var fyrir utan heimili hennar í fjórar vikur. Hún sendi síðan frá sér yfir­ lýsingu þar sem sagði að til að sátt mætti verða þyrfti víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinaði fólk. „Með það fyrir augum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar og stíga til hliðar.“ Pétur segir að menn þurfi að treysta því að kjósendur hafi það langt minni að þeir muni hvað gerð­ ist á kjörtímabilinu þegar kemur að kosningum og prófkjöri. „Reynd­ ar eru sumir flokkar ekki með mjög lýðræðislegt prófkjör og þar draga kannski vinsælir og heilir menn aðra spillta með sér. Til að auka lýðræðið mætti taka upp prófkjör allra flokka sama daginn eða auka valfrelsi kjós­ enda í kosningaklefunum þannig að þeir gætu valið persónur en ekki flokka. Nú er það möguleiki að strika menn út og það er vissulega mikil til­ vísun til viðkomandi þingmanns ef margir strika hann út. Sumum finnst það ekki nógu öflugt tæki en það get­ ur vissulega haft áhrif.“ Dregur úr siðferðisþrekinu Björn Valur telur reyndar að það sé algengara í einkafyrirtækjum að menn séu látnir axla siðferðis­ lega ábyrgð. „Menn eru látnir víkja ef þeir verða uppvísir að einhverju sem fyrirtækin vilja ekki láta kenna sig við. Það fer bara ekki eins mik­ ið fyrir því þar sem það er yfirleitt ekki fjallað um það í fjölmiðlum. Það er hins vegar erfitt að losna við þingmenn ef þeir finna það ekki hjá sér sjálfir. Eins og þú sérð, á þingi eru menn sem tengjast hruninu og menn sem eru dæmdir fyrir mút­ ur og þjófnað á opinberum vegum. Ekki það, þeir hafa svo sem tekið út sína refsingu, en allt þetta dregur úr siðferðisþrekinu, bæði hjá okkur og almenningi. Við eigum erfitt með að gang­ ast við því þegar okkur verður á,“ segir Björn Valur, „og það er í raun og veru mjög óalgengt að fólk geri það. Svo er verið að takast á um hagsmuni og í þeirri baráttu gefast menn aldrei upp. Heilt yfir eigum við langt í land, bæði sem þjóð og einstaklingar.“ Óþægilegt strípiklúbbamál Björn Valur segir það einnig um­ hugsunarvert að þótt sekt manna sé kannski ekki mjög alvarleg sé stundum heppilegra að þeir hætti, sé ljóst að það muni aldrei ríkja frið­ ur um störf þeirra eða traustið verði ekki unnið aftur. Það eigi til dæmis við í máli Björg­ vins Björgvinssonar, yfirmanns kyn­ ferðisbrotadeildar lögreglunn­ ar, sem var færður tímabundið til í starfi vegna ummæla sinna um kyn­ ferðisbrot. „Þessi málaflokkur er þess eðlis að það verður að ríkja fullt traust og trúnaður á milli almenn­ ings og lögreglu. Þannig að það hefði kannski reynst málaflokknum happadrýgra ef nýr einstaklingur hefði tekið við og öðrum verið falið þetta verkefni.“ Það hefði einnig átt við þegar það komst upp að Pálmi Jónsson, fjármálastjóri Knattspyrnusam­ bands Íslands, hafði eytt 3,2 millj­ ónum á strípiklúbbi í Sviss. Kortið sem hann notaði var í eigu KSÍ en Pálmi greiddi upphæðina sjálfur svo sambandið yrði ekki fyrir fjár­ hagslegum skaða vegna málsins. Málið var afar umdeilt og mennta­ málaráðherra krafðist svara við því hvernig það atvikaðist að svo háar upphæðir voru dregnar af greiðslu­ korti Knattspyrnusambandsins á nektardansstað. Stjórn KSÍ fundaði um málið, veitti Pálma áminningu og bað þjóðina afsökunar en ákvað að aðhafast ekkert frekar í málinu, þótt málið hefði rýrt traust á KSÍ. Mistökin kenna okkur á lífið „Oft er mikil refsing falin í því að færa menn til í starfi,“ segir Björn Valur. „Það er talsvert áfall fyr­ ir viðkomandi og ákveðin skilaboð um að menn hafi ekki staðið undir væntingum þótt þeir hafi ekki gerst sekir um alvarlega vanrækslu sem er þess eðlis að það beri að víkja þeim úr starfi. Þannig að það eru ýmsir fletir á þessu. Auðvitað verður líka að draga einhver mörk. Það er ekki þar með sagt að um leið og grunur kvikni eigi menn að víkja úr opinberum embættum. Ég held samt að það sé algjörlega nauðsynlegt að við reyn­ um að endurskoða hug okkar mikið betur og draga upp einhverja mynd af því fyrir hvað við viljum standa sem þjóð.“ Björn Valur viðurkennir líka að það sé eðlilegt að gera mistök, allir geri mistök og það sé erfitt að setja niður einhverjar reglur í svona mál­ um. Stundum eru mistökin þess eðlis að hægt sé að læra af þeim og halda áfram. Í slíkum tilfellum væri ósanngjarnt að fara fram á að við­ komandi viki. „Það eru auðvitað mistökin sem gera mann að skárri manni og kenna manni sitthvað á lífið. Síðan er það ákveðin lína sem við sem samfélag þurfum að átta okkur á hvar liggur varðandi það hvenær menn hafi gerst svo brot­ legir í starfi að það varði við siðferð­ iskennd þeirra eða siðferðisþroska og verði ekki bætt með afsökunar­ beiðni.“ n Albert Guðmundsson Eyþór Arnalds Bjarni Harðarson Steinunn Valdís Óskarsdóttir Guðmundur Árni Stefánsson Þórólfur Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.