Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn
E
inhver viðbjóðslegasta starf
semi á fjármálamarkaði á sér
stað í svokölluðum smálán
um. Rekstur lánafyrirtækj
anna byggist upp á „lög
legum“ en siðlausum lánum sem
bera okurvexti. Og þetta gefur af sér
gríðarlegan hagnað ef marka má að
fyrirtæki í þessum geira hafa sprottið
upp eins og gorkúlur. Ef miðað er við
auglýsingafarganið eru eigendurnir
að græða á tá og fingri.
Það ömurlega við rekstur smá
lánafyrirtækjanna er að þau gera
út á ógæfu. Þau fá ungt fólk til þess
með gylliboðum að taka smálán.
Sum þeirra bjóða vaxtalausar 15
þúsund krónur. Það er afskaplega
þægileg og einföld lausn að senda
SMS og fá umsvifalaust slíkt lán. En
það er í smálánunum eins og í dóp
inu. Fyrsta sprautan fæst frítt svo
dópsalinn komi sér upp tekjulind í
ógæfu fíkils.
Og nú liggja saman leiðir dópsal
anna og eigenda smálánafyrirtækj
anna. Hópur ungra fíkla hefur notað
hina auðveldu leið smálánanna til
þess að fjármagna neyslu sína og er
nú í miklum vandræðum með lög
fræðinga, blóðhunda okurfyrirtækj
anna, á hælunum. Þessir unglingar
eru bæði fastir í vítahring dóps og
skulda. Dópsalinn og okurlánarinn
eiga sameiginlega hagsmuni í að
viðhalda ástandinu og ná sem mestu
út úr fórnarlömbum sínum.
Hjalti Björnsson, áfengisráðgjafi
á Vogi, vakti athygli á alvöru þessa
máls í mánudagsblaði DV. Hann
sagði að það kæmi sér á óvart hversu
stórt vandamálið væri og hve margir
ættu um sárt að binda. „Það er ólíð
anlegt að það séu einhver svona fyr
irtæki að fjármagna neysluna,“ sagði
Hjalti. Hann bendir á að ungt fólk í
vímu geti fengið lán af þessum toga.
„Þetta er svo siðlaust,“ sagði ráð
gjafinn sem þekkir til stórs hóps for
eldra sem í örvæntingu eru að reyna
að borga börnin sín út úr klóm smá
lánafyrirtækjanna.
Alþingi hefur fram að þessu sýnt
málinu skeytingarleysi. Þó eru dæmi
um að þingmenn og ráðherrar hafi
poppað upp og lofað að koma bönd
um á þessi fyrirtæki. Efndir eru enn
þá ekki neinar. Og áfram heldur
hringekjan sem steypir ungu fólki
í glötun. „Komdu til okkar og fáðu
vaxtalausar 15 þúsund krónur,“ kalla
þeir blíðum rómi. Og svo byrjar of
beldið og þeir gera þig gjaldþrota.
Eflaust er þetta allt saman löglegt.
En það er alveg klárt að þarna er á
ferðinni siðleysi. Aðferðir dópsal
ans speglast í þeim gjörningi að
láta ungt fólk fá vaxtalaust lán til að
venja það við.
Koss Björns Vals
n Björn Valur Gíslason, þing
flokksformaður Vinstri
grænna, er ekki í stuðnings
mannaliði Ólafs Ragnars
Grímssonar, núverandi for
seta Íslands. Þetta kann að
hljóma einkennilega þar
sem pólitískar rætur for
setans og Björns Vals liggja
samhliða í Alþýðubanda
laginu sáluga og VG. Björn
er þekktur fyrir að hafa upp
nefnt þjóðhöfðingjann sem
forsetaræfilinn. En nú hef
ur hann iðrast og leggur til
á bloggi sínu að handhafar
forsetavalds kveðji Ólaf með
kossi við brottför og taki
þannig við valdinu.
Dorrit á
Sámsstöðum
n Ólafur Ragnar Grímsson og
Dorrit Mouessaieff festu kaup
á hinu ágætasta húsi í Mos
fellsbæ í ársbyrj
un. Var það talin
vísbending um
að hann hygðist
draga sig í hlé
frá forseta
embættinu
sem varð
ekki og búa
hjónin áfram á Bessastöð
um. Húsið í Mosfellsbæ er
þeim eigi að síður hjartfólg
ið ef marka má bæjarblaðið
Mosfelling sem staðhæfir að
Dorrit hafi nefnt nýja heim
ilið Sámsstaði, til heiðurs
hundi sínum.
Simmi og guðlastið
n Þeir eru ekki margir hér
lendis eða erlendis sem
standa með rússsneska
leiðtoganum Vladimír Pútin
í baráttu hans gegn pönk
urunum í Pussy Riot sem
geta átt von á nokkurra ára
fangelsi fyrir að hafa beðið
þess upphátt í kirkju að
Pútin hyrfi úr embætti. Út
varpsmaðurinn Sigmar Vil-
hjálmsson tjáði sig um málið
í þætti sínum, Simmi og Jói
á Bylgjunni, þar sem hann
benti á að stúlkurnar væru
uppvísar að guðlasti. Mátti
skilja málflutninginn sem
svo að fyrsti stuðningsmað
ur Pútins á Íslandi hefði
stigið fram.
Óvíst með Svavar
n Fátt hefur heyrst af
áformum hjónanna Svavars
Halldórssonar og Þóru Arn-
órsdóttur eftir að Þóra tap
aði baráttunni um Bessa
staði. Hún hefur látið í ljós
von um að koma Svavari á
sjóinn og fara í doktorsnám.
Bæði eiga þau vís störf á
Ríkisútvarpinu en erfitt
verður fyrir Þóru að snúa
aftur undir formerkjum
óháðrar fréttamennsku. Aft
ur á móti gæti Svavar snúið
aftur ef metnaður hans leyf
ir slíkt. Þá gæti Þóra auð
veldlega farið í framboð
fyrir hvern þann flokk sem
henni sýndist.
Mótið leggst
vel í mig
[Ísland] hefur
verið yndislegt
Tinna Kristín Finnbogadóttir keppir á Ólympíuskákmótinu. – DV Hollywood-stjarnan Russell Crowe kvaddi Ísland. – Twitter
„Þetta er svo siðlaust“
É
g fagna því að það eigi að rann
saka viðskiptahætti birgja og
smávöruverslana. Þetta mál hef
ur verið mér hugstætt lengi. Ég
rak litla heildverslun með hársnyrti
vörur á árunum 1986 til 2000 og voru
Aðföng einn af mínum viðskiptavin
um. Aðföng var innkaupafélag fyrir
Baug sem þá rak Hagkaup og Bónus
en keypti nokkru seinna 10–11. Ég tel
að það hafi verið algjört klúður hjá
Samkeppniseftirlitinu að hleypa þeirri
sölu í gegn, því þá var Baugur kominn
með yfir 40 prósent af matvörumark
aðnum.
Kúgun í krafti stærðar
Að gefnu tilefni langar mig að vekja
athygli á því hvernig þessir aðilar
stunduðu viðskipti; með undirliggj
andi hótunum og kúgun. Alltaf þegar
ég var kölluð á fund í Aðföngum var
það til þess að krefjast meiri afslátt
ar og ef ég maldaði í móinn var gefið
í skyn að viðskiptum við mitt fyrir
tæki yrði hætt. Skýrt var tekið fram
að ég mátti ekki hækka vöruna þrátt
fyrir að gengi og frakt hækkaði og
mátti alls ekki gefa öðrum verslunum
meiri afslátt en Baugur fékk. Í fyrstu
þegar ég fór að selja Aðföngum vör
ur fengu þeir 10 prósenta afslátt eins
og Fjarðarkaup, það var var mesti af
sláttur sem ég gaf á þeim tíma. Þegar
ég hætti mínum viðskiptum voru Að
föng komin með 25 prósenta afslátt en
Fjarðarkaup ennþá með 10 prósent.
Ég er ekki að halda því fram að það sé
eitthvað óeðlilegt við að Aðföng fengu
hærri afslætti í krafti stærðar sinnar
en þarna var of mikill munur á.
Óttaslegnir birgjar
Ég hef það fyrir satt að það voru fleiri
birgjar og framleiðendur sem voru að
kvarta yfir viðskiptaháttum Aðfanga
á þessum tíma en þorðu ekki heldur
að koma fram af ótta við að vera sagt
upp viðskiptum. Mér er mjög minn
isstætt þegar Jóhannes í Bónus kom
fram í sjónvarpsviðtali og var spurður
um þessi atriði. Þá svaraði hann því til
að hann léti kúnnana sína alltaf njóta
afsláttarins sem þeir fengju hjá birgj
um enda vinur litla mannsins. Stað
reyndin var hins vegar sú að á þessum
tíma var varan mín ódýrari í Fjarðar
kaupum heldur en í verslunum Jó
hannesar þrátt fyrir 15 prósenta mun
á innkaupsverði!
Iceland eða nýja Ísland?
Áður en Jóhannes í Bónus komst
í einokunaraðstöðu skrifaði hann
merkilega grein um hvernig of stór
markaðshlutdeild einstakra fyrir
tækja hækkaði vöruverð – kannski
hann vilji endurbirta hana núna? Jó
hannes er mættur aftur með risakeðj
una Iceland, fer mikinn og stefnir
á að ná stórum hluta markaðarins.
En hvað með nýja Ísland; heilbrigða
samkeppni og góða viðskiptahætti?
Ég vil minna okkur neytendur á að við
höfum val, ennþá.
Vinur litla mannsins, kominn aftur!
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16 22. ágúst 2012 Miðvikudagur
„Ég er ekki að halda
því fram að það sé
eitthvað óeðlilegt við
að Aðföng fengu hærri
afslætti í krafti stærðar
sinnar en þarna var of
mikill munur á.
Aðsent
Áslaug Harðardóttir
„Komdu til
okkar og
fáðu vaxtalausar
15 þúsund krónur