Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Síða 17
En fólkið er okkur gott Þetta er svo siðlaust Pedro og Aldo byggja upp fjölmiðlaveldi á Íslandi. – DVHjalti Björnsson áfengisráðgjafi gagnrýnir smálán. – DV Spurningin „Nei, og ég held að ég geti ekki mælt með þeim.“ Hermann Hreiðarsson 38 ára knattspyrnukappi „Nei. Ég held samt að þau séu hættulega freistandi.“ Hrefna Björg Gylfadóttir 17 ára menntaskólanemi „Nei, aldrei. Ég trúi því vel að þau geti verið hættuleg ungu fólki.“ Davíð Þorsteinsson 63 ára eðlisfræðikennari „Nei, hvorug okkar. Það er örugg- lega frekar léleg ákvörðun.“ Ásdís Kristjánsdóttir og Fríða Halldórsdóttir 18 ára menntaskólanemar „Nei, það hef ég ekki gert. En þau hafa skapað áhugaverða umræðu í samfélaginu.“ Skúli Þórðarson 30 ára pylsusali Hefur þú tekið smálán? 1 Bjarni fluttur í glæsihús Bjarni Ármannsson flutti nýlega með fjölskyldu sína inn í glæsilegt hús í Frederiksberg í Kaupmannahöfn. 2 Öfgafemínisti á túr í strætó Hildur Lilliendahl deildi með lesendum sínum upplifuninni af því að fara á túr í strætó. 3 Býr í bílnum: „Ég kemst ekkert í húsið“ Særún Stefánsdóttir öryrki hefur þurft að búa í bílnum sínum sökum fátæktar. 4 Pete Burns í reðasafninu Breski sjónvarpsmaðurinn tekur upp efni í nýja þáttaröð. 5 „Mitt ráð: Bendið kröfuhafan-um á barnið sjálft“ Pétur Blöndal er harðorður um starfsemi smálánafyrirtækja. 6 Hjálpar einmana fólki úr einangrun Sunna Rós Baxter stofnaði Facebook- hóp fyrir fólk sem langar til að kynnast nýju fólki. 7 Grýttu húsráðanda Jón Þorgeir Ragnarsson varð fyrir barðinu á ungmennum sem reyndu að veiða kanínur í Elliðaárdalnum. Mest lesið á DV.is Á ríkið eignarhlut í Hörpunni? E ftir ítarlega skoðun, þar sem skoð- að var hvert einasta skjal frá Al- þingi frá árinu 2000 til dagsins í dag, er alveg ljóst að ríkissjóður hefur enga ábyrgð tekið á byggingu eða rekstri tónlistarhússins Hörpunnar. Í gögnum hjá Fyrirtækjaskrá, um stofnun Austurhafnar – TR ehf. er að finna fundargerð stofnfundar, dagsetta 10. apríl 2003, sem haldinn var að Sölv- hólsgötu 4, Reykjavík. Fund þennan sátu starfsmenn þriggja ráðuneyta, einn frá Reykjavíkurborg, þrjár tilteknar persón- ur, hæstaréttarlögmaður sem fundar- stjóri og héraðsdómslögmaður sem fundarritari. Athygli vekur að hrl. fundarstjórinn kallar ekki eftir umboði frá Alþingi til handa þeim sem segjast hafa heimild til að stofna þetta félag fyrir hönd ríkisins. Ekki er heldur kallað eftir umboði borg- arstjórnar Reykjavíkur. Heimildir fyrir því að ríkissjóður og Reykjavíkurborg séu stofnendur þessa einkahlutafélags eru því engar og slíkar heimildir hvergi finnanlegar. Undirritað án umboðs Í 4. gr. stofnsamnings félagsins segir að íslenska ríkið eigi 54 prósent í fé- laginu og Reykjavíkurborg 46 prósent. Með þessu plaggi er ekkert heim- ildarplagg frá Alþingi, sem staðfesti þá ákvörðun Alþingis að þeim aðilum sem tilteknir eru í fundargerð stofn- fundar, sé heimilt að stofna þetta félag í nafni ríkisins. Undir þetta plagg skrifar einnig að- ili f.h. Reykjavíkurborgar, með stimpli borgarinnar en án þess að leggja fram nauðsynlegt heimildarplagg frá borg- arstjórn til staðfestingar á að stofnun félagsins og eignarhlutdeild sé heimil- uð. En undirritun, sem sögð er vera f.h. ríkisins, eru þriggja aðila sem undir- rita samninginn án umboðs. Öll nöfnin eru ólæsileg og engar kennitölur. Engin heimild frá Alþingi og ekkert umboð er heldur til þessara manna, sem veitir þeim löglega heimild til að undirrita f.h. ríkisins. Í tilkynningu til Hlutafélagaskrár, um stofnun einkahlutafélagsins Austurhafn- ar – TR ehf. er einnig getið um framan- greinda eigendur og eignarhluti. Engar samþykktir, heimildir eða umboð fylgja frá Alþingi eða borgarstjórn um heimild til að stofna þetta félag. Mesta athygli vekur að ríkisendur- skoðandi skuli hafa áritað og stimplað þetta plagg, þar sem honum hlýtur að hafa verið ljóst að Alþingi hafði ekki veitt heimild til stofnunar þessa félags og þar með gat félagið ekki verið í 54 prósenta eignarhlut ríkisins. Af þessu er ljóst að þjóðinni er í raun engin trygging í emb- ætti ríkisendurskoðanda, fyrir réttum vinnubrögðum við að skuldbinda rík- issjóð. Ríkissjóði óviðkomandi Eins og um er getið í upphafi, hef ég skoðað öll skjöl Alþingis er varða ákvarðanatökur, aftur til ársins 2000 og ekkert skjal fundið sem heimilar að hlutafélag sé stofnað með eignarhlut ríkissjóðs, til byggingar eða reksturs tónlistar- og ráðstefnuhúss. Einnig hef ég grandskoðað heimildakafla lagasafns Alþingis, í leit að heimild til stofnunar svona hlutafélags, en þar er enga slíka heimild að finna. Niðurstaða þessarar athugunar er því sú að tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa, sé ríkissjóði algjörlega óviðkom- andi. Eins og staðan blasir við að lokinni þessari umfangsmiklu könnun, virðist þarna á ferðinni mjög alvarlegt skjala- fals sem augljóslega á að hafa þann til- gang að ná verulegum fjármunum úr ríkissjóði og frá Reykjavíkurborg, vegna óraunhæfra áætlana sem einstaklingar settu af stað. Er þeim tilmælum hér með beint til ríkislögreglustjóra og saksóknara, að skoðuð verði ábyrgð þeirra einstaklinga sem stóðu að stofnun þessa félags, því eins og gögnin liggja fyrir, virðist ljóst að þarna hefur verið framið mjög alvarlegt skjalafals, þar sem á mjög óábyrgan hátt er reynt að koma byggingu og rekstri tónlistarhússins Hörpu bakdyramegin undir ábyrgð skattgreiðenda. Kátt á hjalla Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff tóku um helgina þátt í málþingi íslenskra og kínverskra vísindamanna í tilefni af siglingu kínverska ísbrjótsins Snæ- drekans (Xuelong) um norðurpólinn og norðausturleiðina. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Umræða 17Miðvikudagur 22. ágúst 2012 Þær eru mjög dug- legar að koma Mæður hljómsveitarmeðlima Melchior koma gjarnan á tónleika. – DV H ermann Guðmundsson, fyrr- verandi forstjóri olíurisans N1, er einn hjartahlýjasti krafta- verkamaður íslenskrar við- skiptasögu. Hermann stýrði fyrirtæki sínu af snerpu og áræði. Og alltaf var í öndvegi samúðin með þeim smáa. Þannig var himinhátt bensínverð eingöngu til þess að tryggja að Atl- antsolía, Skeljungur og Olís færu ekki á hausinn með tilheyrandi skaða fyr- ir viðskiptalífið. Þetta upplýsti Her- mann í viðtali við Viðskiptablaðið. Olíurisinn N1 hefur gengið í gegn- um miklar þrengingar. Stjórnar- formaðurinn Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæð- isflokksins, barðist um á hæl og hnakka í lánastofn- unum í útlöndum til að tryggja að félagið lifði. Með samstilltu átaki er- lends banka og íslenskra lífeyrissjóða tókst að halda fyrirtækinu á floti og í þeirri stöðu að geta vernd- að hin olíufyrir- tækin. Svimandi hátt bensínverð og afskriftir tuga milljarða tryggðu að Hermann gat haldið verndar- hendinni á lofti. Það er sjónarsviptir að Hermanni. Þetta er olíusalinn sem gerðist bóka- útgefandi. Hann gaf út bækur með Jónínu Ben og Björgvin G. Sigurðssyni. Jónína seldist nokkuð en hin lítið. Niður- staðan var sú að stórtap varð á ævintýrinu. En há verð- lagning bókanna var auðvit- að til að tryggja afkomu lítilla bókaforlaga. Hermann vildi ekki setja neinn á haus- inn. Og lífeyrissjóð- irnir tryggðu að þessi Hrói Höttur olí- unnar gæti haldið áfram að spenna upp eldsneytisverð til að vernda smælingjana. Og það er einhvern veginn þannig að öll þessi mann- gæska verður til þess að Svarthöfði borgar með bros á vör 240 krónur á lítra. Mest af þessu rennur jú til góð- gerðarmála. Það er brýn nauðsyn til þess að Hermann Guðmundsson komist aft- ur í þá aðstöðu að hygla smælingjum samfélagsins. Það ráðslag eigenda N1 að reka manninn er ófyrirgefanlegt. Þú rekur ekki Hróa Hött nema þú sért illur fógeti. Þjóðin þarf að sameinast um að finna þessu olíuborna gull- hjarta nýjan vettvang. Hermann er auðvitað ráðherraefni ef hvergi finnst smuga í einkageiranum. Sameinumst um að finna honum nýjan stall. Svarthöfði Olíuborið gullhjarta „Niðurstaða þessarar athugunar er því sú að tónlistar- og ráðstefnu- húsið Harpa sé ríkissjóði algjörlega óviðkomandi. Aðsent Guðbjörn Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.