Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2012, Side 20
Lyktin skiptir öllu máli n Vond lykt hefur meiri áhrif en slæmt skopskyn A ð líta vel út, hafa gott skopskyn og koma vel fyrir er alls ekki nóg þegar farið er á stefnumót. Hvernig þú lyktar getur nefni- lega haft úrslitaáhrif, ef marka má könnun sem vefmiðillinn Huffington Post lagði fyrir lesendur sína. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja þrír af hverjum fjórum Bretum meina að ef einstak- lingurinn sem þeir hitta lyktar illa dragi það verulega úr áhuga þeirra á honum. Vond lykt er meira óaðlað- andi en slæmt skopskyn, en aðeins um 14 prósent þeirra sem tóku þátt í könnunni sögðu þann þátt hafa afger- andi áhrif. Reykingalykt er sú lykt sem karl- menn vilja síst finna af hinu kyninu, en tæplega 45 prósent karla sögðu slíka lykt gera konur mjög óaðlað- andi. Andremma kom þar á eftir, en rúmlega 30 prósent karla sögðu hana hafa mikil áhrif. Konur eru ekki eins harðar á reykingalyktinni og karlmenn en þeim finnst síst aðlaðandi að finna andremmu af hinu kyninu. Rúm- lega 40 prósent kvenna sögðu þá lykt draga úr áhuga þeirra á körlum. Um 30 prósent kvenna sögðu hins vegar reykingalyktina hafa mest áhrif. Önnur lykt, eins og súr áfengislykt, táfýla og lykt af gervibrúnku virðist hafa minni áhrif en undir 10 prósent- um þátttakenda í könnunni sögðu þessa lykt skipta máli. Miðað við þessar niðurstöður er því best að þrífa sig vel fyrir stefnumót og vera í hreinum fötum. Þá er einnig skynsamlegt að tannbursta sig vel og vandlega. 20 Lífsstíll 22. ágúst 2012 Miðvikudagur 1 Hvítt hveiti Sumir læknar halda því fram að mataræðið hafi ekki áhrif á ástand húðar en niðurstöður ástralskar rannsóknar sýna annað. Próf- aðu að taka út hvítt brauð og pasta. 2 Sofðu á bakinu Samkvæmt rannsókn amerískra vísindamanna færðu frekar hrukkur ef þú sefur alltaf í sömu stellingunni. Í niðurstöðunum kom í ljós að það er best að sofa á bakinu ef þú vilt slétta húð. 3 Verðu þig Ef þú vinnur með sterk efni eða í vatni skaltu muna að nota hanska. Sérstaklega ef þú þjáist af exemi. 4 Notaðu sólarvörn Ekki eyða peningum í sólarvörn með himin- hárri SPF-vörn. Samkvæmt rannsókn ver sólarvörn númer 50 okkur gegn um 98% af útfjólubláum geislum á meðan vörn númer 100 ver okkur fyrir 99%. Þetta er frekar spurning um að bera oftar og meira á sig. 5 Fáðu þér rauðvín Vínber innihalda kraftmikil andoxunar- efni sem vinna gegn áhrifum öldrunar. Ekki drekka of mikið – glas á dag er yfirdrifið. 6 Andlitsnudd Gefðu sjálfum þér fimm mínútna nudd með uppáhaldskreminu þínu. 7 Notaðu báðar hendur Rannsóknir hafa sýnt að rétthend- ir bera meira af sólarvörn á vinstri hlið líkamans og svo öfugt. Vertu viss um að bera á allan líkamann. 8 Njóttu skuggans Endur-teknar grettur mynda hrukkur og línur. Settu á þig sólgleraugu eða hafðu það gott í skugganum. 9 Borðaðu fisk Heilbrigð húð þarf á hollri fitu að halda. Lax er fullur af ómega-3 fitusýrum. Skelltu honum á grillið. 10 Hafragrautur á morgn-ana Samkvæmt bandarískri rannsókn hafa hafragrjón róandi áhrif á húðina. 11 Skrúbbaðu Nýjar húðfrumur eru sífellt að myndast. Með aldrin- um hægist á ferlinu en þú getur flýtt fyrir með því að skrúbba létt yfir andlitið. 12 Forðastu transfitu Þessi framleidda fita skemmir húðina, ef marka má húðsérfræðinginn Ariel Haus. 13 Andaðu rólega Samkvæmt stórri rannsókn hefur andlegt ástand áhrif á húðina. Stress og álag verður til þess að bólur og exem versna. Prófaðu jóga! 13 leiðir að bólu- lausri húð Ekki reykja! Karlmönnum þykir það mjög óaðlaðandi að finna reykingalykt af konum sem þeir fara á stefnumót með. U m eitt prósent af mannkyn- inu er kynlaust (e. asexual) ef marka má fullyrðingar sérfræðinga sem rannsak- að hafa kynferðislega hegð- un einstaklinga í fjölda ára. Kyn- lausir einstaklingar eru þeir sem laðast ekki kynferðislega að öðrum einstaklingum og hafa jafnvel aldrei fundið fyrir löngun í kynlíf eða kyn- ferðislegar athafnir. Anthony Bogaert, prófessor við Brock-háskóla í Kanada, fór fyrir rannsókninni og hefur nú ritað bók- ina Understanding asexuality, sem fjallar meðal annars um niðurstöð- ur rannsóknarinnar, en bókin kem- ur út í september. Kynlausum fer fjölgandi Sé miðað við að um eitt prósent af mannkyninu sé kynlaust þá eru um sjötíu milljónir einstaklinga í heim- inum sem ekki hafa neina kyn- hvöt. Í bók Bogaerts kemur fram að þessum einstaklingum fari fjölg- andi. Hann vill meina að hugsan- lega megi rekja ástæðuna til klám- væðingarinnar sem sífellt ágerist í menningunni. Hún leiði einfaldlega til þess að sumir einstaklingar verða afhuga kynlífi. Bogaert telur að kynleysi hafi ekki verið rannsakað nógu mikið og þeir einstaklingar sem telja sig kyn- lausa geti fundist þeir utanveltu í samfélaginu vegna þess. Aðrir sér- fræðingar hafa bent á að kynleysi sé ekki nýtt af nálinni og þrátt fyrir að sífellt fleiri stígi fram og segist vera kynlausir þýði það ekki endilega að kynlausum fari fjölgandi heldur frekar að samfélagið sé orðið opnara og því þori fleiri að viðurkenna að þeir tilheyri þessum hópi. Vilja jafnvel eignast börn Bogaert vill meina að það séu tvær tegundir af kynleysi. Annars vegar er um að ræða einstaklinga sem hafa einhverja kynhvöt sem beinist þó ekki að öðrum. Einstaklingar í þess- um hópi fá útrás fyrir kynhvötina og fullnægja þörfum sínum með sjálfs- fróun. Sumir þeirra vilja jafnvel eiga í tilfinngasambandi og eignast börn, en nýta sér þá tæknifrjóvgun. Hins vegar er um að ræða einstaklinga sem hafa enga kynhvöt eða þörf fyrir kynferðislega full- nægingu, hvorki með sjálfum sér né öðrum. Þegar Bogaert talar um að eitt prósent mannkyns sé kynlaust þá á hann við síðari hópinn. Nýr heimur opnast Kynlausir einstaklingar hafa lýst því hvernig opnaðist fyrir þeim nýr heimur þegar þeir kynntust hug- takinu og hvað það stendur fyr- ir. Joshua Hatton, 23 ára nemandi frá Birmingham, er einn þeirra. Hann sagði frá því í viðtali við The Independent hvernig allt hefði komið heim og saman þegar hann kynnti sér hugtakið. „Ég þurfti ekki lengur að ljúga að sjálfum mér og gat verið ég sjálfur. Samfélagið gerir ráð fyrir því að ungir menn stundi kæruleysislegt og skul- bindingalaust kynlíf. Nú líður mér miklu betur,“ sagði Hatton í samtali við The Indepentent. Kynlausum fjölgar n Sumir hafa kynhvöt sem beinist ekki að öðrum einstaklingum Engin kynhvöt Kynlausir einstak- lingar finna ekki fyrir löngun í kynlíf eða kynferðislegar athafnir. Prófessor Anthony Bogaert hefur rann- sakað kynleysi og bók hans Understanding asexuality kemur út í september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.