Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2012, Blaðsíða 25
Eiður Smári ekki í hópnum n Landsliðshópurinn gegn Noregi og Kýpur valinn E iður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi íslenska lands- liðsins sem mætir Noregi og Kýpur í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni HM. Landsliðshópur- inn var tilkynntur á þriðjudag. Norðmenn verða fyrstu mótherj- ar Íslendinga en leikið verður á Laugardalsvelli föstudaginn 7. sept- ember næstkomandi. Síðan er leikið gegn Kýpur í Larnaca þriðjudaginn 11. september. Eiður Smári, sem er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi, er enn án félags en hann fékk samningi sínum við gríska félag- ið AEK rift fyrr í sumar. „Hann er frábær leikmaður en ég tel að það séu röng skilaboð að velja hann. Við þurfum leikmenn sem geta spilað 90 mínútur og þú veist aldrei hvað getur gerst í undirbúningi fyr- ir leik,“ sagði Lars Lagerbäck á frétta- mannafundi á þriðjudag, að því er fotbolti.net greinir frá. Leikmanna- hópurinn er skipaður 22 leikmönnum en aðeins tveir þeirra leika hér á landi, markverðirnir Gunnleifur Gunnleifs- son og Hannes Þór Halldórsson.   Hópur Íslands Markmenn Gunnleifur Gunnleifsson, FH Hannes Þór Halldórsson, KR Haraldur Björnsson, Sarpsborg Varnarmenn Indriði Sigurðsson, Viking FK Grétar Rafn Steinsson, Kayeserispor Birkir Már Sævarsson, Brann Kári Árnason, Rotherham Ragnar Sigurðsson, FCK Bjarni Ólafur Eiríksson, Stabæk Sölvi Geir Ottesen, FCK Ari Freyr Skúlason, Sundsvall Miðjumenn Emil Hallfreðsson, Verona Aron Einar Gunnarsson, Cardiff Helgi Valur Daníelsson, AIK Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Rúrik Gíslason, OB Eggert Gunnþór Jónsson, Wolves Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham Sóknarmenn Birkir Bjarnason, Pescara Kolbeinn Sigþórsson, Ajax Alfreð Finnbogason, Hereenveen Björn Bergmann Sigurðarson, Wolves Sport 25Miðvikudagur 29. ágúst 2012 Hæstánægður með Johnson Martin O‘Neill, knattspyrnustjóri Sunderland, er hæstánægður með þá ákvörðun Adams Johnson að ákveða að velja Sunderland. Johnson skrifaði undir samning við félagið á dögunum en hann kemur frá Englandsmeisturum Manchester City þar sem hann fékk fá tækifæri. „Ég er ánægður með að hann hafi valið okkur. Ég er spenntur fyrir hönd stuðnings- manna sem nú fá tækifæri til að horfa á hann í búningi félagsins. Þetta er langt tímabil en ef hann verður laus við meiðsli verður hann algjör lykilleikmaður hjá okkur,“ segir O‘Neill en kaupverðið á Johnson var 12 milljónir punda, um 2,3 milljarðar króna. Höfnuðu tilboði City í Sinclair Swansea City, sem situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tvær umferðir, hefur hafn- að tilboði frá Manchester City í sóknarmanninn Scott Sinclair. Tilboðið hljóðaði upp á 6,2 millj- ónir punda, 1,2 milljarða króna. Sinclair, sem er 23 ára, var ekki í leikmannahópi Swansea um liðna helgi þegar liðið rúllaði yfir West Ham. „Ef þeir vilja fá leikmann- inn verða þeir að gera betur. Þetta hefur dregist lengi en ég vona að það verði kominn botn í þetta á næstu dögum,“ segir Huw Jenkins, stjórnarformaður Swansea, í sam- tali við BBC. Gerrard þarf að fara Sven-Göran Eriksson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari Englands, segir að Steven Gerrard ætti að yfirgefa Liverpool vilji hann ein- hvern tímann vinna ensku úr- valsdeildina. Gerrard, sem er 32 ára, hefur unnið nokkra titla með Liverpool, meðal annars Meist- aradeild Evrópu, en aldrei unnið ensku úrvalsdeildina. Eriksson segir að Gerrard muni aldrei vinna deildina með Liverpool. „Hann þarf líklega að skipta um félag til að vinna þessa deild. Spurn- ingin er sú hvort hann vilji það,“ segir Eriksson og bætir við að margt þurfi að breytast hjá Liver- pool sem hefur ekki unnið ensku deildina síðan árið 1990. „Eigend- urnir þurfa að koma með meira fjármagn og kaupa réttu menn- ina. Þegar ég horfi á liðið sé ég bara þrjá leikmenn í heimsklassa: Steven Gerrard, Luis Suarez og Pepe Reina.“ H ið moldríka og stjörn- um prýdda félag Paris St. Germain hefur ekki riðið feitum hesti frá fyrstu viður- eignum sínum í frönsku úr- valsdeildinni í vetur. Þrjú jafntefli í þremur leikjum og döpur spila- mennska hefur vakið athygli, ekki síst í ljósi þess að félagið sankaði að sér rándýrum leikmönnum í sum- ar. Paris St. Germain, sem Carlo Ancelotti stýrir, situr sem stendur í 11. sæti frönsku deildarinnar og er nú þegar sex stigum á eftir toppliði Marseille sem er með fullt hús stiga. Gengi Parísarliðsins hefur valdið miklum vonbrigðum enda ætluðu forsvarsmenn félagsins að byggja ofan á gott gengi liðsins í fyrra þegar það rétt missti af franska meist- aratitlinum til Montpellier. Milljarðamennirnir Paris St. Germain byrjaði tímabilið með 2–2 jafntefli á heimavelli gegn Lorient þann 11. ágúst síðastliðinn – liði sem átti að vera lítið annað en fallbyssupúður fyrir leikmenn Par- ísarliðsins. Félagið eyddi meira en hundrað milljónum evra, rúmlega fimmtán milljörðum króna, í nýja leikmenn í sumar. Meðal þeirra sem gengu í raðir félagsins má nefna sóknar- mennina Zlatan Ibrahimovic og Ezequiel Lavezzi sem kostuðu sam- tals 75 milljónir evra, rúmlega ell- efu milljarða króna. Þá keypti félag- ið einnig varnarmanninn Thiago Silva frá Milan á 38 milljónir evra, 5,7 milljarða króna, og miðjumann- inn unga Marco Verratti, eina helstu vonarstjörnu ítalska boltans sem fél- agið borgaði rúman einn og hálfan milljarð króna fyrir. Þá mun Brasilíu- maðurinn Lucas Moura ganga í rað- ir félagsins í janúar en PSG greiðir 35 milljónir evra, 5,2 milljarða króna, fyrir þjónustu hans. Mótlæti í byrjun móts Þrátt fyrir jafntefli gegn Lorient í fyrstu umferðinni voru stuðnings- menn Parísarliðsins jákvæðir: Zlat- an Ibrahimovic skoraði jú bæði mörk liðsins. Ekki tók þó betra við í næsta leik Parísar – gegn Ajaccio á úti- velli sem var spáð döpru gengi í vet- ur. Sóknarmönnum Parísarliðsins virtist fyrirmunað að skapa sér færi og þegar upp var staðið þótti Par- ísarliðið heppið að sleppa með markalaust jafntefli. Ezequiel Lavezzi var rekinn út af í leiknum og mótlætið virtist einnig fara í skapið á stjóranum, Ancelotti, sem var send- ur upp í stúku fyrir kjaftbrúk. Thiago Silva hefur glímt við meiðsli í upp- hafi leiktíðar en ætti þó að verða klár í næsta leik Parísarliðsins. Tæknilegt vandamál Um helgina mætti Paris St. Germain liði Bordeaux á heimavelli og von- uðu stuðningsmenn félagsins að í þeim leik myndi liðið komast á rétt- an kjöl. En líkt og í fyrstu tveimur leikjunum virtist liðið eiga í erfið- leikum með að ná saman og skapa sér alvöru færi. Liðið var að vísu 60 prósent með boltann og átti fleiri marktilraunir, en það dugði ekki til. Markalaust jafntefli var niðurstaðan og hefur liðið nú aðeins skorað tvö mörk í fyrstu þremur umferðunum. „Þetta er tæknilegt og taktískt vandamál,“ sagði stjórinn, Carlo Ancelotti, niðurlútur í leikslok. „Við þurfum að bæta yfirbragð liðsins á vellinum. Við vitum að við verðum að vinna titilinn – það er krafa,“ bætti hann við. Paris St. Germain á erfiðan útileik gegn Lille í næstu umferð og þar þarf liðið nauðsynlega að ná í þrjú stig. n n Paris St. Germain í 11. sæti frönsku deildarinnar n Krafa gerð um titil Milljarðalið í tóMu tjóni Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Mótlæti Ancelotti var sendur upp í stúku í leiknum gegn Ajaccio. Mótlætið virtist fara í taugarnar á stjóranum. Aðalstjarnan Zlatan Ibrahimovic þarf að skora mörk til að standa undir verðmiðan- um. Hann skoraði tvö í fyrsta leik en þau dugðu skammt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.