Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 12. september 2012 Miðvikudagur
É
g er náttúrulega mjög ósáttur
við þetta,“ segir Páll Sverrisson,
sem nafngreindur er í úrskurði
Persónuverndar. Persónuvernd
segir mistök hafa átt sér stað
sem rekja má til veikinda starfsmanna.
Páll kærði Heilbrigðisstofnun Aust
urlands fyrir að senda upplýsingar
um sjúkrasögu sína, sem hann hafði
óskað eftir, í almennum pósti en ekki
ábyrgðarpósti. Páll taldi vinnubrögð
stofnunarinnar í málinu óásættanleg,
enda gætu viðkvæmar upplýsingar
um sjúkrasögu hans hafa endað fyrir
mistök í pósthólfi annarra. Ábyrgðar
póstur er ekki afhentur nema gegn
undirskrift.
Hann óskaði eftir upplýsingun
um vegna kærumáls sem hann rek
ur. Forsaga þess máls er sú að hann
ljóstraði upp um deilu á milli tveggja
lækna sem hann varð vitni að. Í úr
skurði siðanefndar Læknafélags
ins, sem málið rataði til, kom svo
fram bútur úr sjúkrasögu Páls, sem
siðanefndin átti að afmá en gerði
ekki. Í annað sinn er nú óvandlega
farið með sjúkrasögu Páls.
Persónuvernd nafngreindi
Í úrskurði Persónuverndar er Heil
brigðisstofnun Austurlands snupruð
fyrir að senda ekki sjúkrasögu Páls
í ábyrgðarpósti. „Heilbrigðisstofn
un Austurlands (HSA) viðhafði ekki
nægar öryggisráðstafanir við út
sendingu sjúkraskráar Páls Sverris
sonar. Lagt er fyrir HSA að viðhafa
slíkar ráðstafanir eftirleiðis,“ segir
þar. Úrskurðurinn er opinber og er
Páll líkt og sjá má nafngreindur þar,
þrátt fyrir að í upphafi úrskurðarins
sé hann nefndur „A“. Hann er sá eini
sem er nafngreindur í úrskurðinum.
Þetta segist Páll vera ósáttur við og
hann kveðst vera að íhuga að kæra
Persónuvernd: „Ég er að íhuga mína
stöðu.“
Sigrún Jóhannesdóttir hjá Pers
ónu vernd segir að um mistök hafi
verið að ræða. „Þetta fór inn síðdeg
is í gær [mánudag] en þetta er farið
út. Í niðurstöðuorðunum var nafnið
hans fyrir mistök ekki afmáð,“ segir
hún. Aðspurð hvort ekki sé venjan
að afmá nöfn segir hún svo vera og
segir að aldrei áður hafi verið gerð
mistök á borð við þessi við birtingu
úrskurða Persónuverndar. „Það er
lögfræðingur sem sér um þetta en
hún er búin að vera mikið veik og
það var annar sem var að hlaupa
í skarðið og setja inn fréttir. Ég var
ekki búin að yfirfara þetta.“
Úrskurðað gegn siðanefnd
Forsaga málsins er sú að Persónu
vernd komst að þeirri niðurstöðu í
febrúar að siðanefnd Læknafélags
Íslands hafi verið óheimilt að birta
upplýsingar úr sjúkraskrám Páls í
úrskurði nefndarinnar sem birtist
í Læknablaðinu síðastliðið haust.
Páll hafði dregist inn í mál sem
var honum óviðkomandi, einn
læknir hafði kallað annan „fylli
byttu frá Borgarnesi“ og Páll hafði
orðið vitni að því. Hann kom mál
inu á framfæri og það endaði hjá
siðanefnd Læknafélagsins.
Siðanefndin úrskurðaði um
mál ið en greint var frá atriði úr
sjúkrasögu Páls. „Það er hægt að
lesa það úr gögnunum um hvern
er verið að ræða. Það vita all
ir hver ég er,“ sagði hann við DV
um málið á sínum tíma. Persónu
vernd komst að þeirri niðurstöðu
að siðanefndin hafi verið í órétti og
var gert að eyða upplýsingunum
um Pál úr vefútgáfu úrskurðarins í
Læknablaðinu. n
Klúðraði nafn-
leynd Kæranda
n Nafngreindur í úrskurði Persónuverndar n „Ég er mjög ósáttur “
Símon Örn Reynisson
blaðamaður skrifar simon@dv.is
„Ég er að íhuga
mína stöðu
Ósáttur Í annað sinn hefur
nú verið farið óvandlega með
sjúkrasögu Páls. Í þetta sinn
var það Persónuvernd.
Grafið eftir
sauðfé
Í kjölfar illviðrisins á mánudag
er óttast um afdrif fjölda sauð
fjár, einkanlega norðanlands, þar
sem veðrið var hvað verst, að því
er kemur fram í tilkynningu frá
Landssamtökum sauðfjárbænda.
Í mörgum tilvikum eru afréttir og
önnur beitilönd ósmöluð, enda
göngur og réttir í gangi fram eftir
septembermánuði.
Bændur hafa haft í nógu að
snúast við að huga að fé sínu og
koma því í skjól, bæði í heima
löndum og öðrum beitilöndum
eftir því sem fært er. Björgunar
sveitir hafa unnið að því með
bændum. Víða er hins vegar ill
fært eða ófært vegna snjóa, þó
veðrið hafi gengið niður.
Landssamtök sauðfjárbænda
vilja hvetja bændur til að leita sér
aðstoðar við að gæta að fénu, eft
ir því sem þörf er á. Miklu skiptir
að hægt sé að bjarga sem fyrst öllu
því fé sem fennt hefur yfir, ekki síst
ef snjóinn frá í gær tekur ekki upp
aftur á næstu dögum, stendur enn
fremur í tilkynningunni.
Grunur um
íkveikju á Nesinu
Grunur leikur á að reynt hafi
verið að kveikja í íbúð í fjölbýl
ishúsi á Seltjarnarnesi aðfara
nótt mánudags. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu urðu
sótskemmdir á stigagangi
hússins en íbúðin sem lagður
var eldur að er á áttundu hæð.
Eldurinn komst ekki inn
í íbúðina. Lögreglan seg
ir að ekki hafi verið mikil
hætta fyrir aðra íbúa hússins
sökum hversu hratt gekk að
slökkva eldinn. „En það er auð
vitað alltaf almannahætta á
ferð ef það er kveikt í, en þetta
fór betur en á horfðist sem bet
ur fer.“ Karlmaður er í haldi lög
reglu og málið er í rannsókn.