Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2012, Page 21
Rooney hreinskilinn í nýrri bók n Ronaldo fær dembu í bókinni Þ að á ekki af Cristiano Ron aldo, stórstjörnu Real Madrid, að ganga. Ekki aðeins eru uppi ýmsar getgátur um að hann hafi sett á svið fýluleikrit fyrir rúmri viku síðan til þess eins að knýja fram hærri laun og betri samning held­ ur og vandar fyrrum liðsfélagi hans, Wayne Rooney, honum aldeilis ekki kveðjurnar. Rooney hefur skrifað sína aðra bók sem kemur út í vikunni og fjall­ ar um tíu ára feril hans í ensku úrvals­ deildinni. Kennir þar ýmissa grasa en mesta athygli vekur að litlir kær­ leikar virðast vera milli hans og Crist­ iano Ronaldo fyrrum félaga hans hjá Manchester United. Fram kemur í bókinni að Rooney hafi aldrei vitað til þess að Portúgalinn geti gengið framhjá spegli án þess að stoppa og dást að sjálfum sér og hafa fjölmiðlar margir gert sér mat úr þeim ummælum. Segir landsliðsmaður­ inn enski þó ennfremur að Ronaldo megi eiga það skuldlaust að hann æfi ótrúlega mikið og lengi og geri jafnvel meira af því en aðrir liðsfélagar. Hætt er hins vegar við að sé einhver vinátta enn milli þessara tveggja kappa sé fyrir bí miðað við það sem Rooney segir um Ronaldo og Leo Messi. Tel­ ur Rooney engan vafa leika á að Leo Messi sé betri leikmaður. „Messi er betri en Ronaldo að mínu viti. Mér finnst reyndar Messi vera einn besti leikmaður allra tíma.“ Fátt setur Ronaldo meira úr jafn­ vægi en að bera skarðan hlut frá borði í samanburði við þennan erkióvin sinn innanvallar og utan. Spænskir miðlar hafa gert töluvert úr því upp á síðkastið að meira að segja Argentínumaður­ inn, sem venjulega gerir ekki lítið úr fólki opinberlega, er sagður hafa hleg­ ið vel og lengi ásamt liðsfélögum hjá Barcelóna að skyndiþunglyndi Ronald­ os hjá Real Madrid fyrir skömmu. Fleiri safaríkir molar eru sagð­ ir vera í bók Rooney sem ber heitið: Wayne Rooney – My Decade in the Premier League en óvíst er hvort skot hans á fyrrum liðsfélaga er ýkja góð hugmynd. Ekki aðeins gæti United einn daginn mætt liði Real Madrid og Ronaldo með en ekki síður eru vafalaust einhverjir liðsfélagar Roon­ ey sem eftirleiðis bjóða honum ekki með í veislur vitandi að ýmislegt gæti opinberast í bók. albert@dv.is Sport 21Miðvikudagur 12. september 2012 Áratugur í efstu deild Rooney lætur ýmislegt flakka í bókinni. Gætu orðið næsta stórveldi í evrópu F yrir sjö eða átta árum voru engar stjörnur í hópnum. Og ég held að við höfum ekki haft jafn hæfileikaríka leikmenn þegar við vorum upp á okk­ ar besta á níunda áratug síðustu ald­ ar,“ segir Rudy Nuyens, blaðamað­ ur belgíska blaðsins Laatste Nieuws, um belgíska landsliðið í knattspyrnu. Miðað við leikmannahóp liðsins er í raun ótrúlegt hvers vegna liðið hef­ ur ekki komist á stórmót undanfarin ár. Liðið situr í 40. sæti á styrkleika­ lista Alþjóðaknattspyrnusambands­ ins fyrir neðan þjóðir á borð við Ungverjaland, Líbíu og Noreg. Efnilegir leikmenn Belgía lék sinn fyrsta leik í undan­ keppni HM 2014 á föstudag þegar liðið mætti Wales á útivelli. Það er skemmst frá því að segja að Belgar unnu sannfærandi 2–0 sigur og eru gríðarlegar væntingar gerðar til liðs­ ins. Þá unnu þeir Hollendinga í vin­ áttuleik, 4–2, í síðasta mánuði en gerðu jafntefli gegn Króötum, 1–1, í öðrum leik sínum í undankeppni HM á þriðjudagskvöld. Belgíska liðið er án nokkurs vafa eitt það allra efnilegasta í Evrópu og spila leikmenn liðsins með fjölmörgum stórliðum í Evrópu. Í því samhengi nægir að nefna Vincent Kompany, fyrirliða Eng­ landsmeistara Manchester City, Eden Hazard, leikmann Chelsea og einn besta leikmann ensku úrvals­ deildarinnar það sem af er tímabili, Thomas Vermaelen, fyrirliða Arsenal, Marouane Fellaini hjá Everton og Jan Verthongen, leikmann Tottenham sem var valinn besti leikmaður holl­ ensku úrvalsdeildarinnar síðasta vet­ ur. Þá má ekki gleyma Moussa Dem­ bele, leikmanni Tottenham, sem hefur blómstrað að undanförnu. Hátt fall Belgía var ein besta knattspyrnuþjóð Evrópu á níunda áratugnum. Besta árangri sínum náði liðið á EM 1980 þegar það hafnaði í 2. sæti og 4. sæti á HM 1986. Liðið hefur verið í talsverðri lægð undanfarin ár. Það komst ekki á EM 2004, 2008 eða 2012 og þá komst liðið ekki á HM 2006 í Þýskalandi og ekki heldur á HM í Suður­Afríku 2010. Útlitið er þó bjartara fyrir Belga sem horfa nú fram á að komast á HM í fyrsta skipti frá árinu 2002. Leikmenn liðsins eru ungir og í leiknum gegn Wales á föstudag var meðalaldur leik­ manna sem byrjuðu leikinn 24 ár. Tveir varamenn sem komu við sögu í leiknum, Romelu Lukaku og Kevin De Bruyne, eru 19 og 21 árs. Sterkur riðill Þjálfari liðsins er hinn gamalreyndi Marc Wilmots sem lék 70 landsleiki fyrir Belga á árunum 1990 til 2002 og segist hann leggja áherslu á að halda sínum mönnum á jörðinni. „Við höf­ um ekki unnið neitt ennþá. Við ein­ beitum okkur að einum leik í einu,“ sagði Wilmots eftir leikinn. Marou­ ane Fellaini, leikmaður Everton,sagði að margt hafi breyst á undanförn­ um árum. „Fyrir einhverjum árum hefðum við tapað svona leik,“ sagði hann. Í undankeppni HM eru Belgar í riðli með Wales, Króatíu, Skotlandi, Makedóníu og Serbíu. Miðað við uppganginn í belgískum fótbolta ætti liðið þó að geta tryggt sér annað af tveimur efstu sætum riðlsins. n n Belgíska landsliðið verður sterkara og sterkaran Framleiða stórstjörnur Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Leikmenn á besta aldri Leikmaður Aldur Lið n Simon Mignolet 24 Sunderland n Thibaut Courtois 20 Chelsea (á láni hjá Atl. Madrid) n Vincent Kompany 26 Manchester City n Thomas Vermaelen 26 Arsenal n Toby Alderweireld 23 Ajax n Jan Vertonghen 25 Tottenham n Moussa Dembélé 25 Tottenham n Steven Defour 24 Porto n Axel Witsel 23 Zenit n Dries Mertens 25 PSV n Kevin De Bruyne 21 Chelsea (á láni hjá Werder Bremen) n Eden Hazard 21 Chelsea n Marouane Fellaini 24 Everton n Romelu Lukaku 19 Chelsea (á láni hjá WBA)„Fyrir ein­ hverjum árum hefðum við tapað svona leik Góðir saman Jan Verthongen, leikmaður Tottenham, og Eden Hazard, leikmaður Chelsea, fagna marki þess fyrrnefnda gegn Wales á föstudag.Mynd REutERS Fyrirliðinn Vincent Kompany er að öðrum ólöstuðum einn albesti varnarmaður heims í dag. Hann er hjartað í vörn Englandsmeist- ara Manchester City. Mynd REutERS Þór/KA rakar inn verðlaun­ unum Kayle Grimsley, leikmaður Ís­ landsmeistaranna í Þór/KA var á þriðjudag útnefnd besti leikmað­ ur Pepsi­deildar kvenna, fyrir umferðir 10 til 18. Þjálfari liðsins, Jóhann Kristinn Gunnarsson, var jafnframt valinn besti þjálfarinn. Þá á Þór/KA alls fimm leikmenn í liði umferðanna og fékk auk þess stuðningsmannaverðlaun. Dóm­ ari umferðanna var valinn Ívar Orri Kristjánsson. Lið umferða 10–18 er þannig skipað: Chelsea­liðið verðlaunað Enska knattspyrnuliðið Chelsea var á þriðjudag útnefnt félagslið ársins í Evrópu. Samtök evrópskra knattspyrnufélaga stóðu fyrir valinu. Árangur Chelsea á keppnistímabil­ inu 2011 til 2012 þykir framúrskr­ andi, jafnt í Evrópu, þar sem liðið varð meistari, sem og í heima­ landinu, þar sem liðið hafnaði reyndar í fimmta sæti. Chelsea vann einnig enska bikarinn, FA Cup. UEFA frestar greiðslum Atletico Madrid, Malaga og Sporting Lissabon eru á meðal þeirra 23 knattspyrnufélaga sem UEFA ætlar að rannsaka áður en samtökin greiða út peninga vegna þátttöku þeirra í Evrópu­ keppnum í vetur. UEFA ætlar ekki að úthluta greiðslum til félag­ anna fyrr en gengið hefur verið úr skugga um að félögin uppfylli skilyrði sambandsins um háttvísi í fjármálum. Nokkur stór félög til viðbótar eru á lista yfir þau sem ekki fá greiðslurnar strax; þar á meðal Fenerbache frá Tyrklandi, Dinamo Búkarest frá Rúmeníu, CSKA Sofia frá Búlgaríu og Hadjuk Split frá Króatíu. Félögin hafa frest út þennan mánuð til að skila frá sér skýrslu um fjármál sín. Markvörður: Chantel Jones - Þór/KA Aðrir leikmenn: Arna Sif Ásgrímsdóttir - Þór/KA Glódís Perla Viggósdóttir - Stjarnan Guðrún Arnardóttir - Breiðablik Danka Podovac - ÍBV Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Stjarnan Kayle Grimsley - Þór/KA Sandra María Jessen - Þór/KA Elín Metta Jensen - Valur Katrín Ásbjörnsdóttir - Þór/KA Shaneka Gordon - ÍBV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.