Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Side 4
Verður að svara kostnaði n Ríkur vilji fyrir villidýrasafni í Mosfellsbæ M ikill samhugur er innan bæj- arstjórnar Mosfellsbæjar um stofnun villidýrasafns í sveitarfélaginu sem yrði staðsett í Ævintýragarðinum. Bæj- aryfirvöld eru þó ekki búin að sam- þykkja að safnið verði sett á laggirnar en í tilefni 25 ára afmælis Mosfells- bæjar lýsti bæjarstjórnin því yfir í ágúst síðastliðnum að gengið yrði til samstarfs við Mosfellinginn Kristján Vídalín Óskarsson sem hefur vakið athygli sveitarfélagsins á safni sínu af uppstoppuðum dýrum en sem hann hefur skotið og eru fáséð hér á landi. Dýrin veiddi hann í Asíu, Afríku, Ástralíu og víðar. Það var Herdís Sig- urjónsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, sem lagði þetta til á bæj- arstjórnarfundi. Samkvæmt Karli Tómassyni, bæjarfulltrúa Vinstri- grænna, er málið í ferli og ekki end- anlega ákveðið hvort af því verður. Finna þyrfti safninu varanlegt hús- næði og meta kostnað sveitarfé- lagsins við rekstur safnsins áður en ákvörðun verður tekin. Það yrði að þó að svara kostnaði fyrir sveitarfé- lagið. Dýrasafn Kristjáns samanstend- ur af nokkrum tegundum antilópa, fíl, nashyrningi, ljóni og ljónynju og strúti, svo eitthvað sé nefnt. Í yfirlýsingu frá Mosfellsbæ kem- ur fram að safn hans sé það umfangs- mikið að vandi hafi verið að skjóta yfir það skjólshúsi. Við skoðun á gripun- um hafi komið í ljós að flest dýranna séu ákaflega vel uppstoppuð og reynt hafi verið að leggja grunn að umgjörð sem sýni dýrin sem væru þau lifandi og í veiðihug eða á flótta. n 4 Fréttir 17. september 2012 Mánudagur Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. H eilsa hans er nokkuð góð og hann er kominn til Akureyrar,“ segir Guð- mundur Már Einarsson, faðir Sigurbjörns Árna Guðmundssonar sem hefur þurft að berjast fyrir lífi sínu frá því hann fæddist á sjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi þess 5. ágúst síðastliðins. Á meðgöngu hafði komið í ljós að á vinstra nýra væri útvíkkun sem fylgst var með fram að fæðingu. Þegar hann fæddist virtist hann vera hraustur strákur og ákveðið var að bíða til næsta dags með nánari skoðun. Morguninn eftir uppgötv- aði móðir hans hins vegar að hann var ekki með endaþarmsop og í kjölfarið uppgötvaðist hjartagalli. Hann var því svæfður og sendur með sjúkraflugi suður þar sem í ljós kom að hjartagallinn var tvíþættur. Þá fór hann í aðgerð þar sem settur var upp stómapoki. Hann var síðan sendur til Lundar í Svíþjóð þar sem gerð var aðgerð á hjarta. Braggast vel Sigurbjörn Árni liggur nú inni á barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri þar sem hann er í umsjá foreldra sinna. „Hann braggast vel og stækkar,“ segir Guðmundur en Sigur- björn Árni bíður nú eftir því að fara í aðra aðgerð. „Hann fer suður næst og svo endar hann á hjartaaðgerð í Sví- þjóð. Þá ætti þessu að vera lokið í bili,“ segir Guðmundur en hann og móð- ir Sigurbjörns, Helga Sigurveig Krist- jánsdóttir, eru bjartsýn á framhaldið: „Við erum það. Hann er mjög sterkur og hefur jafnað sig vel eftir þær aðgerðir sem hann hefur farið í og er að bæta á sig núna.“ Á barnadeildinni annast foreldr- ar Sigurbjarnar hann en hjúkrunar- fræðingur er ávallt til taks. „Hann má ekki veikjast. Þess vegna er hann á spítala. Hann myndi ekki ráða við það að verða veikur.“ Þakklát Fyrir áttu foreldrar Sigurbjörns Árna tvo drengi og þar sem vinir og vanda- menn óttuðust að veikindum hans myndi fylgja mikill kostnaður settu þeir upp styrktarreikning fyrir fjöl- skylduna. Þeir sem vilja leggja fjöl- skyldunni lið geta einnig lagt inn á styrktarreikninginn, 062-26-002838. Kennitalan er 240466-3339. Í viðtali við DV í ágúst síðastliðn- um sagðist Guðmundur vera afar þakklátur fyrir stuðninginn. „Í raun kom það okkur á óvart hversu mikinn stuðning við höfum fengið, því við átt- um alls ekki von á því. Fyrir það erum við afar þakklát. Það er líka rétt að taka það fram að stuðningurinn er ekki að- eins í krónum talinn, góðar hugsan- ir geta verið gulls ígildi þegar svona stendur á,“ sagði hann. n „Hann er mjög sterk- ur og hefur jafnað sig vel eftir þær aðgerðir sem hann hefur farið í og er að bæta á sig núna. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is n Foreldrar Sigurbjörns Árna bjartsýnir n Bíður eftir annarri aðgerð Braggast vel Faðir Sigurbjörns Árna segir litla drenginn vera sterk- an og braggast vel. „Hann braggast vel og stækkar“ Í veiðihug Á safni Kristjáns eru dýrin sýnd í veiðihug eða á flótta. 10. ágúst 2012 Húsleit á föstudag: Lögðu hald á amfetamín Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á nokkra tugi gramma af ætluðu amfetamíni við húsleit í umdæminu á föstudagskvöld. Í sömu íbúð fannst einnig þó nokk- uð af reiðufé sem grunur leikur á að sé gróði af fíkniefnasölu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lög- reglu. Þar segir að húsráðandi, kona á þrítugsaldri sem tengist glæpa- samtökunum Outlaws, hafi verið handtekin í þágu rannsóknarinn- ar. Hún hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. DV greindi frá því fyrr á laugardag að sérsveit ríkislög- reglustjóra hefði aðstoðað lög- regluna á höfuðborgarsvæðinu við húsleit í Hafnarfirði á föstu- dag, vegna gruns um að þar væri að finna fíkniefni. Líklegt þykir að um sama mál sé að ræða. DV barst ábending og ljósmyndir frá nágranna sem varð vitni að að- gerðinni. Að hans sögn brutust lögreglumenn inn með því að nota kúbein á rúðu í hurðinni eftir að hafa bankað og fengið ekkert svar. Fjórfaldur pottur næst Enginn var með allar tölur réttar í lottóútdrætti helgarinnar. Pottur- inn að þessu sinni var þrefaldur og hefði skilað heppnum spilara eða spilurum samtals tæpum 18 milljónum króna. Þetta þýðir að potturinn um næstu helgi verð- ur fjórfaldur. Einn var með fjór- ar tölur réttar og bónustöluna og fær hann í sinn hlut tæpar 30.000 krónur. Tölurnar í drætti laugar- dagsins voru 3, 7, 14, 21 og 25 en bónustalan var 38. Þá var enginn með fimm tölur í réttri röð í Jókernum, en þrír voru með fjórar tölur í réttri röð og fá í sinn hlut hundrað þúsund krón- ur hver.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.