Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2012, Page 20
Hörmungar Real Madrid n Plan Mourinhos að falla saman n Langt á eftir Barcelona Þ ótt einhverjum finnist fráleitt að útiloka möguleika félags- liða þegar aðeins fjórar um- ferðir eru liðnar af vetrarlöngu keppnistímabili er raunin oftar en ekki sú á Spáni að nái annaðhvort stórliðanna, Barcelona eða Real Ma- drid, sæmilegu forskoti í deildinni helst sú forysta gjarnan fram á vorið. Þetta vita stuðningsmenn Real Madrid, leikmenn þess og ekki síst þjálfari mætavel en lið Real Madrid byrjar leiktíðina hörmulega á þeirra mælikvarða. Á laugardag tapaði fé- lagið 1–0 fyrir Sevilla á meðan erki- fjendurnir frá Katalóníu unnu Getafe 1–4. Þessi úrslit þýða að Real Madrid er nú átta stigum á eftir Barcelona eftir aðeins fjórar umferðir á Spáni og fer fjarri að gengi Mourinhos og fé- laga sé eftir bókinni. Enn verra er að stórstjörnur Real hafa aðeins skorað fimm mörk í þessum fjórum leikjum á móti tólf mörkum Börsunga. Sjálfur virðist Jose Mourinho vera úti á þekju hvað þessa slæmu byrj- un varðar. „Ég taldi mig vera með traustan og frábæran hóp í byrjun tímabilsins en nú opna ég augun og er allt í einu ekki með neitt.“ Portúgalinn tók þá merkilegu ákvörðun, miðað við djúpar hirslur Real, að kaupa aðeins einn leikmann fyrir þessa leiktíð, Luka Modric, og að öðru leyti keyra á þeim mannskap sem fyrir var. Sá mannskapur er ekki af verri endanum og hugmyndin ekki fráleit en slök byrjun liðsins hefur kallað á gagnrýni stuðningsmanna sem vilja sjá liðið með ferska og frá- bæra nýja leikmenn. Spænska blaðið Marca segir frá því að Mourinho sé strax farinn að líta í kringum sig þó ekki geti hann keypt leikmenn fyrr en í janúar. Ákveðinn Falcao frá Kolómbíu er víst undir smásjá hans en þar mun hann efalítið þurfa að etja kappi við önnur stórlið sem sýnt hafa þeim snillingi áhuga síðustu vikurnar. n  albert@dv.is 20 Sport 17. september 2012 Mánudagur Úrslit Pepsi-deild karla ÍBV – Grindavík 2-1 1-0 Christian Olsen (23.), 2-0 Andri Ólafsson v. (32.), 2-1 Hafþór Ægir Vilhjálmsson (52.) Fylkir – Selfoss 2-0 1-0 Magnús Þórir Magnússon (59.), 2-0 Björólfur Takefusa (72.) Keflavík – Fram 5-0 1-0 Sigurbergur Elíasson (18.), 2-0 Sigurbergur Elíasson (62.), 3-0 Magnús Þorsteinsson (69.), 4-0 Hörður Sveinsson (73.), 5-0 Jóhann Ragnar Benediktsson. KR – Breiðablik 0-4 0-1 Kristinn Jónsson (34.), 0-2 Nichlas Rodhe (72.), 0-3 Elfar Árni Aðalsteinsson (81.), 0-4 Tómas Óli Garðarsson. ÍA – Valur 1-1 0-1 Matthías Guðmundsson (85.), 1-1 Garðar B. Gunnlaugsson (88.) Stjarnan – FH 2-2 1-0 Halldór Orri Björnsson (10.), 1-1 Albert Brynjar Ingason (15.) 1-2 Atli Guðnason (82.), 2-2 Mark Doninger (93.) Staðan 1 FH 19 13 3 3 45:19 42 2 ÍBV 19 9 4 6 30:17 31 3 KR 19 9 4 6 32:27 31 4 Stjarnan 19 7 9 3 39:33 30 5 Breiðablik 19 8 5 6 26:24 29 6 ÍA 19 8 5 6 28:32 29 7 Keflavík 19 8 3 8 32:30 27 8 Fylkir 19 7 5 7 24:34 26 9 Valur 19 8 1 10 29:28 25 10 Fram 19 6 2 11 27:34 20 11 Selfoss 19 5 3 11 25:36 18 12 Grindavík 19 2 4 13 26:49 10 Enska úrvalsdeildin Norwich – West Ham 0-0 Fulham – WBA 3-0 1-0 Berbatov (32.), 2-0 Berbatov v. (45.), 3-0 Sidwell (90.) Stoke – Man City 1-1 1-0 Crouch (15.), 1-1 Garcia (35.) QPR – Chelsea 0-0 Man Utd – Wigan 4-0 1-0 Scoles (51.), 2-0 Hernandez (63.), 3-0 Buttner (66.), 4-0 Powell (82.) Arsenal – Southampton 6-1 1-0 Hooiveld sjm (11.), 2-0 Podolski (31.), 3-0 Gervinho (35.), 4-0 Clyne sjm (37.), 4-1 Fox (45.), 5-1 Gervinho (71.), 6-1 Walcott (88.) Aston Villa – Swansea 2-0 1-0 Lowton (16.), 2-0 Benteke (88.) Sunderland – Liverpool 1-1 1-0 Fletcher (29.), 1-1 Suarez (71.) Reading – Tottenham 1-3 0-1 Defoe (19.), Defoe (74.), 0-3 Bale (71.), 1-3 Kanu (90.) Staðan 1 Chelsea 4 3 1 0 8:2 10 2 Man.Utd. 4 3 0 1 10:5 9 3 Arsenal 4 2 2 0 8:1 8 4 Man.City 4 2 2 0 9:6 8 5 Swansea 4 2 1 1 10:4 7 6 WBA 4 2 1 1 6:4 7 7 West Ham 4 2 1 1 4:3 7 8 Fulham 4 2 0 2 10:6 6 9 Everton 3 2 0 1 4:3 6 10 Tottenham 4 1 2 1 6:5 5 11 Stoke 4 0 4 0 4:4 4 12 Aston Villa 4 1 1 2 4:5 4 13 Newcastle 3 1 1 1 3:4 4 14 Wigan 4 1 1 2 4:8 4 15 Sunderland 3 0 3 0 3:3 3 16 Norwich 4 0 3 1 2:7 3 17 Liverpool 4 0 2 2 3:8 2 18 QPR 4 0 2 2 2:9 2 19 Reading 3 0 1 2 4:8 1 20 Southampton 4 0 0 4 5:14 0 Spænska úrvalsdeildin Malaga – Levante 3-1 Valencia – Celta 2-1 Getafe – Barcelona 1-4 Sevilla – Real Madrid 1-0 Espanyol – Athletic 3-3 Granada – Deportivo 1-1 Osasuna – Mallorca 1-1 Real Sociedad – Zaragoza 2-0 Atlético – Rayo 4-3 Staðan 1 Barcelona 4 4 0 0 12:3 12 2 Málaga 4 3 1 0 6:2 10 3 Mallorca 4 2 2 0 5:3 8 4 Sevilla 4 2 2 0 4:2 8 5 Rayo Vallecano 3 2 1 0 3:1 7 6 Dep. La Coruna 4 1 3 0 7:5 6 7 R.Valladolid 3 2 0 1 3:2 6 8 R.Sociedad 4 2 0 2 5:7 6 9 Valencia 4 1 2 1 6:6 5 10 Atl.Madrid 2 1 1 0 5:1 4 11 Real Madrid 4 1 1 2 5:4 4 12 Getafe 4 1 1 2 5:8 4 13 Levante 4 1 1 2 5:8 4 14 Ath.Bilbao 4 1 1 2 8:12 4 15 Real Betis 2 1 0 1 6:5 3 16 Celta 4 1 0 3 4:5 3 17 R.Zaragoza 4 1 0 3 2:5 3 18 Granada 4 0 2 2 2:6 2 19 Espanyol 4 0 1 3 7:10 1 20 Osasuna 4 0 1 3 2:7 1 Svekkelsi Jose Mourinho er vafalítið óhress með byrjun sinna manna á leiktíð- inni. Mynd ReuteRS H ver sá maður sem spáð hefði fyrir um að maður- inn sem næstum bjargaði South ampton frá sínu fyrsta og eina falli úr ensku úrvals- deildinni kæmi til með að þjálfa og spila í næstefstu deild á Íslandi með Íþróttafélagi Reykjavíkur sjö árum síðar hefði sennilegast fengið skutl á næstu geðheilbrigðisstofnun. Það er engu að síður staðreynd að Nigel Quasie er þjálfari og leikmað- ur ÍR en leiktímabilið 2004 til 2005 lék hann með enska úrvalsdeildarfé- laginu og var langbesti leikmaðurinn í lokaleik liðsins í síðustu umferðinni gegn Manchester United það árið. Leik sem þeir fyrrnefndu þurfti að vinna til að komast hjá falli en það gekk ekki eftir. Nigel Quasie náði aldrei stór- stjörnupallinum í knattspyrnunni en nú þegar ákveðin kynslóðaskipti hafa átt sér stað í knattspyrnunni í Evrópu er forvitnilegt að skoða hvað hafi orðið um margar þær stjörnur sem skærast skinu á grænu grasi hér fyr- ir nokkrum árum. Ótrúlega margar þeirra eru enn að þvælast í boltanum. Borgað fyrir bumbubolta Þannig er til dæmis um hinn stór- kostlega Ronaldinho sem er enn að heima í Brasilíu þó meiri tími fari í að njóta ljúfa lífsins en stunda fótbolta- æfingar eins og raunin var alltaf hjá kappanum. Annar Brassi sem enn hræðir andstæðinginn þó hraðinn sé minni en áður er Roberto Carlos sem lengi vel virtist eini varnarmað- ur heims sem kunni best við sig í sókn. Carlos spilar nú í Rússlandi við hlið Samuels E‘too. Enn eldri en enn spriklandi er samlandi þeirra Rivaldo sem lengi vel heillaði margan með snilli sinni. Brasilíumaðurinn hef- ur víða komið við og var nú síðast í Angóla. Francesco Totti var alltaf um- deildur sem persóna en í fótboltan- um var hann frábær. Hann er enn að hjá liði sínu Roma þó ekki leiki hann þar stórt hlutverk eins og áður. Ekki má heldur gleyma þeim frá- bæru knattspyrnumönnum sem ljúka ferlinum í Bandaríkjunum en þeim fer fjölgandi. Menn eins og Thierry Henry og David Beckham ætla að ljúka leik þar. Í Asíu má einnig finna eldri stjörnur á borð við Didier Drogba, Jay Jay Ococha og Spánverj- ann Raúl en allir fá þeir feita launa- seðla fyrir harkið. erfitt að slíta sig frá boltanum Enn aðrir sem stórkostlegir þóttu fyrir nokkrum árum fóru þráðbeint í þjálfun að ferlinum loknum. Í slík- um störfum má finna stjörnur eins og markvörðinn David Seaman, Dennis Bergkamp, Pep Guardiola, Luis En- rique, Didier Deschamps og Laurent Blanc svo nokkrir séu nefndir. Enn aðrir hafa þótt vera fínir í betri störf innan klúbbanna. Þannig er um menn eins og Rui Costa sem er yfir- maður hjá Benfica í Portúgal. Sama gildir um hinn stórskemmtilega Zinedine Zidane sem er titlaður yfir- maður knattspyrnumála hjá stórliði Real Madrid. Sama gildir um fyrrver- andi liðsfélaga hans hjá Real Madrid, Portúgalann Luís Figo. Sá er titlaður sérstakur sendiherra Inter Milan á Ítalíu. Á eftir bolta … Af þeim örfáu heimsþekktu stjörn- um fyrri ára sem enn hafa látið bolt- ann að mestu vera síðan þeir luku leik má nefna Ítalina Paolo Maldini og Cristian Vieri sem saman eiga og reka tískuvöruverslanir undir merk- inu Sweet Years. Markvörðurinn eftirminnilegi Oliver Kahn er sjónvarpsstjarna í heimalandinu og ótrúlega vinsæll í Kína. Hann stjórnar eigin þáttum sem sýndir eru reglulega í báðum löndum. Þá starfar Kahn líka reglu- lega fyrir hinar ýmsu sjónvarps- stöðvar í Þýskalandi. Hinn stórkostlegi Gabriel Batistuta sem er eini knattspyrn- umaðurinn með sína eigin styttu í Flórens við hlið Sókratesar, Da Vinci og annarra merkra manna. Batistuta sem skoraði á ferlinum 356 mörk í 571 leik alls á og rekur sitt eigið verk- takafyrirtæki í Argentínu. Þá eru minnst tveir stórgóðir leik- menn atvinnulausir þessa stundina þó ólíklegt sé að þeir þurfi á bótum að halda. Michael Ballack er enn að leita sér að liði eftir að samningi hans við Bayer Leverkusen var sagt upp í sumar og varnarjaxlinn Tony Adams er á lausu eftir að hafa reynt fyrir sér með þjálfun í Aserbaídsjan. n Einsleitni hjá gömlu knattspyrnuhetjunum n Erfitt að slíta sig frá boltanum n Kempurnar margar enn að „Sá er titlað- ur sérstak- ur sendiherra Inter Milan á Ítalíu Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Gamlar hetjur Cristian Vieri á tískuvöru- verslun í dag en Batistuta verktakafyrirtæki í Argentínu. Mynd ReuteRS Vinsæll Oliver Kahn er sjónvarps- stjarna í Þýskalandi í dag en þættir hans eru einnig vinsælir í Kína. Mynd ReuteRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.