Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 8. október 2012 Mánudagur
stríðið um vonarskarð
É
g fylgi því boðorði víkinganna
að velja ekki frið ef ófriður er í
boði, svarar Páll Ásgeir Ásgeirs-
son stríðnislega þegar hann
er spurður út í deilurnar um
Vonarskarð.
Deilurnar eru harðar og hafa ver-
ið það lengi, tvö ár eru liðin síðan
verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
var afhent umhverfisráðherra og
akstursleiðinni um Vonarskarð var
lokað í skugga mótmæla, en áætlun-
in var staðfest af umhverfisráðherra í
febrúar 2011.
Páll Ásgeir hafði þá og hefur enn
sterkar skoðanir sem hann hikar ekki
við að tjá og fyrir vikið hefur hann
verið uppnefndur og sagður tilheyra
hópi „öfgamanna“ og „umhverfis-
fasista“. Til þess hefur verið hvatt að
menn segi upp áskrift að tímariti þar
sem hann sat í ritnefnd, að menn segi
sig úr Ferðafélagi Íslands þar sem
hann situr í stjórn og að bækur hans
verði brenndar. „Í huga fámenns hóps
jeppamanna hef ég orðið að tákn-
gervingi göngufasista í gegnum þess-
ar deilur sem hafa nú staðið í rúm
þrjú ár. Þetta hefur verið gríðarlega
harkalegt.“
Leiðinni lokað
Vonarskarð liggur á milli Bárðar-
bungu í Vatnajökli og Tungnafellsjök-
uls, uppi á hálendi Íslands. Þar er afar
fallegt háhitasvæði, meðal annars
kolsýruhverasvæði með hátt verndar-
gildi og þar finnast einnig sjaldgæfar
háplöntu- og mosategundir. Gróður
myndar fágæta og upprunalega heild,
volgar lindir og lækir renna og líf-
ríki er fjölskrúðugt og litríkt. Í skýr-
slu Náttúrufræðistofnunar Íslands
er verndargildi svæðisins metið hátt
vegna þessa. Í verndaráætlun Vatna-
jökulsþjóðgarðs kemur einnig fram
að svæðið sé fremur viðkvæmt og það
þurfi ekki mikla umferð til að valda
varanlegri röskun á svæðinu.
Umferð vélknúinna ökutækja
í gegnum Vonarskarð var því
gerð óheimil milli Svarthöfða og
Gjóstuklifs, nema á frosinni og snævi
þakinni jörð í samræmi við almenna
skilmála um vetrarakstur. Vetrar-
akstur er þó ávallt óheimill á og við
jarðhitasvæði í Snapadal. Hesta-
umferð var einnig gerð óheimil.
Markmiðið var tvíþætt, með-
al annars að vernda sérstæðar jarð-
myndanir og gróður og hins vegar að
mynda þar vettvang göngufólks án
truflunar frá vélknúnum ökutækjum.
Táknmynd baráttunnar
Einu sinni var Vonarskarð tákn fyrir
betra líf. Maður að nafni Bárður Heyj-
angurs-Bjarnason, landnámsmað-
ur í Bárðardal, fann að sunnanvindar
voru hlýir þar og ákvað því að leggja af
stað í leiðangur um miðjan vetur með
allt sitt hafurtask suður Bárðargötuna
í von um að búsetuskilyrði væru betri
þar. Bárður settist að í Fljótahverfi,
bjó að Gnúpum og fékk viðurnefnið
Gnúpa-Bárður. Leiðin sem hann fór
fékk hins vegar nafnið Vonarskarð.
Seinna orti Jón Helgason kvæðið
Áfanga þar sem hann lýsti íslenskri
náttúru í ellefu erindum, sagðist hafa
séð skrautleg suðræn blóm sem hlúð
var að í hlýjum garði en honum hafi
alltaf verið ofar í huga melgrasskúfur-
inn harði sem spratt upp þar sem
Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði.
Nú er Vonarskarð hins vegar orðið
að táknmynd fyrir árekstur hug-
mynda „… um verndun annars vegar
og stjórnleysi hins vegar,“ eins og Páll
Ásgeir orðar það. Heiftin er mikil og
hann segir að stundum sé erfitt að
skilja hana. „Það er mjög erfitt að
skilja af hverju menn eru á móti þjóð-
garði, hvernig hægt er að vera á móti
náttúruvernd – jafnvel þótt það kosti
að fáfarin jeppaslóð sem áður var
opin sé núna lokuð. Hvern er verið
að ræna lífsgæðunum?“ spyr hann
og liggur ekki á svarinu: „Það er mjög
takmarkaður hópur. Hagsmunirnir
eru alveg skýrir, hagsmunirnir eru
náttúrunnar og þess vegna eigum við
að vernda hana. Við eigum ekki að
líða þetta stjórnleysi sem hefur allt of
lengi viðgengist á hálendi Íslands.
Höfum í huga að vegakerfi lands-
ins er alls 22-25 þúsund kílómetrar
og þarna er verið að tala um tólf kíló-
metra leið.“
Umferðarstjórnun
Það var alltaf ljóst að um leið og
verndaráætlunin yrði samþykkt yrði
fjölmörgum leiðum lokað. Útivistar-
fólk mótmælti því ákaft og á endan-
um var verndaráætlunin samþykkt
með því fororði að sérstakur sátta-
hópur yrði myndaður um ágreinings-
efnin.
Sáttahópurinn starfaði fram á árið
2011 og tók 26 ágreiningsefni til með-
ferðar, 24 voru afgreidd án ágreinings
en eftir stóðu tvær leiðir sem enn hef-
ur ekki náðst sátt um, Vonarskarð og
Vikrafellsleið. Samþykkt var að rann-
saka málið frekar og Páll Ásgeir seg-
ir að stjórn þjóðgarðsins hafi farið á
vettvang í sumar ásamt sáttahópnum
og óskilgreindum starfshópi. „Það
eru allir að bíða eftir niðurstöðu,“
segir hann.
Reyndar er hann sannfærður um
að Vonarskarð verði ekki opnað á ný.
Annað kæmi honum mjög á óvart.
„Í mínum huga er óumflýjanlegt að
viðhafa einhverja umferðarstjórnun,
mér finnst ekki nema sjálfsagt að um-
ferð sé bönnuð á ákveðnum svæðum
innan þjóðgarðsins, líkt og tíðkast í
öllum þjóðgörðum heims.
Það er líka kominn tími á að stýra
umferðinni um hálendið og það
hentar mjög vel að loka Vonarskarði,
sem er nálægt fjölförnum leiðum og
bæði stutt og auðvelt að ganga þang-
að auk þess sem náttúrufar svæðisins
gerir það að verkum að það er vont
að hafa bílaumferð þar,“ útskýrir Páll
Ásgeir og bætir því við að þarna sé
ósnortið víðerni.
Deilurnar persónugerðar
Það er þessi afstaða sem hefur komið
honum í bobba. Þegar verndaráætl-
unin var samþykkt sendi hann tillög-
ur um að Vonarskarð ætti að vera lok-
að og hefur talað fyrir því síðan. „Ég
held að það pirri þessa menn mjög
mikið að ég hafði svo góðan heim-
ildarmann í stjórn Vatnajökulsþjóð-
garðs að ég skemmti mér við að segja
frá næstu skrefum á blogginu mínu.
Þessir menn þoldu það ekki og töldu
þar af leiðandi að ég stjórnaði þessu á
bak við tjöldin.
Síðan hafa fáeinir jeppamenn
lagt fæð á mig, sumir eru með sam-
særiskenningar um að við sem
erum í stjórn Ferðafélags Íslands
stýrum þessum ákvörðunum og við
erum kallaðir göngufasistar og um-
hverfisfasistar. Í hugum ofstækis-
fullra jeppamanna eru þessar deilur
persónugerðar og menn eru kallaðir
landráðamenn og undirlægjur. Þetta
er oft mjög ómálefnaleg umræða,“
segir Páll Ásgeir og bætir því svo við
að það leggist svo sem ekkert á sálina
á honum.
Telur að hér hafi ríkt stjórnleysi
Hann hættir aldrei að segja skoðanir
sínar, það mun ekki breytast sama
hvernig reynt er að þagga niður í
honum segir hann. „Það hefur verið
reynt að þagga niður í mér með öll-
um ráðum. Þegar ég var að tala um
nauðsyn þess að loka Vonarskarði
töluðu jeppamenn um nauðsyn þess
að mæta á aðalfund Ferðafélags Ís-
lands og bola mér þar úr stjórn. Það
var hringt í aðra stjórnarmenn Ferða-
félagsins og spurt hvort það væri ekki
hægt að þagga niður í þessum manni.
Það var virkilega reynt að koma höggi
á mig í gegnum þann félagsskap. En
það er rétt að halda því til haga að
Ferðafélag Íslands hefur ekki beitt sér
í þessari baráttu og allt tal um slíkt er
þvættingur. Ég tala bara fyrir mínum
skoðunum.“
Þrátt fyrir allt er þessi barátta hon-
um kær. „Fyrst og fremst vegna þess
að ég held að það hafi allt of lengi ríkt
stjórnleysi á hálendi Íslands og víðar
í íslenskri náttúru.
Við erum á eftir öðrum þjóðum
þegar kemur að náttúruverndarmál-
um. Það sem er að gerast núna er að
þessar hugmyndir eru að rekast á og
þá verða menn brjálaðir. Mér verð-
ur hins vegar stöðugt betur ljóst að
ósnert náttúra er takmörkuð auðlind,
ekki bara hér á Íslandi heldur í öll-
um heiminum. Þetta er dýrmætasta
eign okkar til framtíðar og við eig-
um að skila henni til barnanna okk-
ar. Það er líka íslensk náttúra sem
laðar ferðamenn til landsins og það
væri mjög heimskulegt að skemma
hana. Enda held ég að hugmyndir Ís-
lendinga séu að breytast, okkur þykir
ekki lengur í lagi að henda rusli hvar
sem er, aka hvert sem er þegar okkur
sýnist og vaða yfir náttúruna á skítug-
um skónum, eins og við höfum allt of
lengi gert.“
Náttúruverndarsinnar á jeppum
Því eru þeir Jón Garðar Snæland og
Elías Þorsteinsson reyndar ósam-
mála. Þeir segja af og frá að jeppa-
menn séu einhverjir umhverfis-
sóðar og benda á að það séu þeir
sem fara um hálendið og vinni að
landgræðslu, merkingum og öðru
slíku. „Okkar frasi er stika, merkja
og fræða,“ segir Elías sem telur að
utan vegaakstur sé yfirleitt tilkominn
vegna þess að leiðir eru ómerktar og
vandfundnar. „Í Vonarskarði hverfur
slóðin þegar snjórinn hvílir á henni á
veturna þannig að það væri vissulega
til bóta ef stikur vísuðu mönnum leið.
Því höfum við boðist til þess að stika
þessa leið.“
Eins og gefur að skilja hafa þess-
ar hörðu deilur vakið athygli en Jón
Garðar segir að umræðan í garð
jeppamanna sé stundum ósann-
gjörn. „Páll Ásgeir heldur kannski að
hann sé af nýja tímanum en við séum
af þeim gamla. Ég er ekkert endilega
sammála því. Á meðal jeppamanna
eru margir náttúruverndarsinnar. Við
förum reglulega með stikur sem við
kaupum, málum og merkjum með
endurskinsmerkjum og berjum niður
uppi á hálendinu. Við leggjum út
fyrir kostnaði og gerum þetta í sjálf-
boðavinnu. Ég er ekki heldur sam-
mála því að við séum hryðjuverka-
menn á ofurtröllum, eins og einu
sinni var haldið fram í Morgunblað-
inu. Okkur líður allavega ekki eins og
hryðjuverkamönnum þegar við erum
að planta hríslum í Þórsmörk eða
annars staðar á hálendinu þar sem
við stundum landgræðslu.“
Hagsmunaðilar númer eitt
Undir það tekur Elías. „Flestir sem
koma að þessum ákvörðunum eru
n Uppnefndir umhverfisfasistar og hryðjuverkamenn n Táknmynd fyrir baráttuna um náttúruvernd eða ferðafrelsi
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Hvernig hægt er
að vera á móti
náttúruvernd – jafnvel
þótt það kosti að fáfar-
in jeppaslóð sem áður
var opin sé núna lokuð.
Hvern er verið að ræna
lífsgæðunum?
Jörðuðu ferðafrelsið Þegar niðurstöður Vatnajökulsþjóðgarðs lágu fyrir var ferðafrelsið
jarðað á Sprengisandi. Þarna sést Elías reisa kross ásamt meðlimum í Skotvís og Samút.
Pirrar menn Páll Ásgeir er talinn áhrifa-
maður og verður fyrir barðinu á mönnum
sem vilja brenna bækurnar hans.
Formaður Samstöðu:
Heimilin upp
við vegg
Samstaða, sem hélt landsfund
sinn um helgina, telur afar
brýnt að aðildarviðræðum við
Evrópusambandið ljúki strax á
þessu ári. Aðildarviðræðurnar
megi ekki skyggja á brýn kosn-
ingamál í næstu alþingiskosn-
ingum. Birgir Örn Guðjónsson,
nýkjörinn formaður Samstöðu,
segir að hagsmunum Íslands
sé best borgið utan ESB. Hins
vegar verði að leiða aðildar-
viðræðurnar til lykta, til að
hægt sé að vinna á skulda- og
framfærsluvanda heimilanna
sem hann telur mjög stóran.
„Seðlabankastjóri hefur sagt
að eina sem hann geti gert sé
að vinna að upptöku evrunn-
ar vegna þess að við séum í að-
lögunarferli að ESB. Á með-
an sitjum við öll á hakanum og
bíðum, því þetta er eina planið
sem er í gangi,“ segir Birgir Örn
við DV.
Hinn nýkjörni
formaður, sem
starfar sem
varðstjóri hjá
lögreglunni á
höfuðborgar-
svæðinu, lýsir
sjálfum sér sem
venjulegum milli-
stéttarmanni. Hans hlutverk
sem formaður Samstöðu verði
meðal annars að koma stjórn-
málunum aftur til millistétt-
arinnar og fólksins í landinu.
„Það er staðreynd að þeir sem
þurfa mest á því að halda að
hafa áhrif í stjórnmálum eru
þeir sem hafa minnstan áhuga
á stjórnmálum í dag. Það er
millistéttin sem er verst sett.
Ég vil að það sé talað manna-
mál um hvernig hlutirnir eru og
því komið hreint og skýrt fram
og að það verði hugsað um al-
mannahagsmuni en ekki sér-
hagsmuni.“
Hann segir að leggja þurfi
mikla áherslu á framfærslu-
vanda heimilanna. „Þessar
lausnir hafa gengið út á að ýta
boltanum á undan. Nú er kom-
in upp þessi staða að hruninu
er ekki lokið því nú eru svo
mörg heimili í landinu komin
upp að vegg. Þau eru búin með
allan sparnað og búin með við-
bótarlífeyrinn. Nú er búið að
nota allar skyndilausnir svo að
fjölskyldur eru komnar upp að
vegg.“
Samstaða vill einnig gera
það að forgangsmáli að fá úr
lögmæti verðtryggingar skorið.
„Það skiptir svo rosalegu máli
að það fáist niðurstaða í þessi
mál sem allra fyrst. Á meðan er
allt annað í einhverri biðstöðu.“
Birgir segir að Samstaða vilji
einnig ráðast í endurskoðun
peningakerfisins í heild. Það sé
algjörlega óþolandi að byggja
upp kerfi sem sé hannað til að
springa. „Þeir sem eru að leika
sér í spilavíti peningakerfisins,
þeir ganga út með sinn vinn-
ing en við hin sitjum eftir með
skuldina,“ segir hann.