Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 13
Erlent 13Mánudagur 8. október 2012 Jóna í vasa lögmanns Bandarískur lögmaður, Jason Can- trell, lenti í afar vandræðalegu atviki í dómhúsi í New Orleans á dögunum. Cantrell var þar staddur til að flytja mál fyrir skjólstæðing sinn þegar marijúana-jóna féll úr vasanum á buxum hans. Þegar atvikið átti sér stað var Cantrell á spjalli við lögregluþjón í dómhús- inu og var hann handtekinn undir eins. Cantrell hefur sagt upp störf- um sem lögmaður borgar yfirvalda í New Orleans eftir atvikið en hann var sektaður fyrir vörslu fíkniefna. Eiginkona hans er LaToya Can- trell sem nú stendur í kosningaslag um að komast í borgarstjórn New Orleans. Fimm fengu dauðadóm Fimm meðlimir sömu fjöl- skyldunnar í Delí á Indlandi hafa verið dæmdir til dauða fyrir morð á ungu pari árið 2010. Um var að ræða svokölluð heiðursmorð en fjölskylda stúlkunnar var ósátt við að hún skildi hefja samband við mann af óæðri stétt en hún og fjölskylda hennar. Foreldrar stúlk unnar, frændi og frænka voru handtekin daginn eftir morðin og dæmd til dauða í síðustu viku. Engar tölur eru til um heiðurs- morð á Indlandi en samkvæmt tölum mannréttindasamtaka hlaupa þau á hundruðum á hverju ári. Engin þörf á neyðarláni Efnahagsmálaráðherra Spánar, Luis de Guindos, segir að engin þörf sé á að Spánn fái neyðarlán vegna efnahagserfiðleika. Þetta sagði Guindos í ræðu í London School of Economics í Lundún- um á föstudag. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að Spánverjar muni þurfa neyðarlán en Guindos segir að vangaveltur þess efnis séu úr lausu lofti gripnar. „Spánn hef- ur alls enga þörf fyrir neyðarlán,“ sagði hann. Sérfræðingar eru þó ekki á sama máli, samkvæmt umfjöll- un breska ríkisútvarpsins, og telja þeir að spænskir bankar þurfi allt að 59,3 milljarða evra innspýtingu. Seldist upp á mettíma n Ekki búið að tilkynna hverjir troða upp á Glastonbury Þ rátt fyrir að ekkert liggi fyrir um hvaða tónlistarfólk muni troða upp á Glastonbury-há- tíðinni sem fram fer í júní á næsta ári, er þegar orðið uppselt á hana. Skipuleggjendur hátíðarinnar, feðginin Michael og Emily Eavis, segj- ast vera full auðmýktar í kjölfar ótrú- legra vinsælda hátíðarinnar. Milljónir manna reyndu að kaupa miða á há- tíðina þegar opnað var fyrir miðasölu klukkan níu á sunnudagsmorgun. All- ir miðarnir, en hver þeirra kostar um 40.000 krónur, seldust á innan við tveimur klukkustundum. Nokkuð var um að fólk sem taldi sig hafa tryggt sér miða lenti í tæknivandræðum á bók- unarsíðunni svo að það missti af mið- um. Emily Eavis skrifaði á Twitter í til- efni þess: „Við biðjum alla afsökunar sem gátu ekki keypt miða á hátíðina vegna tæknivandamála á bókunar- síðunni.“ Alls voru seldir 135.000 miðar á hátíðina að þessu sinni. Þeir sem þrá heitt og innilega að komast á Glaston- bury geta glaðst yfir því að þeir mið- ar sem verða afpantaðir, verða seldir í apríl á næsta ári. Glastonbury hefur árum saman verið ein vinsælasta tónlistarhátíð Bretlands. Engan þarf að undra að eftir spurn eftir miðum á næstu há- tíð hafi verið mikil, enda var hún ekki haldin í sumar þar sem ekki náðist að tryggja viðveru nægilega margra lögreglumanna á svæðinu vegna Ólympíuleikanna í London. Síðast þegar Glastonbury-hátíðin var haldin, árið 2011, tróðu meðal annarra upp stórsveitirnar U2 og Coldplay. n Glastonbury Hátíðin fór ekki fram í ár en þegar er orðið uppselt á hátíð- ina sem fer fram á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.