Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Mánudagur 8. október 2012 n Kaup Boga Pálssonar á Flögu í fyrra komin til kasta bandarískra dómstóla Bogi Blekkti Arion og græddi svo vel „Litlir hluthafar sem voru þvingaðir út á sín- um tíma eru úti í kuldanum Bréfið Aðrir hluthafar Flögu seldu hlutabréf sín fyrir málamyndaverð í árslok 2008. Hér sést bréfið þar sem hluthöfum fyrirtækisins var tilkynnt um innlausnina á hlutabréfunum. þess að hann léti þess getið við Arion banka. Meðal annars var sett upp FTP-heimasíða með gögnum um Emblu en þetta var gert sem liður í áreiðanleikakönnuninni fyrir sölu fyrirtækisins. Í stefnunni kemur fram að strax í kringum 10. ágúst 2011 hafi Bogi og Baker vitað að þann 24. ágúst yrði haldinn fundur til að ákveða kaupin á Emblu af Flögu. Þann 21. ágúst 2011 heimsóttu forsvars- menn Natus höfuðstöðvar Emblu til að ljúka áreiðanleikakönnuninni á fyrir tækinu. Þennan sama dag fékk Baker drög að kaupsamningi frá Nat- us þar sem því var lýst yfir að fyrir- tækið hygðist kaupa Emblu fyrir 17 milljónir dollara. Selt einum degi áður Natus ákvað svo að kaupa Emblu þann 24. ágúst 2011, einum degi áður en Bogi keypti skuldir Flögu af Arion banka fyrir 4 milljónir dollara á þeim forsendum að enginn kaupandi hefði fundist að eignum fyrirtækis- ins. Forsvarsmenn Natus greindu Baker og Boga frá því í kjölfarið að fyrirtækið vildi ganga formlega frá kaupunum á Emblu um miðjan sept- ember 2011. Stefnan byggir á því að samkvæmt samningnum við Arion banka hafi Boga Pálssyni og David Baker borið skylda til að upplýsa Arion banka um þessar þreifingar um söluna á Emblu til Natus. Fer fram á riftun Á þessum forsendum fer bankinn fram á að samningnum við Boga Pálsson um kaupin á skuldum Flögu þann 25. ágúst verði rift. Rökstyður bankinn samningslitin með því að Bogi hafi í reynd gerst sekur um fjár- svik (e. rescission based on fraud.) Kröfur bankans fyrir réttinum eru í mörgum liðum en byggja allar á því að Bogi hafi ekki framfylgt ráðgjaf- arsamningnum sem hann gerði við bankann í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og hafi í reynd brotið hann og beitt bankann blekkingum til þess að hagnast á því persónulega. Fer bank- inn fram á skaðabætur vegna máls- ins, auk vaxta, sem og greiðslu lög- fræðikostnaðar og annarra útgjalda vegna málsrekstursins. Tóku hlutabréf annarra En þar með er ekki öll sagan sögð því í árslok 2008, áður en Flaga Group lenti í fangi Nýja-Kaupþings, síðar Arion banka að stóru leyti, leysti eignarhaldsfélagið Flaga Holdings LLC til sín hlutabréf annarra hlut- hafa í félaginu fyrir málamyndaverð. Þetta eignarhaldsfélag var stofnað í lok nóvember 2008, einum mánuði áður en það leysti til sín hlutafé annarra hluthafa félagsins. Um er að ræða sama félag og Arion banki hef- ur stefnt úti í Denver en í dag heitir það Sleep Holdings LLC. Félagið er skráð í skattaparadísinni Delaware í Bandaríkjunum, samkvæmt eina opinbera skjalinu sem til er um það hjá fyrirtækjaskrá. Íslenskur umboðsaðili félagsins var lögmannsstofan Lex en Helgi Jó- hannesson, hæstaréttarlögmaður og einn af eigendum Lex, hefur unnið fyrir Boga Pálsson í gegnum tíðina. Hlutabréfin sögð einskis virði Í ábyrgðarbréfi sem Helgi sendi öll- um hluthöfum Flögu Group þann 29. desember 2008 kom fram að Flaga Holdings LLC ætlaði að leysa til sín hlutafé annarra hluthafa gegn mála- myndaverði sem var ein króna á hlut. Vísaði Helgi í lagagreinar kröfunni til stuðnings en hún byggði á því að sökum efnahagshrunsins væri hluta- fé Flögu Group einskis virði: „Hér með tilkynnist að Flaga Holdings LLC er nú eigandi að meira en 90 % hlutafjár í Flaga Group ehf. (fyrr- um Flaga Group hf.). Ákvörðun hef- ur verið tekin um að aðrir hluthafar skuli sæta innlausn á hlutum sínum í félaginu í samræmi við 16. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög.“ Þá vitnaði Helgi í mat „virts óháðs verðbréfafyrirtækis“ sem teldi hluta- fé félagsins vera einskis virði. „Í ljósi þess að hlutaféð hefur verið metið verðlaust er þér boðin málamynda- greiðsla fyrir allt hlutafé þitt upp á kr. 1,00 (ein króna) á hlut.“ Undir bréfið skrifaði Helgi fyr- ir hönd Flögu Holdings LLC. Með þessu var Flaga Holdings LLC orðið eigandi hlutabréfa minni hluthafa í Flögu Group sem voru sögð einskis virði. Tæpum þremur árum seinna var eitt af dóttur félögum Flögu selt fyrir nærri 2 milljarða króna og naut Bogi Pálsson góðs af þeim við- skiptum eftir að hafa keypt skuldir Flögu frá Arion með afslætti. Telur sig hafa verið hlunnfarinn Einn viðmælandi DV, sem var hlut- hafi í Flögu Group, segir að hann líti svo á að litlir hluthafar í fyrirtæk- inu hafi verið þvingaðir út úr því án þess að fá rétt verð fyrir hlutabréfin. Honum blöskri því að Bogi hafi keypt fyrir tækið af bankanum fyrir lága upphæð og hafi svo selt hluta þess aftur fyrir hærra verð. „Það sem fer aðallega fyrir brjóstið á mér í þessu máli er að fyrri eigendur, þ.e. Bogi og aðilar honum tengdir, skuli eign- ast Flögu Group (heitir raunar Flaga Holdings eftir snúninginn) aftur að fullu og koma í verð. Litlir hluthafar sem voru þvingaðir út á sínum tíma eru úti í kuldanum.“ Merkilegur snúningur Staðan er því sú að Bogi Pálsson náði að eignast Flögu í kjölfar ís- lenska efnahagshrunsins og selja hluta af starfseminni fyrir verulegar upphæðir. Þessi yfirtaka var tvíþætt: Fyrst eignaðist félag í hans eigu hlutabréf annarra hluthafa Flögu Group í lok árs 2008 og svo eign- aðist hann hlut Arion banka í fé- laginu eftir að Flaga Group var kom- in í fang bankans vegna skulda árið 2011. Þá var bankinn búinn að færa skuldir Flögu Group niður; skuldir sem stofnað hafði verið til á árun- um fyrir hrun þegar Bogi var stjórn- arformaður fyrirtækisins og einn af ráðandi hluthöfum þess. 6,3 milljarða niðurfærsla Þar fyrir utan komst Bogi líka upp með að 6,3 milljarða króna skuldir eignarhaldsfélags hans, Stofns ehf., voru færðar niður að fullu þegar hluti lánasafns gamla Kaupþings var fluttur yfir í Nýja -Kaupþing, nú Arion banka, eftir hrunið 2008. Frá þessu greindi DV í síðustu viku. Bogi var, líkt og kunnugt er, einn stærsti hluthafi Exista, stærsta hluthafa Kaupþings, fyrir hrunið 2008. Um þá niðurfærslu sagði Helgi Jó- hannesson í samtali við DV: „Í spurn- ingu þinni um málefni Eignarhalds- félagsins Stofns ehf. kemur fram misskilningur/villa. Rétt er að Stofn fékk á sínum tíma lán vegna kaupa á hlutabréfum í Exista. Sá lánasamn- ingur var gerður upp samkvæmt efni samningsins sjálfs án þess að í því uppgjöri fælist niðurfelling á kröfum bankans á félagið. […] Bankinn fékk það greitt sem hann átti rétt til sam- kvæmt efni lánasamningsins og sá samningur var óbreyttur frá undir- ritunardegi hans til þess dags er hann var uppgerður.“ Líklegt má telja að í þessum við- skiptum hafi Stofn fengið 100 pró- senta lán frá Kaupþingi til að kaupa Exista-bréfin, án allra persónulegra ábyrgða eða trygginga. Bogi hefur því farið ágætlega út úr viðskiptum sínum við Kaupþing og arftaka þess, Arion banka. n Tók þátt Helgi Jóhannesson lögmaður tók þátt í því að aðrir hluthafar Flögu Group voru látnir gefa eignarhaldsfélaginu Flögu Holdings LLC hlutabréfin sín í félaginu. Bogi Pálsson Hefur fengið á sig tvær stefnur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.