Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 6
Veita mikla gleði
n Jól í skókassa í níunda sinn
Þ
etta skiptir þau miklu máli enda
geta þetta verið einu jólagjaf-
irnar sem þessi börn fá. Maður
sér hvað einföldustu hlutir geta
veitt þeim mikla gleði,“ segir Björg
Jónsdóttir hjá samtökunum KFUM/
KFUK sem standa að söfnuninni Jól í
skókassa. Í ár er níunda árið sem safn-
að er skókössum fylltum af litlum gjöf-
um sem eru gefnar til fátækra barna í
Úkraínu. Í fyrra söfnuðust 4–5 þúsund
kassar.
Björg segir þau nú þegar vera byrj-
uð að safna gjöfum en síðasti dagur
til að skila inn skókassa er 10. nóvem-
ber en þau hvetja fólk til þess að vera
tímanlega með skókassana í ár. „Við
förum á fullt í söfnunina á haustin en
erum svo sem að safna allt árið ef því
er að skipta. Við reynum að minna á
þetta snemma því það er voða gott ef
þetta kemur ekki allt á síðustu dögun-
um. Íslendingar eru svolítið þannig að
það er allt á síðustu stundu,“ segir hún
hlæjandi.
Hún hvetur fólk til þess að koma
með skókassa því þeir veki svo sannar-
lega lukku meðal barnanna. Mikilvægt
sé að merkja kassana vel þeim aldurs-
hópi og kyni sem hann er ætlaður og
setja eitthvað úr flokkunum fimm sem
taldir eru upp hér til hliðar. „Leikföng
eru vinsæl, einhver ritföng þar sem
þau hafa nú lítið af þeim – þá eitthvað
til að skrifa á og einhverja liti, tann-
bursta, tannkrem og sápu – þau geta
verið gríðarlega glöð með einfalda
hluti eins og tannbursta, kannski húf-
ur eða vettlinga eða eitthvað slíkt sem
passar í kassann.“
Skókassarnir sem safnast fara svo
til barna í Úkraínu. „Flestir fara á mun-
aðarleysingjahæli, líka á geðsjúkrahús
og til barna einstæðra mæðra.“ n
viktoria@dv.is
6 Fréttir 8. október 2012 Mánudagur
Mikil gleði Björg segir gjafirnar veita
börnunum mikla gleði enda séu þetta oft
einu gjafirnar sem börnin fá.
DV.is leitar að
Django-forritara
>> Mikil reynsla af vinnu á
Django/Python er skilyrði. Góð
CSS, HTML og JavaScript kunnátta
er einnig æskileg.
>> Viðkomandi þarf að hafa metnað
fyrir viðmóti og vefhönnun, sýna
frumkvæði og tileinka sér nýjungar
í veflausnum.
>> Umsóknir berist á netfangið
jontrausti@dv.is fyrir 12. október
Tryggvagötu 11 Sími 512 7000
„Þetta er
ekki í anda
Outlaws!“
„Þetta er EKKI í anda Outlaws
og myndi aldrei vera samþykkt
þar,“ segir Víðir Þorgeirsson,
forsprakki Outlaws á Íslandi,
í athugasemd á Facebook við
frétt DV þar sem fram kem-
ur að meðlimir Outlaws hafi
hótað lögreglumönnum, kon-
um þeirra og börnum. Víð-
ir sem gengur undir nafninu
Víðir Tarfur Útlagi á Facebook
segir heimili og fjölskyldur lög-
reglumanna ekki í hættu vegna
Outlaws-manna.
„Er fólk orðið snarklikkað!!!!!!
Ég frábið mér svona frétta-
flutning. Þetta er EKKI í anda
Outlaws og myndi aldrei vera
samþykkt þar. Konur, börn, fjöl-
skyldur og heimili manna hverj-
ir svosem þeir kunna að vera
verða og munu aldrei vera lögð
í hættu af hálfu Outlaws. Öðru
máli gegnir um sérsveitir lög-
reglunnar á Íslandi.... Þeir ráð-
ast á konur, börn, fjölskyldur
og heimili okkar og skilja eftir í
rúst!“
Í fréttinni sem um ræðir kom
fram að lögreglumönnum væri
mjög brugðið eftir að upplýs-
ingar bárust um að meðlimir í
vélhjólagenginu Outlaws hafi
fyrirhugað að ráðast inn á heim-
ili tilgreindra lögreglumanna.
„Okkur er bara mjög brugðið.
Sér í lagi vegna þess að það stóð
ekki bara til að beita lögreglu-
menn ofbeldi heldur einnig
maka þeirra og börn,“ sagði
Snorri Magnússon, formað-
ur Landssambands lögreglu-
manna.
Lögreglumaður lýsti því í
viðtali við RÚV um helgina að
hann hefði þurft að senda dæt-
ur sínar af heimili sínu í kjölfar
hótana úr undirheimum. Dæmi
eru um að lögreglumenn hafi
gist heima hjá félögum sínum úr
lögreglunni til að vera til taks ef
gerð yrði alvara úr hótunum.
Vinir Víðis taka undir með
honum í athugasemdum, en ein
þeirra segir: „Já ég var ekki að
fatta þennan fréttaflutning. Það
sem ég þekki til í ykkar „herbúð-
um“ veit ég að sumt er heilagt :)“
Láta rannsaka Leyni-
pLagg Bónusfeðga
K
omið hefur upp á yfirborðið
leyniplagg sem varpar nýju
ljósi á deilurnar um Bónus-
grísinn. Skjalið er frá árinu
1991 og veitir Bónus notk-
unarrétt á Bónusgrísnum til tuttugu
ára að ákveðnum skilyrðum uppfyllt-
um. Samningurinn er undirritaður af
feðgunum Jóhannesi Jónssyni og Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni auk hönnuð-
ar vörumerkisins, Edithar Randýjar
Ásgeirsdóttur. Samkvæmt heimildum
DV hafa Jóhannes og Jón aldrei viljað
kannast við samninginn.
Edith höfðaði mál gegn Högum
í fyrra og krafðist þess að notkunar-
rétturinn á Bónusgrísnum yrði aftur-
kallaður. Þá hafði hún samninginn
ekki undir höndum. Nú, eftir að skjölin
fundust, hafa Hagar óskað eftir aldurs-
greiningu á samningnum og mati á
uppruna hans. Í því felst að tekin verða
rithandarsýnishorn af hlutaðeigandi
aðilum.
Finnur Árnason, forstjóri Haga, vill
sem minnst tjá sig um málið en segir
þó: „Ég get staðfest að það er ágrein-
ingur og málið er fyrir dómstólum.“ Fari
svo að Hagar tapi umræddu dómsmáli
gæti Bónus þurft að skipta bleika grísn-
um út fyrir nýtt vörumerki.
Jóhannes vissi ekki um frumritið
Í samtali við DV segist Jóhannes Jóns-
son ekki vita neitt um frumritið af
samningnum. „Ég hef bara ekki heyrt
um það,“ segir hann og tekur fram að
hann sé ekkert að velta sér upp úr for-
tíðinni. „Hún verður að hafa sinn gang
án mín. Blessaður, ég er hættur að
skipta mér af þessu.“
Saga Ýrr Jónsdóttir, dóttir Edithar
Randýjar Ásgeirsdóttur, sem rak málið
fyrir hana í fyrra, furðar sig á efasemd-
um um að skjalið sé ósvikið. Athygli
vekur að nú fer Sigurður G. Guðjóns-
son með málið, en eins og kunnugt er
hefur hann starfað sem lögmaður Jóns
Ásgeirs. Sigurður sat í stjórn Glitnis fyrir
hönd hluthafa bankans á árunum 2007
og 2008 en Jón Ásgeir var einn stærsti
hluthafi Glitnis í gegnum FL Group.
„Menn mega leita sér sönnunar-
gagna, það er ekkert vandamál,“ segir
Sigurður. „Svo kemur bara eitthvað út
úr því.“
Undirritað á Þorláksmessu
Edith Randý Ásgeirsdóttir hannaði
vörumerkið fyrir Jóhannes Jónsson
og Jón Ásgeir Jóhannesson þegar þeir
stofnuðu Bónus árið 1989. Edith starf-
aði fyrir Bónusfeðga á þessum tíma
og vann að ýmiss konar markaðs-
málum en fékk ekki greitt sérstaklega
fyrir hönnunina á vörumerkinu sem
við í dag þekkjum sem Bónusgrísinn.
Þess í stað var fyrir hendi samkomu-
lag þess efnis að Edith Randý héldi
eignarréttinum á Bónusgrísnum og að
greiðsla fyrir hönnun hans kæmi síðar.
Hún hefur haldið því fram að á
Þorláksmessudag árið 1991 hafi ver-
ið gerður samningur um notkun á
Bónus grísnum á milli Bónusfeðga
og Edithar. Samningurinn hafi verið
gerður til 20 ára og því runnið út þann
23. desember í fyrra.
Þegar Baugur var skráð á al-
mennan markað árið 1999 var vöru-
merkið skráð hjá Einkaleyfastofu.
Einkaleyfastofu barst bréf frá Edith
þann 18. janúar árið 2000 þar sem hún
andmælti skráningunni og hélt því
fram að með skráningunni væri gengið
gegn samkomulaginu frá árinu 1991.
Einkaleyfastofa taldi Edith ekki hafa
lagt fram nægjanleg gögn máli sínu til
stuðnings og hélt því skráningin gildi
sínu. Samkvæmt heimildum DV kom
samningur Baugsfeðga og Randýjar
ekki við sögu þegar Baugur var skráð á
almennan markað. Sé samningurinn
raunverulegur hafa hluthafar Baugs
verið blekktir. Þegar Arion banki hóf
sölu á hlutabréfum í Högum árið
2010. Höskuldur Hrafn Ólafsson,
bankastjóri Arion banka, vildi ekki
tjá sig um málið.
Breyttar forsendur
Í samningnum frá 1991 kemur fram
að ef eignarhaldið á Bónus breytist
þannig að Jóhannes og Jón Ásgeir
eigi minna en 50 prósent í Bónus-
keðjunni á næstu 20 árum eftir
undirritun geti Edith Randý aftur-
kallað notkunarréttinn á merkinu.
Sú staða er nú komin upp eftir að
feðgarnir misstu fyrirtækið. Edith
Randý telur sig aldrei hafa afsalað sér
eignarrétti yfir Bónusgrísnum. Hagar
nutu framan af góðs af því að Edith
Randý hafði ekki frumrit samnings-
ins frá 1991 undir höndum en eftir
að samningurinn kom í leitirnar má
ætla að forsendur málsins séu gjör-
breyttar. Gæti málið komið harkalega
niður á núverandi eigendum Haga.
Niðurstaðan gæti annaðhvort orðið
sú að Högum verði bannað að nota
Bónusgrísinn sem vörumerki eða að
fyrirtækið verði dæmt til að greiða
Edith Randý peningaupphæð fyrir
hönnunina. Komi hins vegar í ljós að
samningurinn sé falsaður mun það
hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir þá
sem þar stóðu að verki. n
n Óskað eftir aldursgreiningu á samningi um Bónusgrísinn
„Menn mega leita
sér sönnunargagna,
það er ekkert vandamál.
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannpall@dv.is
Jóhannes í Iceland
Jóhannes segist ekkert
vita um samninginn og
ekki vilja velta sér upp
úr fortíðinni.
Jón Ásgeir
Stofnaði Bónus
með föður
sínum.
Sigurður G. Guð-
jónsson Lögmaður
Jóns Ásgeirs og fyrr-
verandi stjórnarmaður
Glitnis rekur málið fyrir
Edith Randý.
Edith Randý Hönnuður hins
gamalkunna Bónusgríss.