Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 22
Vertu viss Komdu í veg fyrir vandræða- legar uppákomur og misskilning með því að ganga úr skugga um það sem fyrir liggur – stað og stund. Það skað- ar heldur ekki að vera með varaáætl- un ef plan A fer einhverra hluta vegna í súginn. Komdu niður á jörðina Eftirvæntingarnar geta verið gríðarlegar og nánast óraunhæfar fyrir fyrsta stefnumót. Hentu öllum væntingum út um gluggann og sættu þig við og fagnaðu að þetta stefnumót verði öðruvísi en þú bjóst við. Gerðu teygjur Losaðu um stress með góðum teygjuæfingum. Straujaðu skyrtuna Þú lítur betur út í straujaðri skyrtu auk þess sem endurteknar hreyfingar, líkt og að strauja, geta haft jákvæð áhrif á heilann, líkt og um hugleiðslu væri að ræða. Taktu þig til Konur kunna vel að meta þegar þær sjá að þú hefur lagt eitt- hvað á þig til að koma vel fyrir. Farðu í sturtu, settu gel í hárið, rak- aðu þig og plokkaðu hárin úr nös- unum. Settu á þig örlítið af ilm og mundu eftir svitalyktareyðinum. Fáðu þér snarl Það er erfitt að vera heillandi og hress þegar maður er að drepast úr hungri. Brostu Það virkar kjánalegt að brosa í einrúmi en samkvæmt rannsóknum hefur bros og hlátur já- kvæð áhrif á heilann. Líka þótt við pínum okkur til þess. Lyftu lóðum Smá lyftingaræfing stuttu fyrir stefnumótið verður til þess að vellíðunarhorm- ón flæða um líkamann og auka sjálfstraust þitt. n S vona nám er mjög góður undirbúningur; hvort sem það er fyrir lífið sjálft, ferða- lög og ekki síst störf í fram- andi löndum. Námið er fyrir alla og margir sem útskrifast eru hér heima í hjálparstarfi og okkar fyrsta nemanda erum við að senda til Senegal um þessar mundir, seg- ir Guðrún Margrét Pálsdóttir, for- maður ABC barnahjálpar, en þessa dagana stendur yfir innritun í ABC skólann. Hægt er að skrá sig á námskeið í þróunarhjálp auk þess sem boðið er upp á nýjung sem kallast „Tvöfalt gagn“. „Þetta eru til að mynda nám- skeið í frönsku, spænsku, efl- ingu samskipta og bragfræði. Við höfum fengið hæfa kennara til að halda námskeið frítt en nám- skeiðsgjöldin eru notuð til að borga laun kennara á starfsvæðum okkar úti í heimi,“ segir Guðrún Margrét en hægt er að lesa meira um námskeiðin á vefsíðu skólans, abcskolinn.is. Hugsjón fæddist í hnattferð Önnur nýjung hjá ABC heitir Líf fyrir líf en ný miðstöð ABC verður opnuð 12. október. „ Miðstöðin verður á Laugavegi 103 og ber heitið Líf fyrir líf – lista- og minn- ingarmiðstöð. Fólki gefst kostur á að styrkja barn í minningu látins ástvinar. Þarna verður líka sýn- ingarsalur þar sem listamönnum býðst að gefa málverk eða önnur listaverk sem við seljum til styrktar starfinu úti. Fyrsta sýningin verð- ur opnuð 12. október en það eru 13 listamenn frá Art 67 galleríi sem hafa gefið verk til að hafa á þessari fyrstu sýningu.“ Samtökin ABC barnahjálp eru byggð á kristnum gildum og eru 24 ára um þessar mundir. Hug- sjónin varð til þegar Guðrún Mar- grét ferðaðist um heiminn í hnatt- ferð árið 1985. „Ég tók mér ár til að ferðast og kynntist raunverulegri fátækt í fyrsta sinn. Ég fór upp- haflega út til að sjá heiminn en á leiðinni breyttist ferðin í tilgang. Ég hugsaði sem svo að svona fá- tækt fólk gæti aldrei keypt sér bók og notaði því mínar fáu krónur til að gefa fólki í fátækustu hverfun- um bækur en komst að því að það er til fullt af fólki sem kann ekki að lesa. Það fannst mér alveg slá- andi; ég hafði aldrei pælt í því að fullorðið fólk gæti verið ólæst. Þess vegna ákvað ég að klára ferðina, fara heim og safna fé og fara svo aftur út og kenna fólki að lesa,“ segir Guðrún en bætir við að hún hafi ekki verið nema í viku á Ís- landi þegar hún hitti væntanlegan eiginmann sinn. Ákvað að hlýða „Ég var ákveðin að fara aftur út eft- ir þrjá, fjóra mánuði og þarna varð ég að ákveða hvort ég myndi gifta mig eða fara út aftur. Ég bað Guð um að gefa mér skýrt svar og tók sex peninga í lófann, lokaði aug- unum, hristi lófann og kastaði þeim upp. Ég hafði ákveðið að ef fiskurinn kæmi upp þá myndi ég fara út. Það kom enginn fiskur. Ég sá þetta sem mjög skýrt svar en fyrsta hugsun var að segja eng- um frá og fara samt. Þó ákvað ég að opna Biblíuna með lokuð aug- un og setja fingurinn einhvers staðar. Þar fékk ég ennþá skýrari neitun. Ég benti með fingrinum á textann: „Farið ekki.“ Þarna var ég komin með tvöfalt nei og ég ákvað að hlýða. Það var svo ekki fyrr en ári seinna sem bróðir minn og vin- ur hans fengu hugmynd að því að koma á laggirnar hjálparstarfi. Þeir báru hugmyndina undir mig og nafnið ABC kom strax upp í hug- ann því við vildum kenna fólki að lesa og skrifa; gefa fólki tækifæri til að mennta sig.“ Guðrún Margrét segir umfang samtakanna orðið meira en hún hafi búist við í byrjun. „Við viss- um lítið hvað við vorum að fara út í þegar við byrjuðum en í dag sé ég þetta sem byrjun á enn stærra starfi.“ n indiana@dv.is 22 Lífsstíll 8. október 2012 Mánudagur Styrkur í minningu látinS áStvinar Formaður ABC barnahjálpar Þann 12. október verður opnuð ný miðstöð sem heitir Líf fyrir líf – lista- og minningarmiðstöð. Guðrún Margrét Pálsdóttir fór í hnattferð fyrir 24 árum. Guðrún ætlaði upphaflega að ferðast um heiminn en ferðalagið breyttist í ferð með sérstakan tilgang. Það er margt spennandi framundan hjá ABC barnahjálp. „Ég sá þetta sem mjög skýrt svar en fyrsta hugsun var að segja engum frá og fara samt 8 7 6 5 4 3 2 1 n 8 ráð handa karlmönnum fyrir fyrsta stefnumótið Vertu við öllu búinn Ekkert stress Vertu vel undirbúinn og stefnumótið gengur betur. Táningar eiga að fá að sofa Táningar sem vilja fá að sofa út hafa fengið liðsinni vísind- anna. Táningar sem fá ekki nægan svefn eru líklegri en aðr- ir til að þjást af hjartakvillum en aðrir seinna á æviskeiði sínu. Þetta eru niðurstöður nýlegra kanadískra rannsókna. Í rann- sókninni var fylgst með fjögur þúsund ungmennum. Þriðjung- ur táninganna þjáðist af svefn- truflunum og þeir hinir sömu voru líklegri til þess að vera í of- þyngd, með háan blóðþrýsting og hærra magn kólesteróls en gengur og gerist. Svefntruflanir voru skilgreindar sem vandi við að sofna og halda svefni, eirðar- leysi um nætur og martraðir ásamt fleiri vandamálum. Skyndibitafæði veldur lægri greindarvísitölu hjá börnum: Hollur matur eykur gáfur Börn sem borða mikið af skyndibitafæði eru með lægri greindarvísitölu en jafnaldrar þeirra sem fá ferskt og fjölbreytt fæði. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísinda- manna við Goldsmiths-háskól- ann í London. Næringarinnihald fæðu sem fólk lætur ofan í sig á æskuár- unum getur jafnvel haft lang- tímaáhrif á greindarvísitöluna. Leiddu niðurstöðurnar þetta í ljós og virtust aðrir þættir, eins og almenn þekking, auður og félagsleg staða ekki hafa áhrif á þær. Fylgst var með fjögur þúsund skoskum börn á aldr- inum þriggja til fimm ára sem borðuðu hollan og ferskan mat annars vegar og skyndibitafæði hins vegar sem helstu máltíð dagsins. Rannsakað var hvaða áhrif mataræðið hafði á vits- munalegan þroska þeirra. Rannsóknin leiddi enn frem- ur í ljós að efnameiri foreldr- ar í góðri félagslegri stöðu gáfu börnunum sínum oftar hollan og ferskan mat heldur en for- eldrar með lægri tekjur í verri félagslegri stöðu. Dr. Sophie von Stumm, sem fór fyrir rannsókninni, segir það vissulega lengi hafa verið vit- að að það sem við látum ofan í okkur hafi áhrif á heilann. Í fyrri rannsóknum hafi þó aðallega verið einblínt á áhrif ákveðinna matvæla á greindarvísitöluna en ekki samsettra máltíða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.