Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 8. október 2012 Mánudagur F ramkvæmdastjóri og stjórn Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, brugðust eftirlits- skyldu og sýndu sinnuleysi í aðdraganda þess að félagið tapaði tæpum 60 milljónum króna á viðskiptum við VBS fjárfestingar- banka frá ársbyrjun 2007 til október 2008. Þetta kemur fram í nýrri skýr- slu sem sérstök greiningarnefnd fé- lagsins, sem sett var á fót í febrúar, hefur skilað af sér og verður lögð fyr- ir á formannafundi síðar í mánuðin- um. Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber en ólga er innan félagsins vegna niðurstöðu nefndarinnar. Bæði stjórn og framkvæmdastjóri félagsins fá á sig harða gagnrýni í skýrslunni og áhrifafólk innan hreyfingarinnar vill að Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri verði rekinn úr starfi. Í hópi þeirra sem vilja framkvæmdastjórann burt eru formenn ýmissa aðildarfélaga inn- an UMFÍ. Hann er þó talinn njóta stuðnings meirihluta stjórnarinnar. Sæmundur tekur undir niðurstöður skýrslunnar og segir málið vera eina samfellda sorgarsögu sem hafi verið mjög erfið fyrir hreyfinguna. Nefndin fékk það hlutverk að skýra hvers vegna söluandvirði hús- eignar félagsins í Fellsmúla 26 tap- aðist að miklu leyti í samskiptum við VBS. Nefndin fékk aðgang að öllum tölvupósti milli starfsmanna UMFÍ og starfsmanna VBS, fundar- gerðir, minnisblöð og viðskiptayfir- lit frá VBS. Vottuðu dagsetningu á ódagsettum samningi Tildrög málsins eru þau að UMFÍ seldi húsnæði sitt í Fellsmúla í byrj- un árs 2007. Söluandvirðið var lagt inn á reikning hjá VBS samkvæmt samningi öryggisvörslu. Samn- ingurinn er ódagsettur og undir- ritaður af framkvæmdastjóranum Sæmundi Runólfssyni og Jafet Ólafssyni fyrir hönd VBS ásamt tveimur vottum að réttri dagsetn- ingu og undirskrift. Nefndin telur hins vegar að samningurinn hafi verið undirritaður 6. febrúar 2007. Í samningnum er kveðið á um að bankinn skyldi annast kaup og sölu verðbréfa samkvæmt fyrirmæl- um frá UMFÍ. Frumkvæði að verð- bréfaviðskiptum átti alfarið að vera í höndum UMFÍ. Nefndin telur hins vegar að ekki hafi verið eftir þessu farið, hvorki af hálfu bankans né ungmennafélags- ins. VBS keypti verðbréf fyrir sölu- andvirðið án samráðs við UMFÍ og var hafist handa við það strax sama dag og peningarnir voru lagðir inn. Bankinn keypti 95 verðbréf árið 2007 og voru einhverjar hreyfingar í nánast hverjum mánuði út árið 2007 og fram undir miðjan febrúar 2008. Óskynsamlegt traust til VBS Greiningarnefndin telur að ekki hafi verið farið í neinu eftir því sem kveðið er á um í 2. grein samnings- ins, en þar er kveðið á um að fjár- munir UMFÍ skyldu varðveittir á sérstökum bankareikningi þannig að engin hætta væri á að fjármun- ir á reikningnum blönduðust fjár- munum VBS eða annarra við- skiptavina VBS. Bendir nefndin á í því sambandi að það séu ekki síst hagsmunir UMFÍ að samningur- inn skyldi efndur. Þeir sem fara með fjármál félagsins höfðu eftirlits- skyldu varðandi efndir samnings- ins, sérstaklega þar sem félaginu átti að vera fullljóst að það átti að fylgjast með verðbréfaviðskiptum á reikningnum. Ekki var heldur farið eftir þessu ákvæði, yfirlit voru fyrst send til fé- lagsins í byrjun árs 2008. Í samn- ingnum er einnig kveðið á um þá ábyrgð sem hvíldi á UMFÍ. Að mati nefndarinnar hefði engum fjárfesti átt að dyljast að fjárfesting í veð- skuldabréfum er áhættusöm og átti ekki að fara fram nema með vitund UMFÍ. Nefndin telur að VBS hafi virt þessi ákvæði að vettugi en einnig fá stjórnendur á sig harða gagnrýni fyrir að hafa ekki hirt um að sinna lágmarkseigendaeftirliti með þeim fjármunum sem félagið lagði inn í VBS. Nefndin telur að traust starfs- manna UMFÍ til VBS hafi verið mik- ið á þessum tíma, sem hafi ekki ver- ið óeðlilegt á þeim tíma, en eftir á að hyggja ekki skynsamlegt. Lásu ekki samninginn Hvorki gjaldkeri UMFÍ á þessum tíma, né almennur stjórnarmaður sem nefndin ræddi við, könnuð- ust við að hafa séð samninginn við VBS áður en hann var undirritaður. Gjaldkerinn sagðist ekki kannast við að málið hefði verið rætt sér- staklega. Á þeim tíma hafi ver- ið krafa um aukna ávöxtun á fjár- munum hreyfingarinnar og því hafi verið ákveðið að skipta við VBS. Gjald kerinn sagði við nefndina að mönnum hefði verið talin trú um að fjármunir sambandsins væru ör- uggir. Af framburði Björns B. Jóns- sonar, formanns UMFÍ, á þessum tíma að dæma var Sæmundi fram- kvæmdastjóra venjulega falin öll meðferð fjármuna og ekkert fylgst með því. Í því ljósi má segja að ábyrgð hans í málinu sé mikil. Fram kemur í skýrslunni að samningurinn við VBS hafi ekki verið borinn upp til samþykktar á stjórnarfundi og bókað um atkvæðagreiðsluna. Stjórnarmenn lásu ekki samninginn og jafnframt var vitneskja stjórnar um fjár- hagslegt umboð framkvæmdastjór- ans, sem er eini prókúruhafinn, ekki nægilega skýr. Nefndin telur einnig að óskráð og ógegnsæ stjórnsýsla fyrir UMFÍ sé ástæða þess að svona fór fyrir fjármunum sambandsins. UMFÍ hefur kært stjórnendur og starfsmenn VBS fjárfestingarbanka til sérstaks saksóknara vegna taps- ins. n Framkvæmdastjórinn brást eFtirlitsskyldu n Hörð gagnrýni á stjórn og framkvæmdastjóra UMFÍ n Tugir milljóna töpuðust hjá VBS „Auðvitað hefði maður átt að vera betur á varðbergi, eftir á séð er það alveg ljóst Vinir og viðskiptafélagar Ungmennafélag Íslands fær um það bil 100 milljón- ir króna á þessu ári frá ríkinu samkvæmt fjárlögum. Því má benda á að þeir peningar sem UMFÍ tapaði vegna brasks VBS eru að stórum hluta almannafé. Í skýrslunni er talað um mikið traust UMFÍ í garð VBS. Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri og Jafet Ólafsson sem undirrituðu samninginn fyrir hönd VBS eru góðir vinir. Þeir tengjast einnig í gegn- um Finn Ingólfsson fjárfesti. Sæmundur og Finnur eru bræðrasynir. Finnur og Jafet eru síðan aldavinir og viðskiptafélagar. Þeir eiga meðal annars saman jörð á Snæfellsnesi og tók Jafet sæti í stjórn Frumherja í skjóli Finns. Bæði Finnur og Sæmundur hafa látið að sér kveða í Framsóknarflokknum. Finnur sat sjálfur í nefnd á vegum UMFÍ um byggingu hótels við Tryggvagötu. Eðlilegt að einhver vilji mig burt „Ég er alveg sammála þessari skýrslu eins og hún er lögð fram. Auðvitað hefði maður átt að vera betur á varðbergi, eftir á litið er það alveg ljóst,“ segir Sæmundur framkvæmdastjóri við DV. Spurður út í kröfu innan hreyfingarinnar um að hann verði rekinn úr starfi vegna skýrslunnar, segir hann: „Það getur alveg verið eðlilegt að einhverjum finnist það, en það er stjórnarinnar að ákveða það. Þessi óánægja í minn garð hjá þessum sömu aðilum var alveg til staðar áður en við töpuðum peningum í VBS. Ég er búinn að vera framkvæmdastjóri þarna í 20 ár. Í stórum samtökum getur það verið svo að það séu einhverjir sem eru ekki sáttir.“ Hann segist ekki vita betur en að hann njóti áfram stuðnings stjórnar UMFÍ. „Allavega hef ég ekki fengið uppsagnarbréf ennþá.“ Sæmundur segir að skýrslan sé algjörlega nauðsynleg fyrir félagasamtök eins og UMFÍ. „Auðvitað er það mjög alvarlegt mál að tapa peningum með þeim hætti sem gerðist. Eins og fram kemur í skýrslunni, þarf að breyta ýmsum ferlum innan samtak- anna til að svona gerist aldrei aftur. Þetta voru þó algjörlega sérstakar aðstæður. UMFÍ er yfirleitt ekki að sýsla með peninga, við höfðum selt þarna eign sem við áttum. Það stóð til að byggja aðra eign og því voru peningar á lausu. Á þessum tíma var mikil krafa um mjög mikla ávöxtun. Það er ekki alveg þessi andi sem er í þjóðfélaginu núna,“ segir hann og bætir við að á þeim tíma hafi verið miklu meira traust í samfélaginu í garð banka en eftir hrun. Sæmundur Runólfsson Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Sorgarsaga fyrir UMFÍ Fram- kvæmdastjóri og stjórn UMFÍ fá á sig harða gagnrýni fyrir að hafa ekki fylgst með fjármunum félagsins. Mynd UMFÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.