Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 23
Á
sdís Rán er feiki-
vinsæl í Búlgaríu
þar sem hún býr og
starfar. Stundum
reynast vinsældirnar til
trafala en um helgina lenti
hún í því að þurfa að berja
frá sér aðgangsharðan
leigubílstjóra. Þann sama
dag hafði hún verið stöðv-
uð af lögreglunni og var í
haldi hennar þar til hún
gaf lögregluþjóni síma-
númer sitt.
„Ég varð fyrir óþægi-
legri reynslu í gærdag
þegar leigubílstjóri elti
mig heim og reyndi að
komast inn á heimili mitt.
Ég þurfti að berja hann
til baka. Þennan sama
dag var ég stöðvuð af lög-
reglunni. Hann vildi ekki
sleppa mér fyrr en ég hafði
gefið honum símanúm-
erið mitt. Sem ég varð að
gera,“ segir Ásdís Rán á
Facebook-síðu sinni. n
kristjana@dv.is
Fólk 23Mánudagur 8. október 2012
Þ
etta hefur gríðarlega mikla
þýðingu fyrir okkur og við
erum rosalega stolt af þessum
tilnefningum,“ segir Kjartan
Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri
Sagafilm. Þáttaröðin Hannað fyrir Ís-
land, sem framleidd var af Sagafilm
og sýnd á Stöð 2 fyrr á þessu ári er
komin í úrslit á alþjóðlegu format-
verðlaunahátíðinni C21 Media
International Format Awards 2012.
Með „format“ er átt við þætti sem
hafa fyrirfram ákveðna uppbyggingu
óháð því hvar þeir eru búnir til í
heiminum. Sem dæmi um format-
þætti má nefna American Idol X
Factor og MasterChef. Hugmyndin
að Hannað fyrir Ísland-þáttunum er
alíslensk en hægt er að yfirfæra hana
yfir á hvaða land sem er ef vilji er
fyrir hendi.
Hannað fyrir Ísland kepp-
ir í tveimur flokkum af sjö. Annars
vegar sem besta raunveruleika-
þátta-format með áherslu á keppni
og hins vegar besta format sem
drifið er áfram af tilteknu vöru-
merki eða vörumerkjum. Í báðum
flokkum er Hannað fyrir Ísland í
samkeppni við tískuþáttinn Fashion
Star þar sem kynnir er engin önnur
en ofurfyrirsætan Elle Macpherson
og dómarar Jessica Simpson, Nicole
Richie og John Varvatos.
„Við sóttum um í þessum tveim-
ur flokkum og komumst áfram
í báðum,“ segir Kjartan. „Dóm-
nefndin er skipuð aðilum sem eru
mjög virtir innan þessa geira. Það
eru allir í skýjunum hérna og allir
sem komu að þættinum eiga stórt
og gott hrós skilið.“ Verðlaunin
verða afhent í Cannes í Frakklandi
þann 10. október næstkomandi.
Í Hannað fyrir Ísland fengu ís-
lenskir hönnuðir að spreyta sig og
nýta reynslu sína í að hanna bestu
útivistarflíkur sem völ er á. Þáttur-
inn var unninn í samstarfi við
66°Norður en rík áhersla var lögð á
notagildi fatnaðarins ásamt því að
nýtískulegt útlit var haft að leiðar-
ljósi.
Níu hönnuðir hófu keppni í
þættinum en að lokum stóð Birta
Ísólfsdóttir uppi sem sigurvegari. n
solrun@dv.is
S
jónvarpskonan og maga-
dansarinn Margrét
Erla Maack heldur úti
bloggsíðu þar sem hún
segir meðal annars frá
athugasemdum sem hún hef-
ur fengið fyrir vaxtarlagið eftir
að hún byrjaði í sjónvarpi. Mar-
grét Erla, sem áhorfendur þekkja
úr Kastljósi, segist reglulega fá
bréf frá áhorfendum sem „séu
ánægðir með að sjá konu í henn-
ar stærð á skjánum“. Hún segir
90 prósent bréfanna frá fólki sem
sé óánægt með eigið vaxtarlag
eða eigi vin eða fjölskyldumeð-
lim sem sé of feitur. „Ég lít ekki
á mig sem feita. Og ég lít ekki á
mig sem granna heldur. Og ég af-
þakka allar athugasemdir á borð
við „en þú ert ekkert feit“ eða „þú
ert svo sæt“,“ skrifar Margrét Erla
í lauslegri þýðingu en bloggið er
á ensku.
Margrét Erla segist aldrei hafa
litið betur út og að það hafi ekkert
með þyngd hennar að gera heldur
þá staðreynd að hún brosi meira
en áður. Hún segist enn fremur
ánægð með að vera fyrirmynd of
feitra tólf ára stúlkna en að það sé
ótrúlegt að fá tölvupóst þess efnis.
„Annar þáttarstjórnandi, einnig
kona, fær póst þar sem því er lýst
yfir hversu hressandi það er að sjá
miðaldra konu í sjónvarpinu. Ég
velti fyrir mér hvort karlmenn fái
svipað umtal. Hversu gott það sé
að sjá of þungan miðaldra karl-
mann á skjánum?“ spyr hún.
Margrét Erla heldur áfram og
segir að þótt hún noti föt í stærð
L sé hún í mjög góðu formi. Hún
kenni dans þrisvar til fjórum
sinnum í viku og rífi reglulega af
sér spjarirnar án þess að blikna
í „burlesque“-sýningum. Hún sé
meira að segja í sirkus og geti far-
ið í splitt. „Ég er með yndisleg stór
brjóst og fékk glæsilegan rassinn
úr mömmuætt. Ég væri ónýt ef
ég hefði fengið litla rassinn hans
pabba. Auðvitað getur stundum
verið erfitt að finna sér gallabuxur,
en vá hvað ég á marga flotta kjóla.“
Fyrir mánuði hafi henni verið
hrósað fyrir útlitið. „Ég hafði lést
og viðkomandi fannst ég líta svo
vel út. Sannleikurinn var sá að ég
hafði nýendað samband og gat
ekkert borðað. Ég gat ekki dans-
að heldur svo vöðvarnir höfðu
rýrnað. Ég var með dökka hringi í
kringum augun og málaði mig því
meira en vanalega. Mér leið ekki
vel. Þegar ég er óhamingjusöm
léttist ég. Þegar ég er hamingju-
söm nýt ég þess að elda og fá fólk
til mín. Og drekk kokteila og bjór.“
Margrét Erla vildi ekki tjá sig
um bloggið þegar eftir því var
leitað en hægt er að fylgjast með
opinskáum skrifum hennar á
mokkilitli.tumblr.com. n
indiana@dv.is
Aldrei verið
í betra formi
n Sjónvarpskonan Margrét Erla Maack fær
reglulega athugasemdir um vaxtarlagið
„Við erum rosalega stolt“
n Þátturinn Hannað fyrir Ísland kominn í úrslit á alþjóðlegri hátíð
Flott Margrét Erla
kennir dans, er í sirkus
og getur farið í splitt.
Hannað fyrir Ísland Sagafilm
framleiddi þættina sem sýndir
voru á Stöð 2 fyrr á þessu ári.
LeigubíLstjóri
og LögregLa á
eftir ásdísi rán
Vinsæl í
Búlgaríu
Aðdáendur
Ásdísar Ránar
ganga óþarf-
lega langt.
n Þurfti að berja frá sér
Skriðsund,
súludans
og skotvopn
Iðin stúlka Það er
varla dauð stund hjá
Maríu Birtu sem á afar
fjölbreytileg áhugamál.
E
kki leiðinlegt,“ segir leikkonan og fyrir-
sætan María Birta á Facebook
en hún er nú komin með
leyfi fyrir skotvopn-
um. María Birta virðist hafa
ansi margt fyrir stafni og
áhugasviðið fjölbreytt. Hún
segist vera farin að læra
skriðsund, í haust lærði
hún súludans og fyrr í
sumar lagði hún stund á
fallhlífarstökk í Bandaríkj-
unum. n
n Fjölbreytt áhugasvið