Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 8. október 2012 stríðið um vonarskarð staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring. Þeir hafa aldrei verið að þvælast um þessi svæði eins og við. Þeir eru ekki að ferðast á sama máta og við, þetta er ekki fólk sem er að bera áburð í Skógamannafjöll eða uppi á heiðum á hálendinu. Við erum hins vegar að gera það og þess vegna finnst okkur að við séum hags­ munaaðilar númer eitt þegar þessar ákvarðanir eru teknar,“ segir hann. Elías bætir því við að það sé ekki verið að biðja um óheft frelsi, að­ eins að ákvarðanir séu teknar í sam­ ráði við alla hlutaðeigandi aðila. „Við erum að fara fram á það að það sé tekið tillit til útivistarfólks sem notar vélknúin ökutæki til að ferðast. Það hefur ekki verið gert árum saman, það er ekkert samráð. Við erum mjög sjaldan með atkvæðarétt í slíkum málum. Því finnst mér að það ætti að skipta út stjórn Vatnajökulsþjóð­ garðs í heild sinni.“ Fyrir því talar hann á síðunni Ferðafrelsi og telur þar upp ýmsar ástæður. Í samtali við blaðamann segir hann hins vegar að þar hafi safnast saman öfgamenn og viður­ kennir hlæjandi að það sé kannski óheppilegt að kalla formann stjórn­ arinnar undirlægju, eins og hann hefur gert, á sama tíma og hann fer fram á áheyrn. Misheppnuð sáttatilraun Honum finnst bara þreytandi að hópur sem í hans huga er for­ réttindahópur og umhverfisfasistar – þótt hann hiki reyndar aðeins við að nota þetta orð hér og nú, bæði vegna þess að hann starfar sem kennari og er þar af leiðandi ákveðin fyrirmynd og eins af ótta við lögsóknir, en noti það óhikað og reglulega á netinu og segir að í raun sé það hans skoðun að þetta séu ekkert nema umhverfisfas­ istar, gangi á hans rétt til að ferðast um landið. Reyndar tala þeir Elías og Jón Garðar báðir um að málið snúist ekki um náttúruvernd heldur ferðafrelsi. „Við teljum ekki að akstur um Vonar­ skarð valdi umhverfisspjöllum, þar er ekið um mela og sanda,“ segir Jón Garðar. „Enda er ekki deilt um það. Hins vegar er meðal annars deilt um að það eigi að ríkja kyrrð á Vonarskarði og ég spyr, kyrrð fyr­ ir hve marga?“ segir Jón Garðar sem man ekki eftir því að hafa séð göngu­ fólk á þessari leið. „Reyndar er leiðin um Vonarskarð það sem við köllum haustleið. Það er best að fara hana síðsumars eða á haustin og þá er göngufólkið farið af svæðinu. Þannig að okkar sáttatillaga var sú að veg­ urinn yrði opinn frá miðjum águst eða byrjun september en hún var hundsuð.“ Berjast fyrir almenning Jón Garðar heldur áfram: „Þegar þú upplifir það árum saman að það sé ekki hlustað á þig og telur að þú sért svikinn þá skapast heift. Okkur líður þannig, ekki bara varðandi þetta blessaða Vonarskarð held­ ur mörg og mikilvæg mál, til dæm­ is Vikrafellsleið. Slóðamálin á öllu landinu eru undir og okkur finnst ansi mikið af okkur tekið.“ Þá segja þeir að baráttan snúist ekki aðeins um hagsmuni jeppa­ manna heldur allra sem fara um hálendið á farartækjum og nefna til dæmis hestamenn og veiðimenn. Reyndar telja þeir sig vera að berj­ ast fyrir hinn almenna borgara í landinu. „Við teljum okkur vera að berjast fyrir hagsmunum almenn­ ings til ferðalaga á Íslandi,“ segir Jón Garðar og bætir því við að deilurnar snúist um að fólki sé ekki mismunað. „Við erum að berjast fyrir því að allir fái að tjalda í Vatnajökulsþjóð­ garði, nú máttu bara tjalda í þjóð­ garðinum ef tjaldið er í poka. Þú mátt ekki leggja húsbílnum úti í vegar­ kanti og gista þar. Það er fyrirfram ákveðið hvar þú mátt gista ef þú ert á húsbíl en ekki ef þú ert með tjaldið í poka. Þetta snýst bara um það að fá að vera ferðamaður á Íslandi án þess að rekast á lokunarskilti úti um allt.“ Kunnuglegar leiðir Elías segir frá félaga sínum sem fór um Vatnajökulsþjóðgarð í sumar. „Honum fannst hann bara kominn í annað land út af öllum þessum höft­ um og bönnum. Hann fór bara út úr þjóðgarðinum og tjaldaði annars staðar því hann vissi aldrei hvað hann mátti og hvað hann mátti ekki. Svona tilfinningar eru ekki þægi­ legar. Þarna er verið að ganga á rétt okk­ ar til þess að ferðast um landið. Við erum bara venjulegir Íslendingar á leið um landið. Vonarskarð er gömul þjóðleið sem hefur verið farin í mörg hundruð ár og allt í einu var leiðinni lokað á milli Gjóstu og Svarthöfða. Við erum ekki sáttir við það,“ segir Elías sem fór sjálfur fyrst um Vonar­ skarð með rútu þegar hann var þrett­ án ára gamall árið 1965. Jón Garðar eignaðist sinn fyrsta jeppa árið 1978 og hann hefur ver­ ið útivistarmaður síðan, ferðast um á gamalli Toyota þegar tæki­ færi gefst. Tilfinningin sem fylgir því að ferðast um hálendið er engu lík og eftir öll þessi ár er hann far­ inn að þekkja þessar leiðir ansi vel. „Margar af þessum leiðum eru eins og börnin mín, ég á erfitt með að gera upp á milli þeirra. Þegar verið er að fjalla um þær þá vil ég að þær eigi sér málsvara, einhvern sem veit af hverju þær eru þarna og hvaða til­ gangi þær þjóna. Ráðamenn virðast ekki alltaf vera með það á hreinu. Sumar eru sögulegar, fyrir mér er Sprengisandur til dæmis ekki auðn. Með tímanum verða leiðirnar kunn­ ingjar þínir, þú hefur lent í ýmsu á þessum slóðum og veist að ævintýr­ in bíða þín. Þú ekur um þessar sand­ öldur vitandi hvað hefur gerst og hverju þú átt von á. Það er þessi upp­ lifun sem ég sæki í.“ Lykilleið í gegnum fallegt svæði Elías segir að þótt deilurnar séu „auðvitað ömurlegar,“ þá sé það engu að síður virkilega þess virði að berjast fyrir Vonarskarð. Það sé alltaf auðvelt að segja að það sé bara hægt að fara aðrar leiðir en þetta sé lykil­ leið í gegnum fallegt svæði og góður dagstúr fyrir norðanmenn. „Þetta er okkar ferðaleið, hún hefur alltaf ver­ ið opin og ég skil ekki af hverju það þarf að loka henni núna. Þetta er bara skerðing á ferðafrelsi. Við höf­ um bara ekki fengið nein haldbær rök fyrir því að þessari leið var lok­ að.“ Jón Garðar er á sama máli og gef­ ur lítið fyrir þá skýringu að það sé auðvelt að ganga þessa leið. „Geta allir gengið? Sendir þú ellilífeyris­ þega þangað? Þá erum við farin að vængstífa ansi marga og fyrir hverja? Hvað eru margir elítugöngugarpar á Íslandi?“ spyr hann og bætir því við að það séu fáir í jafn góðu formi og Páll Ásgeir og félagar. Myndi kalla hann landráðamann Frelsið er þeim hugleikið og Elías, sem segist almennt vera maður sátta og rökræðna, veltir því fyrir sér „… hversu langt þessi náttúruvernd á að ganga. Í okkar huga er þetta allt gert á fölskum forsendum, þekkingar­ leysi og óbilgirni í garð ferðamanna sem fara um á bílum. Það er ótrú­ lega mikil sjálfselska í þessu fólki, ég kalla það umhverfisfasista en þetta er bara öfgafullt fólk,“ segir Elías sem sparar ekki alltaf stóru orðin. Einu sinni sagði hann: „Ef ég mætti ráða þá myndi ég kalla Pál Ás­ geir landráðamann,“ og nú útskýrir hann af hverju: „Vegna þess að hann er að hefta frelsi hins almenna borg­ ara til að ferðast um landið. Það geta ekki allir gengið eins og hann.“ Hann bendir á að Páll Ásgeir sé áhrifamaður sem komi reglulega fram í fjölmiðlum til þess að ræða göngur sínar á fjöll og hafi jafnvel sést á göngu með umhverfisráð­ herra. „Ég sá hann ekki sjálfur en félagi minn gerði það. Hann hefur greinilega einhver ítök, hefur skrif­ að um þetta og öfgafullir náttúru­ verndarsinnar taka undir það sem hann segir. Á sama tíma talar hann niður til okkar sem ferðumst um á bílum, um daginn kallaði okkur vélamenn í ræðu sem hann hélt,“ segir Elías sem sárnaði það og segir þetta ekki í fyrsta sinn sem Páll Ásgeir tali niður til jeppamanna. „Þannig að jú, kannski var full djúpt í árinni tekið að segja að ef ég mætti ráða þá myndi ég kalla hann landráðamann, en mér líður bara þannig.“ n n Uppnefndir umhverfisfasistar og hryðjuverkamenn n Táknmynd fyrir baráttuna um náttúruvernd eða ferðafrelsi „Ef ég mætti ráða þá myndi ég kalla Pál Ásgeir landráðamann. „Það er ótrúlega mikil sjálfselska í þessu fólki, ég kalla það umhverfisfasista Sár og svekktur Elíasi gremst þegar Páll Ásgeir talar um jeppamenn sem vélamenn og segir hann tala niður til þeirra. Er frelsið hugleikið Jón segir deilurnar snúast um ferðafrelsi en ekki náttúruvernd. Gengið um Vonarskarð Eitt af markmiðunum með lokun Vonar- skarðs var að skapa frið fyrir göngumenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.